Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 16
Suðurland Kosningaskrifstofa fyrir allt kjördæmiö verður opin aö Eyrarvegi 15 Selfossi allan maí mánuö frá kl. 15.00-19.00 virka daga sími 99-2547 og hafið samband. Allir velkomnir.
Garðabær Kosningaskrifstofan er opin virka daga kl. 17.00-19.00 um helgar 14.00-16.00 og öll kvöld. Frambjóðendur eru til viðtals á opnunartíma. Áhugafólk sem vill taka þátt í kosningastarfi hafi samband í síma 46000. Stuðningsmenn eru beðnir að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. Kosningastjóri.
Grindavík Kosningaskrifstofa Framsóknarfélags Grindavíkur hefur verið opnuð að Suðurvör 13. Kosningasímar 8410 og 8211. Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, Sími 8022 og Svavar Svavars- son, sími 8211. Aðalþjónustan verður í síma 8211 fyrst um sinn.
Hafnarfjörður Kosningaskrifstota Hverfisgötu 25, verður opin virka daga kl. 14.00 til 18.00 og 20.30 til 22.00, sími 51819 og 651958. Komið og ræðið málin. Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin.
Keflavík Skrifstofa Framsóknartlokksins að Austurgötu 26 verður opin mánu- daga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00 og frá kl. 20.00 til 22.00 en þá verða frambjóðendur flokksins til viðtals. Fulltrúaráðið.
Kópavogur Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Kópavogi að Hamraborg 5, verður opin daglega frá kl. 10-12 og 14-22. Sími 41590.
Miðnesingar! Kosningaskrifstofa B-listans erað Hjallagötu 7, sími: 7420. Skrifstofan er opin öll kvöld frá kl. 20.00 og á kjördag frá kl. 8.00. Frambjóðendur og sveitarstjórnarfulltrúi B-listans eru til viðtals á skrifstofunni. Kosningastjórar: Óskar Guðjónsson og Jón Frímannsson
Akranes Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna á Akranesi opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Heitt á könnunni. Komið og fylgist með kosningastarfinu. Símar 2050 og 3248.
Reykjavík Kosningaskrifstofa framsóknarmanna fyrir. borgarstjórnarkosningar er að Rauðarárstíg 18. Áhugafólk, sem vill taka þátt í kosningastarfi hafi samband í síma 24480. Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að líta inn og ræða málin. Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin.
Selfossbuar Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að Eyrarvegi 15. Komið og ræðið málin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss
Seltirningar Kosningaskrifstofa B-listans er að Eiðistorgi 17 2. hæð simar 615214, 615441 og 616380. Skrifstofan er fyrst um sinn opin kl. 17.00 til 19.00 virka daga og 15.00 til 19.00 laugardaga og sunnudaga. Framsóknarfélag Seltjarnarness.
Utankjörstaðakosning Opnuð hefur verið skrifstofa vegna utankjörstaðakosningar að Rauðarárstíg 18, sími 24480. Beinir símar fyrir kjördæmin eru: 15467 fyrir Austurland - Norðurland eystra - Norðurland vestra og Vestfirði. 15788 fyrir Vesturland - Suðurland - Reykjanes og Reykjavík. Hafið samband við skrifstofuna. Framsóknarflokkurinn.
16 Tíminn
Hllllllllll!
DAGBÓK
Gróðursetningaferð
Rangæingafélagsins
Rangæingafélagið í Reykjavík fer sína
árlegu gróðursetningaferð í Heiðmörk
fimmtudaginn 22. maí. Farið veröur frá
Nesti Ártúnsholti kl. 20.00. Vonast er til
að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að
mæta.
Foreldra- og styrktarféiag
Tjaldanes-heimilisins heldur
aðalfund
Aðalfundur verður haldinn í Foreldra-
og styrktarfélagi Tjaldanesheimiiisins í
kvöld, fimmtud. 22. maí kl. 20.00 að
Bjarkarási í Stjörnugróf 9.
Hallgrímskirkja Starf aldraðra
Síðasta opna húsið á vetrardagskrá
verður haldið í safnaðarsal kirkjunnar á
morgun, fimmtudag 22.maí og hcfst kl.
14.30. Dagskrá og kaffiveitingar.
Fjölskylduhátíð
Kvennalistans
Kvennalistinn verður með „Fjöl-
skylduhátíð" í Sóknarsalnum, Skipholti
50A sunnud. 25. maí kl. 14.00. Eitthvað
skemmtilegt verður fyrir alla fjölskyld-
una, svo sem lcikþáttur, söngur, upplest-
ur og fleiri skemmtiatriði. Fyrir börnin
verður lciksmiðja, tónsmiðja og mynd-
smiðja. Einnig verða seldar veitingar og
blóm.
Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarfulltrúi og Sigrún Ágústs-
dóttir kennari. - Kvennalistinn.
Helgarferð F.í.
Þórsmerkurferð 23.-25. maí
Kl. 20.00 í kvöld, föstudagskvöldið 23.
maí, verður farið til Pórsmerkur. Gist í
Skagfjörðsskála. Gönguferðir farnar um
Mörkina.
Farmiðasala og upplýsingar á skrifstof-
unni Öldugötu 3. - Ferðafélag íslands.
Fuglar íslands
Fuglar íslands heitir ný ,bók eftir
Hjálmar R. Bárðarson, sem þessadagana
er að koma í bókaverslanir og minja-
gripaverslanir. 1 bókinni eru myndir og
frásagnir um alla reglulega íslenska varp-
fugla og líka um ýmsa fargesti og óreglu-
lega varpfugla. Bókin er 336 blaðsíður
með um 500 ljósmyndum, teikningum og
kortum, og þar af eru 392 litmyndir.
Bókin kemur nú út í tveimur útgáfum,
önnur á íslensku hin á ensku. I haust
verður bókin líka fáanleg í sérútgáfum á
dönsku, þýsku og frönsku. -bókin Fuglar
íslands cr í sama broti og fsland, svipur
lands og þjóðar eftir sama höfund. Áuk
megintexta eru myndirnar og viðamikill
myndatexti, sem þeim fylgir, mjög fræð-
andi og til augnayndis fyrir alla þá, sem
áhuga hafa á að kynnast nánar íslenskum
fuglum, atferli þeirra og umhverfi. -
Útsöluverð bókarinnar er kr. 2.220,00
með söluskatti. Innkaupasamband bók-
sala, Sundaborg 9, í Reykjavík annast
dreifingu bókarinnar.
B-listinn á Seyðisfirði
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins á Seyðisfirði Öldugötu 11
efri hæð opið öll kvöld frá kl. 20.00 til 23.00 og 16.00 til 19.00 um
helgar sími 2107.
Kosningastjóri Gunnar Sigurðsson - heimasími 2478.
Framsóknarflokkurinn á Seyðisfirði
Njarðvík
Framsóknarfélag Njarðvíkur er með opna kosningaskrifstofu að
Holtsgötu 49, alla virka daga frá kl. 18.00 til 22.00 og 14.00 til 18.00
laugardag og sunnudag. Sími 4634 og 4435.
Kosningaskemmtun á Akranesi
Kosningaskemmtun Framsóknarflokksins
verður fimmtudaginn 22. maí í Hótel Akranes og hefst
stundvíslega kl. 21.00.
Dagskrá:
Jóhannes Kristófersson eftirherma skemmtir, stutt
ávörp efstu frambjóðenda, tónlist, skemmtiatriði sem
yngstu kjósendur sjá um. Dansað til kl. 1 eftir miðnætti.
Allir velkomnir, ekkert kynslóðabil.
Framsóknarfélögin á Akranesi.
Kópavogur
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kemur á fund hjá okkur
mánudaginn 26. maí í Hamraborg 5, þriðju hæð kl. 20.30.
Allir velkomnir.
B-listinn.
Kosningaskrifstofa
B-listans ísafirði
Opið daglega frá kl. 13.00 til 18.00 og á kvöldin, sími 4316 og 3890.
Alltaf heitt á könnunni.
Framsóknarflokkurinn ísafirði.
Vinnustaðafundur
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík eru fúsir til að mæta
á vinnustaðafundi og aðra fundi þar sem borgarmál eru til umræðu.
Hafið samband við kosningaskrifstofu, síminn er 24400.
Kosningastjóri.
Kosningar - sjálfboðaliðar
Kosningastarfið er komið í fullan gang. Alltaf má bæta við sjálfboða-
liðum. Hringið eða lítið inn og látið skrá ykkur til starfa í síma 24480
- 17020- 19495.
Kosningastjóri.
Kjörskrá
Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að athuga hvort þeir eru á
kjörskrá. Uþþlýsingar um kjörskrá er að fá að Rauðarárstíg 18, sími
24480.
Kosningastjóri.
Fimmtudagur 22. maí 1986
Gullveig Sæmundsdóttir er ritstjóri
blaðsins, sem gefið er út af Frjálsu
framtaki hf. Hún skrifar Ritstjóraspjall
fremst í blaðinu um ungar stúlkur og
fyrirsætustörf. Forsíðustúlkan að þessu
sinni heitir Auður Elísabet Jóhannsdótt-
ir, en Jens Alexandersson tók myndina af
henni.
Mörg viðtöl eru í ritinu: Á sviðinu er
söngvarinn alltaf einn - heitir viðtal, sem
Ragnheiður Davíðsdóttir átti við Kristinn
Sigmundsson óperusöngvara. Rætt er við
nokkra unga leikara: Fæ ég rullu? Pað er
Anna Kristín Magnúsdóttir sem spjailar
við þá. Konur í viðskiptum - þar segja
tvær konur frá, sem eru við stjórnunar-
störf í viðtkiptaheiminum. Mörg fleiri
viðtöl eru í blaðinu.
Greinar eru þarna um Blóm, Inger
Anna Aikman kynnir ýmsar pottaplönt-
ur, og Elite 1986 - Gullveig ritstjóri
kynnir fyrirsætukeppni Elite-fyrirtækis-
ins. Fjallað er um Fegurðarsamkeppni
íslands, Líf og list. tísku og snyrtingu og
margt fleira. Geysimargar fallegar myndir
eru í ritinu.
Barna- og tómstundablaðið
ABC
í nýju ABC blaði eru bæði sögur og
viðtöi, föndurþáttur og þrautir og ýmis-
legt annað til fróðleiks og skemmtunar.
Forsíðumynd og opnu-plaggat er af
söngvurunum Pálma Gunnarssyni. Heigu
Möller og Eiríki Haukssyni. sem sungu
fyrir ísland í Söngvakeppni sjónvarps-
stöðva í Evrópu, sem haidin var nýlega í
Bergen, svo sem allir vita. Einnig er
viðtal við söngvarana, sem 11 ára blaða-
maður, Elísabet Elín. tók við tríóið. Jens
Alexandersson tók myndir sem fylgja
viðtalinu.
ABC er málgagn Bandalags íslenskra
skáta. Útgefandi er Frjálst Framtak hf.
og ritstjórar Margrét Thorlacius og
Bénjamín Árnason.
Veðurfar á
höfuðborgarsvæðinu
Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins
hefur í samvinnu við Veðurfarsdeild
Veðurstofu íslans gefið út blað um
veðurfar í Reykjavík og nágrenni.
Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur
séð um útgáfuna. Þarna eru margs konar
skýrslur um hita, úrkomu. flóðahættu,
sólskinsstundir. vinda o.fl. Þarna er mik-
inn fróðleik að finna um veðurfar, sem
hefur hagnýta þýðingu í mörgum tilvik-
um, svo sem í áætlunum um ræktun og
byggingu ýmissa mannvirkja.