Tíminn - 18.04.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 19
Föstudagur 18. apríl 1986
MINNING
Þórunn Jóhannesdóttir
Fædd 22. september 1899
Dáin 9. apríi 1986
I dag verður til moldar borin
föðuramma mín Þórunn Jóhannes-
dóttir. Hún kveður sátt við allt og
alla, fullkomlega tilbúin í lokaferð-
ina. Síðastliðið sumar, þann 9.
ágúst, lést móðuramma mín og tel
ég það sérstaka tilviljun að föður-
antma mín skuli kveðja aðeins átta
mánuðum seinna, því þeirra lífsferill
lá oft hlið við hlið í ýmsum skilningi.
Þær voru fæddar sama ár og í sömu
viku, giftu sig um svipað leyti og
elstu synirnir eru jafngamlir og nú
kveðja þær innan eins árs. Það er
mikið að missa báðar ömmurnar
sínar með svo stuttu millibili, en það
væri eigingirni að segja annað en
maður sé þakklátur fyrir þá náð sem
hvíldin getur verið þegar líkaminn
er orðinn of lúinn til að starfa lengur.
Síðastliðið haust kom ég daglega
til hennar. Þetta varokkurdýrmætur
tínti. Við höfðum, jú, gert þetta
áður þcgar þess þurfti með en þessar
3 vikur voru öðruvísi. Hún vissi að
þetta var síðasta haustið í íbúðinni
sinni þar sem henni hafði liðið svo
vel s.l. 7 ár eftir að hún flutti frá
Akranesi. Henni fannst gott að vera
í nálægð við drengina sína eins og
hún kallaði þá. Já. það var notalegt
ævikvöldið hennar og alveg að henn-
ar ósk allur aðbúnaður, alveg frá-
bærir nágrannar sem sýndu hverjum
öðrum nærgætni og tillitssemi, svo
og einstaklega rólegt hús og með
góðum anda í. Nú ekki spillti að
Snæfellsjökull blasti við úr eldhús-
glugganum eins og frá Garðbæ á
Akranesi þar sem hún bjó í um 30
ár. Árin þar á undan bjó hún á
Neðra-Hól í Staðarsveit svo Snæfells-
jökull hefur alltaf átt sterkan þátt í
daglegu lífi önimu minnar.
Nú velta fram ótal endurminning-
ar frá samvistum okkar síðustu 40
árin. Þau fyrstu man ég að sjálfsögðu
ekki, en fyrstu minningarnar eru svo
einkennandi fyrir allt líf ömmu. Ég
ntan fyrst eftir mér með henni á
Akranesi við að sortera kartöflur
svo að setja niður og svo um haustið
að taka upp. Þetta var svo sterkur
þáttur í lífi okkar, hlutur sem batt
saman, því í yfir 30 ár var sett niður
og tekið upp hjá afa og ömmu í
Garðbæ. Ánægjan á hverju vori að
koma útsæðinu niður var mikil.
Síðan kom símtal suður því nú voru
fyrstu grösin komin upp. I ágúst var
kíkt undir og jafnvel tekið upp eitt
til tvö grös til að smakka, þessar
góðu rauðu íslensku kartöflur. í
september var loks vcrið í nokkra
daga til að taka upp og þurrka og
ganga frá fyrir veturinn. Með árun-
um bættust fleiri í hópinn. Ég konr
fyrst með kærastann sem var boðinn
vclkominn af þeirri sérstöku alúð og
hjartahlýju sem afi og amma áttu
nóg af. svo kom langömmubarn.
þeirra fyrsta og hún lærði líka að
meta kartöflurnar þeirra afa og
ömmu og síðar tveir langömmu-
drengir og þau öll þrjú kunna að
umgangast vorverkin með þeirri
virðingu sem þau lærðu í garðinum
á Akranesi. Ég tel það ómetanlegan
fjársjóð fyrir þau. Þau lærpu líka að
meta fjöruna fyrir framan Garðbæ
eins og ég sem barn. Þessi fjöruár-
átta hefur fylgt mér alla tíð síðan. Ég
fór í fjöruferðir með frændsystkinum
mínum á Akranesi og við tíndum
glerbrot og fallega steina og geymd-
unt í dósum sent amrna gaf okkur.
Stundum röðuðum við þessu smá-
dóti undir hlöðuvegginn og létum
sólina glitra á brotin. Ógleymanlegir
dagar. Amrna gladdist nteð okkur
og gaf okkur eitthvað gott að borða.
Það var gott að vera barn sem fór
með Akraborginni til öntmu og afa
í nokkra daga, lifa frjálsleg með
þeim, eignast sína fyrstu kind frá
afa, sjá lömbin fæðast og koma aftur
að hausti til að sjá hvað þau væru
orðin stór og sælleg af fjalli. Hluti af
fcrð til þeirra var að fara með ömmu
í bæinn með óhjákvæmilegu stoppi
hjá Láru systur hennar en þar var
alltaf glatt á hjalla. Og aðra eins
systrakærleika hef ég aidrei séð né
kynnst fyrr né síðar. Það var henni
mikill missir þegar Lára dó 1969, því
þær voru svo samrýndar. Það var
eins og tilgangurinn með gönguferð
í bæinn hyrfi með Láru. Hún saknaði
hennar afar mikið. Guðrún systur
hennar kynntist ég afar lítið. Ég var
svo ung er hún lést. Nú er ég viss um
að þessar góðu og glöðu systur eru
saman aftur sælar með sínum.
Amma, hafðu þökk fyrir þann
mikla góðvilja sem þú sýndir öllum
og þá miklu og einlægu trú sem þú
áttir svo hreina í hjarta þínu. Hafðu
þökk fyrir samveruna. Guð geymi
Þig-
Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir.
Þann 8. þ.m. lést í Landspítalan-
urn, Þórunn .lóhannesdóttir. síðast til
heimilis á Kleppsvegi 8, á áttugasta
og sjöunda aldursári.
Þórunn var fædd 22. sept. 1899 í
Lambhaga í Mosfellssveit. Foreldrar
hennar voru hjónin Ragnhildur
Steinunn Þórðardóttir Ijósmóðir í
Staðarsveit og Jóhannes Þorláksson,
frá Varmadal, Mosfellssveit. Þau
fluttuaðYtri-Tunguárið 1907. Tóku
þá við jörðinni af föður Steinunnar
og bjuggu þar til dánardægurs. Jó-
hannes lést 1928 en Steinunn 1933.
Foreldrar Steinunnar Þórður
Sveinbjörnsson, prests Svcinbjörns-
sonar, að Staðarhrauni og Guðrún
Gísladóttir frá Hraunhöfn í Staðar-
sveit, bjuggu fyrst að Skiphyl í
Hraunhreppi, síðan í Hrútsholti,
Eyjahreppi og síðast bjó Þórður í
Ytri-Tungu, en var búinn að vera
lengi ekkjumaður þegar Steinunn
dóttir hans tók við jörðinni. Þórður
var maður vel að sér og talsvert
lærður, sem ekki var almennt á
þessum árum. Hann tók að sér
barnafræðslu í Staðarsveit áður en
fræðslulög tóku gildi. Einnig var
hann nærfærinn við sjúkrahjálp og
tók m.a. á móti mörgum börnum.
Þrjár voru dætur þeirra Tungu-
hjóna. Elst var Guðrún, þá Þórunn
og Lára yngst.
Allar ólust þær upp hjá foreldrum
sínum, en þær giftust ungar og
stofnuðu sín heimili, allar í Staðar-
sveit. Guðrún bjó að Fossi ásamt
manni sínum Jóni Sigurðssyni, um
sex ára skeið, en flutti síðan að
Öndverðarnesi á Snæfellsnesi, þar
sem Jón gerðist vitavörður. Bjuggu
þau þar um alllangt tímabil við
sæmilegan hag og komu upp mörg-
um börnum. Guðrún er látin fyrir
mörgurn árum.
Lára byrjaði búskapinn í Tungu í
sambýli við foreldra sína, ásamt
manni sínum Halldóri Ólasyni, en
flutti eftir tuttugu ára búskap í
Ytri-Tungu suður til Akraness og
bjó þar til dauðadags, er látin fyrir
alllögnu. Þau áttu mörg börn, sem
öll urðu góðir þegnar.
Þórunn, sú sem hér verður lítillega
minnst, byrjaði búskap í Neðra-Hóli
í Staðarsveit 1918, með manni sínum
Bjarna Jóhanni Bogasyni, sem hafði
alist þar upp hjá móður sinni Jófríði
Jónsdóttur og stjúpföður Kjartani
Magnússyni manni Jófríðar. Bjarni
hafði þá verið langan tíma aðalfram-
kvæmdaaðili heimilisins í Neðra-
Hóli um flest bústörf og mjög sam-
gróinn búskapnum þar og jörðinni.
Hann vildi því ekki yfirgefa jörðina
þó hann stofnaði sitt eigið heimili,
en fékk lítinn hluta af túninu til
umráða og heimild til að hafa beitar-
afnot á jörðinni fyrir bústofn sinn.
Megin hluta af heyskapnum varð
hann að sækja um langan og torsótt-
an veg á engjar á landi Slitvinda-
staða. Þrátt fyrir þessi takmörkuðu
jarðarafnot, tókst Bjarna að eiga
gagnsaman bústofn, einkum sauðfé,
enda var hann afbragðs fjármaður
og hugði vel að kynbótum sauðfjár-
ins og vandaði afar vel alla hirðingu
og fóðrun búfjárins, eftir því, sem
föng voru, en hann lifði það ekki að
taka þátt í þeirri tæknibyltingu og
framförum, sem urðu í búskapnum,
eftir að stórvirku vélarnar komu til
sögunnar, sem margfölduðu ræktun
og fóðuröflun.
Bjarni var þóeldheitur áhugamað-
ur fyrir öllum framförum en þröng
aðstaða takmarkaði löngum fram-
farasókn hans. Þó fór svo að lokum
að hann fékk alla jörðina 1932 til
umráða og fann ég það, að von hans
um bættan hag óx mjög við það. En
skjótt varð breyting á, hann lést úr
lungnabólgu 14. maí 1938, langt um
aldur fram.
Þegar þau Þórunn og Bjarni byrj-
uðu búskapinn byggðu þau stofu við
bæinn á Hól, sem var allt í senn,
svefnhús, eldhús og setustofa.
Mundi mörgu nútímafólki þykja það
ærið lítilfjörlegur húsakostur.
Þarna bjó Þórunn í fjórtán ár,
með rnanni sínum og sonurn og varð
ekki annað séð, en að öllum liði vel.
Þó getur maður ímyndað sér að
hlutur húsfreyjunnar hafi ekki ætíð
verið léttur, að eiga að gæta þess að
allir fengju sem best notið þess að
lifa og starfa án þess að erfiðleikarnir
yrðu þeim til hnekkis. Drengir þeirra
hjóna báru því gott vitni, að þeir
höfðu búið á góðu heimili. Þeir voru
mjög gjörvilegir menn og áhugasam-
ir í Ungmennafélagi Staðarsveitar,
meðan þeir áttu heima í sveitinni.
Þær systurnar í Tungu, eins og
þær voru neíndar meðal sveitung-
anna, voru framúrskarandi áhuga-
samar og ötular í ungmennafélagi
sveitarinnar og áttu margan góðan
þátt í störfum þess á fyrstu árunum.
sem jneð ýmsum hætti má kalla
blómaskeið félagsins, enda var þá
fjölmenni í sveitinni ogmargt áhuga-
manna sem unnu félaginu af mikilli
fórnfýsi um langt árabil. Ég minnist
meðaðdáun starfa Láru og Halldórs
í Tungu í þágu ungmennafélagsins.
þau voru ekki síðri en unga og
einhleypa fólkið, þó að þau ættu
mörg börn heima, sem að sjálfsögðu
hafa þurft sína umönnun. Áhuginn
og gleðin var svo einlæg, að hún
smitaði út frá sér öðrum til uppörv-
unar.
Eg tel mér það til heilla að hafa
kynnst þeim hjónunum í Neðra-Hól,
með þeim hætti, að ég minnist þeirra
meðal þeirra bestu húsbænda í Stað-
arsveit í þeirra samtíð.
Bjarni var forðagæslumaður í
sveitinni um langt skeið og var það
álitið mikið trúnaðarstarf og tel ég
mig geta borið um það, að hann
rækti starfið af ntikilli kostgæfni og
leiðbeindi bændunt af reynslu sinni
og hyggindum.
Nokkur ár var ég farkennari í
Staðarsveit og var þá kennt á ýmsum
bæjum nokkurn tíma í senn. Ég var
við kennslu í Neðra-Hól, bæði á
meðan Bjarni var lifandi og einnig
hjá Þórunni, eftir að hún var orðin
ekkja og bjó með sonum sínurn, en
þá hafði ræst nokkuð úr húsnæðis-
málum frá því, sem áður er lýst. En
það óhapp varð árið 1937, á Höfuð-
daginn, að íbúðarhúsið brann til
kaldra kola og varð engu bjargað.
Það eina, sem fannst verðmætt úr
brunarústunum var Hallgrímskver,
og þótti merkilegt. Strax unt haustið
var hafist handa við að byggja nýtt
hús, og var það tekið í notkun um
haustið, en ekki átti Bjarni lengi að
njóta þess, því vorið eftir var hann
allur, eins og áður er frá sagt.
Áfram hélt Þórunn að búa með
sonum sínum. Elsti sonurinn tæp-
lega 19 ára, sá næsti á 15. ári en sá
yngsti tæplega sex ára. Bjartsýni og
þrautseigja brást henni ekki, en
ýmsir erfiðleikar steðjuðu að
bændum. Mæðiveikin hcrjaði á sauð-
fé og felldi bústofninn að mestu.
Stríðsár gengu yfir og ollu miklu
róti. Synir Þórunnar, sem voru mjög
efnilegir menn, fóru að leita sér að
atvinnu utan heimilis, sem mátti
telja eðlilegt miðað við allar aðstæður
í sveitinni. Þó voru þeir mjög nær-
gætnir við móður sína, að styðja
hana við búskapinn.
Einnig tóku þeir virkan þátt f
félagsmálum í sveitinni, einkum
ungmennafélagsskapnum, en þeir
bræður Bogi og Sveinbjörn voru í
stjórn félagsins um skeið og stóð þá
félagið í húsbyggingu, sem var all-
mikið stórvirki á þeirra tíma. Það
fór því svo, að Þórunn hætti búskap
vorið 1947 og flutti suður á Akranes
og bjó þá hjá Guðrúnu systur sinni,
sem þá var búsctt þar.
1948 gekk Þórunn í hjónaband
með Jóni Bjarnasyni f Garðbæ á
Akranesi. Hafði Jón búið alllengi á
Akranesi, en var ættaður norðan af
Skaga, Austur-Flúnavatnssýslu. Var
hann þekktur dugnaðar- og athafna-
maður, hafði meðal annars lagt sig
fram um ræktun túna og matjurta-
garða :i Akranesi meðgóðum ártmgri.
Var meðal stofnenda Búnaðarfélags
Akraness og formaður þess um ára-
bil.
Ég hygg að ævitímabil Þórunnar á
Akranesi hafi verið henni að ýntsu
leyti hagstætt. Að baki var sú tíð, er
hún var einstæð rnóðir að fást við
erfið búskaparskilyrði og að vera
forsjá barna og unglinga. Jón maður
hennar var rausnar maður við góðan
hag og virti konu sína vel. Hann lést
1978.
Meðan Þórunn bjó á Akranesi,
brást ekki sama rausnin og áhuginn
að taka vel á móti gömlum vinum úr
Staðarsveitinni, og voru þau hjónin
samhent við að vcita þeim alla þá
fyrirgreiðslu, sem í þeirra valdi stóð.
Árið 1979 fluttist Þórunn til
Reykjavíkur og bjó á Kleppsvegi 8 í
sinni eigin íbúð, þar til í janúar
síðastliðnum, að hún fór á sjúkra-
hús, þar sem hún lést 8. þ.m.
Þórunn eignaðist fjögur börn með
fyrri manni sínunt. Þau eru þessi í
aldursröð: Bogi Jóhann f. 2. júlí
1919. Aðalvarðstjóri í lögreglu
Reykjavíkur. Kvæntur Erlu Jór-
mundsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Sveinbjörn, f. 22. des 1923. Aðal-
varðstjóri í lögreglu Reykjavíkur.
Kvæntur Áslaugu Sigurðardóttur og
eiga þau eina dóttur.
Guðrún f. 10. maí 1927. Dáin 31.
maí sama ár.
Páll Steinar f. 10. júní 1932.
Húsasmiður. Kvæntur Gróu Orms-
dóttur og eiga þau fimm börn. Býr í
Reykjavík.
Samband Þórunnar, sona hennar,
tengdadætra og barnabarna var til
mikillar fyrirmyndar og mjög kært
með allri fjölskyldunni. Hafði Þór-
unn orð á því við mig, hvað drengirn-
ir sínir hefðu verið sér nærgætnir og
reynt að gera sér líl'ið bærilegt. sem
hún mat mikils, cinkum eftir að
heilsa og þrck fór dvínandi.
Ég minnist Þórunnar sem sérstak-
lega höfðinglegrar konu, framúr-
skarandi vinföst og rækti vel sant-
band við vini sína, venslafólk og
kunningja í gömlu sveitinni sinni.
Þeim fækkar nú óðum, sem scttu
svip sinn á mannlííið í Staðarsveit á
fyrri hluta þessarar aldar. Þórunn
Jóhannesdóttir frá Tungu var ein af
þcim. Ég tel mig eiga henni þakkir
að gjalda fyrir langa vináttu og
tryggð, sem var svo ríkur eðlisþáttur
Þórunnar og hennar ættmenna.
Ég bið guð ttð blessa sonum hcnn-
ar og öðru venslafólki, ættingjum og
vinum. minninguna um góða móður.
Kristján Guðbjartsson
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar aö ráða loftskeytamann/símritara/rit-
símaritara til starfa á ísafirði
Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmanna-
deild, Reykjavík og umdæmisstjóra ísafirði.
Útboð
Tilboð óskast í uppsteypu og utanhússfrágang
húss á Jörfa við Vesturlandsveg í Reykjavík.
Útboðsgögn fást á skrifstofu Umsýsludeildar Pósts
og síma, Landssímahúsinu við Austurvöll, gegn
5000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar
þriðjudaginn 6. maí kl. 11.00 árdegis.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
F býður þér þjónustu sína við ný-
byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis
VI8 sögum I steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lógnum
- bæði i vegg og gólf.
Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum i veggi og gólf.
Þvermál boranna 28 mm til 500 mm.
Þá sögum vift malbik og ef þú þarft aft láta fjarlægja reykháfinn þá
tókum vift það að okkur.
Hífir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vei, hvar sem þu ert
búsettur á landinu.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi
Bílasími 002-2183
Fífuseli 12
109 Reykjavík
sími 91-73747
KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN