Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 22. maí 1986 Fimmtudagur 22. maí 1986 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ||T[— iPlíllii V-þýskur handknattleikur: Essen nánast öruggt - Alfreð og félagar þurfa aðeins eitt stig til að tryggja sér meistaratitilinn Frá Guðmundi Karlssyni í Þý.skalandi: Essen, lið Alfreðs Gíslasonar í þýska handknattleiknum, er svo gott sem búið að tryggja sér þýska meist- aratitilinn í handknattleik. Liðið þarf aðeins eitt stig úr þremur leikj- um til að hafa titilinn örugglega í Ný stjarna þýskra V-Þjóðverjar hafa eignast aðra unglingastjörnu í tennis sem feliur vel að Boris Becker. Sú er Steffi Graf sent sigraði Martinu Navratilovu í úrslitaleik á stórmóti í V-Berlín um helgina. Graf hefur nú unnið 19 leiki í röð og sigur á fjórum mótum í röð. Hún hefur á þessum tíma lagt allar helstu stjörnur í tennisíþróttinni þar á meðal Evert- Lloyd og nú Navratilovu. Graf gerði enn betur á þessu móti því hún ásamt Helenu Sukovu sigraði í tví- liðaleik. Þar lögðu Graf/Sukova þær Navratilovu og Andreu Temesvari. höfn en það ætti aðeins aö vera formsatriði. Essen sigraði um helg- ina strákana hans Jóhanns Inga, Kiel, með miklum yfirburðum 29-14. Alfreð gerði fjögur mörk. Þcss má geta að Jóhann Ingi mun þjálfa Essen á næsta ári. Þá kepptu íslendingaliðin Lemgo og Dankersen. Lemgo með Sigurð Sveinsson innanborðs sigraði örugg- lega 23-17 og gerði Siggi átta mörk, Páll og félagar hjá Dankersen eru nú nánast fallnir í 2. deild en Páll skoraði fjögur fyrir sitt lið. Hameln er aðeins einum leik frá sæti í 1. deild. Kristján skoraði 10 mörk í 32-22 sigri liðsins á Flcnsburg. Kristján spilar með Grosswaldstad á næsta ári í I. deild hvort sem Hameln fer upp eða ekki. Undirbúningur fyrir HM: Englendingar góðir - unnu Mexíkanalétt-Danirlögðu Pólverjaog Wales Kanada Luzern í þriðja Lu/.em, lið Sigurðar og Ornars í svissncsku 1. deildinni gerði 1-1 jafntefli við Aarau i gærkvöldi. Liðið er enn í þriðja sæti deildur- innar með 37 stig en adeins tvær umferðir em eftir. Young Boys unnu Grcnchen 6-0 í gær og eru efstir með 42 stig. Xamax er í öðru sæti með 41 stig. l.uzern á því enn möguleika á öðru sæti í deildinni. Gott hjá Thompson Breski tugþrautargarpurinn Daley Thompson náði sigri í einstaklings- keppni í tugþraut í landskeppni Breta og Frakka í Frakklandi um helgina. Frakkar unnu þó lands- keppnina. Thompson sýndi að hann verður með í slagnum á EM í Stuttgart í sumar. Hann fékk nú 8667 stig sem er ágætt er þess er gætt að hann varð að keppa með nýrri tegund spjóts, Itlaupa 100 m gegn vindi og þá mistókst honum að komast yfir 2m í hástökki í fyrsta sinn í 10 ár. Það líður nú senn að HM í knattspyrnu í Mexíkó og eru landslið þeirra þjóða sem þar spila nú að undirbúa sig af kappi fyrir átökin. Nokkrir leikir voru um helgina og rennum við hér yfir úrslitin í þeim: England-Mexíkó...............3-0 Englendingar sýndu mjög góðan fyrri hálfleik og virðast vera betur undirbúnir undir þessa HM-keppni en margar fyrri. Mark Hateley skor- aði tvívegis og Peter Beardsley einu sinni en hann sýndi mjög góðan leik. Mexíkanar voru betri í síðari hálf- leik en áttu við Peter Shilton að etja og hann varði mjög vel. Þá vantaði heimamenn bæði framherjann Sanc- hez og miðvallarundrið Tomas Boy. I enska liðið vantaði leikmenn Everton. Fréttaskýrendur eru á einu máli um að enskir verði sterkir í HM. Belgía-Júgóslavía . .........1-3 Réttum 48 tímum áður en leggja átti af stað til Mexíkó þá fengu Belgar rassskellingu frá Júkkunum. Mörk frá Jankovic og tvö frá Skoro komu Júkkunum í 3-0 fyrir leikhlé. Claesen skoraði fyrir Belga í síðari hálfleik. Júkkar voru miklu betri og sigur þeirra aldrei í hættu. Danmörk-Pólland...............1-0 Danir spiluðu með stíl en án verulegs árangurs. Jesper Olsen átti fallega sendingu á Preben Elkjær sem skoraði eina mark leiksins. Boniek fékk dauðafæri fyrir Pólverja en Qvist bjargaði vel í markinu. ISNIÁIIASJÓDUR breyft útláii<ikjör Frá og með 15. maí 1986 kom til framkvæmda breyting á útlánakjörum Iðnlánasjóðs og eru þau sem hér segir: Vélalán undir kr. 700.000,00 og byggingalán undir kr. 5.000.000,00 bera 6.5% vexti og eru bundin lánskjaravísitölu. Vélalán yfir kr. 700.000,00 og byggingalán yfir kr. 5.000.000,00 bera vexti og eru bundin gengi SDR. Lán til vöruþróunar og markaðsleitar bera vexti og eru bundin lánskjaravísitölu. Frá og með sama degi varð samsvarandi breyting á útistandandi lánum, þar sem ákvæði skuldabréfa heimila slíkt. IÐNLÁIMASJÓÐUR Fullur völlur í Köben og Danir bættu fyrir niðurlægjandi tap fyrir Norðmönnunt. Kanada-Wales ................0-3 Kanadamenn voru gjörsamlega yfirspilaðir af Wales sem var með háifgert varalið. Leikið var í BC- höllinni í Vancouver og voru áhorfendur aðeins um 9000 í höllinni sem tekur 59 þúsund og er heima- völlur BC Lions í kanadíska fótbolt- anum (sbr. ameriskur fótbolti) Brig- hton-Ieikmaðurinn Dean Sounders skoraði tvívegis fyrir Wales og Malc- olm Allen frá Watford bætti við marki. Brasilía-Atlantc ............2-1 Brasilíumenn voru í vandræðum með 1. deildarliðið Atlante í Mex- íkó. Heimamenn skoruðu fyrst en Casagrande og Socrates tryggðu Brössunum ósannfærandi sigur. Brassarnir eiga við meiðsli að stríða hjá mörgum lykilmönnum og ekki bætti úr skák að Edson haltraði útaf með snúinn ökkla. S-Kórea-Perú.................2-0 Tvö mörk frá Cha Bum-Keum tryggðu Kóreumönnum sigur á Perú á Coliseum-leikvangnum í Los Angeles. Staðan í hálfleik var 0-0 en áhorfendur voru 60 þúsund. Sovétr.-Torpedo Moskva ... 1-0 Loks sigur hjá Sovétmönnum fyrir brottförina til Mexíkó. Liðið lék þó ekki vel og á eftir að gera margt áður en slagurinn hefst fyrir alvöru. M0LAR ■ Tyrkneska 1. deildarliðið Fenerbahcc hefur gert Franz Beckenbauer, þjálfara þýska knattspyrnulandsliðsins tilboð um að gerast þjálfari liðsins. Beckcnbauer mun hafa neitað. ■ Werder Bremen frá V-Þýska- landi sigraði á knattspyrnumóti scm fram fór í Tókýó í síðustu viku. Bremen sigraði brasiliska liðið Palmeiras ■ úrslitaleik 4-2 eftir framlengingu. Ordenewitz gerði tvö marka Breinen en Ne- ubarth og Möhlmann skoruðu hin. ■ Pólverjar munu fara með 24 leikmenn til Mexíkó. Þannig er að landsliðsþjálfarinn, Piechnicz- ek, hefur verið með 24 inanna hóp á æfingum að undanförnu og hann lagði til að þeir tveir sem hann mun fella út úr hópnuin fyrir hM fái að fara til Mexíkó á kostnað liðsins sem ferðamcnn enda niun þjálfaranum ekki hafa líkað það of vel að þurfa að skilja aðeins tvo af hópnum ef'tir. ■ Þeir dóniarar sem eiga að dæma leikina í HM í knnttspyrnu eru nú að taka þolpróf við cilt af sjúkrahúsum Mcxíkóborgar. Það er algjör skylda af hálfu FIFA að dómararnir sem dæma í keppn- inni scu vcl á sig komnir andlega og líkamlega. Þeir verða að hafa góða sjón og geta fylgt lcikuum cftir af nákvæmni. íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild: Naumursigu - á baráttuglöðum Þórsurum - Glæsimark Guðmundar Torfasonar tryggði sigurinn „Ég er ánægður með stigin en ekki nema 25 mínútur úr leiknum,“ sagði Ásgeir Eiíasson þjálfari Fram eftir að lið hans hafði krækt í öll þrjú stigin í viðureigninni við Þórsara frá Akureyri á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Framarar unnu sigur 2-1 í leik sem var fjörugur í fyrri hálfleik en heldur daufari í þeim síðari. Þórsarar voru betri allan síðari hálfleik og áttu þeir skilið að ná jafntefli í þessum leik. Friðrik markvörður Framara var hinsvegar vel á verði og kom í veg fyrir jöfnunarmark Þórsara. Það voru Framarar sem náðu forystunni í leiknum á 19. mínútu er Pétur Ormslev tók hornspyrnu. Boltinn barst í höfuð eins Þórsarans og þaðan inní teiginn. Guðmund- ur Steinsson var þar fyrir og renndi tuðrunni í netið af stuttu færi, 1-0. Við þetta mark færðist nokkur harka í annars skemmtilegan leik. Nói Björnsson gerði sig sekan um tvær drápstæklingar en slapp frá spjaldi Magnús- ar Theodórssonar dómara. Liðin héldu bolt- Spilað í október Nú er búið að ákveða að úrslitaleikir Spánverja og ítala í Evrópukeppni knatt- spyrnulandsliða skipuð leikmönnum undir 21 árs verði í október á þessu ári. Fyrri leikurinn verður á Ítalíu þann 15. október en síðari leikurinn á Spáni tveimur vikum seinna. Ekki reyndist hægt að koma leikjun- um fyrir í sumar vegna HM og annarra hluta. Blaðamenn gabbaðir Heimsmeistarar ítala komu til Mexíkó í gær til að taka þátt í lokakeppni HM í knattspyrnu. Eins og vanalega er liðin mæta til Mexíkó þá var boðað til blaðamannafund- ar í flugvallarbyggingunni í höfuðborginni. Þangað voru mættir470 blaðamenn allsstað- ar úr heiminum auk fjölmargra Mexíkana. Þegar um hálftími var liðinn frá því að liðið lenti á vellinum mættu fararstjórar ítalska liðsins á fundinn og sögðu að leikmenn hefðu farið með rútu til Puebla (þar sem liðið æfir). Blaðamenn urðu fjúkandi vondir og ruddust út til að ná rútunni. Þar stóðu aðeins nokkuð hundruð aðdáenda ítalanna og glottu. „Rútan er farin" sögðu þeir. Blaðamenn sögðu eftir þessi ósköp að víst væri að ítalir fengju léleg ummæli fyrir þessa hegðun. anum vel niðri og spiluðu bæði ágætlega. Það tók Þórsara ekki nema 10 mínútur að jafna metin . Þá rann Jón Sveinsson mið- vörður Framara til á vellinum með boltann. Hlynur Birgisson kom aðvífandi og tók hann af Jóni og renndi í netið framhjá Friðrik sem reyndi úthlaup. En Þórsarar voru ekki búnir að fagna er Guðmundur Torfason tók forystuna fyrir Fram með marki - já, hvílíku marki. Pétur Ormslev var felldur fyrir utan vítateig. Aukaspyrna.. Framarar röðuðu sér í vegg við hliðina á varnarvegg Þórsara og er Guðmundur hljóp að boltanum þá færðu þeir sig frá. Boltinn þaut firnafast í gegnum holuna sem myndað- ist og í slánna og inn. Glæsimark. Síðari hálfleikur var mun daufari. Barátt- an varð meiri og knattspyrnan þvarr í hlutfalli við það. Þórsarar voru þó mun betri allan seinni hálfleikinn og hefðu mátt upp- skera mark. Bjarni komst eitt sinn í gegn en Friðrik varði vel. Þá átti Halldór tvögóð færi en skaut í slá úr öðru en síðan framhjá eftir góðan einleikskafla. Sannarlega óheppinn hann Halldór. Jafntefli hefðu orðið sanngjörn úrslit í þessum leik. Fyrri hálfleikur var ágætur knattspyrnulega séð en sá síðari heldur verri. Framarar vörðust vel í síðari hálfleik en Þórsarar voru óheppnir að skora ekki. Halldór Áskelsson átti góðan leik svo og varnarmennirnir Júlíus og Baldur. Þá var Bjarni hættulegur. Pétur Ormslev spilaði vel og Viðar og Jón voru góðir í vörn Fram. Ekki má gleyma Friðrik í markinu svo og Þórði Marelssyni sem er mjög duglegur. Hlynur Stefánsson svalar þorsta sínum eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Charlotten- lund í 3. deild. Lið Hlyns, N/F er í einu af efstu sætunum í E-riðli. Stavanger er neðst - eftir tvö töp - Hlynur skorar fyrir N/F Frá Magnúsi Magnússyni í Noregi: Stavanger, lið þeirra Péturs og Jóns Erlings, tapaði tveimur leikjum um helgina og í síðustu viku. Liðið er nú í einu af neðstu sætunum. Brann, með þá Bjarna og Sævar í fararbroddi, sigraði í sínum leik um helgina og er í efsta sæti í 2. deild ásamt Vidar sem Tony Knapp þjálfaði í fyrra. Hann er nú hjá Brann eins og kunnugt er. Hlynur Stefánsson gerir góða lukku með 3. deildarliðinu Nidelv/Falken. Hann skor- aði eina markið í sigurleik N/F á Charlotten- lund. Hlynur hafði líka skorað mark í æfingaleik gegn Namsos. í grein í blaði í Noregi hrósar þjálfari N/F, Finn Sefaniass- en, Hlyni fyrir dugnað og góðan fótbolta. Það næddi heldur illilega um íþrótta- fréttamenn á Valbjarnarvelli í gær. Aðstaða til að stunda vinnu sína fundu þeir hvergi og er það umhugs- unarefni fyrir vallaryfirvöld í Reykjavík og víðar hvernig aðstaðan er á leikvöllunum. Slæm aðstaða skilar sér í verri umfjöllun. Tímamynd: Pétur. Opna-spænska í golfi: Clark sigraði Opna-spænska meistaramótið í golfi lauk í Madrid um helgina og þar sigraði Howard Clark frá Eng- landi með samtals 272 högg. Hann varð einu höggi á undan Ástralanum Ian Baker-Finch. Spánverjinn Se- veriano Ballesteros varð þriðji. Hlynur Birgisson býr sig undir að renna boltanum í mark Framara eftir að Jón Sveinsson (liggjandi) hafði runnið til og misst knöttinn til Hlyns. Friðrik kom engum vörnum við. rímamynd: Péiur Tímamót í fóðurframleiðslu á Islandi Fóðurblandan hf. hefur flutt alla starfsemi sína í nýja, fullkomna fóð- urverksmiðju að Korngarði 12 við Sundahöfn. Með opnun nýju verk- smiðjunnar verða ekki einungis þáttaskil í 25 ára sögu Fóðurblönd- unnar hf. heldur og tímamót í fóður- framleiðslu á Islandi. Við hönnun verksmiðjunnar höfum við í senn tekið mið af reynslu okkar og hugviti svissneskra völundar- smiða. Arangurinn er tæknilega full- komin fóðurverksmiðja þar sem tölvutækni er nýtt við eftirlit og alla vinnslu. Þetta gerir okkur meðal ann- ars kleift að blanda fóðrið nákvæm- lega í þeim hlutföllum sem uppskrift- irnar segja til um og að auka mjög vinnsluhraða og íjölbreytni. Með þessu móti verða blöndurnar okkar alltaf nýjar og ferskar er þær berast kaupandanum. I heild sinni mun nýja verksmiðjan leiða af sér enn betri fóðurblöndur og fullkomnari þjónustu. Nú, á tímum kvótakerfis og offramleiðslu, er mikil- vægara en nokkru sinni að standa rétt að fóðrun búljár. Skynsamleg notkun kjarnfóðurs, byggð á þekkingu og reynslu, er forsenda hagkvæmni í bú- rekstri. Bændur! Hafið samband við okkur og nýtið ykkur fullkomnustu tækni í fóð- urblöndun. FB FOÐURBLANDAN HF. KORNGARÐ112 S:(91)687766 SUNDAHÖFN FORYSTA í FÓÐURBLÖNDUN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.