Tíminn - 03.04.1986, Side 6

Tíminn - 03.04.1986, Side 6
Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Inóblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Hvert stefnir í áfengismálum? í Sovétríkjunum hefur lögaldur verið hækkaður og áfengisveitingum hætt við opinberar athafnir. í þeirri umræðu sem verið hefur um neyslu fíkniefna hér á landi vill áfengið oft gleymast. Þrátt fyrir það að áfengið sé vímuefni og skaðvænleg áhrif þess marg sönnuð er það löglegt hér sem og í flestum löndum og því verður áfengisvandamálið svo flókíð sem raun ber vitni. Áfengisneysla er hluti af því menningarþjóðfélagi sem við höfum byggt upp og trúlega minni hluti þjóðarinnar sem myndi vilja hafna því algerlega. Samt er full ástæða til að vara við of miklu frjálsræði í áfengisneyslu þótt ekki væri nema vegna þeirra miklu útgjalda sem þjóðarbúið verður árlega fyrir af völdum þess. Það hefur löngum viljað brenna við í umræðu um áfengi og fíkniefni að vandamál samfara notkun þeirra tengist einungis unglingum. Staðreyndir sýna hins vegar að það eru ekki síður fullorðnir sem eiga í erfiðleikum. Þá ber að hafa í huga að það eru hinir fullorðnu sem útvega efnin hverju nafni svo sem þau nefnast sem unglingarnir síðan neyta. Þá er einnig sú tillmeiging ríkjandi að telja þá menn eina alkóhólista sem bera það utan á sér. Um það atriði segir Óttar Guðmundsson, yfirlæknir SÁÁ: „Vandamálið er auðvitað miklu stærra en þetta. Rónar eru einungis lítill hluti þeirra sem eiga við áfengisvandamál að stríða og þeir byrjuðu eitt sinn feril sinn sem hófdrykkjumenn en þróunin var þessi hjá þeim. Skítugi róninn í gráa frakkanum sem gengur um og betlar peninga á torginu var einu sinni glæsilegur unglingur, vei klæddur og snyrtilegur á leiðinni á árshátíð með vasapela í hendinni.“ Væri ekki ráð að hugleiða þetta stundum. Nýlega kom út fréttabréf SÁÁ þar sem m.a. var grein eftir Óttar Guðmundsson, yfirlækni samtakanna. Þar lýsir hann einkennum alkóhólisma, greiningu hans og þeim erfiðleikum sem þeim sjúkdómi fylgir. Full þörf virðist vera á því fyrir hvern mann að skoða hug sinn í þessuni efnum því staðreyndir sýna að enginn er óhultur fyrir þessum vágesti. í grein sinni segir Óttar m.a.: „Á sama tíma er áfengisvíman sem er að fara með þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra í hundana vafin miklum dýrðarljóma. Menn krefjast þess í blöðum að áfengi verði sem víðast haft um hönd, tegundum fjölgi, fleiri barir opnaðir og sem frjálslyndust stefna tekin upp í sambandi við áfengismál. Umræða um bjór tröllríður dagblöðunum svo mánuð- um skiptir og í mörgum greinum er það talið eðlileg mannréttindi að geta drukkið áfengan bjór við öll hugsanleg tækifæri. Þessi afstaða gerir alkóhólistanum erfitt um vik, vímugjafinn sem er að leggja líf hans í rúst er hafinn til skýjanna í fjölmiðlum og nánustu vinir og félagar telja reglubundna áfengisneyslu eðlilega og sjálf- sagða.....Þannig skapast mikill tviskinnungur varðandi áfengið. Menn eru á einu máli um það tjón og þá manneskjulegu harmleiki sem skapast geta af þessum völdum en jafnframt vilja menn að áframhaldandi neysla sé leyfð og sem frjálsust.“ Þessi orð eru sett fram af lækni sem vinnur við meðferð á áfengissjúklingum. Hann gerir sér fullkomna grein fyrir þeim vandamálum sem fylgja áfengisneyslunni og orð hans því íhugunarefni fyrir alla. Áfengisneysla hér á landi sem annarsstaðar hefur færst í aukana og það er ekki að ástæðulausu sem stórþjóðirnar Bandaríkin og Sovétríkin hafa séð ástæðu til að taka í taumana og reynt að sporna við drykkjuskap. í Bandaríkj- unum er lögaldur til áfengiskaupa 21 árs í flestum fylkjum og stjórnin í Washington leggur á það áherslu að fylki sem enn hafa lægri lögaldur, hækki hann, að öðrum kosti verði felld niður framlög ríkisins til vegamála. 6 Tíminn Fimmtudagur 3. apríl 1986 ORÐ I TIMA TÖLUÐ Fjórir milljarðar í „sjoppufóður“ Getur það verið blásnauð þjóð sem eyðir hundruðum milljóna króna hærri upphæð í sjoppum landsins heldur en hún ver til að klæða af sér kuldann hér norður undir heimskautsbaug? Er það mögulegt að þjóð sem að miklum meirihluta er láglaunafólk sem berst í bökkum (samanber ummæli fjölmargra stjómmála- manna og verkalýðsforingja) eyði sem svarar um 70-80 þús. krónum á ári að meðaltali á hverja 4ra manna fjölskyldu í „sjoppufóður", þ.e. sælgæti, gos og tóbak (á nú- gildandi verðlagi)? Getur það verið fátæk þjóð sem eyðir í „sjoppufóður“ u.þ.b. þriðj- ungi þeirrar upphæðar sem hún ver til allra matvörukaupa? Árið 1984 voru heildartekjur fslendinga samtals um 38.657 mill- jónir króna, samkvæmt skýrslum Þjóðhagsstofnunar og er þá bæði átt við tekjur launþega og atvinnu- rekenda. Af þeirri upphæð vörðu þeir um 22.023 milljónum króna (um 57%) til allskonar vörukaupa í smásölu- verslunum landsins. Athyglisvert er, að nær tíundi hluti af allri smásöluverslun í land- inu þetta ár fór fram í sjoppunum, eða 2.118 milljónir króna, og hcfur það hlutfall farið vaxandi á síðustu árum. „Margt smátt gerir eitt stórt“ segir gamalt og gott máltæki, sem sannast rétt einu sinni þegar litið er til verslunarhátta íslendinga. Mörgum þykir sem kunnugt er í mikið ráðist þegar lagt er í kaup á; húsgögnum, kæliskápum, þvotta- vélum, sjónvarpstækjum, mynd- bandstækjum, hljómflutningstækj- um og öðrum slíkum og kaupa því gjarnan þessi tæki með afborgun- um til margra mánaða þar sem peningaráðin leyfa ekki annað. f skýrslum Þjóðhagsstofnunar kem- ur hins vegar í ljós að upphæð sú sem við íslendingar réttum í tíköll- um og hundraðköllum yfir sjoppu- borðin er samtals álíka há og sú sem við verjum til kaupa á öllum framangreindum tækjum auk alls annars smærri húsbúnaðar og búshluta. Ekki er heldur örgrannt um að mörgum okkar þyki illilega saxast á mánaðarlaunin þegar við þurfum að leggja í fatnaðar- eða skókaup á fjölskylduna, kaup á ýmsum vefnaðarvörum til heimilisins, að ekki sé nú talað um tjöld fyrir stóru gluggana okkar og teppi á gólfin, sem fáir kaupa gegn staðgreiðslu. Því hlálegra sýnist að heildarkaup þjóðarinnar á öllum þessum nauð- synjahlutum námu um 200 milljóna króna lægri upphæð 1984 heldur en við eyddum þá í kaup á sælgæti, gosi, tóbaki og öðru „sjoppufóðri". í þessum samanburðardæmum er þó aðeins miðað við það „sjoppufóður", sem keypt er í sjoppunum sjálfum. En sem kunn- ugt er er sjoppufóðrið einnig selt í stórum stíl í öllum matvöruversl- unum landsins, svo ekki er ólíklegt að hækka megi „sjoppureikning- inn“ okkar um a.m.k. þriðjung. Þetta sama ár nam heildarsala allra matvöruverslana, stórmark- aða og kaupfélaga landsins um 12.456 milljónum króna (um 32% af heildartekjum). Ef við gerum ráð fyrir að um 3/4 þeirra kaupa hafi verið matvörur, slagar það sem við kaupum í sjoppunum hátt í fjórðung af öllum matvörukaup- unum - og er þá ótalið „sjoppu- fóðrið" sem við kaupum í matvöru- búðunum og mörkuðunum. Með sjoppum er hér aðeins átt við sjoppur. Árið 1984 vörðum við annarri eins upphæð - tæpum 2.000 milljónum - á veitingahúsunum í landinu og hafði sú upphæð hlut- fallslega meira en tvöfaldast að raungildi á nokkrum árum. Ef við framreiknum tölurnar frá 1984 með vísitölu vöru og þjónustu til núgildandi verðlags má áætla að nokkrir útgjaldaliðir meðal 4ra manna fjölskyldu nú í ár verði eftirfarandi: í matvörubúðum, mörkuðum og kaupfélögum um 320 þús., í sjoppum um 55 þús., í búsáhalda- húsgagna- og raftækja- verslunum 56 þús., í vefnaðarvöru- fatnaðar- og skóverslunum 49 þús., í bókabúðum 19.500, í skartgripa-, ljósmynda- og gleraugnaverslun- um 8.300, í blómabúðum 7.700, í sport-leikfanga og öðrum sérversl- unum 21 þús. og í veitingahúsum um 50 þús. kr. (við borðum érlend- is á móti því sem útlendingarborða hér). Samtals má áætla meðalútgjöld 4ra manna fjölskyldunnar um 600 þús. krónur í smásöluverslunum og veitingahúsum. Þá eru ótalin a.m.k. um 150 þús. vegna fjöl- skyldubílsins, húsnæðiskostnaður- inn, ferðalögin og fleira. Athygli skal vakin á því að allar framangreindar tölur eru reiknað- ar út frá söluskattsframtölum 1984, en fáir íslendingar munu álíta að of háar sölutölur séu fram taldar á slíkum framtölum. Er ekki ótrúlegt hvað við getum eytt miklu miðað við að stærsti hluti þjóðarinnar telur sig lág- launafólk? Heiður Helgadóttir VÍTT OG BREITT NIDURGREITT HLUTLEYSI Allar þjóðir sem verja miklu fjármagni til herja sinna keppast við að framleiða þau hergögn sem nauðsynleg eru til að halda æski- lcgum herstyrk. En hergögn eru dýr og því er reynt að framleiða meira en til heimabrúks og selja til þcirra ríkja sem ekki eru fær um að framlciða hátæknileg hcrgögn. Iiandarikin, Sovétríkin, Bret- land, Frakkland, Tékkóslóvakía og ísrael cru ríki sem öll cru miklir hcrgagnaútflytjcndur. Hart er bar- ist um markaöinn, scm aöallega cr hinn víghreifi þriðji heimur, sem oftar er nefndur í sambandi við sult og vesöld, stjórnmálaernðleika og harðstjórn en hátæknilegan víg- búnað. Hlutleysi Svíþjóðar er ekki billegt. Til varnar því er mikill hcrstyrkur miðað við fjölda þjóð- arinnar. Svíar eru tæknivædd iðn- aöarþjóð og smíða megniö af sín- iim hergögnum sjálflr. Boforsverk- smiðjurnar eru gainlar í hettunni og hcfur framleiðsla þeirra lengi verið eftirsótt. Saab verksmiðjurn- ar snúða allar þær fullkomnustu orrustuþotur sem sænski flugher- inu þarf á að lialda og sænskar skipasnúöastöövar eru víðfrægar fyrir smiði niinni herskipa og kaf- bátar þeirra kváðu vera afbragðs- verkfæri og sænsku tundurskeytin marksækin í betra lagi. Er t.d. indverski flotinn hæstánægður með þessi tól. Til að standa straum af kostnaöi við eigin vígbúnað framleiða Svíar einnig fyrir erlendan markað og hafa gert lengi. Einhver ákvæði eru þar um aö ckki skuli selja vopn til þjóöa sem eiga í hcrnaöi en skilgrcining á því hvenær styrjöld stendur yfir eöa ekki er teygjanleg. Fyrir nokkrum árum varð sænsk- ur viðskiptaráðherra að segja af sér vegna þess að sænskur vopna- framleiðandi hafði tekið að sér að kenna líbýskum hermönnum að nota forláta miðunartæki sem sænskir framleiöa af mikilli kunn- áttu. Gallinn var sá að þjálfunin fór fram á sænskri grund; og cin- hver ágreiningur var um hvort Líbýumcnn væru friðelskandi þjóð, en Svíar selja vopn eingöngu til friðelskandi þjóða. Sænska varnarkcrfið er dýrt og er því sjálfsagt að létta undir með skattborgurunum með því að hagn- ast svolítiö á vopnasölu. Einhver hávaði er i Sviþjóð og jafnvel víðar núna vegna þcss að tckist hefur að sclja forláta fallhyssur frá Bofors fyrir um 50 milljarða króna. Kaup- cndurnir eru Indland, Pakistan og Indónesia, allt friðclskandi þjóðir sem ekki heita vopnum nema hver á aðra eða í skærum innanlands. Fallhyssurnar frá Bofors eru ágæt vopn, miöunartækin fullkom- in og skotfærin lireint afliragð. Hægt er að skjótu 15 sprcngikúlum úr þcim á hverri mínútu og draga þær 30 kin vcgulcngd. Til þessa hafa Sovétríkin setið nær ein að því að birgja Indverja upp af vopnuni. En Svíar eru að ná sér á strik á þcim markuði og cr ekkert nema gott um það að segja því framleiðslun styrkir utvinnulíf- ið og léttir undir við kostnað af eigin vörnum. Ef Svíur hcfðu ekki náð þessum sainningum hefðu Ind- verjar, Pakistanar og Indónesar einfaldlega beint viðskiptum sínum annað og sænskir verkamenn orðið af þcim atvinnubótum sem af vopnasölunni leiðir. I Svíþjóð hafa ungliöahreyflngar stjórnmálaflokkanna og friðar- hreyfingar sett fram mótmæli vegna vopnasölunnar cn það fólk er úti á þekju þegar viðskipti eru annars vegar og skilur ckki að hlutleysi Svíþjóðar byggist á styrku varnarkerfl, sem er dýrt í rekstri og er ckkert sjálfsagðura en að sá kostnaður sé greiddur niður af vígbúnaðarþyrstum ríkjum þriðja heimsins. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.