Tíminn - 18.04.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 18.04.1986, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 18. apríl 1986 Fíkniefnadeild lögreglunnar: Eitt kíló af amfetamíni frá áramótum Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur lagt hald á rúmlega eitt kíló af amfetamíni, það sem af er árinu. Þetta er talsvert meira magn en tekið var allt árið í fyrra. Svo virðist vera sem amfetamín sé vaxandi tískuefni á fíkniefna- markaðnum á íslandi. Arnar Jens- son yfirmaður hjá fíkniefnadeildinni sagði í samtali við Tímann í gær að þetta endurspeglaði markaðinn að hluta. Það eru sérstaklega tvö mál sem hafa orðið til þess að svo mikið hefur náðst af amfetamíni. Rétt eftir ára- mótin var tekið um hálft kíló af amfetamíni og nú fyrir skömmu náðust 330 grömm þegar maður gerði tilraun til þess að smygla sígarettukartoni úttroðnu af amfet- amíni í gegnum Keflavíkurflugvöll. Að sögn Arnars Jenssonar hafa hundar deildarinnar átt þátt í því að finna hluta þess efnis sem tekið hefur verið. -ES Fulltrúar lögreglumanna og dómsmála- og fjármálaráðuneytis funda í dag í deilu þessara aðila. Fundurinn hefst í Borgartúni 6, klukkan 14.00. Heldur virðist vera að rofa til í deilunni, eftir síðasta fund. sem haldinn var á miðvikudag. Einar Bjarnason lögregluvarðstjóri, sem situr í samninganefnd lögreglumanna sagði í samtali við Tímann í gær að ástæða væri til nokkurrar | bjartsýni eftir þann fund. Þó sagðist hann ekki eiga von á tilboði í dag. Tímamynd-Sverrir Tímakaupið hækkaði 2,4% umfram taxta í fyrra: Vinnuvikan lengist hjá öllu ASf fólki 11 n, —----------— - upp í 52,5 stundir á viku hjá verka- og iðnaðarmönnum Almennir kauptaxtar Alþýðu- sambandsfélaga hækkuðu 9 sinnum á einu ári - frá 4. ársfjórðungi 1984 til 4. ársfj. 1985 - um 36,43% að meðaltali (framfærsluvísitala 36,7% á sama tíma). Hækkun hreins tíma- kaups á sama tíma varð 39,7% að meðaltali, eða um 2,4% umfram Itækkun kauptaxta, að mati Kjara- rannsóknarnefndar. Hækkun umfram taxta varð mest hjá verkakörlum og iðnaðarmönn- um unt 4,2%, skrifstofukörlum 2,7%, verkakonum 2,1% og skril'- stofukonum 0,1%. Hreint tímakaup afgreiðslufólks hækkaði hins vegar ntinna en taxtarnir, vantaði 4,6% hjá körlununt og 1,9% hjá konun- um. Fyrir um ári var þessu öfugt farið. Virðist mega af þessu ráða að farið sé að draga úr þeim yfirborgun- um sem svo mjög var rætt um hjá verslunarfólki á síðasta ári. Vinnuvikan var lengri hjá öllunt þessum stéttum undir lok 1985 en á sama tíma 1984. Mest hafði af- greiðslufólkið bætt við 1,5-1,9 stund- ir á viku, en verkamcnn og iðnaðar- menn 1,3-1,4 stundir. VinnuVika 100 - .90 80 2 3 1982 2 3 1983 2 3 1984 2 3 1985 Kaupmáttur grcidds tímakaups verkafólks og iðnaöarmanna hafði undir lok siðasta árs þokast upp í kringuni 5-7% frá því hann var lægstur á 1. árstjórðungi 1984, sem sjá má á þessu línuriti frá Kjararannsóknarnefnd. Kaupináttur verkakvennanna hefur þó sem næst staðið í staö lengst af þessa tíinabils þar til liann hcl'ur tekiö góðan kipp og náð kaupmáttaraukningu karlanna undir lok þess. Eyjafjörður: Stofnað hlutafélag um ferðamannaþjónustu Alda h.f., nýtt hlutafélág unt ferðamannaþjónustu var stofnað í Eyjafirði sl. sunnudag. Undan- farnar vikur hefur undirbúnings- nefnd safnað hlutafjárloforðum í hreppunum innan Akureyrar. Á stofnfundi voru hluthafar 55, og fyrirliggjandi hlutafjárloforð 625 þúsund krónur. Að sögn Jónasar Vigfússonar, eins nýkjörinna stjórnarmanna, er tilgangurinn með stofnun félagsins að koma á fót margvíslegri ferða- mannaþjónustu á eyðijörðinni Melgerði í Eyjafirði. Hugmyndin er að koma þar upp litlum sumar- bústöðum, og er áætlað að 2 hús verði byggð nú í vor og tekin í notkun í suntar. í Mclgerði. eða á svonefndum Melgerðismelum, hafa hesta- mannafélögin Funi. Léttir og Þráinn byggt upp veglega aðstöðu til mótahalds. Þessi aðstaða myndi nýtast hlutafélaginu vel, þar sem fyrirhugað er að reka þarna hestaleigu, untboðssölu á hestum, og jafnvel hafa tiltæk hross fyrir lengri ferðir. Haglendi til að taka á móti ferðamönnum á hestum, skjólgóð tjaldsvæði og hreinlætisaðstaða er fyrir hendi, svo og rúmgott þjónustuhús sem hýsa mun verslun með nauð- synjavörur. íþróttafélagið Vor- boðinn er að ljúka uppbyggingu íþróttavallar, og við stefnum að því að koma upp ýmis konar leiktækjum fyrir yngri kynslóð- ina. Ýmislegt fleira er á döfinni, sem of snemmt cr að geta um en við stefnum að því að gera þetta að „sumarleyfisparadís", sagði Jónas Visfússon að lokum. Bifreiöaíþróttaklúbbur Reykjavíkur og Skeljungur gangast fyrir Sparaksturskeppni verkantanna og iðnaðarmanna var orðin um 52,5 stundir á viku. Og afgreiðslufólkið er að nálgast 50 tímana (48,6-49,4). Skrit'stofu- stúlkurnar eru lægstar með 42 stund- ir en karlarnir 43,4. Með lengri vinnutíma m.a. hækk- uðu vikutekjurnar líka nteira en tímakaupið, eða um 43,7% að með- altali, mest ntilli 46 og 47% hjá verkafólki en minnst 36,4% hjá afgreiðslukörlum. Heildar mánaðar- tekjur iðnaðarmanna að meðaltali á 4. ársfjórðungi 1985 eru taldar um 53 þús. og hjá skrifstofukörlum um 52 þús., en þeir eru líka með um 9 stundum styttri vinnuviku. Tekjur verkakarla og afgreiðslukarla eru svipaðar um 40,800 kr. Tekjur verkakvenna um 32.500 og af- greiðslukonurnar um 1 þús. krónum lægri, þó þær vinni 3 stundum lengur á viku. Skrifstofukonur hafa um 35.900, en líka með lang stystu vinnuvikuna. -HEI Laugardaginn 26. apríl n.k. gang- ast Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur og Skeljungur hl'. fyrir spar- aksturskeppni og hefst Inin að Laugavegi 180 (bensínstöð Skelj- ungs) kl. 13.00. Af þessu tilefni tók blaðið framkvæmdastjóra Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur Steingrím Ingason tali og bað hann að segja frá keppninni. „Bifreiðaumboðunum er ein- göngu heimiluð þátttaka. Ef þau hins vegar senda ekki bifreið, er keppnishaldara heimilt að senda bíl í þess stað. Eknir verða 300 km, þar af 100 km innanbæjar og verður leið keppninnar skráð í leiðabók og landakort seni kcppcndur fá afhent í byrjun keppni, eða þegar bifreið viðkomandi keppanda hefur verið yfirfarin og gengið hefur verið úr skugga um að hún uppfylli skilyrði keppnisreglnanna." En hvernig geta stórir og þungir bílar keppt við smábílana í spar- aksturskeppni? „Jú, það er ncfniiega enginn einn sigurvcgari keppninnar. Bílunum er skipt í 9 flokka allt eftir rúmtaki vélar (slagrými) og tegund eldsneyt- is. Síðan er sigurvegari innan hvers flokks, og cf fleiri en 10 bílar taka þátt í hverjum flokki. þá verða veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin." Er ekki hættulegt að halda slíka keppni hér innanbæjar? „Keppendur verða að virða al- mennar umferðarreglur og reglur þær sent keppnisstjórn setur og til þess að þeim verði örugglega fylgt. munu lögregla og leynilegar eftirlits- stöðvar keppnisstjórnar fylgjast með keppehdum." Hvenær var síðast haldin spar- aksturskeppni? „í júní á síðasta ári. Þá tóku 15 bílar þátt í keppninni, en við von- umst til að fá 30-40 bíla í keppnina í ár. Ég hvet því þá sem ætla að taka þátt í keppninni að hafa samband Steingrímur Ingason, framkvæmda- stjóri Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykja- víkur. fyrir kl. 16.00 þann 22. apríl, því þá rennur skráningarfrestur út." Hver er tilgangur keppninnar? „Höfuðáhersla er lögð á eyðslu- magn bifreiða miðað við eðlilegan aksturshraða. Fyrir keppni eru bíl- arnir yfirfarnir. athuguð loftþyngd í hjólbörðum, vifta, rafall, loftsíur o.s.frv. Auk þess er upprunalegi eldsneytisgeymirinn aftengdur. en þess í stað komið fyrir aukageymi, en hann er vigtaður með eldsneyti fyrir og eftir keppni. Niðurstöður keppninnar gefa fólki raunhæfa niðurstöðu um hversu lítið bifreið getur eytt undir eðlilegum kringum- stæðum, ef hugsað er um að eyða sem minnstu eldsneyti". Hvar endar keppnin? „Að Skemmuvegi 22, Kópavogi við félagsheimili BIKR." ABS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.