Tíminn - 29.04.1986, Síða 7
Þriðjudagur 29. apríl 1986 Tíminn 7
l!llllllll!llllllll' VETTVANGUR lllllll!l!llllllll!!l!!t!ltl!l!lililí!li!l!il't;!!IIÍi!:!1^^:.!:N;í!!!iííI!|||!!í!!!!;|í!IIIÍI|í!!!|!!í|!!!!huíh!!íS!í;u ililillllfllíllllilllilffill
Bolli Héðinsson:
Má lækka búvöruverðið?
- ný stefnumótun í landbúnaöi
Kvóti á mjólkurframleiðslu er
sá angi landbúnaðarumræðunnar
sem blasað hefur við upp á síðkast-
ið. Deilur um réttláta eða rangláta
kvótaskiptingu eru hluti miklu
stærri vanda landbúnaðarfram-
leiðslunnar sem skýtur upp kollin-
um ýmist sem deilur um mjólk, egg
eða kartöflur. Hér þyrftu menn að
snúa sér að kjarna máls; spurning-
unni um hver framleiði ódýrast og
staðreyndinni að of margir eru að
framleiða of mikið handa of fáum.
Þegar rætt er um stýringu á
landbúnaðarframleiðslu þarf að
mínu mati að greina strax á milli
tvennskonar afurða hennar; þeirra
dagbundnu og hinna ódagbundnu,
sem hafa meira svigrúm til að
komast óskemmdar á markað. Oll
kjötframleiðsla er þess eðlis að
hún fellur undir flokk ódagbund-
inna vara. Kjöt má geyma fryst og
flytja milli landshluta óháð neysl-
unni þann daginn. Þannig á einu að
gilda um framleiðslu kjöts, hvort
sem þar er svína-, nauta-, lamba-
eða fugla, að til að tryggja sem
ódýrast kjöt verða þeir sem ódýrast
framleiða hvar sem þeir eru búsett-
ir, að fá að framleiða án takmark-
ana sem berast með tilskipunum
ofan frá. Þannig er tryggð há-
marksneysla og verðlagi haldið
niðri.
Tollar á innflutt fóður
En svo að kjötframleiðsla þar
sem notað er innflutt fóður hafi
ekki óeðlilega yfirburði yfir kjöt af
grasbítum t.a.m. vegna niður-
greiðslna erlendis á kjarnfóðri, ber
að halda breytilegum aðflutnings-
gjöldum á fóðri svo verðlag á þvi'
verði ekki óeðlilega lágt og skapi
því óeðlilega samkeppnisstöðu.
Þannig verður mönnum að lær-
ast að með aukinni fjölbreytni í
fæðuvali hafa hefðbundnar land-
búnaðarvörur vikið fyrir nýjum og
því í alla staði óeðlilegt að stjórn-
völd geri upp á milli landbúnaðar-
greina og freisti þess að gera hinum
hefðbundnu hærra undir höfði en
hinum. Hér verður sú leið að ráða
ferðinni sem almenningur hcfur
kosið og framleiðslan að laga sig að
henni.
Stýring mjólkur*
framleiðslu
Öðru máli gildir um mjólkur-
framleiðslu en kjöt, enda sú eina
grein landbúnaðar þar sem stýring
framleiðslunnar er réttlætanleg. Sú
réttlæting kemur eingöngu til af
því, að svo tryggja megi neytend-
um mjólk reglulega, án tillits til
veðurfars og færðar, þá er ljóst að
halda verður úti mjólkurfram-
leiðslu mjög víða um landið. En
hvernig ber að stýra þeirri mjólk-
urframleiðslu sem stýra þarf? Þá
ber fyrst og fremst að hafa í huga
hvert markmið stýringarinnar sé.
Markmiðið er ekki að halda sem
flestum framleiðendunt við fram-
leiðsluna, heldur að framleiða
Hér þyrftu menn að
snúa sér að kjarna
máls; spurningunni um
hver framleiði ódýrast
og staðreyndinni að of
margir eru að fram-
leiða of mikið handa of
fáum.
nægjanlega ' neyslumjólk fyrir
næsta byggðarlag. Að því gefnu er
það eina sem taka verður tillilt til
við framleiðsluna, að þeir sem
hagkvæmast búa og ódýrast fram-
leiða, fái að framleiða jafn mikið
og þeir sjá sér hag í. Aðra fram-
leiðendur verður að aðstoða við að
koma upp öðrum búskap eða veita
þeim aðstoð til að bregða búi.
Með breyttum viðhorfum í land-
búnaði er ljóst að slíkt útheimtir
verulega búseturöskun frá því sem
núverandi skipan landbúnaðar-
mála hefur tryggt. Þannig hefur
fleiri bólum verið haldið í byggð en
ella væri, en þar með hefur einnig
verið dregið úr möguleikum ann-
arra bænda til að hafa betri nyt og
meiri tekjur af jörðum sínum.
Sönn byggðastefna væri þá sú að
greiða styrki til þeirra býla sem
stæðu höllum fæti og sem stjórn-
völd af einhverjum orsökum telja
aðekkimegileggjastíeyði. Þannig
væri mun heiðarlegar að staðið, í
stað þess að miða verðlag á land-
búnaðarvörum við það verð sem
skilar hinum óhagkvæmu býlum
nægjanlegum arði til að lifa af.
Slíkt gerir það líka að verkum að
landbúnaðarvörur eru dýrari en
þyrfti og neysla þeirra minni. Auk
þess sem allir kostnaðarþættir sem
ákvarðaðir eru sjálfkrafa sam-
kvæmt reikningum, eins og gert er
við ákvörðun búvöruverðs, leiða á
lengri tíma til lítillar sparnaðarvið-
leitni.
Ekki efni á munaði
Jón Kristjánsson alþingismaður
skrifaði grein íTímann í marsmán-
uði s.l. þar sem hann lýsti skoðunum
sínum á heppilegri framleiðsluein-
ingu landbúnaðarvara. Jón segir
þar:
., Við viljum uð form fjölskyldu-
búskapar ríki áfram í landbúnaði,
en ekki verksmiðjubúskapur í út-
jaðri þéttbýlis".
Undir þessi orð Jóns get ég
tekið, en get liins vegar ekki leyft
mér þann munað að halda því fram
að vegna þess að mér hugnaðist
eitt búskaparform betur en annað
þá skuli það vera svo. Hér verður
maður að spyrja sig hver gctur
framleitt bestu vöruna með minnst-
um tilkostnaði. Ef það er fjöl-
skyldubúið, þá er það vel. Ef það
gerir það hinsvegar ekki, þá treysti
ég ntér ekki eins og Jón að segja
almenningi að hann verði að borða
dýrari landbúnaðarvöru en vera
þyrfti vegna þess að ég sé hlynntari
einni tegund búskaparforms heldur
en annarri. Kaupendur landbúnað-
arvöru eiga heimtingu á að fá
vöruna framleidda þar sem ódýrast
er að framleiða hana, og ráði þar
ekki önnur sjónarmið en þau sem
að hagkvæmni framleiðslunnar
lúta.
Sönn byggðastefna
væri þá sú, að greiða
styrki til þeirra býla
sem stæðu höllum fæti
og sem stjórnvöld af
einhverjum orsökum
telja að ekki megi
leggjast í eyði.
Landbúnaðurog
verkalýðshreyfing
Vegna þess hve landbúnaðarvör-
ur eru stór hluti daglegrar ncyslu
almennings og vörurnar framleidd-
ar að stærstum hluta eftir leiðum
ákvörðuðum af stjómvöldum, þá er
það alls ekki einkamál bænda og
landbúnaðarráðuneytisins hvemig
að framleiðslu og sölu búvara cr
staðið. Slíkt er ckki síður málefni
neytenda.
Málfundafélag félagshyggju-
fólks efnir í kvöld, þriðjudags-
kvöld, til fundar á Hótel Borg um
verkalýðshreyfinguna, styrkleika
hennar og veikleika. Skipulag
landbúnaðarframleiðslunnar er
eitt þeirra viðfangsefna sem verka-
lýðshreyfingin ætti að láta sig miklu
varða en virðist kinoka sér við að
taka afstöðu til og móta heildstæða
stefnu um, hvernig stuðla megi að
ódýrari landbúnaðarvörufram-
leiðslu heldur en nú er.
Bolli Hvðinsson.
Ingólfur Davíðsson:
Svipmyndir fyrr og nú
Það þaut í limi reynitrjánna f
Fjörunni á Akureyri þegar ég tók
mér far með eimskipinu íslandi
áleiðis til Kaupmannahafnar á haust-
dögum 1929. Síldarfor og annríki á
Siglufirði. Þar fréttum við að þoka
lægi yfir Horni og talsvert hafíshrafl
úti fyrir. Þá siglum við austur um þó
það lengi leiðina til Reykjavíkur,
sagði skipstjóri.
Meðan skipið stansaði tvo daga
þar litaðist ég dálítið um í fylgd
frænda míns Hallgríms Hallgríms-
sonar bókavarðar. Bærinn var þó
miklu minni en nú. Það þótti löng
ganga niður í kennaraskóla og Aust-
urbæjarskólinn var byggður í jaðri
bæjarins. Fyrsta tréð, sem ég sá var
dálítil birkihrísla veðurbarin og
kræklótt fast við Hljómskálann.
Enginn teljandi vöxtur virtist í
henni. Trjágróður á hér erfitt upp-
dráttar sögðu margir Reykvíkingar.
Það eru sífelldir næðingar og jarð-
vegur magur. Og ef tré stækka að
ráði hér í Kvosinni ná ræturnar
niður í salt og drepast. Sjór sígur
gegnum gljúp jarðlögin, það sjáum
við stundum í kjöllurum í miðbæn-
um, sagði einn.
Á göngu minni sá ég samt vænleg-
ar hríslur á nokkrum stöðum, t.d.
við Laufásveginn. Víðast hvar voru
þetta ein eða fáeinar hríslur gróður-
settar í skjóli fast upp við húsin. Ég
held að fáir hafi trúað því þá að þetta
yrðu nokkurn tíma veruleg tré. Til
voru að vísu einstaka eldhugar með
trú á trjárækt, menn eins og Einar
Helgason, hinn frábæri garðyrkju-
maður og fyrirrennarar hans Schier-
beck landlæknir, Árni landfógeti
o.fl.
Síðan hefur Reykjavík breyst í
borg sem þekur stór svæði. Mikið
skjól er af húsunum og einnig dálítill
ylur frá þeim. Gróður hefur færst
mjög í aukana. Nú mega heil hverfi
kallast nær samfelldur skógur og
margir lundir á víð og dreif um alla
borgina. Stór tré, trjáraðir og trjá-
þyrpingar hlífa nú húsum og jafnvel
heilum götum. Komin eru löng
skjólbelti, almenningsgarðar og
fjöldi einkagarða. Þekking á ræktun
hefur stóraukist og er oröin miklu
almennari en áður. Það hefur orðið
stökkbreyting, já raunar fleiri en
ein, á tímabilinu 1929-1986.
Lítum á Fossvog og Heiðmörk.
Ég kom fyrst í Fossvog haustið
1936 og sá mýrar, holt og deiglendi
en fá eða engin tré. Þannig var
umhorfs þegar Hákon Bjarnason
valdi þar stað fyrir trjárækt. Nú er í
Fossvogi öflug trjáræktarstöð og
skóglendi á allstóru svæði, miðstöð
trjáræktar í Reykjavík undir stjórn
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Heiðmerkursvædið var ekki álit-
legt, þegar Reykjavíkurbprg lét
girða það og friða og fól í umsjá
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Landið hafði verið þrautbeitt öldum
saman, skógur höggvinn og rifinn
viður. Víða sá í flög. Birkið skreið
við jörð, eða náði manni í hné eða
mjöðm á bestu stöðum, hæstu hrísl-
ur 1-3 m. Víðirinnlá flatur að.mestu.
Síðan hefur orðið stórkostleg
breyting. Það tognar talsvert úr
gamla birkinu og víðir réttir sig ögn
upp. Blómskrúð er orðið mikið og
berjalandið er gott. Margir aðilar
hafa gróðursett innlend og útlend
tré í stórum stíl, einkum barrtré.
Viðrist t.d. sitkagreni frá Alaska
mjög álitlegt. Það er að vaxa upp
skógur í þessu friðlandi Reykvíkinga
og staðurinn er mjög fjölsóttur og
vinsæll. Landsvæðið er að vísu mjög
misjafnt, hraun, holt, brekkur, lautir
og flatir. Jarðvegur misþykkur og
misþurr. Á bestu stöðunum vaxa
ýmsar trjátegundir mjög sæmilega,
en sums staðar er ófrjótt og of þurrt.
Úrkoman, þó mikil sé, hripar fljótt
niður í hraunið þar sem jarðvegur er
þurr og grunnur. Þar vex víða lyng,
og gróandi litar hraunið.
Margir tína bæði ber og svcppi á
Heiðmörk. Hinn alkunni æti kúa-
lubbi fylgir birkinu og djalldrapan-
um. Ætisveppur sést hér og hvar.
Tveir góðir matsveppir hafa fylgt
barrtrjánum, það eru furusveppur
og lerkisveppur, báðir gulleitir og
slímugir. Það er orðið mikið af þeim
í Heiðmörk. Útlendingar voru fyrst-
ir til að meta þá, en nú eru íslending-
ar líka komnir á bragðið!
„Við skulum halda ú Heiðmörk enn
hólana björkin vefur.
Grœða landið góðir menn,
í grenilundum þýtur senn.
Trú á landið gull í mundu gefur. “
Friðrik Bjarnason tónskáld gerði
gott lag við þetta erindi.