Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn í Suður-Mjódd Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á skipu- lagsmál í komandi borgarstjórnarkosningum. Ber þar hæst skipulag úthverfa borgarinnar austan Elliðaáa. Frambjóðendur flokksins hafa þegar kynnt ákveðnar hugmyndir sínar sem gera ráð fyrir að í Suður-Mjódd rísi nýr miðbær sem veiti íbúum þessa svæðis sem fjölbreytilegasta þjónustu. Þessar tillögur Framsóknarflokksins hafa vakið verulega athygli borgar- búa sem ekki er undarlegt þar sem um verulegt hagsmuna- mál er að ræða fyrir um 40% íbúa borgarinnar. Fái Framsóknarflokkurinn stuðning kjósenda við þetta stefnumál sitt munu fulltrúar hans í borgarstjórn vinna að þessu máli á næsta kjörtímabili. Skipulag þessa svæðis hefur dregist á langinn og engar líkur eru á að sjálfstæðismenn leggi áherslu á að ljúka því. A.m.k. vekur það athygli hve lítið frambjóðendur flokksins vilja ræða það eða fjalla um þessar tillögur á annan máta. Fögnin segir til um hug þeirra. Þörfin fyrir þjónustu- og verslunarhverfi í austur-miðbæ er brýn. Óeðlilegt er að íbúar Breiðholts, Árbæjar, Ártúnsholts og Grafarvogshverfa þurfi að sækja nauðsyn- lega þjónustu langan veg. Ljóst er að sú starfsemi sem nú er komin í Mjóddina og væntanleg starfsemi þar getur á engan hátt þjónað þessum úthverfum svo vel sé. Því er nauðsynlegt að byggja Suður-Mjóddina upp sem þjónustu- og verslunarhverfi í tengslum við Mjóddina. Fessi svæði myndu með samteng- ingu mynda sameiginlega heild, austur-miðbæ Reykjavík- ur. Álagið í gamla miðbænum er allt of mikið. Erfitt er um bílastæði og þröngt um húsnæði. Full þörf er á að létta á álaginu og gera þessar skipulagstillögur ráð fyrir því. Gamli miðbærinn yrði áfram hjarta borgarinnar, svipmik- ill og fallegur. í skipulagstillögum sínum leggur Framsóknarflokkur- inn ríka áherslu á aukið samstarf og samvinnu sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarflokkurinn telur að samfara útfærslu byggð- ar beri að athuga enn frekari þéttingu hennar vestan Elliðaánna. Þess verður jafnframt að gæta að ekki sé gengið um of á útivistarsvæði borgarinnar. Framsóknarflokkurinn hafnar lagningu Fossvogs- brautar og telur að með nýju skipulagi í Mjóddinni sé engin þörf fyrir hana. Þess í stað leggur flokkurinn áherslu á að gera eigi Fossvogsdal að útivistarsvæði sem yrði eftirsótt af höfuðborgarbúum og nágrönnum Reykjavík- ur. í viðtali við Tímann fyrir skömmu var dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur spurður álits á þessum tillög- um. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég tel að leggja eigi áform um lagningu Fossvogsbrautar á hilluna. Ég tel að ef farið verður eftir hugmyndum framsóknarmanna um miðbæjarstarfsemi í Mjóddinni dragi verulega úr þörfinni fyrir þessa hraðbraut. Fossvogsdalurinn er mjög ákjósan- legt útivistarsvæði og ég tel að eigi að nýta þá möguleika. Ennfremur vil ég benda á veðurfarslegar ástæður. Foss- vogsdalurinn liggur lágt og þar er staðviðrasamt og hraðbraut þar í gegn með þeirri miklu bílaumferð sem henni fylgir myndi óumflýjanlega valda mikilli loftmeng- un. “ Atlagan að Miklagarði Þeir voru ekkert að skafa utan af hlutunum fulltrúar Daviðs Odds- sonar á vinnustaðafundi hjá Sam- vinnutryggingum, þegar þeir voru spurðir um framtíð Mildagarðs, stórmarkaðs samvinnumanna í Holtagörðum. Hann skal i burtu eftir 2 ár, sagði Páll Gislason læknir og borgarfulltrúi sjálfstæð- ismanna, og hvessti brýnnar. Það er agi á liðinu hans Davíös, og enginn vafi á því að Sjálfstæð- isflokkurinn meinar það fullkom- lega að hrekja Miklagarö úr Holfa-. görðum, úr því að Páll Gislason er látinn gefa þessa yfirlýsingu. Páll er síðasti uppreisnarmaðurinn í borgarstjómarÚði sjálfstæðismanna og reyndi eftir mætti að sporna gegn Davíð vegna sölunnar á Hafn- arbúðum á sínum tíma, en varð að láta í minni pokann. Nú hefur hann verið barinn cndanlega til hlýðni, og er þá enginn maður með sjálf- stæða hugsun eftir í borgar- stjórnarliði sjálfstæðismanna. AI- bert Guðmundsson var sá eini, auk Páls, sem þorði að standa uppi í hárinu á Davíð í þessum hópi, en til að losa sig við hann, var próf- kjörsreglunum breytt á þann veg, að vitað var, að Albert myndi aldrei sætta sig við þær og myndi hætta. Hollusta við húsbóndann Það er vissulega illa farið með jafn ágætan mann og Páll Gíslason annars er, með því að láta hann gangast undir próf af þessu tagi. Páll tilheyrir ekki í eðli sínu jáhjörð- inni kringum borgarstjórann. En PállG. Albert Jón Sig. Davíð hann á pólitiskt líf sitt undir því að segja já og amen, eins og málum er nú komið. Þess vegna er hann sendur á vinnustaðafundi hjá sam- vinnufyrirtæki og talar þvert um hug sinn til að sanna hollustuna við húsbóndann. Það verður lagleg hjörð, sem stjórnar borginni næsta kjörtímabil vinni sjálfstæðismenn sigur, eins og allar skoðanakannan- ir benda til. Og andstæðingar Dav- íðs mega vara sig. Það verður engin miskunn sýnd eins og kom- andi hefndarráðstafanir gegn sam- vinnuhreyfingunni sýna. Vonbrigði Jóns Hætt er við, að Jón Sigurösson, framkvæmdastjóri Miklagarðs, eigi eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum með flokksbræður sína í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur marglýst því yfir, að aldrei komi til þess, að Sjálfstæðisflokk- urinn hrekji Miklagarð í burtu úr Hoitagörðum. Yfirlýsing Páls Gíslasonar, rétt fyrir kosningar, kemur þvert á þessa skoðun Jóns. Og eins og allir vita, og Davíð hefur margoft sagt, þá stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf við kosningaloforð sín. Á sama tíma og Sjálfstæðisflokk- urinn lýsir yfir heilögu stríði gegn stórmarkaði samvinnumanna, er hann að grafa göng undir Miklu- braut fyrir litlar 50 miiljónir króna að kröfu Hagkaups, helsta keppi- nautar Miklagarðs. Og ekki nóg með það. Til að þóknast þessum aðalkeppinauti samvinnumanna um þessa „nauðsyn!egu“ framkvæmd, neyðist Reykjavíkur- borg til að skerða íþróttasvæði Knattspyrnufélagsins Fram við Miklubraut og verður að greiða félaginu milljónir króna í skaða- bætur! Þetta er smásýnishorn af því hvernig félögum er mismunað í Davíðsborg. Þessi mismunun kem- ur einnig fram gagnvart einstakl- ingum, þegar verið er að úthluta lóðum til flokksgæðinga, án aug- lýsinga, á cftirsóttum stöðum í borginni, sbr. úthlutunina á horni Háaleitisbrautar og Kringlumýr- arbrautar og í Hvassaleiti. Þau vinnubrögð minna á spillingu í suður-amerískum stíl. Garri. VÍTTOG BREITT Stórfelld afbrot eða ný vinnubrögð? Lögreglan gerði sex mönnum rúmrusk eldsnemma á þriðjudags- morgni s.l.,. sá sjöundi svaf vært erlendis. Aðfarirnar voru harka- legar. Mennirnir drifnir volgir upp úr rúmum sínum, færðir umsvifa- laust í varðhald og sættu þar ströngum yfirheyrslunt. Svona at- burðir eiga sér ekki stað í réttarríki nema að sakir séu alvarlegar og ákæruvaldið hafi þau gögn undir höndum að það sé réttlætanlegt að beita aðgerðum sem þessum til að brjóta múl til mergjar. Fyrir um ári síðan fór að kvisást að ekki væri allt með felldu í fjárreiðum Hafskips hf. Forráða- menn félagsins neituðu staðfast- lega að nokkuð væri hæft í þeim orðrómi og hlutafé var aukið að mun. Á haustmánuðum varfélagið lýst gjaldþrota. Innlendar og erlendar kröfur í þrotabúið nema svimandi upphæð- um og einn ríkisbankanna hlýtur skell sem hann á erfitt með að standa af sér. Gjaldþrot eru algeng á íslandi og að öllu jöfnu vekjá fréttir af þeim ekki mikla athygli, og eru útgerðarfyrirtæki síst undantekn- ing frá því. Skipin skipta bara um eigendur. En gjaldþrot Hafskips og aðdragandinn að því var með öllu dramatískari hætti en við eig- um að venjast. Stærðargráða gjald- þrotsins er einnig með ólíkindum. Engin ákæra hefur verið lögð fram og engin sök sönnuð í þessu máli, en rannsóknarlögreglustjóri hefur gefið vísbendingu um hvers eðlis grunsemdirnar eru með því að vísa til tiltekinna greina hegn- ingarlaganna. Ljóst er að rann- sóknin beinist að auðgunarbrotum, skjalafalsi og ranglega gefnum upplýsingum. Þá hefur ákæruvaldið látið í veðri vaka að einhverjir af starfs- mönnum Útvegsbankans kunni að vera flæktir í málin. Farið er fram á fimm vikna gæsluvarðhald þeirra sem hand- teknir eru og bendir sá langi tími til að málið sé viðamikið og ákæru- efnin stór í sniðum. Það sem einkum kemur á óvart í máli þessu er hve rösklega er að verki staðið af hálfu ákæruvaldsins. Það er óvenjulegt að þrotamenn séu látnir standa fyrir máli sínu með þessum hætti á íslandi. Enn hefur ekkert verið opinberað um efnisatriði málsins en mann býður í grun að grunsemdir ákæruvalds- ins um misferli séu ærnar. En jafnframt vaknar sú spurning hvort áður hafi ekki oft verið ástæða til að kanna gjaldþrot fyrirtækja og hugsanlegt misferli í sambandi við þau. Eða yfirleitt um vafasama meðferð fj ár sem fengið er að láni. Varla hefur nokkru sinni áður heyrst að tilefni væri til að rannsaka viðskipti bankamanna við stór- skuldug fyrirtæki sem fé er mokað í úr bönkum og aðskiljanlegum sjóðum. DV skýrir svo frá í gær að einn hinna handteknu sé fyrrverandi endurskoðandi Hafskips. Það er nýmæli að sjálfstæður endurskoð- andi, sem tekur að sér að fara yfir bókhald fyrirtækja og veita því blessun sína og undirskrift, sé kraf- inn ábyrgðar á því verki sínu og að hann þurfi að svara til saka fyrir brot á landslögum. Löggiltur endurskoðandi þarf sem sagt að athuga fleira en að skila af sér sléttu og rétt stemmdu bókhaldi. Vel má vera að Hafskipsmálið hafi algjöra sérstöðu í langri sögu misferlis innan fyrirtækja og hrap- allegra gjaldþrota, þar seih bankar og sjóðir hafa ausið út fé löngu eftir að fyrirsjáanlegt var hvert stefndi og eignir námu ekki nema broti af skuldum. Ef til vill er hér aðeins um ný vinnubrögð að ræða af hálfu ákæruvalds og rannsóknaraðila. Stjórnendur fyrirtækja eru krafnir ábyrgðar og bankamenn og endur- skoðendur eiga að vita hvað þeir eru að skrifa upp á þegar þeir mæla með lánveitingum eða skrifa upp á ársreikninga, eða gefa yfirlit um stöðu fyrirtækis fyrir hluthafa- fundi. Þeir Hafskipsmenn hafa enn ekki verið ákærðir og enn er margt óljóst í málinu öllu. Réttvísin mun rannsaka mál þeirra og kveða upp sinn dóm. Ljóst er að misfellur voru á stjórn fyrirtækisins og ör- væntingarfullar tilraunir voru gerð- ir til að rétta hag þess, en gerðu aðeins illt verra. Óskhyggja og trú á kraftaverk réði ferðinni, eða þá hreinn og beinn barnaskapur. Mál þetta kemur ekki aðeins við þá sem nú sitja í varðhaldi, heldur og fjölskyldur þeirra og fjölmarga aðra svo sem fyrrum starfsmenn Hafskips, sem skiptu hundruðum. Dómharka að órannsökuðu máli á hér ekki við og enn síður meinfýsi í garð þeirra aðila sem nú er krafist að standi fyrir máli sínu. Aðalatriðið er að sá tími er upp runninn, að þeir sem stunda vafa- söm fjármálaumsvif eru látnir svara til saka. OÓ Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjóri: Guðmundur Hermannsson Aðstoöarfréttastjóri: Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.