Tíminn - 18.04.1986, Side 11

Tíminn - 18.04.1986, Side 11
Tíminn 15 Föstudagur 18. apríl 1986 ÍÞRÓTTIR llllllllllllllll Heimsmeistarakeppnin í íshokkí: Hrun heimsmeistaranna Tékkar hafa aðeins hlotið eitt stig á meðan Sovétmenn eru með fuilt hús Nú stendur yfir í Moskvuborg í Sovétríkjunum heimsmeistara- keppnin í íshokkí. Margt skrýtið hefur gerst í þessari keppni og ber auðvitað hæst hinn hörmulegi árang- urTékka, núverandi heimsmeistara. Tékkar hafa aðeins hlotið eitt stig í fyrstu fjórum leikjum sínum og það gegn veikum andstæðingum svo sem Pólverjum og V-Þjóðverjum. Svíar hafa komið á óvart með góðum leikjum. Þeir hafa aðeins tapað fyrir Sovétmönnum sem einnig hafa kom- ið dálítið á óvart með því að vinna alia andstæðinga sína til þessa. Það eru átta þjóðir sem spila á HM í íshokkí og eftir að allir hafa spilað við alla þá keppa fjögur efstu liðin sín á milli um heimsmeistara- tignina en fjögur neðstu liðin slást um að halda sér í A-flokki. Eins og staðan er í dag þá eru Sovétmenn næsta vísir í úrslitakeppnina ásamt Finnum, sem sjaldan hafa byrjað HM betur, Svíum sem hafa m.a. unnið Bandaríkjamenn, Kanada og Tékka. Þá slást Kanadamenn og Bandaríkjamenn um sæti í úrslitun- um. Bæði þessi lið eru skipuð ungum leikmönnum sem spila flestir með háskólaliðum í Bandaríkjunum og Kanada. Áður en HM hófst voru sér- fræðingar í íshokkí á einu máli um að Sovétmönnum myndi ekki ganga eins vel og oftast á HM. Voru margar ástæður gefnar fyrir m.a. sú að engin endurnýjun hefði átt sér stað hjá liðinu. Sovétmenn hafa nú hrakið allar þessar spár og byrjað með glans. Bandaríkjamenn eiga sókndjörf- ustu leikmennina á mótinu og þá markahæstu. Þeir eru Brett Hull scm spilar með Minnesota Duluth háskóianum og Butsy Ericson. Þegar fjórar umferðir eru búnar á HM er staðan þessi: Sovótmenn........... 4400 19 68 Svíþjóð............. 43 0 1 14 96 Finnland............4 2 1 1 10 11 5 Bandaríkin ........ 4 2 0 2 22 14 4 Kanada ............. 4 2 0 2 19 13 4 V-Þýskaland......... 4 1 0 3 10 24 2 Pólland ............ 4 1 03 9 23 2 Tókkóslóvakia ......4013 7 10 1 Brett Hull heitir sá í hvíta búningnum en hann er nú markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins sem fram fer í Sovétríkjunu^ ^ Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Fjörugt jaf ntef li - Fylkir og Þróttur skildu jöfn 2-2 Fylkir og Þróttur skiptu með sér stigunum í Ieik sínum á Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Honved meistari Honved tryggði sér sigur í 1. deild í Ungverjalandi í gær. Liðið gerði þá jafntefli 2-2 gegn Csepel og er fimm stigum á undan næsta liði er aðeins tvær umferðir eru eftir. Honved hefur þá unnið titilinn þrjú ár í röð. Borðtennismót Sunnudaginn 20. apríl nk. verður Spörtumótið í hurðtennis haldið í fyrsta skipti. Mótið er punktamót og jafnframt hið síð- asta fyrir Islandsmótið. Sport- vöruverslunin Sparta gefur öll verðlaun til mótsins og eru þau öll hin veglegustu. Fyrir 1. sætið. Farand- og eign- arbikar. Verðlaunapeningar fyrir 1.-4. sæti. Vöruúttektir fyrir 1.-4. sæti frá Sportvöruversluninni Spörtu. í mótinu taka þátt allir sterk- ustu borðtennismenn landsins. Mótið er haldið í K.R. heimilinu og hefst kl. 15.30 á sunnudag. Mótsfyrirkomulag er einfaldur útsláttur. Islandsmót fatlaðra íslandsmót fatlaðra í boccia, bog- fimi, borðtennis, sundi og lyfting- uni verða haldin í Sundhöll Revk javíkur og íþróttahúsi Sel ja- skóla 18.-20. apríl. Alls eru um 190 íþróttamenn frá 14 félögum skráðir til leiks á mótið. Koma þeir úr röðum hreyfíhamlaðra, blindra og sjón- skertra, þroskahcftra og hcyrnar- lausra. Skráningar á mótið eru um 400 talsins. íþróttasamband fatlaðra hvet- ur alla þá sem áhuga hafa á að kynnast starfsemi sambandsins að koma og fylgjast með spenn- andi keppni. Aðgangur á mótið er ókeypis. Þjálfaranámskeið Almennt knattspyrnuþjálfara- námskeið verður haldið á Akra- nesi helgina 26.-27. apríl. Aðal- kennari verður Jim Barron þjálf- ari Akraness en auk þess verða fluttir fyrirlestrar um íslenska knattspyrnu og íþróttameiðsl. Námskeiðið hefst kl. 12.00 á laugardag en kl. 14. 00 á sunnu- dag. Þá verður væntanlega innan- hússknattspyrnumót fyrir þjálfar- ana. Þátttökugjald er 3000 krónur og verða tilkynningar að berast til Harðar Helgasonar eða Jóns Gunnlaugssonar í síma 93- 2243 eða 2326. Hvort lið skoraði tvívegis, 2-2. Það voru Óskar Theódórsson og Brynjar Jóhannesson sem skoruðu fyrir Ár- bæ'inga en Ásmundur og Sigurður Hallvarðsson sáu um að stigin færu í báðar áttir. Tekinn með eitur Langbesti tennisleikari Norð- manna, Morten Rönneberg, var í fyrradag handtekinn fyrir að vera með um 10 grömm af amfetamíni á sér. Rönneberg hefur orðið Noregs- meistari í tennis mörgum sinnum en hefur að undanförnu spilað á al- þjóðamótum Alþjóðatennissam- bandsins. Hann erekki hátt skrifað- ur á styrkleikalistanum í tennis en þó vel kunnur í Noregi og vekur málið umtal mikið þar. Bremen missti stig Efsta liðið í I. deild knattspyrn- unnar í V-Þýskalandi, Werder Bremen, missti stig í gærkvöldi. Liðið gerði þá jafntefli gegn „Gladbach" á sínum eigin heimavelli 1-1. Bremen átti allan leikinn og Frank Neubart skoraði sitt 20. mark á keppnistímabilinu með góðum skalla í síðari hálfleik. Þegar um 20 mínútur voru til leiksloka komst „Gladbach" í sjaldgæfa sókn og Hochstátter skoraði stöng og inn. Bremen er nú aðeins stigi á undan Bayern Múnchen og liðin mætast næsta þriðjudag í mikilvægum leik. Einn annar leikur var í deildinni. Hannover og Frankfurt skildu jöfn án marka og fer Hannover því niður í 2. deild á ný. Símon Ólafsson reynir hér einbeittur á svið að klóra í bakkann fyrir íslenska liðið í lciknuni í gær. Tímamynd-l'étur Evrópumótið í körfuknattleik - C-riðill: Islendingar rassskelltir - Portúgalar unnu of auðveldan sigur á „köldum" íslendingum - hræðileg dómgæsla „Byrjunin varð okkur að falli“ sagði Einar Bollason landsliösþjálf- ari í körfuknattleik eftir að íslcnd- ingar höfðu tapað illa fyrir Portúgöl- um á Evrópumótinu í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikurinn endaði 77-81 en sigur Portúgala var mun öruggari en tölur gefa til kynna. Þeir leiddu í hálfleik 44-32. Eins og Einar segir réttilega þá var það hræðileg byrjun sem varð íslenska liðinu að falli í leiknum. Portúgalar hittu eins og brjálaðir á meðan hvorki gekk né rak hjá ís- lendingunum. Staðan varð fljótlega 17-4 fyrir Portarana og síðan 41-21 er hálfleikurinn var að verða búinn. Varnarleikur íslenska liðsins var ekki góður og sóknin enn verri. Þá var hittnin afleit. Portúgalarnir höfðu og mjög svo slaka dómara leiksins á sínu bandi til að byrja með svo ekki hálpaði það. Staðan í leikhléi var 32-44. Portúgalar héldu uppteknum hætti fram í miðjan seinni hálfleik en þá fóru fslendingar loks að saxa á forskotið. Það var hinsvegar of seint og ekkert fékkst að gert. Lokatölur urðu því 77-81 og verða það að teljast vonbrigði. „Ég hef aldrei séð aðra eins dóm- arasendingu" lét Einar hafa eftir sér eftir leikinn og víst er það rétt að þeir voru hryllilegir. Það hefur oft verið fárast yfir smámunasemi ís- lenskra dómara en þetta var furðu- legt. Þeir flautuðu á 10 sekúndna flestir. „Því má og bæta við að annar dómaranna var norskur en fyrir Norðmenn var mikilvægt að við töpuðum þessum leik,“ bætti lands- liðsþjálfarinn við. Pálmar Sigurðsson fór á kostum í síðari hálfleik er fslendingar voru að berjast við að ná Portúgölunum. Hann skoraði 31 stig í leiknum þar af fimm þriggja stiga kröfur. Símon Ólafsson gerði 15 stig og Matthías gerði 8. Valur Ingimundarson skor- aði aðeins 6 stig og öll úr vítaskotum sem segir töluvert um frammistöðu hans. Maður sem venjulega raðar niður skotunum. í síðari leiknum í gær unnu Norð- menn Skota 76-73.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.