Tíminn - 27.04.1986, Page 5
Sunnudagur 27. apríl 1986
Tíminn 5
- eftir
Daða
Líf listamannsins
„Ég vil að skáldin séu svöng,
mér sýnist að hljóðakraftinn
magni hin tómu garnagöng,
en gömul vísa að enginn söng
fagurt með fullan kjaftinn. “
D: Yfirgúrúinn okkar í þessum
efnum, Halldór Kiljan hafði nú sínar
sérstöku skoðanir á þessi eins og
öðru. Hann segist aldrei hafa misst
úr máltíð á sínum tíma, nema þegar
hann hafi verið veikur í maganum.
Þannig held ég að við höfum góða
sönnun fyrir því að listamenn eigi
ekki að svelta.
K: Og ég held að þó að við
kennum með listiðkuninni, þá komi
það ekki niður á henni heldur sé
bara hollt. Kennslan má samt ekki
verða of mikil.
H: Það er nú heldur ekki svo
mikið sem við kennum. Við erum
allir í hálfu starfi, þannig að við
kennum hálft skólaárið. Það getur
jafnvel stuðlað að einhverju nýju í
list okkar.
K: Ég kenni nú sennilega fulla
kennslu.
D: Já, - þú átt enga konu!
K: Nei, ég hef nóg við tímann að
gera sem annars færi í það.
Sagðir þú ekki einhvern tímann í
blaðaviðtali, Daði, að eins og allir
góðir Iistamenn létir þú konuna
vinna fyrir þér.
D: Jú, ég hafði þá Helga að
fyrirmynd fyrir því...! En þetta var
orðum aukið. Maður er heimavinn-
andi og þegar Sigurjón litli sefur, þá
fer ég að mála.
H: Svo verður maður auðvitað að
gera sér grein fyrir því, að þetta er
samt sem áður full vinna, þó svo
ekki komi inn peningar fyrir hana
alla. Heilinn er sífellt starfandi.
K: Já, það þarf svolítið rúman
tíma. Þetta er ekki eins og hjá
verkamanninum sem byrjar að grafa
skurðinn klukkan níu og lýkur vinnu
klukkan fimm. Maður verður að
hafa tíma til iðjuleysis.
D: Eins og það heitir í iðnaði;
maður þarf að hafa tíma fyrir vöru-
þróun. Þannig getur maður verið á
fullu í vinnunni, þó að maður sé
gangandi um gólf og klórandi sér í
hausnum.
K: Það er aðallega það að lista-
maðurinn sé ekki of þjáður af bús-
áhyggjum.
Parna varð Kristni greinilega
skemmt, þegar hann kom höggi á
heimavinnandi félaga sína. í mynd-
list fer, að þeirra sögn, helmikill tími
í alls konar „dúllerí“, svo sem að
strekkja striga, kaupa málningu og
pensla, vaska upp, taka til á vinnu-
stofunni, standa í skrifstofustörfum
og
H ... og mála! En þeir eru ófáir
sem lenda í sukkinu og þola ekki
þetta listamannalíf. Geta ekki beitt
sig aga.
D: Annars erum við afskaplega
hreyknir af því að við erum þrír af
fáum myndlistarmönnum sem ekki
hafa farið í meðferð á einhverja
þurrkunarstöðina ennþá. Ég hef
kallað okkur síðustu þrjá óþurrkuðu
saltfiskana!
Kjarval á flakk!
Hvað um umboðsmenn ?
D: Það vantar allt hérna sem
heitir kynning. Gallerí Borg sér að
vísu ágætlega um mig hérna heima,
en ef ég vildi komast á erlendan
markað þá er enginn sem tekur við
því og aðstoðar mann. Það kom
hérna fyrir nokkru þekktur þýskur
myndlistarmaður sem sagði að það
sem væri að gerast hérna ætti mögu-
leika erlendis. Það virðist ekki vera
neinn hérna hcima sem hugsar þann-
ig og getur vinsað úr og sent út á
réttum tíma. Þetta er eins með
Kjarval. Það hefði verið hægt að
kynna hann erlendis 1980 og hann
hefði sennilega vakið mikla athygli.
Heldurðu það ekki Helgi?
H: Ég var nú sjálfur með þann
draum 1980.
K: Ég held bara að það sé enginn
áhugi á því hérna.
H: Svo er nú alltaf með fólkið sem
velst í að undirbúa slíkar sýningar,
að það er svo svifaseint. Það átti að
fara Kjarvalssýning til Hollands að
mig minnir, en Hollendingar mættu
svo lélegum viðbrögðum hér að þeir
hættu við allt saman.
K: íslendingar bara segja það
hreint út, að við eigum bara að hafa
þetta út af fyrir okkur.
D: Þegar samskiptasýningin var
upp úr 1980 sýndum við erlendum
listamönnum Kjarval, en við erum
sjálfir mjög hrifnir af ákveðnum
atriðum í listsköpun hans. Þá komst
svolítill skriður á málin og erlendir
menn fengu áhuga á að sýna Kjarval
í útlöndum. Hefði þá verið einhver
dugandi atvinnumaður í faginu, sem
hefði getað virkt áhugann strax er
ekki óliklegt, að Kjarval væri enn
frægari en hann er í dag. Við verðum
að kynna okkur sjálfir. Það kemur
enginn hingað grátandi að biðja um
íslenska myndlist.
K: Það virðist ekki mega hleypa
listinni úr landi og það er svo að
segja enginn áhugi á að gera Kjarval
þekktan erlendis. Svo eru menn að
væla um landkynningu alltaf hreint.
D: Já, ég veit að myndlistar-
mennirnir sjálfir eru duglegir við
þetta. Það kom einhvern tímann til
umræðu að það yrði flutt út grafík-
sýning til Bergen og það var haft
beint samband við grafíkfélagið. Þá
var brugðið skjótt við og sýningin
send úr landi. Þetta á ekki að vera
neitt mikið mál, - en tii dæmis með
Kjarval, þá heyrir hann undir stofn-
anir, Listasafn Islands og Kjarvals-
staði, sem eru bákn og geta ekki
tekið svona snögglega við sér.
K: Það er margt lélegt fólk sem
vinnur að skrifstofuhlið myndlistar-
innar, - ég er ekki að segja allir. En
þeir virðast svo dofnir oft þegar
einhver tækifæri rekur á fjörur
þeirra. Þeir ættu sumir hverjir hcldur
að snúa sér að viðskiptafræðinni og
lögfræðinni frekar cn að vinna í
listum.
H: En erlendis eru þessir list-
fræðingar og umboðsmenn og allt
jretta skrifstofufólk yfirleitt jafn
metnaðargjarnt og Iistamennirnir
sjálfir, sem þeir eru að koma á
framfæri. Þeir leggja allt að veði.
D: Enda sumir hverjir orðnir
álíka stjörnur og listamennirnir.
H: En hérna heima slæðist pólítík
inn í þetta allt saman og helst þarf
alltaf að taka einhverja meðalniður-
stöðu sem allir geta sætt sig við.
K: Og svo þarf allt að vera á
hreinu með orlof og skatta og gjöld.
Útreikningarnir sjálfir og allt humm
og jæja tekur svo langan tíma að
listaverkin sum eru ekki ný lengur
loks þegar út er komið.
H: Ég held að það séu svo sem
nógir peningar til en þetta étur sjálft
sig. Það fer svo mikið fé í skrifstof-
urnar sjálfar.
D: Annars er það nú enn eitt.
Maður veit ekki í hvað peningarnir
fara. Já, - ég segi fyrir mig, að ef
maður þyrfti að fara að sýna eitthvað
að ráði erlendis til dæmis, þá væri
það fyrsta sem ég fengi mér einkarit-
ari. Það er ægilega mikill tími sem
fer í skrifstofuvinnu.
H: Ég myndi strax fá mér striga-
strekkjara. Mér finnst það afslöppun
stundum að skrifa bréf og svona, -
og svo fengi ég mér innrammara, því
það er sérstaklega illa gert hjá mér
að þessu sinni. Daði er nú svo
heppinn að vera smiður auk þess að
mála en innrömmun á þessari sýn-
ingu okkar er nú samt ekki upp á
marga fiska.
Gæðastimpill
Kjarvalsstaða
H: Ég held að gæðastimpillinn af
Kjarvalsstöðum sé horfinn. Það var
hugmyndin fyrst, að hingað inn
kæmust ekki nema góðir listamenn,
- en hver getur dæmt um það.
D: Stjórnin í þessu húsi er fyrst og
fremst í höndum stjórnmálamanna
og við myndlistarmennirnir höfum
ekki nema einn fulltrúa í stjórninni.
Þess vegna höfum við afskaplega
lítið um málin að segja. Þetta voru
mistök auðvitað. Upphaflega var
hérna í salnum Gamli Listamanna-
skálinn en hann glataðist við samn-
inga sem Félag íslenskra myndlist-
armanna gerði á sínum tíma. Lista-
mannaskálinn var mjög góður, - en
kannski er bara allt svo gott í
endurminningunni.
f rauninni hafa öll gildi í myndlist
breyst svo óskaplega mikið frá opn-
un hússins og þú getur ekki mælt
listina eftir einhverjum mælistokki.
K: Það eru svo mörg sjónarmið og
Sjá frh. ábls. 18
- eftir
Helga
- eftir
Kristin