Tíminn - 27.04.1986, Síða 4

Tíminn - 27.04.1986, Síða 4
4 Tíminn „Yfirgúrúinn okkar, Halldór Laxness, missti aldrei úr máltíð." Kristinn Harðarson, Daði Guð- björnsson og Helgi Þ. Friðjóns- son. Við fcngum okkur sæti í unddyr- inu cn úti vitr sólríkt og hlýtt og Kjarvalsstaðir opnir upp á gátt. Ég varaði þá málara fyrst við því. að spjalla almennt um starf þcirra en ekki cins og þcir væru að tala við hárncnntaðan listfræðing, myndlist- argagnrýnanda eða einhvern afálíka sauðahúsi. Hér skyldi rætt um nýlist og það að vera eða vera ekki lista- maður á íslandi, - á þann hátt að meira að scgja við skiljum sem ckki vitum meira um myndlist en að Salvador Dalí sé talinn fær mcð pensilinn. H: Já, Dalí og Daði, - þetta eru mjög svipuð nöfn. Ætli það sé þá ekki líklegt að Daði sc þá líkagóður! Og þarna gaf Helgi tóninn sem átti eftir að hljóma oft í eftirfarandi viðtali. Gagnrýni K: Já, það er kominn gagnrýni hjá honuni Guðbergi Bergssyni í Helg- arpóstinum. Hann aðgreinir ekkcrt sýningarnar í Reykjavík og bjó til eins konar pottrétt úr þcint öllum saman. D: Já, það er þannig með gagnrýni hjá honum Guðbergi, að hún crfyrst og fremst bókmenntaverk en ekki myndlistargagnrýni. Guðbcrgur er rithöfundur, en hefur ekkert vit á myndlist. H: Hann er ekki að spekúlera í rauöum á móti grænum lit, Iteldur hugsar Itann um sagnfræðilegan bakgrunn og.... D: ...Hann er mikið frekar grein- arhöfundur sem fær innblástur á myndlistarsýningum. Sem texta- höfundur er hann mjög góður. Ann- ars þegar maður er kominn í nokkrar nefndir og svona, þá hætta gagnrýn- endur að rífa kjaft. I'að er bara staðreynd og ekki út af neinu öðru. Til hvcrs er þá gagnrýni? H: Hún er fyrst og frcmst til að skapa umræðu. Öll umræða er góð. En listamaðurinn má aldrei fara eftir gagnrýninni til að finna hina einu réttu lciö. D: Ef það væri eitthvert ntark tak- andi á flestum þcssum gagnrýnend- um, þá værum við allir löngu hættir að mála. Við verðum að taka þá stefnu, að hlusta ekki á þá nema með öðru eyranu. En þetta er nú farið aö vera í lagi núna. Fyrir tveimur til þremur árum var gagn- rýnin öll á þá leið að maður ætti helst að snúa sér að einhvcrju öðru. H: Ég held að þrátt fyrir allt sé alltaf gagn af gagnrýncndum. Fólk miðar oft við þá og jafnvel slæmt umtal er betra en ekkert. K: Ég hef rekið mig á það, að það eru alveg ótrúlega margir sem lesa gagnrýni. Jafnvel fólk sent fer aldrei á sýningar. D: Það er það eina, að ef gagnrýn- in er mjög slæm er oft verri sala á málverkum á sýningunum. En það hefur gengið miklu betur að selja núna en áður. K: Ég verð að segja, að bara á sýningunni hérna á Kjarvalsstöðum hef ég selt jafn mikið af verkum og ég hef áður selt samanlagt á mínum ferli fram að þessu. D: Ég get nú ekki sagt það um mig. H: Nei, það er nú ckki svo mikið hjá mér heldur. Nú sá ég risastórt málverk eftir þig, Daði, þarna inni á sýningunni. Er nokkur von til þess að takist að selja svona stór verk? - Já, sjáðu nú til. Þctta málverk er fyrir stórar stofnanir eins og Seðlabankann og Flugstöðina. Eða jafnvel listasöfnin í alvöru talað. Þau hafa ekki sprengt sig á kaupum af okkur hingað til. - í Þýskalandi er þetta bara skóla- stærð, sagði Kristinn hlæjandi. Þar er málað í 5x10 metra stærðum. - Ja, þetta þykir nú fullorðið mál- verk samt. En ekki nein yfirstærð. - Annars er orðið meira og meira áberandi að pínulitlar myndir og málverk séu farin aðsjást á sýninum, Nýlistamenn um heima og geima ÓÞURRKAÐIR SALTFISKAR Daði Guðbjörnsson, Helgi Þ. Friðjónsson og Kristinn Guðbrandur Harðarson í viðtali ÞRÍR Undanfarnar vikur hafa sýnt myndir sýnar á samsýningu að Kjarvalsstöðum Daði Guðbjörnsson, Kristinn Harðarson og Helgi Þorgils Friðjónsson. Allir eru þeir þekktir af því að vera nýlistamenn, en í gagnrýni dagblaðanna kemur fram, að eitthvað annað en nýlist að þessu sinni sé á ferðinni, - að nýja málverk þeirra þremenninga sé öðru vísi en ný málverk eigi að sér að vera. Sýningu þeirra lýkur í dag en hún hefur vakið töluverða athygli ef marka má fjölda gesta og seldra verka. I list sinni koma þeir félagar víða við og hafa að þessu sinni sýnt meöal annars skúlptúra, vatnslita,- olíukrítar- og olíumyndir. Á sýningunni eru hátt á annað hundrað verk og er hún hin fjörlegasta á að líta. Fyrir viku sótti blaðamaður helgarblaðsins listamennina þrjá heim á sýningu þeirra að Kjarvalsstöðum og spjallaði við þá um heima og geima, - fótfestunni af móður jörð var þó aldrei tapað og þrátt fyrir að glensið liafi setið í fyrirrúmi bjó ávallt alvaran undir niðri. henti Helgi Porgils á og Daði hélt áfram: - Ég mála töluvert í þcirri stærð sjálfur, en ég þori ekki að sýna það hérna í svonum stórum sal, því að það rnyndi enginn sjá það. Við erum alltaf svona fimm árum á eftir tímanum hérna uppi á fslandi, svo að eftir fimm ár ætti að vera óhætt fyrir mig að setja upp sýningu á þessum smáu verkum. Þá verður smámyndaútsala. Að setja upp sýningu K: Það rná segja um listiðkun á íslandi, að þú getur ekki stundað hana eingöngu. Ég er kennari í Myndlista- og handíðaskóla fslands og reyndar erum við það allir þrír. H: Já, - og svo vinnur maður vel í málverkunum þegar sýning er í aðsigi. Ég hef líka verið með verk á sýningu í París en í henni taka þátt þrír frá hverju Norðurlandanna. Þetta er í sambandi við afmæli Scandinavia Today og sýningin á að vera í Málmey í Svíþjóð í júní næstkomandi. D: Þessi sýning hófst fyrir um þremur árum og alltaf með sömu mönnnum. H: Ja, ég er viðbót, því það átti að vera einn ungur frá hverju Norður- landa og ég á víst að teljast ungur, þó að nemendur mt'nir í skólanum tækju varla undir það. D: Þegar sýningin var upphaflega sett upp fyrir þremur árum voru það þrír ungir frá hverju Norðurland- anna, en á tveimur árunr hafa þeir bætt við einum. Forstöðumönnum sýningarinnar hefur líklegast ekki þótt Sigurður Guðmundsson og fleiri nægilega ungir, - þeir þá orðnir gamlir! En þú hefur ekki þótt nógu ungur heldur, Daði, eða hvað? Sunnudagur 27. apríl 1986 - Nei, heyrðu mig nú! Ég kenni í grafíkdeildinni. Það hefur loðað við mig að ég væri grafíker af því að ég fiktaöi cinhvern tímann svolítið við það. Ég vona að méð þessari sýningu hér á Kjarvalsstöðum takist nrér að reka af mér slyðruorðið. Slyðruorðið? Pað cr um að gera að hrosa í kampinn og hlxja með, til að koma ekki upp um fávisku sína, að halda að grafíkerar vxru ckkert óæðri cn hver annar. D: Annars er það nú kannski ekkert slyðruorö! Mér hefur verið boðið að vera meðgrafíkverkin mín á sýningu í Baaden Baadcn á næsta ári. Þess vegna er ég í raun mjög ánægður nreð að hafa fengið þcnnan stimpií, að vera grafíker. En það þykir mjög vont. séstaklega f Mogganum, að vera graííker. Þykir það ekki voða fínt í Tímanum? - Já. Kennslan er okkar örugga tekjulind, svaraði Kristinn aðspurð- ur, en þær eru drýgðar með mál- verkasölu. Og til þess eru sýningar settar upp...? H: Já, - og eiginlega nei! Maður málar ekki beinlínis til þess að setja upp sýningar. Þetta er fyrst og fremst áhugamál manns, - svo at- vinna. Það er einhver innri þörf sem knýr mann áfram og þegar vinnu- stofan er orðin full af því sem maður er að gera, setur maður upp sýningu til þess að athuga viðbrögð manna - ekki kannski beint að maður sé að hreinsa út af vinnustofunni til að fá betra vinnupláss, heldur er þetta einskonar andleg hreinsun í senn. Með sýningu er verki lokið, - maður getur byrjað á einhverju nýju og verður frísklegri. Eins og maðurhafi lokið verkefni sem maður hafði sett sér. Svo þegar myndirnar eru komn- ar á sýningu uppgötvar maður oft að manni hefur ekki tekist að þróa stílinn nógu vel og þá heldur maður áfram þaðan sem frá var horfið. - Sýningar eru ekki bara til þess að brillera! D: Að sjálfsögðu vill maður selja, - en það skiptir ekki öllu máli. Það er samt eina örugga viðurkenningin að einhverjum líkar það sem maður er að gera, þegar þeir reiða fram peningít til að eignast verkið. Ég segi persónulega fyrir mig um þessa sýningu að hún er afgreiðsla á þvf sem ég hef verið að mála frá 1984, eða síðan ég kom heim frá Hollandi. Að vísu eru þarna þrjú verk sem ég sýni svona að gamni mínu -en f rauninni er þetta hringur sem er að lokast. K: Það skýrist hvað maður hefur verið að gera og hvað maður er að leggja út í, - bæði það að sjá verkin svona saman komin á vegg og svo náttúrlega umsagnir sýningargesta. Svo kemur gagnrýnin í blöðunum. Maður reynir að vega og meta allar upplýsingar og ábendingar og verður svo sjálfur að taka ákvörðun um framhaldið, - hvernig eigi að standa að næstu tilraunum. D: Maðureralltafáhverri sýningu að prófa sig áfram. Ég hef haft mjög gaman af því að gera tilraunir með ramma utan um myndirnar. Annað hvort er maður með æðislega flotta ramma eins og ég var með á síðustu sýningu. Það gekk mjög illa. Þá talaði fólk hvorki um myndirnar né rammana. Núna hafði ég eiginlega enga ramma. Þá talar fólk meira um verkin og rammarnir skemma ekki neitt. H: A .m.k. er það síður en svo ætlun okkar að hneyksla einhvern mann. K: Hafi það verið einhvern tímann þá erum við vaxnir upp úr því. D: Annars hefur fólk stundum hneykslast á Helga út af þessum tippum sem hann er alltaf að mála. En það yrði Ijót takmörkun á listinni ef ætti að banna að mála menn sem fara í bað. H: Maður heldur stundum að maður sé að gera öllum til geðs og verður svo á eftir voðalega sár yfir því hvað maður var í raun glám- skyggn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.