Tíminn - 29.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 29. apríl 1986
Yfir hálfsárs birgöir af nautgripakjöti í landinu:
Margar Búkollur á
nautakjötsmarkaðinn
en lítiö af nautakjöti næstu misserin
„Ástæðan fyrir því að Framlciðni-
sjóður ákvað að taka upp tímabund-
in verðlaun fyrir slátrun ungkálfa er
sú, að nokkur birgðasöfnun er nú á
nautagripakjöti og fyrirséð að mikið
á eftir að bætast við af ódýrari
tegundum það sem eftir er ársins,
vegna þess að bændur munu slátra
mörgum kúm,“ sagði Jóhannes
Torfason form. Framleiðnisjóðs. En
sjóðurinn hefur nú auglýst 2.000 kr.
verðlaun fyrir hvern ungkálf sem
slátrað er fram til 15. júlí, sem mun
rúmlega tvöfalda innlcggsverð
þeirra.
Um 1.300 tonn eru nú til af
nautagripakjöti eða ríflega hálfs árs
birgðir miðaö við 2.200-2.500 tonna
ársneyslu. Af þessum birgðum eru
um 600 tonn af bestu flokkunum,
um 220 tönn af 3. flokki sem eru
alikálfar, lakasti flokkur ungnauta
og eldri naut, og um 480 tonn sem
að mestu er kýrkjöt þar af meiripart-
urinn af lakari flokkunum.
Að sögn Jóhannesar fara áhrifin
af slátrunarverðlaunum Fram-
leiðsluráðs í íyrravor nú að koma
fram í minna framboði af dýrari
flokkum nautgripakjöts. Með því að
taka aftur upp verðlaun núna sé
mciningin að reyna að koma í veg
Eftir nukkurra tuga metra borun hefur þcgar fengist talsvert af 48 gráðu heitu
vatni á Lambanesreykjum í Fljótiiin. Tíimimynd-ö.t*.
Heitavatnsborun fyrir
fiskeldisstöð í Fljótum
fyrir mikið offramboð. En vegna
mikillar framleiðslu á kýrkjöti næstu
mánuðina megi búast við að þröngt
verði á markaðnum næstu misserin.
Við slíkar aðstæður fái menn lítið
fyrir þessa framlciðslu sína þar sem
sláturhúsin greiði þá ekki fuílt skráð
verð. Svo sé undir hælinn lagt hvort
menn fái einhverjar eftirstöðvar
greiddar eða ekki - engin trygging sé
fyrir því að skráð verð náist. „Mér
er t.d. tjáð að ýmsir sem lögðu inn
ungnaut á s.l. hausti hafi ekki fengið
nema 75-80% af hinu skráða verði,"
sagði Jóhannes.
Af framansögðu viröist Ijóst vcra
að meirihlutinn af „nautakjötinu" á
markaðnum verði „Búkollunaut"
þegar líða tekur að hausti. Þess má
geta að mikill munur er á heildsölu-
verði bestu flokka nautakjöts og
kýrkjöts. Það er nú 225-251 kr. á
bestu nautakjötsflokkunum, um 200
kr. á 3. flokki og 174 niður í 163 kr.
á kílóið af tveim bestu beljuflokkun-
um.
Hvað snertir sölu á beljukjöti sem
fyrsta flokks nautakjöti sagði Jó-
hannes að neytendur ættu auðvitað
að fá að vita hvað þeir eru að kaupa.
Kýrkjötið þurfi ekki að vera slæmt
kjöt-en mjögmisjafnt. Ósanngirnin
í þessu sé sú að neytcndur séu
blekktir. Fái kýrkjöt í þeirri trú að
þeir séu að kaupa fyrsta flokks
nautakjöt og veröi svo fyrir von-
brigðum þegar það er komið á disk-
ana. -HEI
„Starlight11 gengur ekki sem nafn á
veitingastað í Keflavík:
Leist ekki á „Jón fógeta“
- segir veitingamaðurinn
„Frá og með dcginum
og með deginum í dag
heitir staðurinn Glaumberg," sagði
Ragnar Örn Pétursson veitinga-
maður í samtali viö Tímann í gær.
Ragnar hafði fyrr ákveðið að nafn-
ið skyldi vcra „Starlight". Bæjar-
fógeti í Keflavík, Jón Eysteinsson
sendi Ragnari bréf, þar scm þcss
var farið á lcit við hann að nafninu
yrði breytt, svo það samræmdist
hljóðkerfi og beygingu á íslensku
máli. Frestur var veittur til mið-
nættis í gær.
Nú er þctta mál leyst, og Kefl-
víkingar geta á miðvikudag skellt
sér á ball í Glaumbergi. Ragnar
Örn telur þetta stórskemmtilegt og
unaðslegt nafn cins og hann orðaði
það. „Mér höfðu borist upphring-
ingar, þar sem mér var bent á
nafnið Jón fógeti, en mér lcist ekki
á það,“ sagði Ragnar.
Nafnið Glaumberg er eitt þeirra
nafna sem sent var inn í samkcppni
um nafn á staðnutn. Við nánari
skoðun var síðan ákveðið að nafnið
væri það besta af um 150 nöfnum
sem bárust. Það er Hjördís Árna-
dóttir í Keflavík sem á heiðurinn
að nafninu og hefur hún þar með
unnið verðlaun þau sem í boði
voru, eða kvöldverð á Glaumbergi.
- ES
Frá fréttaritara 'l'ímans í Skagafírdi, Ö.Þ.:
Borun eftir heitu vatni hófst á
Lambancsreykjum í Fljótum í síð-
ustu viku og hefur þegar fengist
talsvert af 48 gráðu heitu vatni.
Eru jarðfræðingar Orkustofnunar,
sem völdu borunarstaði ánægðir
með þann árangur úr svo grunnum
holum. En áætlað er að bora 8-10
holur um 20-100 metra að dýpt.
Það er bor frá Hagvirki hf. sem
notaður er.
Aö borun þessari, sem gerð er í
tilraunaskyni, stendur væntanlegt
hlutafélag um byggingu og rekstur
fiskeldisstöðvar. Jarðvísindamenn
munu táka ákvarðanir um áfram-
haldandi heitavatnsöflun þegar
niðurstöður yfirstandandi borana
liggja fyrir.
Heit uppspretta hefur ávallt ver-
ið á Lambanesreykjum frá Mikla-
vatni og hefur það nægt til upphit-
unar íbúðarhússins á bænum.
Áætlað er að bora víðar í Austur
Fljótum, bæði á vegum Holts-
hrepps og einstaklinga.
Laugardalshöllin 9.-18. maí:
Meistarakokkar
elda kræsingar
Viðamikil matreiðslusýn-
ing verður haldin í Laugar-
dalshöll 9.-18. maí. Það er
nemendatelag Hótel og veit-
ingaskólans sem hefur ráðist í
að halda sýninguna. Til liðs
við sig hafa þau meistara-
kokka víðs vegar að úr heim-
inum.
Bakarameistarar, bæði inn-
lendir og erlendir nrunu mat-
reiða kræsingar, sem þjónar
munu síðan bera fram. Undir-
búningsnefnd sem Tíminn tal-
aði við sagði að enginn þyrfti
að fara svangur úr Laugardals-
höllinni þessa daga.
Það er þó ekki hægt að
borða allt sem nreistarakokk-
arnir gera. Listaverk úr ís eru
ekki nema fyrir augað. Lista-
maður á því sviði mun sýna
áhorfendum hvernig hægt er
að höggva dýr og hallir út úr
ísklumpum. Matreiðslumenn
sem matreiða rétti verða stað-
settir uppi á áhorfendapöllun-
um, þar sem sýningareldhús
verður. Gestum gefst síðan
kostur á því að bragða á
réttunum, en þjónar munu
bera þá fram. Fólk utan af
landi ætti ekki að þurfa að láta
sitt eftir liggja. Flugleiðir og
BSÍ munu veita sérstakan af-
slátt þann tíma sem sýningin
stendur yfir.
Sex mánaða undirbúningur
hefur farið í það að gera
sýninguna sem veglegasta.
Reiknað er með því að um
tuttugu þúsund manns þurfi
að koma á sýninguna til þess
að hún standi undir kostnaði.
Aðgangseyrir verður 250
krónur. Sýningin verður opin
frá klukkan 16.00 til 23.00
virka daga og 12.00 til 23.00
um helgar. - ES
Vestmannaeyjar:
Löndunar-
verkfall leyst
Verkfalli löndunarmanna í Eyjum
sem hófst á miðvikudag í fyrri viku,
lauk á sunnudag með því að gengið
var að kröfum verkfallsmanna.
Það sem deilan stóð um var. að
álag hafði aukist til muna á þá sem
lönduðu togarafiski í Vestmannaeyj-
um, en togurum hefur fjölgað á
síðustu árum, jafnframt því sem
löndun í gáma hefur aukið á vinnu
þeirra. Níu menn hafa verið fast-
ráðnir í „löndunargengi". en lausa-
menn gripnir þegar mjög mikið lá
við og bæta þurfti við mannskap.
Krafa löndunarmanna var því
tvíþætt: í fyrsta lagi að bætt yrði við
fastráðnum manni þannig að tryggt
væri að löndunargengi væri alltaf
fullmannað vönum mönnum. í öðru
lagi fóru þeir fram á að löndunum
yrði hagað þannig að ef landað yrði
í gáma ykist ekki á vinnuálag þeirra.
- BG