Tíminn - 18.04.1986, Síða 7
Tíminn 7
Föstudagur 18. apríl 1986
Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri:
I tilef ni greinar Harðar í Holti,
vandinn séður úr sveitum
Höröur Sigurgrímsson bóndi í
Holti skrifar í Tírnann 10. þessa
mánaðar og gerir athugasemdir viö
grein Hákonar Sigurgrímssonar
framkvæmdastjóra Stéttarsam-
bands bænda, er birtist fyrir pásk-
ana.
Ekki fer cg að svara ásökunum í
garð Stéttarsambandsins og Fram-
leiðsluráðs og þeirra manna er hjá
þeint vinna, til þess eru þeir sjálfir
færastir. Það er einkum síðasta
málsgreinin í máli Harðar sem er
umhugsunarefni fyrir alla sem
vinnum fyrir bændasamtokin, en
þar stendur:
„Það hættulegasta sem ég hef
orðið var við á síðustu vikum er
vantraust manna á starfinu í „Hús-
inu" Stéttarsambandi, Framleiðslu-
ráði og Búnaðarfélagi íslands, sem
þenst út og gengur illa að vera
okkur samstíga. bar liggur mikil
hætta, sem þið verðið að bregðast
rétt við."
Parna kemur Hörður að mikil-
vægu atriði sem varðar öll samtök
bænda og alla bændur.
Ef þeir, sem vinna fyrir bændur
og er stjórnað af kjörnum fulltrú-
um bænda. njóta almennt ekki
trausts bændanna þá er illa komið.
Ef kjörin forysta bændasamtak-
anna scm markar stefnuna og
stjórnar framkvæmd hennar nýtur
ekki trausts bændanna þá cr mikið
að.
Nú gctur vantraust það sem
Hörður telur sig finna fyrir stafað
af vanþekkingu- og vanþekkingin
stafað af því að málin og störfln
hafa ckki verið kynnt nægilega vel.
Það er vissulega umhugsunarefni
bæði fyrir bændasamtökin og ein-
staka bændur, hvern og einn sem
lætur sig mál stéttarinnar varða.
Búnaðarfélag íslands
þenst ekki út
Jafnvel Hörður í Holti, sem
Þó að vissulega kreppi
að hinum hefðbundnu
búgreinum, má ekki
slaka í því starfi sem
unnið hefur verið að
um áratugi, að bættri
og tryggari ræktun, að
bættri fóðuröflun, að
skynsamlegri fóðrun
og betri og meiri afurð-
um eftirgripo.s.frv. Allt
stefnir þetta að hag-
kvæmari framleiðslu.
þekktur er að áhuga og glögg-
skyggni þekkir ekki bctur en það
til starfa Búnaðarfélags íslands að
hann fullyröir að það þenjist út. En
það er alrangt. I ljá Búnaðarfélagi
íslands hefur ekki orðið fjölgun á
starfsfólki, hvorki ráðunautum cða
öðrum starfsmönnum hin síðari ár.
Tala ráðunauta er því nær sú sama
og fyrir 10 árum.
En verkcfnum hefur fjölgað með
þeim breytingum, sem hafa orðið
og eru að verða á landbúnaðinum.
Megin vcrkefni Búnaðarfélags ís-
lands er að vinna að leiðbeiningum
og með þeim að hvers konar fram-
þróun í búskap. Að þessu er unniö
í samvinnu við búnaðarsambönd-
in. önnur félög bænda og einstaka
bændur. Síðustu áratugina het'ur
hlutur búnaðarsambandanna í
leiðbeiningaþjónustunni farið
verulega vaxandi. Pað er í sam-
ræmi við stefnu sem ntörkuð er af
Búnaðarþingi og Búnaðarfélag Is-
lands hefur fylgt.
Búfjárrækktin er mjög gildur
þáttur í starfsemi leiðbeininga-
þjónustunnar. Grunnur hennar er
skýrsluhald einstakra bænda. án
þess væri ekki um neina starfsemi
að kynbótum og öðrum framförum
að ræða.
Þó að vissulega kreppi að hinuni
heíöbundnu búgreinum. má ekki
slaka á því starfi sem unnið hefur
verið að um áratugi, að bættri og
tryggari ræktun, að bættri fóðuröfl-
un, -aö skynsamlegri fóðrun og
betri og meiri afurðum eftir grip.
o.s.frv. Allt stcfnir þetta að hag-
kvæmari framleiðslu.
Sent betur fer hefur tekist að
hagræða mjög störfum að lciðbcin-
ingaþjónustunni, einkum nteð
mjög víðtækri notkun á tölvum við
hvers konar skráningu og vinnslu
gagna, að þrátt fyrir nær óbrcyttan
mannafla hefur tekist að sinna
Að sjálfsögðu á ekki að
kveinka sér undan
gagnrýni á störf þeirra
forystumanna sem
bændastéttin hefur
valið sér - og að sjálf-
sögðu hljóta störf
þeirra sem til þess eru
ráðnir að vinna fyrir
bændasamtökin að
geta sætt gagnrýni.
vcrulega nýjum verkefnum, án
þess að vanrækja cldri verkefni.
Loðdýraræktin er gleggsla dæm-
iö um þetta. Tveir af ráöunáutum
Búnaðarfélags íslands sinna loð-
dýraræktinni nú alfarið og tveir
aörir að verulegum hluta. Með
samvinnu B.í. SÍL búnaðarsam-
bandanna og bændaskólanna hefur
verið unniö mjög öfluglega að
fræðslu og leiðbciningum um loð-
dýrarækt. Héraðsráöunautar hafa
margir hlotið þjálfun’og kynnt sér
loðdýrarækt rækilega og komið
hefur verið upp kerfisbundinni
leiöbeiningaþjónustu lyrir loð-
dýrabændur á vegum allra búnað-
arsambanda, þar sem loðdýrarækt
er stunduð að einhverju marki.
Tölvuvæðingin í leiöbeininga-
þjónustunni er annað þróunar-
verkefni sem Búnaöarfélag íslands
hefur leitast við að styðja og bún-
aðarsamböndin vinna nú ötullega
að.
Þá mætti nefna starfsemi á sviði
bættrar nýtingar hlunninda stuðn-
ing viö íerðaþjónustu o.fl.. þar
scnt verið er að leita nýrra leiða.
Ekki þarf að taka það fram að
allir ráöunautar B.í. hafa mikil og
fjölþætt samskipti við bændur. Þau
samskipti, sem nær undantekning-
arlaust eru hin ánægjulegustu, eru
ráöunautunum bráðnauðsynlcgur
aflgjafi til starfa. Samskipti B.l.
við bændur. búnaðarfélög og bún-
aðarsambönd eru svo margþætt að
erfitt er að átta sig á aö menn séu
ekki samstiga.
Skal þá ekki farið fleiri orðum
um þaö sem lokaorðin í grein
Haröar kölluðu fram í hugann, cn
ekki er því að leyna að tónninn í
grein lians finnst mér um margt
u m h ugsu na rve rð u r.
Aö sjálfsögðu á ekki að kveinka
sér undan gagnrýni á störf þeirra
lórystumanna sem bændastéttin
hel'ur valið sér - og að sjálfsögðu
hljóta störf þeirra sem til þess eru
ráðnir að vinna fyrir bændasamtök-
in að geta sætt gagnrýni. En þar
sem nefnd eru nöfn ntanna eins og
Gunnars Guðbjartssonar og Árna
Jónassonar og jafnframt rætt um
að skort liafi yfirsýn og látið að því
liggja að ekki hafi verið unnið að
lullri trúmennsku að framkvæmd
þeirra stefnu sem samtökin hafa
mötað, þá er tæplega hægt að láta
orða bundist. Hægt er að fullyrða
að vandfundnir væru þeir menn
sem hefðu meiri yfirsýn yfir hag
bænda og aðstæöur um allt land, í
öllum svcilum og héruðum
landsins, en þcssir tveir starfsmenn
bændasamtakanna. Um trú-
mennskú þeirra elast cnginn.
Spyrja mætti: Er sá hættulegi
trúnaðarbrestur, sent Höröurtelur
sig finna fyrir hcndi? Eöíi er Hörð-
ur nteö niörandi orðalagi um slarl-
semina í „Húsinu". að sá Iræjum
tortryggni, sem leitt gætu til trún-
aðarbrests? Vonandi ekki.
Jónas Jónsson.
1111111111 TÓNLIST 1! Illlllllllllllllllllllll!
lllllll
ílilr: llil
Tvennir kammertónleikar
Kammersveit Reykjavíkur stóð
fyrir tónleikum í Áskirkju í Laugar-
ási 23. mars þar sem fluttur var
blásarakvintett og tveir strengja-
kvartettar. Kvintett skipaður þeint
Martial Nardeau (flauta), Kristjáni
Þ. Stephensen (óbó), Sigurði I.
Snorrasyni (klarinetta), Birni
Árnasyni (fagott) og Þorkeli Jóels-
syni (horn) flutti „Kleine
Kammermusik fur funf Blaser" nr.
2, op. 24eftir Paul Hindemith (1895-
1963) af mikilli íþrótt. Stundum
finnst mönnum Hindemith ekki sér-
lega skemmtilegur, en svo er ekki
um þetta verk. Þeir Kristján og
Sigurður eru þegar fyrir löngu komn-
ir í hóp meiri háttar blásara þjóðar-
innar, en hinir þrír eru mismunandi
nýlega komnir til starfa: Þorkell
hefur verið þeirra mest áberandi og
er orðinn jafnbesti hornleikari þjóð-
arinnar, Martial Nardau er mjög
fínn flautuleikari sem hefur tekið
allmikinn þátt í kammertónlist hér
undanfarin ár, auk þess að spila í
hljómseit íslensku óperunnar og
e.t.v. fleiri hljónisveitum - hann
reyndi sig meira að segja í jazzi á
tónleikum í haust, en hefur full
„heitan“ tón til að mér líki hann alls
kostar á þeim vettvangi. Björn
Árnason er tiltölulega nýkominn til
starfa, og lofar mjög góðu sem
fagottleikari nteð þéttan og fallegan
tón og örugga spilamennsku.
Tvö síðari verkin voru strengja-
kvartettar, op. 51 í c-moll eftir
Brahms og op. 7 eftir Bartók. Kvart-
ettinn skipuðu Rut Ingólfsdóttir
og Charles Berthon (fiðlur), Helga
Þórarinsdóttir (lágfiðla) og Arnþór
Jónsson (knéfiðla). Öll eru þau í
Sinfóníuhljómsveit íslands, og
a.m.k. þær Ruý og Helga meðal
reyndust og ágætustu kammerspilara
vorra; þeir Charles Berthon og Arn-
þór eru ýmist ungir eða óþekktir, en
ekki verri listamenn fyrir það.
Flutningur þessara tveggja kvart-
etta, sem báðir eru meiri háttar, var
mjög fullkominn og ánægjulegur.
Eins og aldrei verður of oft endur-
tekið er strengjakvartettinn eitt hið
fullkomnasta form kammertónlistar,
og þátttaka í flutningi sem þessum
allt að því trygging listamannsins
fyrir því að vaxa í list sinni, þannig
að á tónleikum sem þessum „græða
allir" í listrænum skilningi, bæði
flytjendur og hlustendur.
Þrjú tríó
Kammermúsíkklúbburinn hefur
um hríð snúið athygli sinni að tríóinu
í ýmsum myndum þess, og raunar
unnið að því að koma upp föstu tríói.
Fyrr í vetur lék strengjatríó fyrir
félaga klúbbsins, en 7. apríl var það
píanótríó, skipað Halldóri Haralds-
syni (píanó), Guðnýju Guömunds-
dóttur (fiðla) og Gunnari Kvaran
(knéfiðla), sem skemmti félögum
klúbbsins fyrir fullu húsi á Kjarvals-
stöðum. Hvað sveiflum í aðsókn
veldur væri vafalaust mjög verðugt
rannsóknarefni fyrir félagsfræðinga,
ef draga mætti af því lærdóm um
skipulagningu tónleika. Hér kann
það að hafa valdið, að ofangreindir
listamenn eru yfirleitt taldir hvað
fremstir í sinni grein hér á landi. Er
því mikils af tríóinu að vænta, haldi
félagar þess áfram að leika saman.
Sem þau ættu endilega að gera.
Á efnisskrá voru þrjú píanótríó,
op. 1. í Es-dúr eftir Beethoven, op.
67 í e-moll eftir Sjostakóvits, og op.
8 í H-.dúr cftir Brahms. Píanótríóin
þrjú op. 1 samdi Beethoven þegar
hann var 23-25 ára, og var í tímum
hjá Haydn. Haydn var sjálfur að
hrista píanótríó fram úr erminni um
þessar mundir, og samdi 10 slík,
ásamt með ýmsu öðru, á þeim tíma
sem það tók Beethoven að semja
þessi þrjú. Haydn leist síðan ekkert
á tríó nemandans, sérstaklega c-moll
tríóið sem hann ráðlagði honum að
gefa ekki út, Beethoven til mikillar
hneykslunar, því hann vissi sem var
að það var best hinna þriggja. Haydn
þóttu verk nemandans of framúr-
stefnuleg og tilfinningarík, að því er
sagan segir. En hafi honunt þótt
þessi tríó „ódönnuö" - Es-dúr tríóið
minnir raunar talsvert á Mozart -
hefði honum sjálfsagt orðið álíka
bumbult af 3. sinfóníunni og Goethe
varð, en hann var studdur út í
táraflóði cftir þrjá fyrstu taktana.
Sjostakóvits er vafalítið eitt helsta
tónskáld þessarar aldar, og þetta
tríó hans (frá 1944) er sérkennilegt
og áhrifamikið, hefst á undarlegu
yfirtónaspili í knéfiðlunni, og yfir-
lcitt er verkið með sorgarhljómi,
enda samið í minningu vinar tón-
skáldsins.
Síðast kom H-dúr tríó Brahms
op. 8, samið 1854. Brahms var
ákaflega vandlátt og vandað tón-
skáld sem lcit á sig sem eftirmann
Beethovens, en þó ekki jafnoka, og
tók þá stöðu afar alvarlega sem
vonlegt var. Sumum þykir hann
þungur og leiðinlegur; aðrir finna í
tónlist hans hin fegurstu stef, sorg og
gleði, dansog drauma. Brahms reyn-
ir líklega meira á flytjendur en flest
önnur tónskáld, vcgna þess hve
dásamleg tónlist hans getur verið
þegar vel tekst til, en hve leiðinleg
hún gctur líka verið þegar illa tekst
til. Án þess ég geti skilgreint það
frekar, þótti mér tríó þeirra
Halldórs, Guðnýjar og Gunnars
spija mjög vel og vandað, en samt
vanta herslumun á að þetta væru
stórkostlegir tónleikar - en slíkt fer
að sjálfsögðu eftir hverjum áheyr-
anda ekki síður en flytjendum.
Sig.St.