Tíminn - 03.04.1986, Side 1

Tíminn - 03.04.1986, Side 1
^ ^ _ STOFNAÐUR1917 lirmrm RAUSTIR MENN 25050 senDiBiUBTöDin UTANRÍKISRÁÐHERRA, Mattías Á. Mathiesen, kallaði sendiherra Sovétríkjanna, Evgeniy A. Kosarev, á sinn fund í gær vegna þeirra upplýsinga Skák- sambands íslands aðsovéski stórmeistarinn Boris Gulko hafi ekki fengið að yfirgefa Sovétríkin til að taka þátt í síðasta Reykjavíkurskákmóti. Sambandið fór þess á leit við ráðherra að hann aflaði skýringa sovéskra yfirvalda á synjuninni. Utanríkis- ráðherra vakti jafnframt máls á neitun sovéskra yfirvalda að heimila Gulko og fjölskyldu hans að flytja frá Sovétríkjunum og afhenti sendiherranum minnisblað þar sem fram kemur að það væri í samræmi við ákvæði ýmissa fjölþjóðlegra samþykkta ef breyting yrði á í þessu máli. NÝ UMFERÐARLJÓS verða tendruð við Bústaðaveg í dag, við gatnamót- in við Háaleitisbraut og Grensásveg. Ljósin verða samstillt við áður uppsett umferðarljós við Réttarholtsveg og Bústaðavegsbrú og fæst þannig „græn bylgja“ ef ökuhraðinn er 50 km á klst. Ljósin verða látin blikka gulu Ijósi á nóttunni milli kl. 1 og 7. PETUR Ein- arsson hefur verið ráðinn leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrartil næstu tveggja ára og tek- ur hann við starfi af Sígnýju Pálsdóttur sem verið hefur leikhússtjóri LA undanfarin sex ár. Alls bárust fimm umsóknir frá sex aðilum um stöð- una. AKUREYRARBÆR hefur ákveð- ið að lækka gjaldskrá Rafmagnsveitu Akur- eyrar um 12,67% og Hitaveitu Akureyrar um 3%. Fyrst var farið fram á að hitaveitan lækkaði gjaldskrá sína um 7% en ekki var talið hægt að verða við því en hinsvegar mun fyrirhuguð hækkun á gjaldskránni 1. júní n.k. ekki koma til framkvæmda að fullu. DÓMUR FÉLL í gær í Bæjarþinai Reykjavíkur þar sem úrskurðað var að gengismunur, sem tekinn var af mörgum tegundum sjávarafurða með bráðabirgða- löqum eftir gengisfellingu 1983 brjóti í bága við stjórnarskrána. Hér er um að ræða prófmál og er búist við að ríkisstjórnin muni áfrýja þessum dóm til Hæstaréttar. SVERRIR JÓMASSON mið aldafræðingur á Árnastofnun gegnir nú á vormisseri prófessorsembætti við háskólann í Berkeley, Kaliforníu. Hann er staðgengill Carol J. Clover sem er prófessor við skólann í forníslensku. Sverrir Tómasson hefuráður verið lektor í ís- lensku við háskól- ann í Kiel, kennt fornbókmenntir við heimspekideild Háskólaíslandsog flutt fyrirlestra við háskóla í London og Cambridge. ELDUR KVIKNAÐI , reykhúsi i Bolholtí 6 í fyrrinótt. Slökkvilið kom á vettvang um klukkan 4:30 um nóttina. Glóð úr reykofni hafði valdið íkveikju í skilrúmi við reykofninn. Slökkvilið komst inn í reykhúsið með því að taka hurð af hjörum og urðu engar skemmdir á húsnæðinu. Greiðlega gekk að komast fyrir eldinn. KRUMMI „... málræktarsinnaðir dópistar eru víst hættir að verða stónd. Þeir verða Hraunaðir." Rússneska olíuskipið Vasiliy Porky lá við Laugarnes í gær, en það kom lil landsins á annan í páskuni ineð larm af bensíni og gasolíu á lága verðinu. I*að landaði fyrst í Hafnarfirði, síöan í Örfiriscy og síödegis í gær og í gærkvöld í Laugarnesi. Vasiliy Porky álti að fara aftur uin fjögurlcytið í morgun, en von cr á öðru rússnesku olíuskipi meö gasolíufarm á sunnudaginn. (Tímanivnd Sverrir) Flugvélafiskur til Hamborgar - nýr karfi á matborð þýskra veitingahúsa? Hér á landi eru nú staddir aðilar frá Hamborg sem áhuga hafa á að kaupa ferskan fisk frá íslandi til dreifingar og sölu á þýskum veit- ingahúsum. Hér er um að ræða kaup á fiski sem fluttur yrði með flugi til Hamborgar, en Arnarflug mun hefja beint flug þangað þann 10. apríl nk. t>að er fyrirtækið Pardus sem stendur á bak við komu Þjóðverj- anna hingað en það hefur þegar gert rammasamning við kaupanda í Hamborg, með þeim fyrirvara að Þjóðverjarnir séu ánægðir með að- stöðu og framleiðsluna hérlendis, en það er jafnframt ástæðan fyrir komu þeirra hingað. Að sögn Kolbeins Sigurjónsson- ar hjá Pardusi, er þegar búið að semja við Arnarflug um flutning fisksins, en um er að ræða 5 tonn af karfaflökum á viku. „Þetta er kannski ekki svo mikið magn, en ég tel mikilvægt að komast inn á þennan markað og beina flugið gefur okkur góða möguleika á að bjóða þýskum veitingahúsakeðjum ferskari og betri vöru en nokkur annar,“ sagði Kolbeinn. Til að byrja með verður helst leitað fanga um fisk frá Akranesi, en að sögn Kolbeins verður höfð samvinna við fyrirtækið Fiskafurð- ir sem verið hefur í þessum útflutn- ingi og hefur tengsl við vinnslu- stöðvar hér heima. Útflutningur á ferskum fiski með flugvélum er ekki nýr af nálinni þó hann hafi aðeins verið lítið brot af öllum ferskfiskútflutningi íslend- inga en þessi útflutningur hefur þó farið vaxandi. -BG Neita að svara! Fyrir nokkru lagði Guðmundur Einarsson fram fyrirspurn til við- skiptaráðherra á Alþingi um van- skil korthafa hjá greiðslukorta- fyrirtækjum. Svar Matthíasar Bjarnasonar samgöngu- og við- skiptaráðherra er sem hér segir: „Vegna fyrirspurnar þessarar sendi ráðuneytið greiðslukortafyrirtækj- unum Kreditkortum hf. og Greiðslumiðlun hf. (áður VISA ísland hf.) bréf þar sem þess var farið á leit að fyrirtækin gæfu upplýsingar um vanskil korthafa um s.l. áramót. Svör fyrirtækjanna hafa nú borist ráðuneytinu og láta þau bæði í ljós það álit að þeim sé eigi heimilt né skylt að veita um- beðnar upplýsingar." „Nóg af dópi á Hrauninu" - segir stokufangi í felum í samtali viö Tímann Strokufangarnir frá Litla- Hrauni. Sá dökkhærði, Unn- ar Sigurður Hansen segir svo frá í viðtali við Timann: „Ég stal sög af verkstæðinu og notaði hana síðan til þcss að saga með rimlana í gluggan- umog komst þannigút. Þegar ég hafði hlaupið talsverðan spöl frá fangelsinu var kallað á mig og ég beðinn að stoppa.“ Þcir félagar ákváðu að liafa samband við fjölmiðil, og varð Tíminn fyrir valinu. Þeir gagnrýna dómskerfið og seinagang þann sem þar við- gengst í viðtali á bls 3. „Það er alltaf til dóp á Hrauninu. Hassið kostar fimmtán hundruð krónur grammið og amfetamín meta menn ekki til fjár. Eftir heim- sóknir þá djönka menn sig í hel. Fangaverðimir em ánægð- ir þegar hass er í húsinu, því að þá eru menn rólegir, og lítið að gera. Mannskapurinn verður hinsvcgar órólegur þegar töflur eru til og allir upp tjúnaðir." Blaðamaður frá Tímanum hitti þá félaga að máli í íbúð- arhúsi í Hafnarfirði, og varð það að samkomulagi að hann skyldi segja til þeirra nokkru síðar. Þegar leitað var í hús- inu fundust þeirckki. Stroku- fangarnir eiga yfir höfði sér mánaðar einangrun eða jafn- vel meira þegar þeir finnast. -ES Strokufangarnir Aöalsteinn og Unnar Sigurður. Þeirra bíður mánaðar einangrun fyrir strok. Tímamynd Eggert -SS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.