Tíminn - 01.06.1986, Page 3

Tíminn - 01.06.1986, Page 3
Sunmjdagur; t> •|úe1jM'986? Tírhlnh11 3-' Austurrísk listá hátíð! Listahátíðardagana 31. maí til 15. júní, verður í Nýlistasafn- inu sýning á verkum 10 ungra Austurríkismanna, þeir eru: Birgitte Kowanz, Erich Sperger, Franz Graf, Fritz Grohs, Gerw- ald Rockenschaub, Heimo Zo- berning, Josef Famaseder, Peter Kogler, Romana Scheffknecht, Wolfgang Schrom. Það sem er sameiginlegt með þessum lista- mönnum er, að öll vinna þau abstrakt myndir, allt frá ljóð- rænum abstraktsjónum upp í harða geometríu. Listamennirn- ir hafa vakið talsverða athygli að undanförnu í listheiminum og heilu greinarnar í listtímaritun- um hafa velt þessum hræringum fyrir sér. Það má segja að það sem þarna gerist, tengist þessari gerjun sem átt hefur sér stað að undanförnu í listheiminum. Listamennirnir leita fyrir sér aft- ur í tímann, í þær stefnur sem upp hafa komið á þessari öid, en voru aldrei kannaðir til hlítar, vegna hraðrar atburðarásar sögunnar, og hefja rannsóknir sínar'-'á þeim punkti sem frá var horfið. Nýlistasafnið telur að þetta sé góð viðbót við hina ágætu listahátíð. Safnið stendur einnig fyrir sýningum á kvikmynd eftir fræga enska listamenn, sem vinna öll sín verk í sameiningu, og eiga sér talsvert lengri starfsferil að baki. Þessir menn heita Gilbert og Georg og hafa þeir komið víða við á þessum starfsferli sínum, sem hófst á sjöunda áratugnum. Þeir teljast til kons- ept listamanna, en hafa þó verk á sýningum jafnt nýmálara sem konseptlistamanna. Flest söfn Evrópu og víðar munu eiga verk eftir þá. Kvikmyndin verður sýnd í MÍR salnum. Vélaeigendur: TAKIÐ EFTIR!!! Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrirvaraeftirfarandi: x Alla helstu varahluti fyrir Caterpillar og Komatsu vinnuvélar. x Beltakeðjur og aðra undirvagnshluti í allar gerðir beltavéla. x Slitstál, skerablöð og tannarhorn fyrir jarðýtur og veghefla. x Riftannaodda fyrir jarðýtur. x Spyrnubolta og skerabolta allar stærðir. x Stjórnventla og vökvadælur fyrir 12/24 volta kerfi. x Slitplötur og aðra varahluti í mulningsvélar. x Hörpunet allar stærðir fyrir malarhörpur. x Færibönd og varahluti í færibönd. x Drifkeðjurogfæribandakeðjur fyrir verksmiðjur og landbúnaðarvélar. Einnig fyrir lyftara, vökvakrana, rafstöðvar, loftpressur, götusópa, dráttarvélar og flutningatæki. ALLT Á EINUM STAÐ: Og við teljum niður verðbólguna hraðar en margir aðrir. VÉLAKAUP h/f Sími641045 HOLLUSTU HORNIÐ Svanfríður Hagwaag Grænmetisfrauð Grenmetisfrauð er stórgott oggetur gert mikið fyrir máltíðina. Blandan af eggjum, mjólk og grænmeti gerir það að verkum að næringarefnin blandast fullkomlega. Meira að segja þeim sem ekki eru hrifnir af soðnu grænmeti finnst grænmetisfrauð gott. Þessi uppskrift er grunnuppskrift og í hana er hægt að nota næstum hvaða soðið grænmeti sem er og þess vegna er alveg upplagt að nýta til þess þá afganga sem til falla. Grænmetisfrauð 1/4 bolli srnjör 1 tsk. sjávarsalt 1 msk. hunang 1/4 bolli heilhveiti 1 1/2 bolli hituð mjólk 5 eggjarauður 2 3/4 bolli fínsaxaðsoðiðgrænmeti 5 eggjahvítur Bræðið smjörið, látið hveitið út í og látið krauma í 3-4 mínútur án þess að hveitið brúnist. Bætið út í sjávarsalti, hunangi og velgdri mjólkinni. Látið suðuna koma upp, þeytið vel með vírþeytara og látið síðan sósuna kólna þangað til hún er vel volg. Bætið út í þeyttum eggjarauðum og soðnu grænmetinu og haldið áfram að kæla. Þeytið eggjahvít- urnar þangað til þær eru stífar. Þegar grænmetisblandan er orðin köld er eggjahvítunum hrært var- lega saman við. Hellið yfir í 1 1/2 lítra smurt ofnfast mót. Látið í vatnsbað og bakið í 150°C heitum ofni. Bakið í um það bil 1 klukku- stund eða þangað til hægt er að stinga prjóni í frauðið og hann kemur hreinn út. Þessi grænmetisfrauð eru mjög góð með sojaborgurum eða öðrum baunaréttum. Berið frauðið fram með góðri sósu. Hér kemur með uppskrift af Indverskri sósu sem er mjög góð með. Indversk sósa 1/2 bolli heimatilbúin majónsósa 1/2 bolli sýrður rjómi 1 tsk. sítrónusafi 1/4 tsk. karrí Blandið öllu vel saman. Stórar vélar eingongu? Nei, líka einfaldar,ódýrar pokalokunarvélar. Pokalokunarvélar frá 7.000 kr. Þær henta stórum sem smáum rekstrareiningum, t.d. þegar pakk- að er varahlutum, rafmagnsvörum, nöglum eða skrúfum; fatnaði; matvörum, t.d. kartöflum eða samlokum; sælgæti, t.d. poppkorni, kúlum eða karamellum; þvottaefni; hljóm- plötum; fræi, blómaáburði og gróðurmold; smámynt og þannig mætti lengi telja. Audion Speedpack. Sníður pokann eftir vörunni um leið og pakkað er. Úrval annarra pökkunarvéla. Plastprent selur úrval annarra pökkunarvéla af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt höfum við í 26 ár framleitt alls konar plastumbúðir úr eigin filmu, með og án áprentunar. Það er því engin tilviljun að flestallir Islendingar meðhöndla daglega vörur sem pakkað er í umbúðir frá okkur. Plastpökkun er framtíðarlausn. 4Plast sparar miðað við aðrar umbúðir, verndar vel og uppfyllir auknar kröfur um geymsluþol og auglýsingargildi. Forysta Plastprents byggist á tækniframförum, fjölhæfu starfsliði og mikilli reynslu. Þess vegna leysum við pökkunarvanda íslenskra fyrirtækja. ^ Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. Audion Contisealer. Vélknúin. Fyrir færibandalok- un. Hraði 7,5 m/mín. ARGUSCO

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.