Tíminn - 29.04.1986, Side 6
Tímirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Ritstjóri: NíelsÁrniLund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Heimavistir skóla -
dvalarheimili aldraðra
Eitt af þeim málum sem ekki hlaut afgreiðslu á síðasta
þingi var þingsályktunartillaga um nýtingu heimavistar-
húsnæðis skóla í þágu aldraðra. Flutningsmenn tillög-
unnar voru framsóknarþingmennirnir Guðmundur
Bjarnason og Stefán Guðmundsson.
Lagt er til að menntamálaráðherra og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra láti gera úttekt á möguleikum
og hagkvæmni þess að nýta ónotað heimavistarhúsnæði
í grunnskólum, héraðsskólum og hússtjórnarskólum
sem dvalarheimili fyrir aldraða.
Mjög víða um land hafa verið byggðir'upp vandaðir
heimavistarskólar með það fyrir augum að nemendur
héldu þar til á meðan á skólavist þeirra hefur staðið.
Þetta eru dýrar byggingar, vel búnar húsgögnum og
tækjum enda margar þeirra nýjar og byggðar eftir
ströngum kröfum. Þróun síðustu ára hefur síðan orðið
í þá átt að í stað þess að nemendur hafi haldið til á
heimavistum hefur heimanakstur aukist og dregið hefur
úr því að börn úr kauptúnum og kaupstöðum séu send
í heimavistarskóla. Af þessu leiðir að heimavistir
skólanna standa auðar eða lítið notaðar. Illa nýtt
skólahúsnæði, ekki síst þar sem einnig er um að ræða
dýrt og vandað heimavistarhúsnæði með mötuneyti og
annarri tilheyrandi aðstöðu, verður óhagkvæmt í rekstri
og getur orðið nánast ofviða fámennum og fjárhagslega
veikbyggðum sveitarfélögum. Því er mikil nauðsyn á
því að leitað verði leiða til þess að nýta megi þessi
mannvirki áfram þótt í annarri mynd sé en upphaflega
var ætlað.
í greinargerð með tillögunni segir: „Á síðari árum
hefur þörfin fyrir dvalarheimili aldraðra orðið æ brýnni
og mun samkvæmt spám aukast enn að miklum mun á
næstu árum. Þótt víða hafi risið upp heimili fyrir aldraða
eru biðlistarnir langir og margir eiga ekki kost á öðru
en að reyna að leita dvalar fjarri sínum heimahögum,
ættingjum og vinum. í ljósi þessa er tillagan flutt um
könnun á möguleikum þess að nýta ónotað heimavistar-
húsnæði í þágu aldraðra“.
Flutningsmenn tillögunnar benda á að margir heima-
vistarskólarnir eru nýttir til hótelrekstrar á sumrin. Út
á það er ekkert að setja og eflaust má gera það áfram
þótt breyting yrði á þeirri nýtingu sem nú er á
heimavistunum að öðru leyti.
Heimavistarskólarnir eru margir hverjir vel í sveit
settir, í fögru umhverfi og víða jarðhiti í næsta nágrenni
sem býður upp á möguleika til að koma upp þjálfunar-
og endurhæfingaraðstöðu fyrir aldraða. Víða hafa risið
upp þéttbýliskjarnar í kring um skólana og er þar nú
þegar margvísleg þjónusta fyrir hendi. Margt fullorðið
fólk og aldraðir eiga líka ánægjulegar minningar frá
þessum stöðum frá því að það stundaði þar nám eða
þeirra börn. Fyrir það fólk væri það mun léttara að
setjast þar að til dvalar en að þurfa að fara á ókunnar
slóðir fjarri heimahögum.
Vistunarmál aldraðra eru erfið og finnast inörg dæmi
um algert ófremdarástand sem þar ríkir. Brýn nauðsyn
er á skjótum aðgerðum til lausnar þeim vanda.
Það er því tvímælalaust rétt að kanna til hlítar hvort
ekki er hér um að ræða leið til úrbóta sem jafnframt
myndi leiða til betri nýtingar á opinberu húsnæði í stað
viðbótarfjárfestingar.
6 Tíminn
Þriðjudagur 29. apríl 1986
GARRI
Máttvana
stjórnarandstaða
Að loknuni þinglausnum hverju
sinni ræða menn að vanda lielstu
mál þingsins, stöðu ríkisstjórnar
að því loknu, og málflutning og
árangur stjórnarandstöðunnar.
Þótt síðasta þing hafi verið með
þeim skemmstu á síðustu áratugum
mun það verða talið meðal hinna
merkustu vegna þeirra efnahags-
ráðstafana, scm það lögfesti. Ráð-
stafana sem gerðar voru í samráði
og samvinnu við aðila vinnumark-
aðarins og tryggðu vaxandi kaup-
mátt launþega og stórfellda hjöðn-
un verðbólgunnar. Grundvöllinn
að þeirri þjóðarsátt lagði ríkis-
stjórnin. Þessar ráðstafanir voru
gagnrýndar af stjórnarandstöð-
unni, cinkum Alþýðuhandalagi og
Kvennalista á þeim forsendum að
verið væri að traðka a þingræðinu
með því að „scnija um mál úti í
bæ“ í stað þess að leggja málin á
frumstigi fyrir Alþingi, væntanlega
þá til samninga við stjórnarand-
stöðuna á þingi. I’að fór hins vegar
ckkert milli mála, að þessi mál-
flutningur stjórnarandstöðunnar
féll í grýtta jörð. IMönnum fannst
hann beinlínis hlægilegur.
Þjóðviljinn snuprar
Svavar og Hjörleif
Menn eru að því cr virðist nokk-
uð sammála uin það nú að loknu
þinghaldinu að frammistaða
stjórnarandstöðunnar hafi verið
eindæma litlaus og léleg. Forysta
stjórnarandstöðunnar var hjá
stærsta stjórnarandstöðuflokkn-
um, Alþýðubandalaginu, en
oddvitar þess á þinginu voru þeir
Svavar og Hjörleifur. Svo máttlaus
og sviplaus var málflutningur
þeirra, að meira að segja leiðara-
höfundur Þjóðviljans fær ekki orða
bundist. í laugardagsblaði Þjóð-
viljans kemst hann svo að orði:
„ Vidburðir í þjóðfélaginu á liðn-
um vctri benda til þess að þingið sé
ekki eins sterkt og oft áður. Það er
heldur ekki jufn trúverðugur speg-
ill þjóðlífsins og fyrrum. Menn
Svavar og Hjörleifur fá snuprur í
eigin blaði.
bljóta að ætlast til þess, að umræð-
ur og stefnumótun á ulþingi endur-
spegli þjóðlífið, stéttaátök og
skoðanamun. Það cr ætlast til þess
uð alþingi veiti ríkisstjórn aðhald
og að valdakerfíð sé til stöðugrur
gagnrýninnar umfjöliunar á ul-
þingi. Margt bendir til þess uð þuð
ulþingi sem nú hefur lokið störfum
hafí ekki svaruð væntingum uf
þessum toga.“
Hlutverk
stjórnarandstöðu
í lýðræðisríkjum hefur stjórnar-
andstaða á þingi það hlutverk að
' veita ríkisstjórn það aðhald, sem
Þjóðviljinn telur að svo mjög hafi
skort á nýliönu þingi. Að auki er
það eitt helsta ádeilucfnið á þing-
haldið að „ýmis stærstu mál þings-
ins voru unnin út í bæ, uuk fjárlug-
unna frumvörpin um húsnæðis-
kerfíð og sjóðakerfí sjávurútvegs-
ins. “
í framhaldi af þcssu segir leið-
arahöfundur Þjóðviljans: „Ekkert
uf þessu er líklegt til uð styrkju
þingræðið í lundinu. Vinnubrögð
uf þessum toga leiðu þvert á móti
til þess, uð mikilvæg mál fá ónógu
umfjöllun á ulþingi, litla umræðu í
þjóðfélaginu og vinnulugið er
þannig skerðing á lýðræðinu.“
Sinnaskipti?
Já, öðru vísi mér áður brá! þcgar
vandi hcfur steðjað að þjóðinni á
undanförnum áratugum hefur það
gerst hvað eftir annað að þeir, sem
gefa út Þjóöviljann, hafa blásið í
herlúðra gegn þeim ráðstöfunum,
sem þingræðismeirihlutinn á Al-
þingi hefur staöið að til að stýra hjá
vandanum. Þá hafa þeir boðað til
„Alþingis götunnar“, eins og þeir
hafa kallað það. Jafnvel gripið til
ólöglegra aðgerða eins og gerðist
1978, er útflutningsbann var sett á,
en þá var kaupmáttur launa mikl-
um mun meiri, en hann var þegar
Svavar Gestsson hrökklaðist úr
stóli félags- og tryggingamálaráð-
herra eftir að hafa ráðið mestu í
þrjú ár um kjaramál í ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen.
Árangurinn af Alþingi götunnar
var alltaf á sömu lund: Stófellt tjón
þjóöarbúsins af verkföllum, fleiri
og verðminni krónur í launa-
umslagið, aukin verðbólga og
minni kaupmáttur launa en fyrir
götuþingið, cinkum þó hjá hinum
lægst launuðu.
Útií bæ-og útiágötu
Umhyggjan fyrir þingræöinu
keniur því að þessu sinni úr óvæntri
átt. Varlega ber þó að trcysta því
að hér sé um ærleg sinnaskipti að
ræða á þeim bæ. Líklegra er, að
leiðarahöfundi hafi orðið liált á
svellinu og farið út af línunni.
Þegar hafður er í huga sífelldur
áróður eigenda Þjóðviljans fyrir
auknum áhril'um verkalýðshreyf-
ingarinnar á efnahagssfjóm lands-
ins hlýtur sú gagnrýni þeirra nú á
samráðum og samvinnu ríkis-
stjórnarínnar við heildarsamtök
launþega um aukinn kaupmátt og
stórminnkandi verðbólgu, að telj-
ast með mikluin ólíkindum. Auð-
vitað gátu þessi samráð og sam-
vinna ekki farið fram í sölum
Alþingis. Þess vegna urðu þau aö
eiga sér stað „úti í bæ“. Það finnst
mönnunum scm boða til Alþingis
götunnar þegar byr gefur, aldeilis
forkastanlegt!
Garri
VÍTT OG BREITT
„Ekkert botna ég í...“
„Ekkert botna ég í þessum hús-
næðismálum. Nú er Alexander
búinn að stjórna þeim í viku og allt
komið í kaldakol."
Þessi athugasemd er höfð eftir
einum af þingmönnum Alþýðu-
bandalagsins og eins og hún ber
með sér lét hann þessi orð falla
nokkrum dögum eftir að núverandi
ríkisstjórn tók við stjórnartaum-
um.
Þá var Svavar Gestsson búinn að
ráðskast með félagsmálin í nærfellt
fimm ár og þá var nú allt heldur
betur í sómanum, og ekki yfir
neinu að kvarta. Að vísu voru allir
sjóðir tómir og búið að svifta
byggingasjóði einunt helsta tekju-
stofninum, launaskattinum, og við
blöstu ekkert annað er hrikaleg
vandamál sem leysa þurfti.
Þannig var staðan þegar Alex-
ander Stefánsson tók við félags-
málunum og er ekki nema von að
sá þingmaður Alþýðubandalagsins
sem hér er vitnað til skorti skilning á
að vandamálasúpan hafi byrjað
með ráðherradómi Alexanders.
Sannleikurinn er sá að það er
enn verið að glíma við að leysa
vandamál sem hlóðust upp í ráð-
herratíð Svavars Gestssonar. Þótt
stjórnarandstaðan og sér í lagi
Alþýðubandalagið rembist eins og
rjúpan við staur að sýna fram á að
núverandi ríkisstjórn hafi dregið
úr öllum framlögunt til félagsmála
er raunin þveröfug.
Þótt enn vanti talsvert á að
framlög til margs kyns félagslegra
þarfa séu eins mikil og æskilegt
væri hafa mörg mál þokast veru-
lega áleiðis undanfarin ár. Á. s.l.
tveim árum hefur kaupmáttur
tryggingabóta stöðugt aukist,
HH »«
Q_LI OG
ÖR0RKU
KAUPMÁTTUR Lí FEYRISTRYG^I NGABÓTA
M. V. VÍSITÖLU VÖRU Í56..ÞÍÓNUSTU
BARNA t
LÍFERIR .
LAGM TEKJU
TR ELLI+0R
Tafla þessi úr fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar sýnir kaupmáttar-
þróun helstu lífeyristryggingabóta og þróun þeirra frá ársbyrjun 1982 til
ársloka 1985. Tíininn bætti kaupmáttarþróun mæðralauna með 3 börn,
eins og hann er rciknaður af Kjararannsóknarnefnd inn á töfluna með
punktalinu frá 2. ársfjórðungi 1983, en fram til þess tíma fylgdi hann
kaupmáttarþróun cllilífcyrisins. Sem sjá má hefur lífeyrir þeirra sem njóta
lífeyrisbóta ásamt tekjutryggingu aukist stöðugt og verulega frá lægðinni
í árslok 1983, eða ellilífeyrir og tekjutryggingar um 19%, barnalífeyrir
(meðlög) um rúm 30% og mæöralaun með 3 börnuni um 67% til ársloka
1985.
eins og bent var á í Tímanum s.l.
laugardag. Fréttabréf Kjararann-
sóknarnefndar er órækur vitnis-
burður um að lífeyristryggingabæt-
ur fara batnandi og mæðralaun
hafa tekið verulegt stökk upp á við
síðan’ Alþýðubandalagið lét af
stjórn félagsmálanna.
Húsnæðismál og aðrar félagsleg-
ar þarfir eru viðvarandi úrlausnar-
cfni stjórnvalda og verða aldrei
leyst í eitt skipti fyrir öll. En að
halda því fram að allt sé á niðurleið
í þessum efnum er ekki annað en
vísvitandi ósannleikur eða viður-
kenning á því að viðkomandi botni
ekkert í því hverju er verið að
halda fram. OÓ