Tíminn - 15.04.1986, Page 5

Tíminn - 15.04.1986, Page 5
Þriðjudagur 15. apríl 1986 Tíminn 5 Japanar taka þátt í stjörnustríðinu Samkvæmt heimildum munu japönsk stjórnvöld bráðlega tilkynna um þátttöku sína í geimvarnaráætlun Bandaríkjastjórnar Japönsk stjórnvöld hyggjast nú taka þátt í draumsýn Reagans Bandaríkja- forseta. Fujifjall, Japan-Reuter Samkvæmt heimildum innan jap- anska viðskiptalífsins og innan ríkis- stjórnarinnar munu þarlend stjórn- völd bráðlega skýra frá þátttöku sinni í geimvarnaráætlun Banda- ríkjastjórnar (SDI). Japanar hafa enn ekki farið sömu braut og flest stórríki Vestur-Evrópu og tilkynnt formlega um þátttöku sína í hinni svokölluðu „stjörnu- stríðsáætlun1- Bandaríkjastjórnar er miðar að því að koma upp geim- vopnum sem skotið geta niður eld- flaugar. Hinsvegar sagði Yoshihiro Inay- ama, formaður hinnar áhrifamiklu Keidanren viðskiptasamsteypu, í samtali við fréttamann Reuters að stjórnvöld myndu bráðlega tilkynna formlega um þátttöku sína í áætlun- inni. Víst þykir að japönsk iðnaðarfyr- irtæki geti verulega styrkt rannsókn- ir á geimvopnum þar sem þau eru mörg hver komin langt í rannsókn- um sínum á leisertækni og háþróaðri rafmagnstækni. Keidanren viðskiptasamsteypan er talin eiga mikilla hagsmuna að gæta í þessu sambandi en fyrirtækið Sony er m.a. aðili að þessari sam- steypu. Fyrirtæki á borð við Mitsu- bishi, Hitachi og NEC hafa einnig verið nefnd í sambandi við verkefni þau er bjóðast taki japönsk stjórn- völd þátt í SDI. Nokkuð hefur verið deilt um það í Japan hvort landið ætti að taka þátt í „stjörnustríðsáætlunum" Reagans Bandaríkjaforsetaen heimildirsegja það nú vera einungis spurningu um tíma hvenær þjóðinni verður til- kynnt um þátttökuna. Breyting framundan á breskum sunnudegi? Flest bendir til að frjáls verslun á sunnudögum verði bráðlega leyfð í Englandi og Wales Lundúnir-Reuter Þrátt fyrir andstöðu margra þingmanna íhaldsflokksins var gert ráð fyrir því í gærkvöldi að tillaga ríkisstjórnarinnar bresku, er heimil- ar frjálsa verslun á sunnudögum, yrði samþykkt í neðri deild þingsins. Lögin þurfa þó síðan að koma Ríki Evrópubandalagsins (EC) ákváðu á neyðarfundi í gær að fækka verulega í sendinefndum Líbýu- manna í löndunum tólf sem aðild eiga að bandalaginu. Einnig var ákveðið að skerða ferðafrelsi stjórn- arerindreka Líbýustjórnar í þessum löndum. Þetta var haft eftir Leo Tindemans utanríkisráðherra Belgíu eftir fund þann sem utanríkisráðherrar Evrópubandalagsríkjanna héldu í gær. Þar var tilkynning gefin út þar sem Líbýustjórn var tengd við hefndarverkastarfsemi í löndum Evrópu, þ.e.a.s. var sögð hafa stutt við hefndarverkastarfsemi í evrópskum borgum. Þá var Líbýu- stjórn fordæmd fyrir að hóta að skjóta á evrópsk skotmörk verði af árás Bandaríkjahers. fyrir nefnd þar sem þau verða rædd nánar og breytingar gerðar ef nauð- synlegt þykir. Allt bendir þó til að hin tvö hundruð ára gömlu lög og reglugerð- ir er banna mest alla verslun á hinum kristna hvíldardegi muni brátt verða úr sögunni í Englandi og Wales. Tilkynning þessi var gefin út í lok neyðarfundarins sem haldinn var til að reyna að koma í veg fyrir að Bandaríkjaher gerði árás á Líbýu. Tilkynningin þótti bera vott um að Evrópubandalagsríkin væru fús til að vinna skipulega með Banda- ríkjastjórn gegn hefndarverkum. Bandaríkjastjórn varðist allra frétta í gærdagaf hugsanlegum hern- aðaraðgerðum gegn Líbýu. Tals- maður stjórnarinnar sagði fréttir um að stjórnvöld væru að ákveða hvort af aðgerðunum yrði ekki á rökum reistar. í gærmorgun var þó vitað að Reagan Bandaríkjaforseti átti fund með nokkrum helstu samstarfs- mönnum sínum en talsmaðurinn sagði þær viðræður helst hafa staðið í sambandi við heimsókn Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra Japans. Margsinnis hefur verið reynt að breyta lögum þessum er þykja all- skondin t.d. má ekki selja biblíur á sunnudögum en sala klámrita er leyfð. Reyndar hafa tuttugu breyt- ingartillögur verið bornar fram á þingi síðan árið 1950 en lögin hafa einungis gerst flóknari og tvíræðnari með árunum. Thatcher, sem sjálf er kaup- mannsdóttir, ku vera fylgjandi af- námi á öllum höftum á sunnudags- verslun, svipað og er í Skotlandi. Þrátt fyrir skrýtin lög er samt sem áður mikil andstaða við áætlun stjórnvalda um frjálsa verslun á sunnudögum. Yfirvöld kirkjuhreyfinga á Eng- landi hafa brugðist illa við fyrirhug- uðum breytingum og nýlega af- hentu þau Douglas Hurd innanríkis- ráðherra undirskriftir 800.000 ein- staklinga. Þetta fólk skrifaði undir skjal þarsem hinn hefðbundni enski sunnudagur var ekki sagður vera til sölu. Verkamannaflokkurinn og verka- lýðsfélögin eru einnig á móti hinum nýju tillögum. Ekki er þó ástæðan mikil trúrækni hcldur er hér um að ræða umhyggju fyrir starfsfólki verslana. Verkamannaflokkurinn heldur því fram að aðstæður starfs- fólksins muni versna til muna við sunnudagsopnunina og hafa verka- lýðsfélögin tekið undir þessa gagn- rýni. Þrátt fyrir mikla andstöðu er þó búist við að lögin fari í gegn og telja margir þetta nauðsynlegt skref í frjálsræðisátt. Evrópubandalagið fordæmir Líbýustjórn: Aðgerðir í aðsigi Fækkað verður í sendiliði Líbýumanna í Evrópu - Bandaríkjastjórn verst allra frétta Haag-Reuter FLUGLEIÐIR Hluthafafundur Almennur hluthafafundur verður haldinn fimmtu- daginn 15. maí 1986 í Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 15:30. Dagskrá: Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að núverandi hlutafé verði þrefaldað. Verði tillagan samþykkt breytast samþykktir fé- lagsins samkvæmt því. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins frá og með 12. maí nk. frá kl. 08:00-16:00. Afhending atkvæðaseðla lýkur kl. 14:00 fundar- dag. Stjórn Flugleiða h.f Tilkynning frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, til námsmanna á íslandi og umboðs- manna námsmanna erlendis. Af tæknilegum ástæðum hefur því miður dregist að afgreiða námslán fyrir apríl og maí mánuð. Miðað er við að skuldabréf vegna þessara lána verði send til námsmanna og umboðsmanna í lok þessarar viku. Reykjavík 14. apríl 1986 Lánasjóður íslenskra námsmanna fmmm r m / ■ Felagsmala- fulltrúi Egilsstaðahreppur auglýsir eftir félagsmálafulltrúa með menntun á félgsmálasviði í nýtt starf sem felur m.a. í sér mótun starfssviðs og aðferða. Ráðið verður í starfið sem fullt starf frá 1. ágúst 1986. Laun samkvæmt launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist fyrir 10. maí 1986 til sveitarstjóra Egilsstaðahrepps, sem veitir allar nánari upplýsingar. Sveitarstjóri Sóknarfélagar Starfsmannafélagið Sókn auglýsir orlofshús í Ölfusborgum, Húsafelli og Svignaskarði. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Þeir sem áhuga hafa á skiptiferðum til Ðanmerkur hafi samband við skrifstofuna sem fyrst. Starfsmannafélagið Sókn 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I l l HfliR f bvður þér þjónustu sina við ný- rC byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Við sögum i steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum m - bæöi i vegg og gólf. ■ Ennfremur kjarnaborum viö fyrir lögnum i veggi oy golf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. ■ Þá sögum við malbik og et þu þarft að láta fjarlægja reykhafinn þá tókum við það að okkur. ■ Hifir leitast við að leysa vanda þinn fljott og vel, hvar sem þu ert | I busettur á landinu. 1 ■ Greiðsluskilmálar við allra hæfi ■ SlfB?™ Fífuseli 12 H 109 Reykjavík IIIIIII F sími 91-73747 - Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN -■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.