Tíminn - 15.04.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.04.1986, Blaðsíða 20
STRUWPARIMIR meÓVlSA VIKINGAR og Stjörnumenn tryggöu sér sæti í úrslitaleik bikar- keppni HSÍ í karlaflokki sem fram fer þann 30 þessa mánaðar. Víkingar unnu FH í Firðinum í gær með 23 mörkum gegn 21. Páll Björgvinsson skoraði 10 mörk en Óskar Armanns- son og Héðinn Gilsson gerðu 5 fyrir > FH. Stjarnan rúllaði yfir Armenninga í i* Höllinni 22-11. Hermundur Sigmunds- son skoraði 5 fyrir Stjörnuna og Haukur Haraldsson 4 fyrir Ármann. Þriðjudagur 15. april 1986 Fullt fæðingaror- lof til 121 föður Þrír unglingar hætt komnir: Skipbrotsmenn á Rauðavatni Þremur unglingum var bjargað af þunnri ísskör á Rauðavatni á sunnu- dagskvöld. Unglingarnir fóru út á vatnið á lekum gúmbát, og lá við að hann sykki undan þeim. Skömmu áður tókst þeim að komast upp á ísskör, þar scm þau hírðust þar til lögreglan kom þeirn til hjálpar á gúmbát og bjargaði þeim köldum og hröktum í land. Það var klukkan 19.40 að tilkynnt var til lögreglunnar að ungmenni væru í hættu á Rauöavatni í nágrenni Reykjavíkur. Sóttur var gúmbátur lögreglunnar, en hann var í lög- rcglustöðinni á Hverfisgötu. Not- hæfur gúmbátur var ekki í Árbæjar- stöð lögreglunnar. Tveir lögreglu- þjónar sigldu bátnum út á mitt vatnið, þar sem unglingarnir höfðust við. Lögregluþjónunum tókst að ná þremenningunum yfir í lögreglubát- inn og það var brunað í land. Fleiri lögregluþjónar biðu þar og tóku á móti skipbrotsmönnunum, sem fluttir voru á slysavarðstofuna til aðhlynningar. Engum varð þó meint af volkinu. Lögreglan kemur að skipbrots- mönnunum þremur þar sem þeir hafast við á næfurþunnum ísnum. Lengst til vinstri á mynd- inni sést farkostur þeirra, orðinn loftlaus. Lögreglan þurfti hins- vegar að sækja sinn bát niður á Hverfisgötu, þar sem enginn bát- ur er til í Árbæjarstöðinni. Vafðir inn í teppi, eftir volkið.Þremenningarnir voru færðir á slysavarðstof- una þar sem ástand þeirra var kannað. Tímamyndir Sverrir Alls 121 faðirtók fullt fæðingaror- lof árið 1984, eða 4,4% allra sem tóku fullt fæðingarorlof það ár. Mæðurnar voru 2.651. Til viðbótar voru 3 sem tóku fæðingarorlof að hluta á móti mæðrunum, en alls voru bótaþegar tæplega 4 þús. þetta ár. Einar Ágústsson sendiherra látinn Hlutfallið var mjög svipað á síðasta ári - alls 123 feður sem tóku fæð- ingarorlof, að því er fram kemur í tímariti Tryggingastofnunar ríkisins. Þeir pabbar sem tóku sér fæð- ingarorlof voru á öllum aldri, frá 21 árs sá yngsti og upp í 55 ára sá elsti. Flestir voru þó 32ja ára, eða alls 17 pabbar. Sex til 9 pabbar voru af hverjum árgangi 25 til 33 ára, en alls 17 eldri en það. í tímariti T.R. eru jafnframt upp- lýsingar um ýmsar aðrar trygginga- bætur. M.a. kemur fram að stöðugt fjölgar þeim börnum sem greitt er með, þó svo barnafjöldi standi nán- ast orðið í stað frá ári til árs. Alls voru það 10.733 foreldrar sem fengu greiddan barnalífeyri eða meðlög á árinu 1985 (fjölgun um 454 frá 1984) með 13.777 börnum (536 fleiri en 1984), eða um 19% af öllum börnum undir 18 ára aldri í landinu. Af þeim voru 5.913 einstæðir foreldrar sem fengu greidd mæðra/ feðralaun með samtals 8.145 börnum, en það var fjölgun um 471 barn frá 1984. - HEI Einar Ágústsson sendiherra lést í Kaupmannahöfn aðfaranótt laugar- dags, á 64.aldursári. Einar var fæddur 23. september 1922 að Hallgeirsey í A-Landeyj- um, sonur hjónanna Ágústs Einars- sonar, kaupfélagsstjóra og Helgu Jónasdóttur kennara. Einar varð stúdent frá M.R. 1941 og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1947. Hann varð héraðsdómslögmaður 1951. Einar var skrifstofustjóri hjá Sölunefnd varnarliðseigna og jafn- framt starfsmaður fjárhagsráðs þeirrar stofnunar frá 1947 til 1954 en þá var hann skipaður fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu og var þar til 1957. Einar var ráðinn sparisjóðsstjóri Samvinnusparisjóðsins við stofnun hans 1957 til 1963 og var jafnframt fulltrúi forstjóra SÍS. Frá 1963 til 1971 var Einar bankastjóri Sam- vinnubankans. Einar sat á þingi fyrir Framsókn- arflokkinn frá 1963 til 1978. Hann varð utanríkisráðherra í stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971 og aftur í stjórn Geirs Hallgrímssonar 1974-1978. 1980 var Einar skipaður sendiherra í Danmörku og var jafnframt sendi- herra íslands á Ítalíu, ísrael og Tyrklandi. Fyrir utan þingmennsku gegndi Einar mörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var for- maður Framsóknarfélags Reykja- víkur 1958-1961, í miðstjórn Fram- sóknarflokksins frá 1960 og varafor- maður flokksins 1967-80. Hann var í framkvæmdastjórn llokksins frá 1968. Einar Ágústsson var borgarfull- trúi Framsóknarflokksins í Reykja- vík 1962-71 og í borgarráði 1963-64. f hafnarstjórn 1962-71, í stjórn Landsvirkjunar og var formaður utanríkismálanefndar Alþingis og öryggismálanefndar. Eftirlifandi kona Einars Ágústs- sonar er Þórunn Sigurðardóttir. Þau eignuðust þrjár dætur, en ein lést á unga aldri, og einn son. Þjóðarátakið: 20 milljónir komnar „Við erum að ná tuttugustu milljóninni inn núna, en ætlum að fá a.m.k. fimm í viðbót," sagði Geirlaug Ottósdóttir hjá Krabbameinsfélaginu. Söfnun- inni er að mestu lokið í Reykjavík en þó nokkuð á eftir að koma frá landsbyggðinni. Söfnunin hefur gengið mjög vel og ennþá er fólk að hringja sem ekki var heima um helgina og biðja um, að náð sé í framlög til þess. Fólk getur hringt í síma 91-21122 og beðið um að náð sé í framlög til sín og einnig er núna boðið upp á kredit- kortaþjónustu, fólk gefur þá upp númerið á kreditkortinu sínu í síma. Eftir er að safna framlögum frá fyrirtækjum, en einstaklingar 'í Reykjavík einni hafa gefið um 6,5 millj. króna,sem er aðmeðal- tali 80 kr. á mann. Hæsta meðal- tal úti á landi var í Mjóafirði eða um 500 kr. á mann. - ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.