Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Fimmtudagur 22. maí 1986 LESENDUR SKRIFA Þegar Sjálfstæðisflokkurínn teflir fram átöppunargreifum sem framtíðarímynd í atvinnuvegum landsmanna, en telur Framsóknarflokkinn af því illa af því hann sér ekki ástæðu til að ganga gegn atvinnuvegi eins og landbúnaði, þá er „something rotten in the City of Reykjavík." Þegar skammt er eftir til borgar- stjórnarkosninga í Reykjavík blasa við nokkrar staðreyndir, sem vert er að íhuga, einkum fyrir þá sem eru fylgjandi þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefur gert undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Tekist hefur að jafna þannig öldugang verð- bólgunnar að fólk eygir nú nokkra von til þess að fá frið til að bæta hag sinn fyrir verðbótum og þenslu, sem undanfarinn einn og hálfan áratug hefur verið eins og síbruni í vasa hvers einasta launþega. Verkalýðs- hreyfingin á sinn stóra þátt í þeirri skynsemisstefnu, sem nú hcfur verið tekin upp, og hefur hún hlotið litlar þakkir hjá þeim sem af hálfu Alþýðubandalagsins eru nú í forustu í borgarstjórnarkosningunum. Sögurnar af miklu fylgi Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum benda til þess að almennur kjósandi ætli á þessari stundu að láta Sjálf- stæðisflokkinn einan njóta þeirrar viðurkenningar. sem ríkisstjórnin hef- ur unnið til að viðbættri þeirri stað- reynd að núverandi borgarstjóri er vinsæll maður. Ut af fyrir sig er ekki ástæða til að harma það þótt ríkis- stjórnin njóti viðurkenningar og þakklætis almennings, væri einhver von til þess að það þakklæti kæmi réttlátlega niður. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur síður en svo staðið einn að þeirri lagfæringu, sem gerð hefur verið í efnahagslífinu til stórra hags- bóta fyrir allan þorra almennings. Engu að síður þykir mörgum nú blasa við, að flokkur forsætisráð- herra búi við þverrandi fylgi í borg- inni. Er þá komið að því sem kalla mætti réttlæti kjósenda. Það er eins og aðeins þurfi að meta það við Sjálfstæðisflokkinn að vel hefur tek- ist til í landsmálum að undanförnu. Slagsmálavöllur Alþýðubandalagsins Engin ástæða er til aðgefa sérstak- an gaum því liði sem nú býður sig fram fyrir Alþýðubandalagið í borg- arstjórnarkosningum. Það hefur leynt og Ijóst barist gegn þeim mönn- um innan verkalýðshreyfingarinnar, sem kusu heldur að fara faglega leið í kjarasamningum en halda áfram að ná skyndiárangri í prósentuhækkun- um á kaupi, sem stæðu aðeins í viku eða hálfan mánuð. Svo fast hcfur verið sótt að verkalýðsforustunni innan Alþýðubandalagsins að borg- arstjórnarframboðið lét kalla hana á beinið bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Þar mætti gjarnan Össur Skarphéðinsson til að skamma for- ustuna. Nú verður því ekki mótmælt að þennan sama Össur eiga launþeg- ar í Alþýðubandalaginu að kjósa í borgarstjórn, þvert ofan í þá stað- reynd að enn hefur tekist að láta launþega halda þeim kjarabótum, sem um var samið og hefur það ekki gerst í langan tíma. Borgarstjórnar- framboð Alþýðubandalagsins hefur kjörið sér slagsmálavöll til hliðar við launþegahreyfjnguna, kosið sér stefnu launþegaslagsmála í stað var- anlegra kjarabóta. Gegn forustu verkalýðshreyfingarinnar eiga launþegar innan Alþýðubandalags- ins nú að kjósa. í rauninni blasir ekkert við annað en verkalýðsflokk- ur vegna þess að launþegahreyfingin getur ekki unað því að henni sé alltaf gert að slást, einnig þegar aðrir kostir eru færir, eins og núna, undir forustu Alþýðubandalagsins. Það er því ekki ástæða til fyrir launþega að styrkja Alþýðubandalagið sérstak- lega í borgarstjórnarkosningunum að þessu sinni. Með því móti eru þeir aðeins að styrkja liðið gegn verkalýðsforustunni. Þorsteinn í miðju mjólkurbúi Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa vinsælum borgarstjóra og er ekkert nema gott um það að segja. Nokkurrar kergju gætir þó í borgar- liöi Sjálfstæðisflokksins í garð lands- byggðar alltaf þegar nálgast kosning- ar í borginni og er þá gripið í Framsóknarflokkinn og sagt að hann sé flokkur sveitanna. Þcss vegna eigi hann lítið sem ekkert erindi í borgar- málin. Eitt er landið og ein er þjóðin og situr varla á ríkasta plássinu að hafa uppi stórt andóf gegn öðrum plássum. Sé landsbyggðin alfarið talin til Framsóknar fer að sneiðast um sjáltstæðismenn á þingi og má Þorsteinn Pálsson sjálfur fara að huga að sínurn hlut sem fyrsti þing- maður Sunnlendinga, staddur í miðju Mjólkurbúi Flóamanna. Egill úr Nesjum og Sverrir Hermannsson þurfa líka við sveitamenn að tala og virðist fara vel á með þeim og kjósendum, cða svo segir þingseta þeirra til um. Pálmi á Akri hefur verið landbúnaðarráðherra og á sauðfé gott og þykir vænt um það eins og ræktunarmanni sæmir. Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík að gera við þessa „framsóknar- menn“ í þingflokknum? Ætlf væri ekki nær að fara minna í hneykslun sinni á landsbyggðinni og þörfum hennar? Átöppunargreifinn og frelsið Hér í þéttbýlinu á suðvesturhorn- inu hefur Sjálfstæðisflokkurinn á að skipa nokkrum furstum sem eiga mikið undir sér. Þeir byggja stórhýsi og reka fyrirtæki misjafnlega gagn- söm fyrir þjóðarbúið, en sem eiga það sameiginlegt að skila góðum hagnaði, sem út af fyrir sig er ekki ámælisvert. Einn hefur það sér til ágætis að tappa vatni á smáfernur og selja þaö lítið eitt blandað ávaxta- safa. Þessari sölu fylgir yfirþyrmandi auglýsingaskrum og nokkur vand- kvæði, vegna þess að þótt aö vatn sé hollt, dugir það varla til uppeldis börnum. Sjálfstæðisflokknum þykir mikill fengur að svona mönnum í þéttbýli. Þetta eru hinir raunveru- legu landsgrcifar. Þarerekki helvítis landbúnaðurinn að þvælast fyrir. Svo veit þessi átöppunargreifi allt um frelsið, hvort heldur það á að fyrirfinnast í Þróunarsjóði eða ann- ars staðar. Þegar Sjálfstæðisflokkur- inn teflir fram átöppunargreifum sem framtíðarímynd í atvinnuvegum landsmanna, en telur Framsóknar- flokkinn af því illa af því hann sér ekki ástæðu til að ganga gegn atvinnuvegi eins og landbúnaði, þá er „something rotten in tlte City of Reykjavík". Valdabrölt átöppunaríhalds Þetla er sagl hér af því að þcir sjálfstæðismenn, sem vilja kosning- ar í haust, en þeir eru ekki ófáir, hafa um stund leitað að ágrciningi við Framsóknarflokkinn og virðast nú hafa fundið hann með tilstilli eins fulltrúa framtíðar atvinnuvcga í landinu. Deilurnar út af Þróunar- sjóði, þar sem því cr haldið fram að Framsóknarflokkurinn haldi úti ein- hverjum annarlegum sjónarmiðum er ekkert annað en valdabrölt átöpp- unaríhaldsins á suðvesturhorninu, sem heldur að það geti deilt og drottnað yfir landinu. Þessu er ein- faldlega ekki svona farið. En hins vegar hefur tekist að skaða ímynd Framsóknarflokksins í Reykjavík og víðar í þéttbýli með óljósu snakki um landsbyggðarflokkinn, þótt Ijóst sé að allir flokkar á Islandi eru landsbyggðarflokkar, sem betur fer. Þessi leit að ágreiningi hefur leitt til þess að í borgarstjórnarkosning- unum fær Framsóknarflokkurinn ekki að njóta sannmælis. Kjósend- um er talin trú um að Iiann sé flokkur landsbyggðarinnar, skorti góðan vilja í borgarmálum eöa hafi alls enga stefnu í þeim. Því er hins vegar sleppt, að það er Framsóknar- flokkurinn sem leiöir núverandi ríkisstjórn, sem er stjórn alls landsins, líka Reykjavíkur. Það er líka ástæða til að ganga ekki með dómhörku gegn ööru fólki þótt það búi á landsbyggðinni. Reykjavík stækkar ekkert við það, átöppunin gengur ekkert ■ greiðar og „fram- sóknarmönnum" í Sjálfstæðis- flokknum fækkar ekkert. Daður íhalds og komma Takist að knésetja Framsóknar- flokkinn í borgarstjórnarkosningun- unt í Reykjavík á sama tíma og honum hefur ásamt Sjálfstæðis- flokknum tekist að leiða okkur út úr eyðimörk verðbólgunnar, má alveg eins búasl viö að dansinn byrji að nýju. Þá verða aðeins tveir flokkar eftir, færir um að mynda ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubanda- lagið. Það vcrða svolítið skcmmti- legar kringumstæður cn alls ekki óyfirstíganlegur vandi, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn löngum daðr- að við kommúnista, sem er kjarninn og ráðandi afl í Alþýðubandalaginu. og það afl sem nú hefur gefið grænt Ijós á aðförina gegn verkalýðsforust- unni. Alkunna er hverja virðingti Sjálfstæðisflokkurinn og Morgun- blaðið ber fyrir kommúnistum í menningarmálum. Átöppunargreif- arnir hafa aldrei sagt styggðaryrði við kommúnista, og í bisness og frjálshyggju gengur ekki hnífurinn á milli á bak við tjöldin. Mcð því að knésetja Framsókn í borgarstjórnar- kosningunum tekst átöppunaríhald- inu að knýja fram þingkosningar í haust og leita lags við fjandmenn launþegahreyfingarinnar í Alþýðu- bandalaginu. Þá getur dansinn byrjað þar sem frá var horfið upp í hundrað og þrjátíu prósent verðbólgu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skynsemin og Framsóknarflokkurinn haldast í hendur. Þcssvegna þarf hvcr athug- ull kjósandi að hugsa ntálið vel áður en hann ákveður að kjósa ekki Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Kjósandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.