Tíminn - 22.05.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Félagsstarf aldraðra
í Reykjavík
Sýningar á munum unnum í félagsstarfinu 1986
veröa sem hér segir: Yfirlitssýning og kaffisala aö
Noröurbrún 1 laugardag, sunnudag og mánudag
24., 25. og 26. maí frá kl. 13.30 til 17.00 alla
dagana.
Yfirlits- og sölusýning og kaffisala aö Lönguhlíð 3
sömu daga og á sama tíma. Handavinnu- og
kaffisalaaö Furugerði 1 sömudagaásamatíma.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
Útboð
REIÐHÖLL í VÍÐIDAL
Fyrir hönd Reiðhallarinnar hf. óskar Verkfræði-
stofa Sigurðar Thoroddsen hf. eftir tilboðum í
jarðvinnu á lóð reiðhallarinnar í Víðidal.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík,
gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða
opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. maí 1986 kl.
11.00
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf
ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499
Vélaeigendur:
TAKIÐ EFTIR!!!
Eigum fyrirliggjandi eða útvegum
með stuttum fyrirvaraeftirfarandi:
x Alla helstu varahluti fyrir
Caterpillar og Komatsu
vinnuvélar.
x Beltakeðjur og aðra
undirvagnshluti í allar gerðir
beltavéla.
x Slitstál, skerablöð og
tannarhorn fyrir jarðýtur og
veghefla.
x Riftannaodda fyrir jarðýtur.
x Spyrnubolta og skerabolta
allar stærðir.
x Stjórnventla og vökvadælur
fyrir 12/24 volta kerfi.
x Slitplötur og aðra varahluti í
mulningsvélar.
x Hörpunet allar stærðir fyrir
malarhörpur.
x Færibönd og varahluti í
færibönd.
x Drifkeðjurogfæribandakeðjur
fyrir verksmiðjur og
landbúnaðarvélar. Einnig fyrir
lyftara, vökvakrana, rafstöðvar,
loftpressur, götusópa,
dráttarvélar og flutningatæki.
ALLT Á EINUM STAÐ:
Og við teljum niður
verðbólguna hraðar en margir
aðrir.
VÉLAKAUP h/f
Sími641045
A Bílbeltin
jj/S hafa bjargað
BÍLALEIGA
Útibú í hringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303
interRent
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
y^EROAR
HVAÐ
MEÐÞIG
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Kristínar Óladóttur
frá Stakkhamri.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Dalbraut og Droplaugarstöðum.
Börn og tengdabörn.
t
Innilegar þakkir færum við þeim öllum er sýndu okkur samúð og
vinarhug við fráfall
Sigrúnar Stefánsdóttur,
frá Eyjardalsá.
Heiður Vigfúsdóttir
og fjöiskylda.
Fimmtudagur 22. maí 1986
TÓNLIST
Páll stjórnar héi'kómum við undirleik af segulbandi.
Söngskemmtun Ala-
fosskórsins 1986
Einn vordag í maí, þegar
kosningabaráttan stóð sem hæst,
föstudaginn 16. maí, hélt Alafoss-
kórinn sína árlegu söngskemmtun
að Hlégarði. Það er alltaf mikil
eftirvænting hjá hreppsbúum og ekki
síður starfsfólki Álafoss eftir
skemmtunum kórsins. í þetta sinn
voru fimm ár síðan kórinn var stofn-
aður. Hann hefur farið víða um
landið og sungið við mikla hrifningu
tandsmanna.
En Álafosskórinn hefur líka farið
í utanlandsferðir. Fyrstu ferð sína til
útlanda fór hann sumarið 1982 á
kóramót íFinnlandi. 1984 fór kórinn
til Sovétríkjanna, en í sumar verða
Bandaríkin sótt heim. Kórinn mun
þá heimsækja nokkrar stórborgir og
íslendingafélög og einnig Coldwater
Corporation og syngja þar fyrir
starfsfólk og á fleiri slíkum stöðum,
enda er þetta íslenskur alþýðukór.
Eftir þá ferð má segja, að stórveldin
í austri og vestri hafi fengið jafnan
skerf af íslenskum kórsöng.
Efnisskráin er mjög skemmtilega
saman sett af léttum íslenskum og
erlendum lögum, sem hver íslend-
ingur kannast við. Erlendu lögin
voru öll sungin á íslensku. Það var
létt yfir öllu, svona eiga blandaðir
kórar að syngja og Álafosskórinn á
þakkir skildar fyrir sönginn. Einnig
voru kynningar og tilsvör söngstjór-
ans bráðfyndin og skemmtileg.
Þrúður Helgadóttir, formaður
kórsins.
Fyrri hluta skemmtunarinnar voru
leikin íslensk og erlend lög með
hljómsveit. í hléinu voru bornar
fram veitingar, sem kórfélagar sáu
um, og fram fór forkunnar skemmti-
leg tískusýning, sem 5 konur og 1
herra úr kórnum sáu um. Auðvitað
var það ullarfatnaður frá Álafossi
sem þau sýndu. Þessi sýning verður
líka sýnd í Ameríkuför kórsins.
Seinni hlutinn var mjög skemmti-
legur. Kórinn ætlar að gefa út plötu
í haust, og það er þegar búið að taka
allan undirleik upp á segulband. Nú
sagði söngstjórinn að hann ætlaði að
Úr Kerlingarfjöllum.
Hélduaðalfundí Kerlingarfjöllum
Aðalfundur Landssambands ís-
lenskra vélsleðamanna (LÍV) var
haldinn í Kerlingarfjöllum 12. apríl
s.l. Þar voru mættir um 200 vélsleða-
menn hvaðanæva af landinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem fundur
þessi er haldinn á þessum stað og var
mjög mikil ánægja með fundarstað-
inn. Hús eru hin vistlegustu, aðstaða
öll mjög góð og móttökur „Kerling-
arfjallamanna“ alveg frábærar.
Stjórn LÍV vill hér með nota tæki-
færið og færa þeim bestu þakkir
fyrir.
Þessa fundarhelgi var hið besta
veður og skartaði „Vetur konungur"
sínu fegursta. Stjórnarskipti urðu á
fundinum og lét athafnasöm stjórn
Norðanmanna, undir forystu Vil-
helms Ágústssonar af störfum eftir
2ja ára farsælt starf. Ný stjórn var
kosin og skipa hana Sunnanmenn,
sem sitja við stjórnartauma næstu
tvö árin. Nýju stjórnina skipa: Sig-
urjón Pétursson, formaður, Gylfi Þ.
Sigurjónsson gjaldkeri, Kristinn
Pálsson ritari, Sigurjón Þór Hannes-
son og Eggert Sveinbjörnsson með-
stjórnendur. í Kerlingarfjöllum voru
sýndar ýmsar nýjungar á sviði örygg-
is- og tæknimála sem henta vélsleða-
mönnum mjög vel.
Flestir fóru í ferðir um fjöllin og
nágrenni, skoðuðu Hveradalina og
frábært útsýni af Snækolli og Hofs-
jökli. Sunnud. 13. apríl fóru menn
að halda heim á leið, en um mjög
mislangan veg var að fara.
Stjórn LÍV vill nota tækifærið og
þakka öllum sem aðstoðuðu við
fjarskiptamál þessa helgi, og þá
sérstaklega hjónunum á Hveravöll-
um og starfsmönnum Gufunesradí-
ós.
Páll Helgason söngstjórí Álafoss-
kórsins.
gera það sem aldrei hefði verið gert
áður: - spila af segulbandi undir söng
kórsins. Þetta tókst mjög vel og
vakti mikla hrifningu áheyrenda.
Öll sæti voru setin í húsinu.
Það var haustið 1980 að Páll
Helgason fékk hugmyndina að því
að stofna blandaðan kór starfsfólks
Álafoss. Má því segja að Álafosskór-
inn sé fyrst og fremst sköpunarverk
Páls, enda hefur hann stjórnað hon-
um frá upphafi. Auk þess útsetur
hann mest af þeirri tónlist sem
kórinn flytur og hefur samið lög fyrir
hann.
Formaður kórsins er Þrúður
Helgadóttir. GE
Lærdómsrit
Bókmennta-
félagsins:
Dýrabær eftir
George Orwell
Hið íslenska bókmenntafélag hef-
ur gefið út í ritröðinni Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins, ritið Dýrabær
eftir George Orwell í íslenskri þýð-
ingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldað-
arnesi með formála og skýringum
eftir ritstjórann Þorstein Gylfason.
Dýrabær er talin ein af máttugustu
bókum tuttugustu aldar. Hún er
ævintýri sem hvert barn getur notið,
en líka dæmisaga og þar með lær-
dómsrit.
George Orwell (1903-1950) samdi
einkum ritgerðir og frásagnir af öllu
tæi, þar á meðal áhrifamikla frásögn
af borgarastyrjöldinni á Spáni. En
hann skrifaði skáldsögur líka, aðrar
en Dýrabæ, og af þeim er 1984
frægust.