Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. maí 1986 Tíminn 3 Hitaveita Rangæinga í skilum allsstaðar „Gengur krafta verki næst“ - segir hitaveitustjórinn Alls 38 ungmenni leitað aðstoðar Hjálparstöðvar RKÍ: Helmingur hvorki í vinnu né skóla Víst sagði Ingvar það hafa verið erfitt að þurfa að leiðrétta gjald- skrána um 15,7% þann I. mars s.l. „En fólk tekur þessu almennt mjög vel. Það vill að fyrirtækið bjargist og að við náum því upp úr þeim erfið- leikum sem við höfum veriö í. Al- mennt held ég að það sé'vilji notend- anna hér að ekki sé staðið í óraun- hæfum gjaldskrárlækkunum - cins og óskað var eftir í tengslum viö kjarasamningana. Við höfum ekki í neina sjóði að ganga i, þannig að lækkun hefði bara þýtt auknar lán- tökur. Fólkið gerir sérgrein fyrir því að það standa engir undir kostnaðin- um aðrir en það sjálft. Við vcrðunt að vinna okkur út úr þeirri óöld sem gekk yfir þegar gjaldeyririnn hækk- að á annað hundrað % á ári. Því lyrr sem við náum rekstrinum upp úr vesöldinni, því fyrr getum við farið að hugsa til að lækka orkuverðið," sagði Ingvar. Eins og marga rekur sjálfsagt minni til olli það Hitaveitu Rang- æinga bæði miklum erfiðleikum og tekjutapi þegar holan sem upphaf- lega var virkjuð gaf ekki nægt vatn. Sumarið 1984 þurfti því að bora nýja holu, sem Ingvar sagði liafa kostað meira en nam öllum brúttótekjum veitunnar það ár. Með henni og breytingum á dælubúnaöi sagði hann veitunni hala vcrið tryggt nóg vatn og nú sjást lram úr rekstrardæminu. Þegar vatnið er svona dýrt (eins og hjá flestum nýrri og dýrari veit- um) sagði Ingvar alveg ótrúlegt hvað margir geti sparað orkuna og komist af með lítið heitt vatn - eins og sjá megi af því að meðalhús á svæðinu noti ekki nenta rúmlega rúmmetra af vatni á hvern rúmmetra húsnæðis á ári. Margir hafi líka lagt mikið í lagfæringu glugga og annars á húsum sínunt. -HEI þessara ungmenna hefur hvorki ver- ið í vinnu né skóla. Að meðaltali hafa gestir tengst 1-2 stofnunum áður en þeir komu, cn dæmi eru um einstaklinga sem haft hafa samskipti við allt að sjö stofnanir. Efst á blaði varðandi fyrri stofnanasamskipti er Unglingahcimili ríkisins. Af 38 gestum stóðu 22 eða 58% aðeins við einn dag á stöðinni, en sumir hins vegar allt upp undir mánuð. Að meðaltali hafa 16-17 ára unglingar dvalið lengst, eða 11-12 daga að meðaltali. Algengustu að- gerðir til lausnar á vanda gestanna er; húsaskjól, aðhlynning, stuðning- urogviðtöl, stundum við foreldra og oft aðrar stofnanir. Við lok dvalar fóru aðeins 18 heim eða til ættingja, 11 á stofnun, 4 í leiguherbergi eða verbúð og aðrir fjórir aftur á götuna. Að mati skýrsluhöfunda var staðan betri eftir dvölina hjá 17 af þessum 38 ung- mennum. Vandinn óbreyttur eða stærri hjá 14 eða að þeim var vísað annað, óbreytt staða hjá 6 og í einu tilfelli var máli ekki lokið þegar skýrslan var gerð. Sá fjöldi sem leitað hefur aðstoðar síöðvarinnar þykir benda ótvírætt til þess að henni hafi verið vel tekið og að full þörf sé á starfseminni. At- hyglisvert þykir að 39% gestanna hafi ekki leitað aðstoðar annarsstað- ar áður en þeir komu. Þetta sé því mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem fyrir er í þjóðfélaginu. Stjórn Rauða krossins hefur þegar ákveðið að starfsemin skuli halda áfram út þetta ár a.m.k. -HEI MA-ingar dimmitera Þessir kumpánar hafa lengi eldað saman grátt silfur en þeir virtust vera hinir mestu mátar þar sem þeir gengu í hópi tiivonandi stúdenta Menntaskólans á Akureyri þar sem þeir voru að hreinsa hugi sína áður en próflestursítroðslan hefst. líniamvnd: hiá „Við horfum nú fram á það að Hitaveita Rangæinga verði í sumar í skilum allsstaðar, sem ekki hefur gerst áður, og við sjáum nú fram á betri tíð. Eiginlega má þó segja að gangi kraftaverki næst að fyrirtækið skuli ekki standa verr en það gerir, þar sem 1985 var fyrsta árið sem það var í eðlilegum rekstri, effir ýmiss- konar óhöpp fyrstu tvö árin. Aö fyrirtækið er ekki á gjaldþrotsbarmi; eins og sum önnur, tel ég fyrst og fremst samhcldni og skilningi fólks- ins á veitusvæðinu að þakka," sagði Ingvar Baldursson, hitaveitustjóri hjá Hitaveitu Rangæinga, í samtali við Tímann. Hann fullyrti hins vegar að þeir menn þar eystra hefðu ekki rétt fyrir sér sem halda því fram að olíukynd- ing sé nú orðin ódýrari kostur en hitaveitan, þ.e. eftir að olían hefur nú lækkað um u.þ.b. 30% frá því í haust. Tók Ingvar dæmi af 400 rúmm. húsi, sem talið er að þurfi 5.400 lítra af olíu á ári. Að viðbætt- um 2.500 kr. föstum kostnaði verði árskyndingin 47.860 kr. miðað við 8,40 kr./l. olíuverð. Sama hús þyrfti 572 tonn af heitu vatni, miðað við nýtingu þess á Hellu, sem nú kostar 66 kr. Að viðbættu 4.200 kr. fasta- gjaldi verði árskostnaðurinn tæplega 42 þús. kr. - Um fimmti hver heimilislaus Alls hafa 38 ungmenni leitað að- stoðar og gist í Hjálparstöð RKÍ í Reykjavík - þar af 4 sem komið hafa tvisvar sinnum - frá því stöðin hóf starfsemi í desembermánuði s.l. Þar af eru 23 stúlkur - flestar 14-16 ára. Gistinætur voru í lok apríl orðnar 270 og hefur þeim fjölgað með mánuði hverjum, að því er fram kemur í skýrslu forstöðumanns Rauða kross heimilisins. Af einkennum sem virðast sam- eiginleg með stórum hópi þeirra sem Ieitað hafa aðstoðar eru m.a. nefnd: Sundrun fölskyldu, erfiðleikar við vinnu og skóla, samskiptaerfiðleik- ar, sérstaklega við foreldra eða stjúpforeldra, vímuefnaneysla og of- beldi. T.d. kvartaði fjórðungur stúlknanna undan kynferðislegu of- beldi. Að mati starfsmanna stöðvar- innar á helmingur hópsins við vanda að stríða vegna vímuefnaneyslu og stór hópur hinna vegna samblands af áfengis- og vímuefnaneyslu. Aðeins rúmur fimmtungur gest- anna býr hjá báðum foreldrum sínum, nær þriðjungur hjá móðurog stjúpa og tæpur fimmtungur var heimilislaus. Meira en helmingur Netaveiði í Hvítá hafin: Fengu 17 punda lax Mikið af „plat laxi“? Netaveiði í Hvítá er hafin. 25 laxar voru komnir á land um kvöld- matarleytið í gær. Þar af var einn 17 pundari. Sigurður Fjeldsted, einn af netabóndum við Hvítá í Borgarfirði sagði í samtali við Tím- ann í gær að sjaldan eða aldrei hefði gengið jafn vel í byrjun veiðitímans eins og núna. „Það er greinilegt að fiskurinn er feitur og góður og því hafa spár fiskifræð- inga staðist. Ég er hinsvegar hræddur um að vatnsleysis gæti orðið vart í sumar. Hvítá er mjög vatnslítil þessa dagana," sagði Sig- urður. Verðið á laxinum verður í kring- um 400 krónur kílóið sagði Sigurð- ur. Hafln sagði að mjög mikil samkeppni væri vegna mikils fram- boðs á „plat laxi“ eins og hann orðaði það. Sigurður átti við eldis- laxinn og sagði hann varla ætan nema grafinn eða reyktan. -ES Sigrún á f undi hjá Pósti & síma Frambjóðendtir Framsóknarflokksins hafa að undanförnu farið á fjölda vinnustaðafunda og rætt við starfsfólk. Þessir fundir hafa verið fjörugir og vel sóttir. Sigrún Magnúsdóttir var á einuni slíkum fundi hjá Pósti & síma þar sem þessi mynd var tekin. ríniamynd: Pétur Verðkönnun á hreinlætis- og snyrtivörum: Bleiupakkinn frá 445 til 550 krónur Um 105 króna verðmunur kom fram á 30 stykkja pakka af Pampers pappírsbleium í verðkönnun á um 20 tegundum af hreinlætis- og snyrti- vörum sem gerð var í 9 verslunum í Breiðholti nýlega af KRON og laun- þegasamtökunum. En verðið á pakkanum var frá 445 kr. í verslun- inni Ásgeir upp í um 550 kr. í Hólagarði. Hlutfallslega mesti verð- munurinn, rúm 39%, var á Serla salernispappír. Minnstur munur, tæp 3%, var á Stay-free dömubind- um. Miðað við margar aðrar verð- kannanir sem blaðinu hafa borist verður að telja þann 18% mun sem að meðaltali var á hæsta og lægsta verði óvenjulega lítinn. En margt smátt gerir eitt stórt. Keyptar á lægsta verði kostuðu þær 19 vöruteg- undir sem flest heimili kaupa í meira eða minna mæli, samtals 1.794 kr. en á hæsta verðinu 2.120 kr. Á sex afþessum 19 vörutegundum var verðið lægst í Víði (Niveakrem, tannkrem, handsápa og Serla- pappír) og á 4 tegundum í verslun- inni Ásgeir (Gillette rakkrem, -vél og -blöð ásamt bleiunum sem fyrr segir).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.