Tíminn - 18.04.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 18. apríl 1986
í okurmálinu
Athygli hefur vakið sú ákvörðun að gæta nafnleyndar
í svonefndu okurmáli.
Ástæður hennar eru taldar þær helstar að margir af
þeim sem þar eiga hlut að máli hafi brotið svo lítið af
sér að engin ástæða sé til að sverta mannorð þeirra og
nafnbirting komi niður á þeirra ættingjum.
Auðvitað er það svo að nafnbirting kemur sér illa fyrir
þann sem brotið hefur af sér og ástæða er til að gæta
hófs í þeim. Hinu má samt ekki gleyma að okurmálið
er sérstætt á margan máta. Fullyrt hefur verið að því
tengist háttsettir menn, fjársterkir einstaklingar sem
vissu fullkomlega um brotlegt athæfi sitt og venjulegir
borgarar. Listi yfir þá sem aðild eiga að málinu er langur
og brotin misjöfn. F»að hlýtur að vera kappsmál þeirra
sem að ósekju eru bendlaðir við okurmálið að fá sig
hreinsaða afgrun.
Háttsettir einstaklingar eiga ekkert meiri rétt á
nafnleynd en þeir sem lægra eru settir og á margan máta
er brot þeirra mun alvarlegra.
Talað er um spillingu í þjóðfélaginu og vissulega má
hana finna hér sem annarsstaðar. Nafnleynd í þessu
máli ýtir undir þann orðróm. Á fámennum stöðum kann
nafnbirting að vera viðkvæmari en þar sem hægt er að
hverfa í fjöldann. Það má þó heita undarlegt ef á
fámennum stöðum er ekki þegar vitað hverjir hinu seku
eru. Sagan berst hús úr húsi og ef til vill lítið brot verður
að enn stærra broti sé málið ekki upplýst eftir venjuleg-
um leiðum. Það er því spurning hverjum sé verið að
gera greiða með nafnleynd.
í okurmálinu voru brotin landslög. Margir græddu
mikla fjármuni af venjulegu fólki sem sá ekki aðra leið
til að bjarga fasteignum sínum eða fyrirtækjum en að
ganga okrurunum á hönd. Þetta fólk svo og aðrir
landsmenn eiga fullan rétt á því að vita hverjum má
treysta í viðskiptum og hverjum ekki.
Skattsvik hafa lengi tíðkast hér á landi og þau eru svo
algeng og í reynd viðurkennd að þau þykja af mörgum
sjálfsögð.
Ef okurmálið og afleiðing þess á að vera feimnismál
dómstóla og upplýst í leynd, kallar það á frekari brot
af þessu tagi. Vera má að í framtíðinni verði okurlána-
viðskipti þá talin jafn sjálfsögð og skattsvik.
Feir sem þessu máli tengjast geta sjálfum sér um
kennt hvernig komið er. Ekki verður öðru trúað en að
þeir sem lögðu peninga til starfseminnar hafi vitað
fullkomlega hvað til stóð.
Full ástæða er fyrir stjórnvöld að fylgja þessu ináli
eftir. Þeirra er að kveða niður orðróm um spillingu og
rotið þjóðfélag. Það verður ekki gert nema ákveðið sé
tekið á málum, þessu sem öðrum.
Óánægja ríkir með skiptingu tekna í þjóðfélaginu og
mikii umræða hefur átt sér stað um fátækt hér á landi.
Vitað er að á meðan margar fjölskyldur ná ekki endum
saman í rekstri heimilanna, þrátt fyrir langan vinnudag
geta aðrir leyft sér að gera það sem þeir vilja. Hafi þeir
hinir sömu notað til þess fjármagn sem illa er fengið og
brotið landslög hvað það varðar er engin ástæða til að
þeim sé hampað áfram.
GARRI
Hvort er það Geir
eða Þorsteinn?
Sverrir Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, skrifar skondið opið bréf
til Matthíasar Johannessen, rit-
stjóra í Mbl. sl. sunnudag. Skal nú
fyrst vikið að niðurlagi bréfsins,
sem hljóðar svo:
„Að öllu gamni slepptu, Matthí-
as, þá er óðagotið og llumbru-
gangurinn í mér í máli þessu ekki
vegna þess að ég viti ekki hvernig
átakaminnst er að haga sér. Best er
að látast vilja gera allt fyrir alla í
einu og cftir þeirra óskum. Margur
maðurinn hefur komist langt í
okkar flokki með því móti og
jafnvel á toppinn. (l.eturbr.
Tímans)
Menn eiga að síga settlega fram
í hægðum sínuin og gerast allra
vinir og gagn en ekki vera með
óðagot og flumbrugang, sem getur
komið illa við einhvern, svo að
hann hættir að kjósa flokkinn
þinn.“ (Leturbr. Tímans)
Nú vita allir að „toppuriun" á
Sjálfstæðisflokknum er formaður
hans. Það er augljóst að Svcrrir á
hér ekki við Jón Þorláksson, Ólaf
Thors, Bjarna Benediktsson eða
Jóhann Hafstein. Þeir voru ckki
menn lítilla sanda og lítilla sæva.
En þá eru bara tveir eftir. Þcir
Þorstcinn og Geir. Annar hvor
þcirra hlýtur að vera formaðurinn,
sem sígur fram settlcga játandi
óskum allra. En hvor þeirra? Á
Svcrrir kannski við þá báða?
Geir.
Þorsteinn.
Sverri Hermannssyni er tamara
að tala í orðskviðum og spakmæl-
um en gátum. Væri nú ekki réttara
að Sverrir, sem kallaður var skelli-
kjaftur hér á árum áður, héldi
óbreyttum stíl sínum og upplýsti
þjóðina skýrt og skorinort um
hvcrjir hinir settlegu allra-vinir og
hægðamcnn Sjálfstæðisflokksins
eru?
Þá eru athyglisverð allra síðustu
niðurlagsorð opna bréfsins: „að
kjósa llokkinn þinn“ segir hann
við Matthías. En þetta minnir okk-
ur enn á, að Sverrir er alveg í
séHlokki.
Flumbra
Meginefni opna bréfsins til
incistara Matthíasar er hins vcgar
vörn Sverris í námslánamálinu í 5
tölusettum liðum. í öllum liðunum
flmm eru lykilorðin: flumbrugang-
ur og óðagot. Kveinkar Sverrir sér
sáran yflr gagnrýni á framgöngu
Sverrir.
hans í málinu. Sannleikurinn er sá,
að Sverrir fór offari í upphafl þessa
máls. Hann skellti skollaeyrum við
aðvörunum Framsóknarmanna,
scm lögðust gegn málatilbúnaði
Sverris en sérstaklega þó málflutn-
ingi hans. Sem betur fer virðist
Sverri loks Ijóst, að í þessu máli
verður að sýna skilning, lagni og
hógværð í málflutningi. Þetta er
manninum bara ckki lagið og liann
getur sjálfsagt ckkert að því gert:
Þótt náttúran sé lamin með lurk
leitar hún út um síðir.
í þessari málsvörn sinni fyrir
hástóli meistara Matthiasar kallar
hann andstæðinga sína í lánasjóðs-
málinu „gapuxa“. Hinu áttar hann
sig sjálfsagt ekki á að grein hans,
öndvert við tilganginn, er í raun
beiðni til þjóðarinnar um að hún
festi við hann viðurnefnið flunibra,
(Flumbra: fljótfær maður: kjafta-
skjóða. fsl. orðab.) Garri.
VÍTTOG BREITT
Flókið skattkerfi
býður svikum heim
37 af hundraði sjálfstæðra at-
vinnurckenda hafa ekki meiri tekj-
ur en svo að þeir lenda undir
fátækramörkum. Á fyrra ári var
6.7 milljörðum króna skotið undan
skatti. Þjófar hirtu 11% af inn-
heimtum söluskatti og nemur sú
upphæð á annan milljarð króna.
Tekjutap ríkissjóðs var árið 1985
3.7 til 4,2 milljarðar króna.
Launaþrælum til glöggvunarskal
á það bent að 1 milljarður er 1000
milljónir króna.
Svona er ástatt í þjóðríkinu á
íslandi á sama tíma og verið er að
draga úr öllum framkvæmdum,
opinberir aðilar skera öll útgjöld
við nögl og nýrra tekjuleiða er
ákaft leitað. Ár eftir ár er því lofað
að afnema tekjuskatt en vegna
þröngrar fjárahagsstöðu ríkissjóðs
er aldrei hægt að standa við það,
enda auðvelt að hirða launin af
þeim sem á annað borð gefa þau
upp, en það eru fyrst og fremst þeir
sem vinna hjá öðrum og eiga ekki
annarra kosta völ en að telja heið-
arlega fram til skatts.
Pvlikið og lengi er búið að tala um
stórfelld skattsvik og grófan sölu-
skattsþjófnað, en lítið hafst að til
að koma í veg fyrir ósómann. Þær
tölur sem hér voru nefndar eru
teknar beint frá fjármálaráðherra
en hann fékk þær aftur á móti frá
þingskipaðri nefnd, sem falið var
að meta skattsvikin.
1 áliti nefndarinnar kcmur m.a.
fram, að virkasta leiðin til að koma
í veg fyrir skattsvik sé að gera
skattalög einfaldari.
Þetta vita allir nema skattasér-
fræðingar og alþingismenn, og hafa
vitað lengi.
Söluskattslögin eru í sjálfu sér
einföld. En með margvíslegum
breytingum, undanþágum og
reglugerðarákvæðum verða sölu-
skattsskilin flókin og erfitt er að
hafa eftirlit með, hvort skatturinn
skilar sér eða ekki. Með því að
einfalda skattinn og sleppa undan-
þágum væri erfiðara fyrir þjófana
að stinga á annan milljarð af skatt-
peningum í eigin vasa.
Aðrir skattar eru enn erfiðari í
innheimtu, enda skattalögin svo
margþvæld af margs kyns breyting-
um að það er ekki á annarra færi
en löggildra sérfræðinga að ganga
frá skattaframtölum. Niðurstöður
ncfndarinnar sem fjármálaráð-
herra vitnaði til bendir á að ein
helsta ástæða skattsvika sé flókið
skattkerfi með óljósum mörkum
milli liins löglega og ólöglega og
frádráttar- og undanþáguleiðir séu
margar.
Það er ekki ónýtt fyrir fjármála-
ráðherra að standa í ræðustóli á
Alþingi og skýra frá því að 6,5
milljörðum króna sé skotið undan
skatti og að 11% af söluskatti, sem
er ein helsta fjáröflunarleið ríkis-
sjóðs, lendi í vösum þeirra sem
eiga að innheimta.
Hér er svo stórfellt misferli á
ferðinni að full ástæða er til að gera
gangskör að því að ná inn þessum
tekjum og jafnvel að endurskoða
fjárlög, enda virðast þau meira og
minna marklaus þar sem skatt-
heimtan er í molum.
Fjármálaráðherra hlýtur að sjá
sóma sinn í því að vinda bráðan
bug að því að koma skattalögum í
nothæft horf. Það er ekki hægt
fyrir sjálfstætt ríki að druslast með
skattalög sem eru svo þvæld og
bjöguð að umtalsverður hluti skatt-
tekna lendi í ræningjahöndum. En
þeim mun harðara er gengið að
þeim sem enga möguleika hafa á
að stela opinberu fé, eða hafa
kannski engan áhuga á því.
Það er á mörkunum að fjármála-
ráðherra skuli standa uppá löggjaf-
arsamkundu og skýri kinnroðalaust
frá því að óljós mörk séu á milli
hins löglega og ólöglega í flóknu
skattakerfi.
Skattalögin verður að einfalda
og ganga svo frá hnútum að þau
verði skilvís og réttlát. Skattaþjóf-
um á að skipa á bekk með okrur-
um.
OÓ
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAKVINNU OG FÉLAGSH YGG JU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Ritstjóri: Níels Árni Lund
Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason
Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-