Tíminn - 31.05.1986, Side 18

Tíminn - 31.05.1986, Side 18
18 Tíminn Útboð Hveragerðishreppur óskar eftir tilboðum í klæðn- ingu gatna í Hveragerði. Helstu magntölur eru: Jöfnunarlag 575m3 Tvöföld klæðning 11.000m2 Útboðsgögn eru afhent hjá Verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Reykjavík eða á skrifstofu Hveragerðishrepps gegn 5.000 kr. skila- tryggingu eftir kl. 13.00 mánudaginn 2. júní n.k. Tilboðum skal skila á skrifstofu Hveragerðishrepps fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 10. júní 1986. Kennarar takið eftir Okkur vantar kennara í eftirtaldar stöður við grunnskólana á Akranesi. Við Brekkukotsskóla líffræði, og raungreinakennara, íþróttakennara, kennara við deild fjölfatlaðra, almenna kennara. Upplýsingar veita skólastjóri Viktor Guðlaugsson, vinnusími 1388, heimasími 93-2820. Yfirkennari Ingvar Ingvarsson vinnusími 2012 heimasími 93-3090. “ Við Grundaskóla tónmenntakennara, mynd- menntakennara, smíðakennara, raungreina- kennara, sérkennara, almenna kennara. Upplýsingar veita skólastjóri Guðbjartur Hannes- son vinnusími 2811, heimasími 93-2723 yfirkenn- ari Ólína Jónsdóttir vinnusími 2811, heimasími 93-1408. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Skólanefnd. Félagsmála- ráðuneytið óskar eftir að taka á leigu 1200-1500 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Húsnæðið þarf að hafa gott aðgengi fyrir fatlaða. Tilboð sendist félagsmálaráðuneytinu Arnarhvoli fyrir 15. júní n.k. Nánari upplýsingar veittar í félagsmálaráðuneyt- inu í síma 25265. A iS&J Kópavogur- Dagvistun barna Innritun á dagvistarheimilið Kópasel stendur yfir. Um erað ræða dagvist allt að 7 1/2 klst. fyrir börn fædd ’81 og ’82. Opnunartímierfrákl. 7.30 til 15.00 Kópasel er dagvistarheimili með sérstöku sniði, sem starfrækt er rétt fyrir utan bæinn (við Lögberg) með aðstöðu á dagvistarheimilinu við Hábraut, miðsvæðis í bænum. Þeir Kópavogsbúar, sem óska eftir vist fyrir börn sín í Kópaseli fyrir haustið, hafi samband við Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12 sími 41570 þar sem veittar eru nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Dagvistarfulltrúi. DANSLEIKJAHALDARAR! Tökum aö okkur spilamennsku. Spilum alhliöa dansmúsík. TVÍL Uppl. í síma 91-651141 (v.s.: 91-687641) Laugardagur 31. maí 1986 lllllllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllilllllinilll Kristján Birnir Sigurðsson bóndi Ármúla við Djúp Fæddur 1937 Dáinn 1986 Laugardagurinn 5. apríl síðastlið- inn líður mér seint úr minni. Morg- unn hans lofaði góðu og leyst hafði af jörðu um nóttina, en umhleyping- ar í veðri og eigi sýnt hvað verða vildi veðurs. Pað hallar af hádegi og klukkan verður 15.00, en er hún nálgast fullnað hinnar sextándu stundar hringir síminn og mér hlær hugur í brjósti með því ég átti von á vinarhringingu hér í héraðinu gekk að símtólinu og lyfti... Hvílíkt reiðarslag! Kollega minn og vinur á ísafirði tjáir mér voðavið- burði: Flugvél, hafði farist í Ljósu- fjöllum og Kristján í Ármúla var meðal farþega. Snemma vors 1982 renndi ég heim að Ármúla, er ég kom fyrir Kalda- lón, af Snæfjallaströnd, að hitta og heilsa hinum nýja landnema og fjöl- skyldu hans. Það var málningarlykt í stofum og hreingerning í gangi, en fjör í auga og gleði ríkjandi, fullt að gera, fögnuður starfs og vors. Þannig man ég hinn látna vin minn enn í dag. Með okkur tókust þá þegar góð kynni, sem áttu þó eftir að aukast því ekki leið á löngu áður en hann tók að sér organistastörf við Mel- graseyrarkirkju, en ekki aðeins þar, heldur var strax til hans leitað á aðrar að fara, Nauteyri, Unaðsdal, Vatnsfjörð. Brást hann ævinlega vel við og var ekkert sjálfsagðara. Með honum var afar gott að starfa og viðmót hans allt lifandi og hlýtt. En organisti í sveit gengur ekki aðeins í kirkjuna til að spila þar við embætt- ið, heldur liggur bak við mikil æfing og veit ég að söngæfingarnar í Ár- múla voru mönnum tilhlökkunar- efni, eins og frú Ása Ketilsdóttir á Laugalandi tekur fram í ágætri minn- ingargrein um hann. Er augljóst að þetta starf hans svo og önnur ýmis, og þá eigi síður viðkynninguna við þau hjón á Ármúla, hefur söfnuður- inn metið að verðleikum. Sést þetta berlega á minningargreinum þeim er um hann voru ritaðaraf heimamönn- um og nágrönnum hans. Fyrir hönd safnaðanna hér í prestakallinu vil ég þakka þetta óeigingjarna starf hans. Er því ekki að leyna að fráfall hans var mikið áfall kirkjulegu starfi og vandséð hversu fylla skal það skarð er nú er orðið. Kristján heitinn var athafnamað- ur. Hann vildi líf og umsvif. Eitt sinn, nú fyrir tæpu ári, rakti hann fyrir mér hugmyndir sínar um verk- lega hluti og framfarir í sveit sinni og er ekki að efa að þeir draumar hans hefðu orðið að veruleika, og eiga e.t.v. eftir að verða það. Hitt mun þó öllum ljóst, að með honum hvarf sá aflvaki og vilji er líklegastur var, að til dygði holdtekju hugmynda þeirra er hann gekk með. Á einni stundu er hann lýsti draumi sínum um stóra hluti og ræddi möguleika þá er fyrir hendi voru, sá ég í honum mann vorsins og birtunnar, mann stórræða og breytileika, mann sem unni hérði sínu og skildi hvers var þörf, mann áræðni og hvatleika. Ég varð þess áskynja er á leið kynni okkar að hann ól með sér djúprætta trú, eða öllu heldur finnst mer að hann hefði getað sagt með Einari Ben: ,,..ég á mér djúpan grun, sem nóttin elur...“ og veit ég ekki hvort þessi logi tendraðist af kynnum hans við samferðamenn, eða barnstrú hans vitjaði hans og steig uppúr undirmeðvitundinni er á leið ævi, nema hvort tveggja hafi verið. Hvað um það, þetta lífsvið- horf Kristjáns heitins hefur létt hon- um stundir, ef erfitt var og er vissulega einkenni allra þeirra er unna lífi og manni á þessari jörð. Við sáumst síðast á Melgraseyri. Hann kvaddi mig í anddyri hússins og gekk rösklega niður tröppurnar og settist í bifreið þá er ók honum á flugvöllinn; hann hafði spilað sinn síðasta sálm... Ég sé í grein vinar míns Engilberts á Hallsstöðum, stuttri en gagnorðri, að hann segist vart hafa harmað fráfall annars manns fremur, sér óvandabundins. Undir þetta get ég tekið, þótt ég hafi staðið yfir moldum margra Djúpmanna, mér meira eða minna kærir e. atvik- um. En hér kemur ekki til aðeins góð viðkynning við Kristján, heldur og dálítil eigingirni: Á þennan mann gat ég og söfnuðirnir alltaf treyst. Við höfum, og getum fengið, góða og gilda bændur í Djúp. En ég læt ósagt að neinn þeirra hafi af Guði vorum þegið náðargáfu söngs og hljóðfæraleiks. Vil ég enn þakka allt hans framlag til guðsþjónustuhalds í Vatnsfjarðarprestakalli, og mun í því tilliti lengi til munað þeirra ára er hans naut við. Fjösum eigi lengi um hverfulleik þessa lífs. Menn segja: Ó hversu undarlegt, að taka sér í munn hið gamal-gríska: Sá, sem nýtur hylli guðanna, deyr ungur, lítum heldur á þennan voðaviðburð sem eina á- minning til okkar: ...Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi Ijóð, ein veig ber vort líf undir tœmdum dreggjum - Hvað vill sá er rœður?" (Einar Benediktsson) og minnumst þeirra sanninda að í voru lífi er fátt, er fulltreysta má. Hér fyrr í dag komu 3 ungar stúlkur af Drangajökli. Þær höfðu gist að Gerði ekkju Kristjáns heitins, en þau höfðu drifið upp gistiaðstöðu í hinu gamla læknishúsi Kaldalóns. Var það eitt gott framtak af þeim hjónum, með því Ármúli var í gamla daga vissulega endastöð og getur verið það enn í ýmsum tilfellum, eða staður áningar og hvíldar. Rómuðu þær mjög móttökur allar og veit ég að allt mun þar af myndarskap búið. Mun það jafnan verða talið happ og gifta hvers og eins er hlýtur góðan lífsförunaut og var Kristján heitinn í þessu efni hamingjusamur. Vil ég enda þessar línur mínar með samúð- arkveðju til Gerðar og barnanna á Ármúla. Lifið heil. Að kveldi hvítasunnudags annars. Síra Baldur Vilhelmsson, Vatnsfírði. BÆKUR ARBÓK FERDA- FÉLAGS ÍSLANDS Þótt ég sé gamall og farinn og hættur öllum ferðalögum, þykir mér alltaf fengur í Árbók Ferðafélagisns, ekki síst þegar hún fjallar um þær slóðir sem ég hef farið um. Einar Haukur Kristjánsson skrif- stofustjóri gerir leiðsögn sína um Snæfellsnesið ekki endasleppa. Hann skrifaði Árbók Ferðafélagsins um Snæfellsnesið 1982. Hún fjallar um nesið sunnanvert, og hefst þar sem fræðimaðurinn Guðlaugur Jóns- son endaði sína frásögn. Einar Haukur komst í reisu sinni 1982 að hinu illræmda Ólafsvfkurenni. - Áður hafði Helgi Hjörvar rithöfund- ur skrifað meginhluta Árbókarinnar 1932 um Snæfellsnesið. - Þarna hafa engir lúðulakar verið að verki. Nú heldur Einar Haukur ferð sinni áfram um norðanvert nesið, um vegi og vegleysur, og kemur víða við sem vænta mátti. Að vísu eru nú vegleysurnar á þessum slóð- um orðnar fáar og stuttar. Þó finnast þær, ef farið er útfyrir hvert annes sem fálmar út í Breiðafjörð frá hinum tröllvaxna skaga sem nefndur er Snæfellsnes. Og svo vitanlega í fjallaskörðum sem liggja um þvert nesið, og stundum voru þrædd. Hvernig höfundinum hefur tekist lýsingin á landinu og leiðsögnin um 1/ Bergsveinn Skúlason það, verða sjálfsagt skiptar skoðan- ir. Slíkt verður aldrei gert svo öllum líki. Mér sýnist umferðin um innstu hreppana á norðanverðu nesinu og eftirmælin um eyjabúskapinn hefði mátt vera öllu ýtarlegri. En allt hefur sín takmörk, og eflaust hefur Einari verið sagt fyrir um stærð bókarinnar. - Hann segir á einum stað, að stærsta eyjaverstöðin á Breiðafirði hafi verið í Höskuldsey. Ég ætla að Bjarneyjar hafi löngum haft þar vinninginn. Hann segir líka, að verslunarhús hafi verið í Höskuldsey. Vel má það vera, þótt ekki hafi ég heyrt þess getið áður. En hvað sem þessu líður, er bókin bráðskemmtileg aflestrar og hin ágætasta, enda kryddar höfundurinn frásögn sína óspart gömlum sögum og sögnum af nesinu, sem þar eru nær óþrjótandi. Hefði hann þó að ósekju mátt gera meira af því. Svo virðist, sem um allar aldir hafi þessi landshluti öðrum fremur, seitt til sín sérkennilega gáfu og athafnamenn, sem sögur voru sagðar af en síðar urðu að þjóðsögum. Og vel kann Einar Haukur með sagnir að fara. Bókin er prýdd mörgum fallegum ljósmyndum, flestum eftir Grétar Éiríksson. Skipar hann nú sess með- al fremstu landslagsljósmyndara hér á landi. Og aldrei gleymir hann fuglunum. Þá skrifar Eyþór Einarsson grasa- fræðingur skilmerkilega um gróður- far á öllu nesinu. Um þann kafla bókarinnar hef ég engin orð. Eflaust er það allt í sómanum. Þegar alls er gætt held ég, að þessi Árbók sé ein sú besta sem Ferðafé- lagið hefur látið frá sér fara. Og sannarlega mega Snæfellingar una vel sínum hlut frá hendi Ferðafélags- ins. Bergsveinn Skúlason.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.