Tíminn - 29.04.1986, Page 3
Þriðjudagur 29. apríl 1986
Tíminn 3
Handahófsútreikningar Lánasjóðs námsmanna:
T ók 34% af apríMáni
í lífeyrissjóðsiðgjöld
Skuldabr. fráLÍN Alls gr. í lífeyrissj. Þ.a. viðb.l. frá LÍN Gr. affram- færsl. nem.
Scpt.-okt. 18.500 2.562 13,8% 2.510 52
Nóv.-des. 31.000 2.928 9,4% 1.740 1.188
Jan.-mars 57.200 6.271 11% 5.170 1.101
Apríl-maí 30.613 6.492 21,2% 1.533 4.959
137.313 18.253 10.953 7.300
Raunir nemenda vegna viðskipta
við Lánasjóð námsmanna virðast
síður en svo úr sögunni þrátt fyrir
skörulegar aðgerðir menntamála-
ráðherra. A.m.k. ekki hvað þá
nemendur varðar sem nýttu sér rétt
til greiðslu í Söfnunarsjóð lífeyris-
réttinda samkvæmt lögum um LÍN
frá 1982. T.d. hefur Tíminn undir
höndum gögn frá nemanda sem LÍN
tók af um 5.000 kr., eða 34% af
framfærsluláni nú í apríl upp í lífeyr-
issjóðsiðgjöldin.
Útreikningar LÍN á viðbótarlán-
um vegna lífeyrissjóðsins, hlut
nemenda á iðgjöldum og heildar-
greiðslum í lífeyrissjóðinn hverju
sinni virðast svo handahófskenndir
og ruglaðir að enginn botn verður í
þá fundinn. Jafnframt eru iðgjalda-
greiðslurnar langt umfram þau 10%
af lánum sem gert er ráð fyrir á þeim
umsóknareyðublöðum sem stúdent-
ar undirrita hjá LÍN. Haldbærar
skýringar á ruglinu virðist hvorki að
fá hjá framkvæmdastjóra LÍN né í
menntamálaráðuneytinu - helst að
vísað sé á einhver undarlegheit í
tölvuútreikningum og ákvörðun um
þægilega reiknireglu.
Á umsóknareyðublaði sem stú-
dentar fá frá LÍN segirm.a.: „Náms-
maður sem fyllir út þetta eyðublað
og leggur inn hjá Lánasjóði fær lánið
hækkað um 6%. Lánasjóður sér
síðan um að greiða 10% af láni
undirritaðs beint til Söfnunarsjóðs
lffeyrisréttinda".
Af gögnum sem Tíminn hefur
undir höndum frá einum nemanda
kemur hins vegar fram að af 126.360
kr. sem LÍN lánar honum til fram-
færslu og bókakaupa í vetur eru
18.253 kr., eða 14,45% innheimt til
greiðslu í lífeyrissjóðinn - þar af eru
7.300 kr. dregnar frá framangreindri
framfærslu en 10.953 kr. eru við-
bótarlán LÍN. Hækkunin er því
8,67% í stað 6% eins og gert er ráð
fyrir á eyðublaðinu.
Skýringin sem viðkomandi náms-
maður fékk hjá LÍN var sú að þótt
LÍN lánaði honum aðeins um % af
reiknaðri framfærslu (vegna of
mikilla tekna s.l. sumar og búsetu í
foreldrahúsum) sé iðgjaldið til líf-
eyrissjóðsins miðað við þá upphæð
er hann mundi fá ef hann væri á fullri
framfærslu hjá LÍN.
„Ég geri ráð fyrir að þessi afstaða
hafi verið tekin á sínum tíma til að
búa til tiltölulega auðvelda og að-
gengilega reiknireglu,“ var svarið
sem Tíminn fékk hjá framkvæmda-
stjóra LÍN. Hvorki hjá honum né
fulltrúa í menntamálaráðuneyti
fengust upplýsingar um það hver
hefði tekið ákvörðun um innheimtu
allt að 15% lífeyrissjóðsiðgjalda í
stað 10% eins og gert er ráð fyrir á
umsóknareyðublaði.
( annan stað kemur fram af gögn-
um viðkomandi nemanda að engin
regla er finnanleg á því hve mikið er
tekið í lífeyrissjóð af hverju skulda-
bréfi.
Þannig eru t.d. af einu 31 þús.
króna bréfi dregnar 2.928 kr. í
lífeyrissjóðsiðgjöld, eða 9,45% af
láninu, en af öðru tæplega 31 þús.
króna bréfi tekin 6.492 kr. eða um
21,2% af láninu.
Og ekki nóg með að þessi hlutföll
séu rugluð. Af einni rúmlega 6 þús.
króna iðgjaldagreiðslu eru aðeins
Eftir að seinni degi ráðstefnunnar lauk, urðu menn að reyna sig aðeins,
og yfírfara gamalkunnar hreyfíngar. Hér eru þeir Haraldur Stefánsson
,’,black sheep“ og Kolbeinn Grímsson komnir með flugustöngina fyrir
Utan Hótel Loftleiðir. Tímamynd-EKgcrt
Góð ráðstefna
Ráðstefna á vegum Landssam-
bands stangaveiðifélaga var haldin á
Hótel Loftleiðum um helgina.
Mæting var með ágætum, þó sér-
staklega sunnudaginn. Landssam-
bandið á þakkir skildar fyrir þetta
framtak, sem er eitt af mörgum
sem hefur aukið hróður stanga-
veiði.
Þeir veiðimenn sem ekki hafa
farið í vorveiði eru margir hverjir
komnir með fiðring í fingurgómana
og víst að þeir verða nokkrir sem
fara að reyna upp úr mánaðamót-
um.
Ráðstefnugestir voru ánægðir
með þá fyrirlestra sem í boði voru
á ráðstefnunni, en þar var fjallað
um margvíslegar hliðar á stanga-
veiðinni, svo sem siðfræðina, rætt
um leikinn og íþróttina og veiði-
bókmenntir. Ekki spillti fyrir að
komið var með gullfallega bleikju
úr Apavatni, og var það Skúli
Hauksson frá Útey við Apavatn
sem veiddi hana í net um laugar-
dagsmorguninn. Fluguhnýtingar
voru í anddyri á Loftleiðum. Þar
var einnig búist við forsvarsmönn-
um veiðiblaðanna, en var mikið
um afföll í þeim hópi og var það
einungis Sportveiðiblaðið sem hélt
merki sínu á lofti þar.
Kvikmyndir um stangaveiði og
fluguhnýtingar var í myndbands-
tækinu alla ráðstefnuna og gafst
mönnum kostur á að sjá fjölmargar
viðureignir við laxfiska og silunga.
Nú styttist í það að stangaveiði-
dagur fjölskyldunnar verði endur-
tekinn, og er það enn einn liður í
góðu starfi Landssambands stanga-
veiðifélaga.
um 1 þús. tekin af hlut nemandans
en yfir 5 þús. af viðbótarláni LlN.
Af næstu rúmlega 6 þús. króna ið-
gjaldagreiðslu eru um 5 þús. tekin af
framfærslu nemandans en aðeins
rúmlega 1 þús. af viðbótarláni LÍN.
Á þessu fæst engin skýring og því
síður leiðrétting.
Fyrrnefnd 5 þús. króna iðgjalda-
greiðsla var tekin á einu bretti af
14.540 kr. sem LÍN ætlaði nemand-
anum til framfærslu nú í aprílmán-
uði, eða rúmlega 34% af framfærslu
nemandans nú í mánuðinum.
Skýringin? - „Líklega vegna þess
að ekki hafi verið tekið nægilegt upp
í iðgjaldagreiðslur fyrr í vetur,“ að
mati LÍN. Framkvæmdastjóri LÍN
kannaðist við að fleirum en þessum
nemanda hafi þótt reiknikúnstir
þessar illskiljanlegar.
En úrbæturnar? - Jú, að reyna
eigi að lagfæra tölvuprógrammið
fyrir næsta námsár.
-HEI
Reiknuð framf. LÍN Greitttil nemanda Greitt í lífeyrissj.
Sept. 1.360 1838 - 478
Okt. 14.630 14.100 530
Nóv. 14.630 14.072 558
Dcs. 14.630 14.000 630
Jan. a) 22.950 23.329 - 379
Febr. 14.540 13.800 740
Mars 14.540 13.800 740
Apríl 14.540 9.581 4.959
Maí 14.540 14.540 0
126.360 119.060 7.300
Á efri töflunni má m.a. sjá að hlutur lífeyrissjóðsiðgjaldanna af hverju
skuldabréfí hefur verið allt frá 9,4% upp í 21,2%. og jafnframt að stundum
hafa iðgjöldin nær öll verið tekin af viðbótarláni LÍN, en í öðrum tilfellum
nær öll af framfærslueyri nemenda - en sú sundurliðun kemur ekki fram á
skuldabréfunum. Á neðri töflunni er fyrst útreiknuð framfærsla LÍN hvern
mánuð, þá sú greiðsla sem nemandi fékk/fær útgreidda og í þriðja lagi sá
hluti lífeyrissjóðsiðgjaldanna sem tekinn er beint af hans framfærslueyri, sem
er allt frá því að vera minna en ekkert (of mikið borgað út) upp i að vera
góður þriðjungur af framfærsluláninu núna í apríl. Af töflunum má jafnframt
sjá að heildarlán LÍN er 14,45% hærri en sú upphæð sem námsmaðurinn fær
til ráðstöfunar, sem hlýtur að stórauka fjárþörf Lánasjóðs námsmanna.
Auglýsing um innlausn
happdrættísskuldabréfa
rödssjóðs
1. flokkutr 1981
Hinn 2. maí nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í 1. flokki 1981, (litur: fjólublár).
Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði kr. 100,00,
verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á
lánskjaravísitölu frá útgáfudegi á árinu 1981 til gjalddaga í ár.
Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 599,20
Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á,
að bréfín eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands.
Hafnarstræti 10. Revkjavík.
Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfír komið í afgreiðslu
Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða
hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans.
Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar lánskjaravísitölu
Skuldabréfín fymast á 10 ámm, talið frá gjalddaga hinn 1. maí 1986.
Reykjavík, apríll986
SEÐLABANKI ÍSLANDS