Tíminn - 29.04.1986, Side 8

Tíminn - 29.04.1986, Side 8
^SfARNARFLUG Hluthafafundur í Arnarflugi h/f. Arnarflug h.f. heldur hluthafafund mánudaginn 12. maí n.k. aö Hótel Sögu og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá: Tillaga stjórnar félagsins um niöurfærslu hlutafjár í félaginu. Tillaga stjórnar félagsins um niðurfærslu hlutafjár í félaginu mun liggja frammi ásamt fylgigögnum á skrifstofu félagsins, Lágmúla 7, Reykjavík, frá og með 5. maí n.k. til athugunar fyrir hluthafa. í tillögu um niðurfærslu hlutafjár er lagt til að hlutafé félagsins verði lækkað í 10% af nafnverði, þannig að hlutafé félagsins verði eftir niðurfærsl- una kr. 4.836.000. Stjórnin Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboð- um í eftirfarandi: 1. Steyptar gangstéttir og ræktun, víðs vegar í Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri þriðju- daginn 13. maí nk. kl. 11.00. 2. Viðgerðir á steyptum gangstéttum víðs vegar í Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 7. maí n.k. kl. 14.00. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKÍAVlKURBORGAl Fríkirltjuvagi 3 — Simi 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í endur- nýjun Reykjaræðar 1,6.áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 7. maí nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingardeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í smíði leiktækjafyrirdagvistunarstofnan- ir og Garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. maí. n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIaVIKURBORGAR Fríkirkju««gi 3 — Simi 25800 Þriðjudagur 29. apríl 1986 8 Tíminn Valdabarátta, galdrafár og heiftarlegir kynórar og lærð kredduþóknun eru viðfangsefni Millers í leikritinu í deiglunni Miller í deiglu tímans Þjóðleikhúsiö: f deiglunni eftir Arthur Miller. Þýðing: Jakob Benediktsson. Leikmynd og buningar: Baltasar. Leikstjóri: Gisli Alfreðs- son. Arthur Miller var mjög í hávegum hafður upp úr miðri öldinni, en orðstír hans hefur dvínað í seinni tíð, Þjóðleikhúsið sýndi á sjötta áratugnum þrjú frægustu leikrit hans, Sölumaður deyr, í deiglunni og Horft af brúnni. Frá þeim árum er mér og í barnsminni sýning Leik- félags Reykjavíkur á Allir synir mínir, þótt ekkert sé á hana minnst í leikskrá. Seinni leikir Millers, Eftir syndafallið og Gjaldið, náðu ekki sömu hylli, og er þó seinna leikritið að minnsta kosti snjallt drama. Og verk Millers frá síðustu árum sem hér hafa ekki sést virðast hafa fengið hraklegar móttökur, að því er fram kemur í leikskrá. Tvö eldri verk Millers hafa nú verið tekin upp að nýju í Þjóð- leikhúsinu: Sölumaður deyr, og er sú sýning eftirminnileg vegna af- burðaleiks Gunnars Eyjólfssonar í aðalhlutverki. Nú kemur f deigl- unni, sem fjallar um múgsefjun og ofsóknaræði, sprottið upp í and- rúmslofti McCarthyismans í Banda- ríkjunum sem Miller sjálfur varð fyrir barðinu á. Arthur Miller er ekki nýstárlegur höfundur og hefur aldrei verið. Hann er sporgöngumaður Ibsens, fylgir fram þeim raunsæisstíl og siðferðisádeilu sem Ibsen hóf til vegs. Kunnátta Millers í leikritasmíð er mikil og segir hvarvetna til sfn. Verk hans eru melódramatísk, ein- föld og aðgengileg, eiga greiða leið að áhorfendum hvar sem er. En það fylgir melódrama að mörk þess átakanlega og skoplega verða oft óljós. Og það finnst mér mega segja um í deiglunni. Á sínum tíma var þetta verk tekið í grimmri alvöru sem einhvers konar krufning á meinsemdum bandarísks þjóðfélags samtíðarinnar, eins og glöggt er af umsögn Ásgeirs Hjartar- sonar um sýninguna fyrir þrjátíu árum. Nú er slíkur skoðunarháttur líklega kominn í skuggann. Eftir stendur nokkuð yfirspennt drama. Vissulega býr það yfir kynngimætti á köflum. En af meiri hófsemd hefði þurft að fjalla um það en gert er af hálfu Þjóðleikhússins og Gísla Al- freðssonar. Segja má að sýningin sé stríðþanin frá upphafi til enda, svo að eðlilegt ris og hnig fær ekki að njóta sín. Með öðrum orðum: Sýn- ingin er of blæbrigðasnauð. Verst kemur sá ágalli fram í stirðbusaleg- um leik Hákonar Waage í aðalhlut- verkinu. Hákon er vissulega mynd- armaður á sviði en skortir þá tilfinn- ingadýpt og sveigjanlega í raddbeit- ingu og túlkun í hlutverki Johns Proctors til að gera ljóslifandi hinn breyska bónda sem að lokum öðlast kjark til að deyja sem píslarvottur og hetja. Áhrif leiksins, eins og hann er gerður frá hendi höfundar, byggj- ast á innlifun áhorfandans í hin grimmu örlög Proctorhjónanna. Bregðist hún verður áorkan leiksins í heild dauflegri en efni standa til. Ekki er ástæða til að rekja efni leiksins hér, enda sjá fjölmiðlar nógsamlega fyrir slíkri kynningu. f sey skemmstu máli reisir Miller verk sitt á sannsögulegum heimild- um um galdrafár í bænum Salem í Massachusetts í lok sautjándu aldar sem kostaði allmargar manneskjur lífið. Galdrafár var sem kunnugt er blandið heiftarlegum kynórum víð- ast hvar, enda kvenfólk jafnan talið í nánari tengslum við djöfulinn, sbr. nornabrennur. Kynferðisleg undir- rót ásamt valdabaráttu er að baki því æði sem í leiknum er lýst. Óheillanornin Abigael hefur forfært John Proctor. Þegar hann vill hrista hana af sér snýr hún hefndaræði sínu gegn þeim hjónum. Inn í þetta blandast svo valdabarátta sem kirkj- an á aðild að. Séra Samuel Parris hyggst nota galdrafárið til að styrkja stöðu sfna og brjóta undir vald sitt þvermóðskufulla andstæðinga. Úr þessu verður hinn mesti darraðar- dans. Eina leiðin til að losna við álgann er að játa mök við djöfulinn. þessari deiglu skilst sorinn frá góðmálminum. Annars skal hverj- um og einum látið eftir að draga siðferðilegar ályktanir af leiknum, enda eru þær auðdregnar. En Arthur Miller kann vissulega að prédika í dramatísku formi. Ég drap á það að leikstjórinn hefði þanið flesta strengi í verkinu og spillt fyrir áhrifum þess með því. En verkið býður vissulega ýmsa kosti, fyrir áhorfendur og leikendur. Það er ekkert vafamál að leikhlut- verk hjá Miller eru þakklát viðfangs- efni færum leikurum, enda náðu ýmsir sér vel á strik í sýningunni. Ég nefni þar fyrstan Gunnar Eyjólfsson sem fór á kostum í hlutverki hins iítilsiglda prests séra Parris, sannar- lega útsmogin mannlýsing. f annan stað var unun að sjá til Guðrúnar S. Gísladóttur í hlutverki vinnustúlk- unnar Mary Warren sem John Proct- or ætlar að nota til að hnekkja galdraáburðinum. Guðrún sýnir bæði barnaskap, slægð og veiklyndi stúlkunnar með prýði. Aðrir leikendur eru fleiri en svo að taldir verði. Elfa Gísladóttir lék Abigael og mun það fyrsta hlutverk Tiennar á sviði Þjóðleikhússins. Elfa fór skörulega með hlutverkið en náði varla að túlka fordæðuhátt stúlkunnar til hlítar. Þar var ambátt- in Tituba magnaðri í meðförum Steinunnar Jóhannesdóttur. í stór- um hlutverkum voru einnig Sigurður Skúlason, séra Hale, sem tvístígur á milli lærðrar kredduþjónkunar og mannúðar. Og Erlingur Gíslason var ógnvekjandi sem Danforth vara- landstjóri. Ýmsir eru hér ónefndir en ekki skal látið undan falla að nefna Eddu Þórarinsdóttursem Eliz- abeth Proctor. Leikur hennar er borinn uppi af reisn og þokka, en hlutverkið nokkuð erfitt eins og vænta má þar sem konan „getur ekki logið": Hún er hið siðferðilega leið- arljós leiksins, og ber fram vonina um betri tíð þegar fárinu léttir. Leikmynd Baltasars er að flestu natúralískt verk með þungum sviðs- búnaði. Best þótti mér hún í þriðja þætti, í forsal réttarins, en sá þáttur er raunar snjallastur og áhrifamestur í leiknum. Lýsingin þótti mér of flöt og ekki til þess fallin að laða fram ógn atburða á sviðinu. í skemmstu máli sagt held ég að stílfærðari meðferð, einföld leiktjöld og demp- aðri leikmáti, markvissari lýsing, hefði skilað listrænna leikverki en hér gat að líta. Að minnsta kosti hefði verið rétt að láta reyna á hversu þetta verk hefði staðist slíka túlkun. Hvað um það. Vel má forn frægð Millers endast þessu verki til langlíf- is. Við erurn líka svo stálheppin að hafa fengið leikinn í þýðingu á göfugt íslenskt mál. Það er klassísk- ur mergur í texta Jakobs Benedikts- sonar. Kannski er þýðing hans full- vönduð og bókleg á köflum („Ég hef kennt hennar," segir John Proctor um Abigael). En á íslensku sviði er leiknum ekki lítill akkur í svo bragð- mikilli þýðingu sem hér má heyra. Gunnar Stefánsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.