Tíminn - 27.04.1986, Qupperneq 18

Tíminn - 27.04.1986, Qupperneq 18
18 Tíminn Sunnudagur 27. apríl 1986 SAMBANDIÐ AUGLÝSIF) „PUREVA“ slípi og skurðarskífur frá KUSTAVIN LAIKKA OY, Finnlandi Skurðarskífur fyrir málma: Stærðir: 115x2,2x22 Kr. 43/- 100x3,5x16 Kr. 45/- 115x3,5x22 Kr. 50/- 125x3,5x22 Kr. 53/- 178x3,5x22 Kr. 69/- 230x3,5x22 Kr. 95/- 125x2,2x22 Kr. 46/- 178x2,5x22 Kr. 60/- 230x2,5x22 Kr. 82/- 230x2,0x22 Kr. 82/- Skurðarskífur fyrir stein: Stærðir: 100x2,5x16 Kr. 43/- 178x2,5x22 Kr. 60/- 115x2,5x22 Kr. 48/- 230x2,5x22 Kr. 95/- 125x2,5x22 Kr. 51/- Stærðir: 100x5,0x16 Kr. 71/- 115x7,0x22 Kr. 78/- 125x7,0x22 Kr. 84/- Slípiskífur fyrir málma: 178x7,0x22 Kr. 115/- 230x7,0x22 Kr. 134/- Slípiskífur fyrir léttmálma: Stærðir: 178x7,0x22 Kr. 95/- 230x7,0x22 Kr. 134/- Slípiskífur fyrir stein: Stærðir: 178x7,0x22 Kr. 126/- 230x7,0x22 Kr. 148/- VIÐ BYGGJUM Á REYNSLUNNI DÝR AR SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 ÞRÍR ÓÞURRKAÐIR SALTFISKAR r.iir, þó að það væri einhver nefnd lista- manna sem stjórnaði því hverjir sýndu hér og hverjir ekki yrði það ekkert betra. H: Ég er hræddur um að meðal- mennskan yrði jafnvel enn meiri. D. Það sem helst er að, er hvað það eru fáar sýningar á íslandi yfirleitt. Hér ætti alltaf að vera opin Kjarvalssýning til dæmis, - þó sér- staklega á aðalferðamannatíman- um. Það koma sumur hér sem ferða- manni á íslandi gefst enginn kostur á að sjá sýningu. í fyrra var þó óvenju gott sumar, en það var því miður ekki okkur yngri mönnunum að þakka. K: Þctta er merkilegt, því að myndlist á íslandi er fullkomlega sambærileg við erlenda. H: Það var Norðmaður sem rakst á sýninguna hjá okkur í París. Hann sagði eitthvað á þá leið, að í öllum andsk... heimshornum rækist maður á íslendinga sem væru tiltölulega góðir í sínu fagi, hvort sem er knattspyrna, myndlist, skák eða handbolti og svo er þetta ekki nema 250.000 manna þjóð. Þetta er eins og Bergen sagði hann og hló óskap- lega. K: Annars er sérstakt við ísland, miðað við þær þjóðir sem lengi hafa verið maríneraðar í myndlistinni, að hér flæðir allt mögulegt yfir og á hvaða gæðaplani sem er. Hér er öllu hrært saman. D: Hér erum við aftur komnir inn á skrifstofufólkið. Það á að sjálf- sögðu að sjá svo um, að öllu verði ekki hrært í graut. K: Það þarf ekki nema einn eða tvo eldhuga til þess að drífa hlutina í gang. D. Og í rauninni baraeinn. Maður sér nú bara hvað Ragnar í Smára hefur gert. Ég leyfi mér að efast um að á íslandi þrifist nokkur listmenn- ing ef hans hefði ekki notið við. Island lagt undir fót D: Við erum alltaf til í að koma út á land og sýna. K: Nú, við Helgi sýndum í Búð- ardal fyrir nokkum áruni og höfðum góða reynslu af þvf. H: Það er með skemmtilegustu viðbrögðum sem við höfum fengið. Fólk skoðaði myndirnar hátt og lágt og voru sumir við í fjóra tíma. D. Ég hef nú ekki sýnt í Búðardal, þó ég sé ættaður úr Dölunum. En ég var einmitt að vinna þarna sumarið eftir að Helgi og Kiddi höfðu verið með sýninguna og bændurnir spurðu mig hvort ég þekkti nokkuð þessa undarlegu menn. Þegar þeir urðu þess vfsari, að við þekktumst nú allir, tóku þeir mér varlegar á eftir. H: Það eru fjögur ár síðan þetta var, en þegar ég var þarna fyrir skömmu voru þeir enn að býsnast yfir sýningunni. ' D: Ég hef hins vegar sýnt á Akureyri árið 1981 og þá var ég skammaður alveg ógurlega mikið af rauðsokkunum. Þær sögðu að ég væri væminn og svona, en rauðsokk- ur eru ekki væmnar. Mér fannst þetta góð gagnrýni og er staðráðinn í því, að sýna þeim myndirnar mínar einhvern tímann aftur. Að lokum, - hvað er á döfinni? K: Mér hefur nú verið boðið að vera með myndir mínar á sýningu á Selfossi í gríðarlega stóru húsi, sem er litlu minna en kaupfélagshúsið. D: Hér gildir auðvitað gamla ís- lenska reglan: maður þekkir mann sem þekkir annan. Kiddi á lögheimili á Selfossi. Bróðir hans Helga er mjólkurbússtjóri í Búðardal og svo á ég ættingja í Dölunum. Þar eru allir skyldir og þess vegna eru allir svo vel gefnir þar. Og spakari lok- aorð færðu ekki. -Þj Frelsisstyttan slapp úr helsi Nýbónuð og lagfærð frelsisstyttan er nú slopp- in úr prísundinni. Hún var mikið farin að láta á sjá, en viðgerðin hefur tekið rúmt ár. Helsta breytingin á þessari frægu styttu er nýtt ljósker sem frelsis- gyðjan nú heldur hátt yfir mynni New York hafnar. Einnig hafa verið gerðar töluverðar breytingar á styttunni að innanverðu. Frelsisstyttan er 46 metrar á hæð og minnast margir innflytjendur til Bandaríkjanna, styttunn- ar sem tákns nýs og betra lífs. Frakkar gáfu stytt- una Bandaríkjunum 1886, en Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna mun tendra frelsisljósið að nýju í kerti styttunnar á þjóðhátíðardeginum 4. júlí, á þessu ári.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.