Tíminn - 29.04.1986, Qupperneq 9

Tíminn - 29.04.1986, Qupperneq 9
Þriðjudagur 29. apríl 1986 Tíminn 9 Tímamynd-Pétur Sigurð.sson FRAMSÓKNARFLOKKURINN LEGGUR Á RÁDIN Ráðstefna frambjóðenda og kosningastjóra víðs vegar af landinu. Ráðstefna frambjóðenda og kosn- ingastjóra Framsóknarflokksins í öllum sveitarfélögum landsins fór fram að hótel Hofi laugardaginn 19. apríl, síðastliðinn. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, setti fundinn, en Guðmundur Einarsson, formaður undirbúningsncfndar, ávarpaði því næst fundarmenn. Þetta er í annað sinn sem ráð- stefna sem þessi fer fram á vegum Framsóknarflokksins, en hlutverk hennar er að samræma störf flokksins, stefnumörkun í sveitarfé- lögum og áhersluatriði. Þar voru og kynnt fundarmönnum hin nýju sveit- arstjórnarlög, en um þau fjallaði Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra, í ræðu á ráðstefnunni. Að sögn Guðmundar Einarssonar var ráðstefnan fjölmenn og það vakti athygli hve margt ungt fólk á sæti í baráttusætum flokksins í næstu. kosningum. Taldi hann það góðs viti og að ráðstet'nan hefði tekist vel. Sérstaklega voru tekin fyrir sam- eiginleg stefnumál flokksins, sem Alexander Stéfánsson, félagsmálaráðherra, ræddi um sveitarstjórnarlög og ríkisstjórnina. MINNING Þátttakendur á ráðstefnu Framsókn- arflokksins að Hótel Hofi. eru atvinnumál, æskulýðsmál, um- hverfismál og fjölskyldumál, en á eftir fóru frarn hópumræður. í niðurstöðum hópanna kemur meðal annars fram, að víðs vegar unt land hefðu verið stofnaðar at- vinnumálanefndir sem beittu sér fyr- ir eflingu atvinnuvega í hverju sveit- arfélagi, - með misgóðum árangri þó, en það stæði allt til bóta í komandi tíð. Stefna Framsóknar- flokksins í æskulýðs- og frístunda- starfi er í stuttu máli, að öllutn þegnum þjóðfélagsins verði gert kleift að nýta frístundir sínar til að sinna heilbrigðum og þroskandi hugðarefnum, með því að vinnutími fólks styttist og frítími eykst að sama skapi. Taldi hópurinn að fram- kvæmd æskulýðs- og frístunda- starfsins ætti að vera í höndum frjálsra félaga og samtaka, en hlut- verk ríkis og sveitarfélaga að veita þcim stuðning ýmiss konar. í um- ræðu um fjölskylduntál var meðal annars fjallað um að vinnumarkað- urinn viðurkenndi foreldrahlutverk- ið, vinnutími yrði sveigjanlegri til að koma til móts við einkahagi fólks, jafnræði kynja yrði á atvinnumark- aðnum, skólatími samfelldur og loks var rætt um húsnæðismál unga fólksins, svo stiklað sé á stóru. Hclst kom það fram í umræðu um umhverfismál, að kappkostað yrði að gera útivistarsvæði og önnur opin svæði eins aðlaðandi og kostur væri og scrstaklega tekið til um- gengni í Nauthólsvík, svo og að fegra þyrfti samtengda dali Reykja- víkur, Laugardal, Elliðaárdal og Fossvogsdal. Lagði umræðuhópur- inn til, að sveitarstjórnir gegndu lykilhlutverki varðandi framkvæmd tveggja af grundvallarþáttum um- hverfismála, þ.e. mengunarmála og skipulagsmála. I lokaorðum niðurstöðugreinar umræðuhópsins um urnhverfismál segir: „Það er Ijóst, að lögð verður aukin áhersla á umhverfismál á ís- landi í framtíðinni, sem einn mikil- vægasta þátt almennra lífsgæða. Nýlegar kannanir hafa sýnt, að um- hverfismál er sá málaflokkur sem fólk telur að eigi eftir að aukast einna mest að umfangi á næstu áratugum. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á, að umhverfismálin eru dæmigerður málaflokkur sem stjórnast hvorki með einhliða vald- boði ofan frá, nc algerri frjálshyggju. Bæjarfélögin eru sá vettvangur þar sem tekið er á umhverfismálum í raun. Andi samvinnu milli fyrir- tækja, einstaklinga og sveitar- stjórna, mun helst stuðla að bættu umhverfi og góðu mannlífi á ís- landi.“ - Þj Ásgrímur Jónsson Fæddur: 8. júní 1917 Dáinn: 25. mars 1986 “Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þetta er örugglega orð að sönnu. Við umgöngumst fólk og tölum við það en við hugsum oft í rauninni ekki um hvers virði það er okkur. Þetta má eflaust segja um okkur eins og marga aðra. Eftir að við höfðum frétt að bróðir okkar og stjúpsonur væri horfinn úr okkar heimi, hugsuðum við öll, að nú væri góður vinur farinn. Ásgrímur var næst elstur okkar systkinanna. Hann fæddist í þennan heim seint á öðrum tug þessarar aldar, á tímum fábrotins lífs og krappra kjara. Hann missti móður sína, Filippíu Konráðsd., þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Eftir fráfall hennar var honum kom- ið í fóstur hjá vandalausu fólki, því möguleikar voru ekki miklir fyrir einstæðan efnalítinn föður að hafa tvo unga drengi hjá sér. Ekki er ólíklegt að móðurmissirinn hafi haft varanleg áhrif á Ásgrím, svo ungur sem hann var. En þegar faðir hans kvæntist aftur, árið 1927, eftirlifandi konu sinni, Maríu Hjálmarsdóttur tók hann Ásgrím og eldri bróður hans Þorgrím til sín aftur. Áttu þeir því heimili hjá föður sínum og stjúpmóður fram til þess tíma er þeir stigu út í hringiðu lífsins og hófu sjálfstæða lífsbaráttu. Ásgrímur kaus að mennta sig. Hann hóf skólagöngu 17 ára gamall, enda greindur vel og átti létt með að læra. Þræddi hann menntaveginn eins stíft og fjárhagur hans leyfði. Skólagöngu hans lauk er hann út- skrifaðist úrbúnaðarháskóla í Ohio. Þegar heim kom, árið 1947, réðist hann til starfa hjá rannsóknarstofn- un Háskólans að Úlfarsá í Mosfells- sveit. Þar lét hann af starfi þremur árum síðar. Flutti hann þá að Laug- arvatni og byggði þar íbúðarhús og gróðurhús. Starfaði hann við gróður- húsræktun á eigin vegum til ársins 1973. Þá tók hann við tilraunastöð landbúnaðarins að Korpu í landi Korpúlfsstaða og veitti henni for- stöðu til dauðadags. Ásgrímur var glaðvær, viðræðu- góður, fróður vel og átti létt með að skapa og halda uppi skemmtilegum samræðum. Hreinlyndur var hann og kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Tvöfeldni og flyðruhátt þoldi hann ekki enda ekki slíka menn að finna í hans vinahóp. Samviskusamur var hann svo að af bar, hjálpfús og vildi hvers manns vanda leysa sem til hans leitaði. Oft fór hann norður til Skaga- fjarðar að hcilsa upp á sitt nánasta skyldfólk. Vinum og kunningjum gleymdi hann heldur ekki, og au- fúsugestur var hann hvar sem hann kom. - Tvisvar á síðastliðnu ári hittumst við flest systkini og stjúp- móðir Ásgríms heitins, í bæði skiptin í Skagafirði, þar sem hann er fæddur. í fyrra skiptið kom hann ásamt konu sinni, Þorbjörgu, til að vera viðstaddur ættarmót sem haldið var um mitt sumar sl. ár. Þar kom saman ætt stjúpmóður hans. Seinna skiptið sem við hittumst var á afmælisdegi eins bróður hans, 26. sept. sl. Þá ók hann norður og dvaldi kvöldstund í veislu sem þar var haldin en ók síðan aftur suður um nóttina vegna þess að hann þurfti að sinna starfi sínu daginn eftir. Sýndi þetta samviskusemi hans í starfi en jafnframt dugnað hans, því það þurfti mikinn kraft til að fara svo langa ferð á svo skömmum tíma. Þetta kvöld kvaddi hann hress og glaður eins og hann átti vanda til. Öll dáðum við hann fyrir viljastyrk hans og dugnað að ætla að aka strax til baka, en það hvarflaði ekki að neinu okkar að þetta ættu eftir að verða síðustu samfundir okkar. Við kveðjum Ásgrím Jónsson með söknuði. Við sendum eftirlifandi eigin- konu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Stjúpmóðir og systkini.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.