Tíminn - 01.06.1986, Page 5

Tíminn - 01.06.1986, Page 5
Sunnudagur 1.júní 1986 Tíminn 5 Karl Kvaran: Form, litir og spenna í tilefni Listahátíðar verður haldin í Listasafni íslands yfir- iitssýning á verkum Karls Kvar- an listmálara. Sýningin spannar 45 ára starfsferil Karls, frá 1941 til 1986, en allan þennan tfma hefur Karl verið óhemju starfsamur listamaður. Á námsárum Karls var mikil áhersla lögð á teikningu, og hefur teikningin, línan og hreyf- ingin alla tíð síðan gegnt mikil- vægu hlutverki í myndlist hans. Sjálfur komst Karl svo að orði, í viðtali við Björn Th. Björnsson í Birtingi 1958: „Ég held að maður verði að ganga í gegnum mjög stranga og nákvæma teikniþjálfun, meira að segja akademíska vöðvateikningu, til að fá tilfinningu fyrir hlutum í heildinni, fyrir heild myndflatar- ins.“ Eftir námsdvöl sína erlendis komst Karl í kynni við Septemb- er-hópinn, en Þorvaldur Skúla- son listmálari, hafði verið kenn- ari Karls á árum áður. í gegnum September-hópinn, en með hon- um sýndi Karl árin 1951 og 1952, kynntist listamaðurinn konkret- isma þriðja áratugarins. Má segja að þar með hafi teningun- um verið kastað og að geometr- ia, eða flatarmálverk hafi ein- kennt verk Karls alla tíð síðan. Þó er fjarri að stöðnun hafi ríkt innan þessa tiltölulega þrönga ramma sem listamaður- inn hefur valið sér. Bæði hefur efnisnotkun hlaupið á milli olíu, gvass og túsks, auk þess sem Karl vann á tímabili allnokkuð með klippimyndir. Myndformin hafa breyst hægt en sígandi og liturinn hefur fengið að þjóna mismunandi hlutverkum. Myndir hans eru flestar þraut- unnar og markvissar, og hefur Karl tíðkað það hin síðari ár að mála myndir sínar í nokkrum lögum, þannig að stundum skín í eldri yfirferðir. Hefur málarinn náð með þessu að auka myndir sínar lífi og spennu, og fært inn í þær ákveðnar víddir, bæði tíma og rúms. Það er athyglisvert, að geo- metrían, sem Þorvaldur Skúla- son sagði á sínum tíma að bæri „með sér hraða nútímans og breytileik,..“, virðist nú aftur eiga upp á pallborðið hjá ungum listamönnum. Merki þess má meðal annars sjá í Nýlistasafn- inu nú yfir Listahátíðina, en þar sýna 10 ungir Austurríkismenn, abstrakt myndir, allt frá ljóð- rænum abstraktsjónum upp í harðar geometríur. Hvort þeir nálgast viðfangsefnin út frá sömu forsendum og t.d. Karl Kvaran skal hinsvegar ósagt látið. Sýning Karls verður opin dag- lega frá kl. 13.30 til 22.00, fram til 29. júní. phh Elsta verkið á sýningunni, Uppstiliing, frá 1941. (Tímaniynd: Gísli Egill) Karl Kvaran. Karl Kvaran í dag, Málverk, 1985- 86. (Tímamynd: Gísli Egill) DRÁTTARVELAR | jT| | d Massey Ferguson ORYGGI FRAMAR ÖLLU ER STYRIBUNAÐURINN í LAGI ? Notið „original“ MF varahluti: sterkari öruggari ódýrari BUNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMULA3 REYKJAVlK SlMI 38900

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.