Tíminn - 29.04.1986, Síða 5
Þriðjudagur 29. apríl 1986
Tíminn 5
Suður-Kórea
Óróalogarnir
breiðast út
Mótmælin gegn Chun forseta og stjorn hans
halda áfram - Tveir stúdentar kveiktu í sér
Seoul-Reuter
Tveir stúdentar kveiktu í sér í
gærmorgun og lögregla handtók 300
manns í miklum mótmælaaðgerðum
gegn stjórn Suður-Kóreu fyrir utan
háskólann í Seoul.
Háttsettur embættismaöur í
stjórnarflokk Chun Doo Hwans
forseta sagði skömmu eftir mót-
mælaaðgerðir róttækra stúdenta að
þær gætu vel farið úr böndunum ef
svo færi fram sem horfði.
Mótmælin fyrir utan Seoulháskóla
fylgdu í kjölfarið á mótmælagöngu í
borginni Chongju. Þar réðust rúm-
lega þúsund stúdentar að óeirðalög-
reglu. Táragas var notað til að dreifa
stúdentunum.
Um 400 manns voru samankomin
fyrir utan háskólann í Seoul. Tveir
karlmenn úr hópi stúdenta klifruðu
upp á þak, helltu yfir sig bensíni og
kveiktu í sér. Þeir eru báðir á
sjúkrahúsi, illa brenndir og annar
meiddur eftir að hafa reynt að kom-
ast hjá handtöku.
Róttækir stúdentar hafa að undan-
förnu verið atkvæðamestir í mót-
mælunum gegn Chun forseta og
stjórn hans.
Mótmælaaðgerðirnar hafa þó náð
til fleiri en stúdenta og krefst stjórn-
arandstaðan m.a. aukinna mannrétt-
inda og að fyrirkomulagi forseta-
kosninganna verði breytt. Núver-
andi lög gera ráð fyrir að 5000
manna kosningaráð kjósi forseta í
stað þess að þjóðin fái þar ráðið um.
Særðir Contra-skæruliðar spila Ólsen Ólsen eða eitthvað þvíumlíkt.
Contrakapparnir hafa orðið fyrir talsverðu manntjóni og meiðslum síðan frá
áramótum.
Nicaragua:
Contrakappar eiga
í vök að verjast
Managua-Reuter
Stjórnvöld í Nicaragua sögðu um
helgina heri sína hafa fellt ellegar
sært um þúsund uppreisnarmenn frá
byrjun þessa árs. Uppreisnar-
mennirnir eru hinir svokölluðu
Contra-skæruliðar sem Bandaríkja-
stjórn styður við bakið á.
Rósa Pasos herforingi sagði frétta-
manni Reuters að herir sandinista
hefðu á sama tíma einungis misst
300 manns úr bardagasveitum
sínum.
Flestir bardagarnir áttu sér stað í
norðurhéruðunum Jinotega og
Matagalpa.
Pasos sagði fámenna skæruliða-
hópa hafa á síðasta mánuði ráðist
inn í Nicaragua frá stöðvum sínum í
nágrannaríkinu Honduras. Hún
sagði um 1800 Contra-skæruliða nú
vera í Nicaragua.
Paraguay:
Lítið um lýðræði
í ríki Strössners
V-þýskur sendiráðsstarfsmaður og fjórir
fréttamenn fangaðir og barðir
Asuncion-Reuter
Talsmaður vestur-þýska sendi-
ráðsins í Paraguay sagði í gær þar-
lenda lögreglu hafa barið sig og fjóra
fréttamenn um helgina. Barsmíð-
arnar áttu sér stað eftir að lögreglan
hafði bundið enda á mótmælagöngu
með því að beita táragasi, kylfum og
vatnsbunum á þátttakendur göng-
unnar, sem skipulögð var af bönnuð-
um stjórnarandstöðuflokk.
Armin Steuer, blaðafulltrúi v-
þýska sendiráðsins, sagði lögreglu
hafa farið með hann og fjóra erlenda
blaðamenn til höfuðstöðva sinna
eftir að mótmælaaðgerðirnar höfðu
verið bældar niður. Að sögn Steuers
voru fimmmenningarnir þar barðir
með kylfum.
„Það virðist sem í Paraguay sé
ekkert til sem heitir friðhelgi sendi-
ráðsmanna," sagði Steuer.
Vestur-þýsk stjórnvöld sögðu í
gær að þau myndu mótmæla bar-
smíðinni kröftuglega við yfirvöld í
Paraguay. Alfredo Strössner forseti
hefur stjórnað landinu síðan 1954 og
er Paraguay ásamt Chile einu ríki
Suður-Ameríku þar sem ekki hefur
verið nein breyting í lýðræðisátt á
síðustu árum.
Nokkur órói hefur verið að undan-
förnu í Paraguay og hefur fólk
krafist aukinna stjórnmálalegra rétt-
inda. Áðurnefnd mótmælaganga,
sem um þúsund manns tóku þátt í,
er síðasta dæmi aukinnar ólgu.
Sérfræðingar töldu aukna geislavirkni á Norðurlöndum líklega stafa af leka í sovésku kjarnorkuveri. Sovésk yfir>
völd tilkynntu síðar í gær um einn slíkan leka. Á myndinni má sjá eitt kjarnorkuvera Sovétmanna.
Norðurlönd:
Aukin geislavirkni
Orsökin slys í sovésku kjarnorkuveri
Stokkhólmur-Reutcr
Vart varð við aukna geislavirkni í
Svíþjóð, Danmörku, Noregi og
Finnlandi í gær. Embættismenn
sögðu geislavirknina líklega vera
afleiðingu leka í sovésku kjarn-
orkuveri.
Síðdegis í gær tilkynntu svo Sovét-
menn um slys í kjarnorkuveri norður
af Kiev í Ukraínu. Sovéska frétta-
stofan Tass skýrði frá að aðgerðir
væru þegar hafnar til að koma í veg
fyrir að afleiðingar slyssins yrðu
alvarlegri. Fréttastofan sagði sjúkra-
hjálp hafa verið veitta þeim sem
verst fóru út úr slysinu.
Sænskir embættismenn höfðu
áður sagt vinda líklega hafa borið
geislavirknina yfir hafið og margt
virtist benda til að leki hafi komið
upp í einu kjarnorkuvera Sovét-
manna í einhverju Eystrasaltslýð-
veldanna.
„Við höldum að þetta komi frá
Sovétríkjunum... einhvers konar
leki frá kjarnorkuveri," sagði Inge-
mar Vintersved starfsmaður rann-
sóknamiðstöðvar varnarmálaráðu-
neytisins sænska.
Mesta geislavirknin mældist í
Finnlandi en þar var hún sex sinnum
meiri en venjulega á sumum stöðum
í mið- og norðurhluta landsins. í
Danmörku mældist geislavirknin
fimm sinnum meiri en venjulega og
í Osló var hún helmingi meiri.
Talsmaður sænska kjarnorkuráðs-
ins sagði þó almenning ekki vera í
neinni hættu og lcki frá kjarn-
orkuveri væri líklega eina ástæðan
fyrir geislavirknisaukningunni.
Geislavirknin í Stokkhólmi mun
hafa verið svipuð að magni og sú
sem mældist eftir kjarnorku-
sprengjutilraunir Kínverja ofanjarð-
ar um miðjan síðasta áratug.
Aukinnar geislavirkni varð fyrst
vart í Forsmark kjarnorkuverinu um
100 kílómetra norður af Stokkhólmi.
Fyrst var haldið að þar væri um leka
að ræða en þegar fréttir unt aukna
geislavirkni fóru að berast alls staðar
frá nágrannaríkjunum varð ljóst að
orsakarinnar var annars staðar að
leita.
Bandaríkin:
Læðst yfir landamæri
í leit að betra lífi
Washington-Reuter
Ólöglegir innflytjendur frá
Mexíkó og öðrum löndunt Mið-
Ameríku hreinlega streyma inn
yfir landamærin til Bandaríkjanna
í leit að betri lífskjörum og stöð-
ugara stjórnmálaástandi.
Á þessu ári hafa 43% fleiri
ólöglegir innflytjendur komið til
Bandaríkjanna sé miðað við sama
tíma í fyrra. Þá voru alls 1,2
milljónir manna handteknar á ár-
inu fyrir að koma yfir landamærin
án passa. Haldist innflytjendaflæð-
ið eins mikið og nú er munu um 1,8
milljónir manna verða handteknar
á þessu ári fyrir að koma inn í
Bandaríkin án leyfis.
Að sjálfsögðu komast svo margir
yfir landamærin án þess að verða
handteknir en líklegt er talið að
um 12 milljónir ólöglegra innflytj-
enda búi nú í Bandaríkjunum.
OPIÐ HÚS1. MAÍ
Frambjóðendur Framsóknarflokksins við
borgarstjórnarkosningarnar hafa opið hús
fimmtudaginn 1. maí n.k. að Hótel Hofi kl.
15.30-18.00.
Kaffiveitingar verða í boði frambjóðenda.
Ávörp flytja: Sigrún Magnúsdóttir og
Alfreð Þorsteinsson.
Vísnasöngkonan
Ðergþóra Árnadóttir
skemmtir.
Allir velkomnir
Framjóðendur.