Tíminn - 23.03.1986, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.03.1986, Blaðsíða 17
Sunnudagur23. mars 1986 Tíminn 17 Kuldinn á rússnesku steppunum gerði leikurum og tæknimönnum erfitt fyrir við töku myndarinnar um Pétur mikla. Aðalleikarinn stakk af þegar tökur voru aðeins hálfnaðar og rússnesk yfirvöld gerðu athugasemdir um söguskoðun þá sem kemur fram í verkinu. BANDARÍSKAR sjónvarps- stöðvar hafa nú til sýningar framhaldsmyndaflokk um Pétur mikla Rússakeisara. Myndin var að sjálfsögðu tekin að stærstum hluta í Sovétríkjunum þar sem um 800 sovéskir leikarar unnu við hliðina á leikurum frá Vestur- löndum. Á tímabili leit þó út fyrir að þetta fyrirtæki sem kostaði rúmar 1300 milljónir ætlaði að fara í vaskinn. Eftir fyrstu tökurnar sem fóru fram í Vínarborg var leikstjórinn Lawr- ence Schiller rekinn vegna þess að eftir aðeins fárra vikna vinnu var hann kominn um 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Marvin J. Chomsky varfenginn til að leikstýra verkinu en hann hafði getið sér heimsfrægðar meðal annars með myndurn sínum Holocaust, Att- ica og Inside the Third Reich. Erfiðleikarnir voru þó ekki að baki. Kuldinn í Rússlandi gerði bæði mannskap og vélum erfitt fyrir auk þess sem Rússar gerðu athugasemdir hvað eftir annað varðandi túlkun Chomskys á Pétri mikla. Að vísu fékk hann sitt fram að lokum en þá töldu sovésk yfirvöld að verkið væri ekki sýningarhæft þar eystra og bannað var að það kæmi fyrir augu sovéskra borgara. Þegar hér var komið sögu höfðu tökur farið langt fram úr tímaáætlun og aðalleikarinn Maximilian Schell stakk af frá öllu hálfköruðu. Hann benti á að kvikmyndafyrirtækið hefði brotið gerða samninga við sig og hann væri bókaður í önnur verk- efni. Eftir gríðarlega leit að leikara sem tekið gæti við fannst Englendingur sem mjög líktist Schell en raddir þeirra eru þó ólíkar og það kostaði mikla erfiðleika þar sem Schell fékkst ekki til að tala inn á afganginn af myndinni. Allt leystist þetta þó að lokum og eftir stendur 10 tíma löng mynd sem eins og áður segir hefur nú verið tek- in til sýningar í sjónvarpi í Banda- ríkjunum við góðar undirtektir. Það eru líka margir sem hafa lagt hönd á plóginn cn aldrei fyrr hcfur verið unnið jafn stórt verkefni í samvinnu austurs og vesturs á sviði kvikmyndunar. Sir Laurence Olivier, OmarSharif og Vanessa Redgrave leika í mynd- inni ásamt fjölda annarra stjarna úr austri og vestri. Sá scm sá um kvik- myndun var Vittario Storraro sem meðal annars tók myndirnar Síðasti Tango í París og Apocalypse Now. Og nú er bara að bíða og sjá hvort íslenska sjónvarpið lofar okkur að fylgjast með Pétri mikla opna vest- urgluggann.- Verkið er umfangsmesta og jafnframt dýrasta samvinna austurs og vesturs á vettvangi kvikmynda. Heildarkostnaður við myndina er rúmar 1300 millj- ónir ísienskra króna. Ung sovésk leikkona bíður eftir að komi að sér. í húfunni má greina bandaríska og sovéska fánann. GULLIBETRI Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson: Bandaríska meistarakeppnin í kúlnaleik: Ánægjaskínúr hverju andliti Krakkar frá fimm til fjórtán ára keppa um meistaratitil í skemmtilegasta leiknum sínum Það er ekki víst íslenskir krakkar kannist við kúlnaleik sem heitir á ensku „marbles" og gæti útlagst „marmarakúlur" á íslensku. Leikur þessi er mjög vinsæll hjá krökkum í Bandaríkjunum og felst hann í því að glerkúlum, oftast marglitum, er rúllað hverri á eftir annarri með það markmið að komast sem næst „markmiðskúlunni" sem rennt er út fyrst. Leikurinn er nokkuð svipaður leiknum bocchia sem er m.a. vinsæl íþrótt á meðal fatlaðra. Það er afar mikilvægt í þessum leik að veður hafi sem minnst áhrif á ferð og feril kúln- anna og því er óhægt um vik að spila þennan leik á íslandi. í Bandaríkjunum fer þó fram á hverju ári Bandaríska meistara- keppnin í kúlnaleik. Þar keppa krakkarfrá fimmára aldri oguppí 14 ára frá öllum fylkjum Bandaríkj- Sigurvegarinn í drengjaflokki, Jon Jamison frá Pennsylvaníu, vandar sig gífurlega við þetta skot. anna um meistartitilinn í uppáhalds leiknum sínum. Keppnin fer fram í Wildwood í New Jersey og drcgur alla jafna að sér fjölda áhorfenda sem flestir eru þó feður og mæður keppendanna. Oþarfi er að fjölyrða mikið um þessa keppni en látum myndirnar tala. Hann Giang Duong sem er innflytjandi frá Víetnam reynir hér að verja kúlu sína vindi. „Mér sýnist þetta ætla að verða slæmt skot“ gæti hann Lantz litli frá Pennsylvaníu verið að hugsa. Meistarar eru krýndir með tilheyrandi kór- ónum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.