Tíminn - 15.04.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 15.04.1986, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 15. apríl 1986 Borgarnes: Tveir átta ára drengir drukkna Tveir átta ára gamlir drengir frá Borgarnesi drukknuðu á laugardag. Drengirnir fóru að heiman frá sér um morguninn. Nokkru eftir hádegi var leitað til lögreglunnar í Borgarnesi og hún beðin um að svipast um eftir drengjunum. Þeir fundust síðan látnir seinna um daginn í Bæjar- vogi, um tvo kílómetra frá Borg- arnesi. Drengirnir hétu Vilberg Egils- son til heimilis að Þorsteinsgötu 5 og Bjarki Ólafsson til heimilis að Borgarbraut 34. Nú er talið ljóst að drengirnir hafi farið á lekum plastfleka út á fjörðinn og stríður straumur hafi hrifið flekann með sér. Líklegt þykir að drengirnir hafi fallið af flekanum, á leið hans út fjörðinn. Viðamikil æfing björgunar- sveita stóð yfir í Borgarfirði um helgina. Leitað var til þeirra og aðstoðuðu sveitirnar við leit að drengjunum. Tværeinkaflugvél- ar frá Borgarnesi leituðu einnig. Drengirnir fundust síðan um klukkan 17.30. Arnarflug: Áætlunarflug til Hamborgar Arnarflug hóf beint áætlunarflug til Hanibórgar í Þýskalandi á 10 ára afniælisdcgi flugfélagsins, 10. apríl s.l. í fyrstu áætlunarferö Arnarllugs til Hamborgar voru með í ferðinni Matthías Iijarnason samgönguráö- herra og um 40 aðrir gestir. I»á voru einnig flutt 5 fonn af ferskum flski mcö flugvélinni beint á físk- markaöinn í Ilaniborg. Á myndinni sést flugvallarstjór- inn í Hamborg, Richard Schleichen, taka á móti Matthíasi Bjarnasyni á flugvellinuin í Hainborg. Tímaniynd Róbert 12 milljónir úr Tryggingasjóöi fiskiskipa: Sjávarútvegshús rísi í Reykjavík „Sú hugmynd hefur verið á lofti nokkuð lengi hjá þessum samtökum innan sjávarútvegsins að koma upp húsi þar sem þau gætu verið öll undir sama þaki,“ sagði Kristján Ragnars- son framkvæmdastjóri Landssam- Hringormurinn veldur sundrungu Stjórnarfrumvarp um selveiðar við Island var afgrcitt frá neðri deild Alþingis til hinnar efri í gær. Þetta er í þriðja skiptið sem frumvarp um Ráðuneyti iokarsvæðum „t>að er ekki á valdsviði hafnar- nefnda að setja reglur um fiskveiðar. I»ær eiga að setja reglur um það sem lýtur að rekstri hafnanna sem slíkra og þar af leiðandi hefur hafnarnefnd á Bakkafirði farið út fyrir valdsvið sitt með því að skipta sér af veiðum á Bakkaflóa,“ sagði Árni Kolbeins- son hjá Sjávarútvegsráðuneytinu, Sjávarútvegsráðuneytið ákvað að banna dragnótaveiðar á ákveðnum svæðum innan hafnarsvæðisins, þar á meðal á gamla hafnarsvæðinu, og kemur það bann í kjölfar deilna á milli Bakkfirðinga og Þórshafnar- manna. Bannsvæðið nær frá Fossá að Saurbæjartanga, frá Saurbæjar- tanga að Skarfatanga og frá Skarfa- tanga að Svartnesi. Jóhann Jónasson, formaður hafn- arnefndar á Þórshöfn, sagði að sér fyndist þetta fáránleg framkvæmd hjá ráðuneytinu. „Þetta er engin friðun, það er ekki verið að loka neinu að ósk fiskifræðinga, það er verið að loka svæðum fyrirvaralaust að ósk einstakra heimamanna á Bakkafirði. Það er fáránlegt að ein- hvcr hafnarnefnd úti á landi geti haft samband suður til Reykjavíkur og beðið um lokun á svæði út frá höfninni, jafnvel þótt það svæði sé 10-20 mílur frá henni.“ - ABS þetta efni kemur til kasta þingsins á þcssu kjörtímabili. Áður hefur það ekki hlotið endanlega afgreiðslu og óvíst er hvort það verður að logum nú. í upphafi fundar neðri deildar í gær tilkynnti deildarforseti að einn þingflokkanna hefði farið fram á stutt fundarhlé. Það voru Alþýðu- bandalagsmenn sem brugðu sér frá sem snöggvast til að ræða afstöðuna til sclveiðifrumvarpsins. í atkvæða- grciðslu nokkru síðar um breytingar- tillögu varðandi gildistöku frum- varpsins kom fram að ekki hafði náðst samstaða urn afstöðu þing- tlokksins, því þeir Geir Gunnarsson, Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson voru andvígir því að vænt- anleg lög tækju þegar gildi, en Garðar Sigurðsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðrún Hcigadóttir á öndverðri skoðun. Steingrímur J. Sigfússon var fjarstaddur. Af stjórnarliðum voru þeir Frið- jón Þórðarson. Ólafur Þ. Þórðarson og Pálmi Jónsson andvígir því að frumvarpið yrði að lögum þegar í stað. Það cr því Ijóst að sem áður klýfur hringormurinn jafnt flokka sem stjórn eða stjórnarandstöðu. -SS Samtök áhugamanna um selveiöihlunnindi: Gagnrýna sel- veiðifrumvarp Frumvarp um selveiðar. sem nú liggur fyrir Alþingi hlaut harða dóma á stofnfundi samtaka áhuga- manna um seiveiðihlunnindi senr stofnuð voru á sunnudag. Fundur- inn taldi fulla þörf á heildarlöggjöf um sel og selveiðar, sem taki fullt tillit til verndunarsjónarmiða og. skynsamlegrar nýtingar selastofn- anna. í fréttatilkynningu frá sam- tökunum segir: „Mikið skortir á að frumvarpið gegni því hlutverki og er það viðurkennt af mönnum sem studdu það áður en hafa skipt um skoðun eftir að hafa kynnt sér öll sjónarmið." Meðal þess sem samtökin gagn- rýna, er að selveiðar verða felldar undir sjávarútvegsráðuneytið, verði frumvarpið að lögum. Ný- kjörinn stjórnarformaður samtak- anna, Jón Benediktsson, sagði í samtali við Tímann í gær að með því væri allt komið á eina hendi, færu selveiðarnar til sjávarútvegs- ráðuneytisins. Þá eru menn ósáttir við stytta „skothelgi" sem frum- varpið felur í sér. -ES bands íslenskra útgerðarmanna þeg- ar Tíminn spurði hann um þá hug- mynd að koma upp sérstöku sjávar- útvegshúsi í Reykjavík. Þegar Tryggingasjóður fiskiskipa verður lagður niður um miðjan maí er áætlað að 12 milljón krónur renni til undirbúnings byggingar sérstaks sjávarútvegshúss. Kristján sagði að hugmyndin um að verja þessum peningum til hússins hefði komið frá útvegsmönnum, þarna væri verið að ráðstafa fé úr þeirra sjóði og eftirstöðvar væru þetta miklar vegna þess að útgjöld- um hefði verið stillt í hóf. Kristján sagði að enn væri málið á umræðustigi og þetta framlag væri hugsað til þess að ýta málinu af stað. Utanríkisráðherra í sveitarstjórn? Næstkomandi föstudag hefst mál- flutningur í máli Miðneshrepps gegn utanríkisráðherra vegna ógreiddra byggingarleyfisgjalda. Hreppurinn krefst þess að slík gjöld verði greidd af nýju flugstöðvarbyggingunni en utanríkisráðherra hefur neitað með tilvísun til sérstöðu varnarsvæða. „Það eru greidd fasteignagjöld af eignum íslendinga innan varnar- svæðanna þannig að fordæmin eru fyrir hendi," sagði Ólafur Ragnars- son lögfræðingur Miðneshrepps í samtali við Tímann. Hann sagði að neitun ráðherra byggðist á því að hann færi samkvæmt sérstökum lög- um með mál allra ráðuneyta innan varnarsvæða og sveitarstjórnarvald að auki. „Þetta er í raun prinsipmál um það hvort að ráðherra fari með sveitarstjórnarvald innan þessara svæða,“ sagði Ólafur. Krafan um byggingarleyfisgjaldið nemur nú um einni milljón króna með vöxtum og gert er ráð fyrir að fasteignagjöld muni skila einhverju til viðbótar. - SS Hann benti þó á, að þeir hefðu sótt um lóð til borgarinnar fyrir einu og hálfu ári síðan í þessum tilgangi og þá óskað eftir því að fá úthlutað stað einhversstaðar í sjávarlínunni, við Skúlagötuna eða í Laugarnesinu, en engin viðbrögð væru enn komin við þeirri umsókn. - BG Annir á Alþingi Nú er ekki nema rúm vika þar til Alþingi lýkur störfum að sinni og 108. löggjafar- þingið heyrir sögunni til. Samkvæmt venju aukast ann- ir dag frá degi og kapp er lagt á að afgreiða þau mál sem mestu þykja skipta. Þar vega óskir ríkisstjórnarinnar eðli- lega þyngst. Fundurinn í neðri deild Al- þingis í gær bar svipmót þessa annatíma. Átta lagafrum- vörp voru send forseta efri deildar til fyrirgreiðslu, sem þýðir að efri deild mun fjalla aftur um þessi mál vegna breytinga sem á þeim urðu í meðförum neðri deildar. Þetta eru frumvarp um veð, Siglingamálastofnun ríkisins, eftirlit með skipum, siglinga- lög, verkfræðinga, sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, almannatryggingar og sel- veiðar við ísland. Meðal þeirra frumvarpa senr efri deild mun að öllum líkindum brátt afgreiða sem lög má nefna frumvarp um talnagetraunir og sveitar- stjórnarlög. - SS Heildarkvótinn ekki aukinn Hagsmunaaðilum í sjávarútvegi voru í gær kynntar niðurstöður úr endurmati Hafrannsóknarstofnunar á ástandi fiskistofnanna við landið, en í dag á að liggja fyrir ákvörðun um það hvort heildaraflakvótinn í ár verður aukinn eða ekki. Hafrann- sóknarstofnun taldi ekki ástæðu til að leggja til aukningu þorskaflakvót- ans, enda niðurstöður endurmatsins ekki í veigamiklum atriðum frá- brugðnar þeim sem fram komu í haust. Heildar þorskaflamarkið er sarn- kvæmt reglugerð 300 þús. tonn á þessuári. Vegna breytingasem gerð- ar voru á kvótakerfinu er sóknar- mark nú mun algengara en áður og miðað við sveigjanleika í kerfinu og millifærslumöguleika er talið að heildaraflinn geti farið upp í 340 þús tonn. Hagsmunaaðilar þrýstu ekki á um aukningu kvótans á fundinum í gær og mun sjávarútvegsráðherra ekki leggja til slíka aukningu á ríkisstjórnarfundi í dag. -BG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.