Tíminn - 31.05.1986, Síða 24

Tíminn - 31.05.1986, Síða 24
Þruöur Helgadottir Sigrun Magnusdottir Alfreð Þorsteinsson Hallur Magnusson Margeir Daníelsson Sveinn Grétar Jónsson Helgi S. Guómundsson Sigurður Ingólfsson Guðrún Einarsdóttir Dr. Þór Jakobsson Þau skipa efstu sæti B-listans • Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á, aö fjár- málastjórn borgarinnar sé í góðu lagi og hagsýni gætt í meðferð almannafjár. Flokkurinn gagnrýnir harð- lega, að Innkaupastofnun Reykjavíkurskuli sniðgeng- in, þegar gerð eru innkaup fyrir borgina fyrir tugmill- jónir króna. Samstarf sveitarfélaganna • Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag á alltaf að taka mið af þörfum fólksins á hverjum tíma, og er ekki óeðlilegt að leitað verði álits almennings um ýmis skipulagsmál í skoðana- könnunum. Austur-miðbær í Suður-Mjódd • Framsóknarflokkurinn telur brýnt verkefni að' reisa austur-miðbæ Reykjavíkur í Suður-Mjóddinni, sem svo er nefnd. Þar ætti að rísa þjónustu- og verslunarhverfi. Þá mundi einnig vera hægt að leggja allar hugmyndir um hraðbraut í Fossvogsdal til hliðar en koma þar upp fögru og skjólríku útivistarsvæði. Aukinn stuðningur við íþróttir • Framsóknarflokkurinn telur mikla þörf fyrir að gera borgarbúum kleift að nýta frístundir sínar ttl þess að iðka íþróttir og útivist. Flokkurinn telur, að Reykjavíkurborg eigi að styðja áhugamenn og íþrótta- félög til þess að halda uppi margháttuðu tómstunda- starfi. Húsnæðismál • Framsóknarflokkurinn vill að sem flestir búi í eigin húsnæði. Hann telur að efla beri byggingasamvinnu- félög, og að ungu fólki verði auðveldað að kaupa húsnæði í eldri hverfum borgarinnar. Margir hafa ekki tök á að kaupa eigið húsnæði, og því fólki verður að sjá fyrir leiguhúsnæði af hóflegri stærð. Ungu fólki verði einnig séð fyrir leiguhúsnæði til ákveðins tíma. Efla þarf vinnumiðlun • Framsóknarflokkurinn vill efla starf atvinnumála- nefndar og gera það markvissara. Meginhlutverk hennar er að athuga hvaða kostir eru fyrir hendi í atvinnumálum og undirbúa stefnumótun borgarinnar í þeim efnum. Efla þarf vinnumiðlun, og sérstakur gaumur gefinn því fólki, sem einhverra hluta vegna hefur orðið að hverfa frá námi eða á, af einhverjum ástæðum erfitt með að komast út á vinnumarkaðinn. Iðnþróunarsjóður • Framsóknarflokkurinn vill að stofnaður verði Iðnþróunarsjóður Reykjavíkur til að efla atvinnulíf í borginni. Skólar og heimili • Framsóknarflokkurinn vill aukið samstarf heimila og skóla, og tclur brýnt að skólatími verði samfelldur og börn fái málsverð í skólunum. Þá er nauðsynlegt að skólinn geti gripið inn í uppeldi barna þar sem heimilin bregðast. Fj ölsky ldup ólitík • Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á samræmda fjölskyldupólitík og fjölskylduvernd, sem þýðir að gera verður ráðstafanir til þess að atvinnulíf, þjónusta, uppeldi og menningarstarf miði að því að efla fjölskylduna. Vinnumarkaðurinn á að viðurkenna foreldrahlutverkið með því að hafa vinnutíma sveigj- anlegan þar sem því verður við komið. Foreldrar sem kjósa að vera heima með börnum sínum en ekki að hafa þau á dagvistunarstofnunum eiga að fá greiðslu frá borginni er nemur því, sem borgin greiðir með hverju barni í dagvistun. Stuðningur við kirkjuna • Framsóknarflokkurinn vill hlúa að starfi kirkjunn- ar, safnaða og kvenfélaga kirkjunnar og bendir á, að kirkjan er vettvangur allrar fjölskyldunnar. Heilsugæslustöðvar • Framsóknarflokkurinn vill að heilsugæslustöðvar séu í öllum aðalhverfum borgarinnar. Hlutverk heilsu- gæslustöðva á m.a. að vera í því fólgið að veita fræðslu um hollt líferni og benda á skaðsemi reykinga og vímuefna. Stuðningur við aldraða • Framsóknarflokkurinn vill efla samtök aldraðra sjálfra og áhugafólks um öldrunarmál. Hafa ber að leiðarljósi þau grundvallarmannréttindi aldraðra, að þeir taki sjálfir ákvarðanir um þau mál er þá skipta. Efla verður heimilishjálpina og heimahjúkrun, koma verður á fót fleiri dagvistunarstofnunum og leiguíbúð- um fyrir aldraða. Einnig, að komið verði á heimsend- ingu matar og fleiri sameiginlegum mötuneytum. Strætisvagnar Reykjavíkur • Framsóknarflokkurinn vill að tekið verði upp nýtt kerfi fargjalda strætisvagnanna. í stað afsláttarmiða korni skírteini er gildi á öllum leiðum ótakmarkað, ákveðið tímabil.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.