Tíminn - 01.06.1986, Page 7

Tíminn - 01.06.1986, Page 7
Sunnudagur1.júní 1986 Tíminn 7 ■ Hér hefur verið búið um lík konu sem náð hefur tuttugu til þrjátíu ára aldri. Hún hefur mátt sín mikils í lifanda lífi og hlotið virðulega útför, en í haugnum fundust skartgripir og nælur. Gröfin fannst í Fole á Gotlandi í Svíþjóð. ■ Örvar sem notaðar voru til að tendra eld í bústöðum fjandmanna. Kveikjan varfest í rákinni sem sjá má á oddi örvanna. ■ Um helgidóm Svíaríkis um 900 ritar Adam frá Bremen: „Ekki fjarri hofinu stendur mikið tré, sem teygir greinar sínar vítt og er alltaf grænt, bæði um sumar sem um vetur. Enginn veit hvað sú tegund er kölluð. Þar er einnig lind, þar sem heiðingjar fórna til heiðurs guðum sínum og henda í lindina lifandi manni. Komi hann ekki upp aftur verða óskir manna upp fylltar." í tré þetta sem Adam minnist á voru hengdir menn, hundar og hestar sem fórnað var. Einn kristinna manna er sagður í riti hafa séð hanga í trénu samtals sjötíu og tvo menn í einu. En við athöfnina eru sungnir söngvar sem Adam frá Bremen vildi ekki hafa eftir. ■ Danski Tollundmaðurinn er heimsfrægur. i Skeggið er dægurgamait og yfir andliti hans ríkir ró og kyrrð. Það er undarlegt til þess að hugsa, að fyrir 220 árum var þessi maður kyrktur - um það vitnar kaðallinn um háls hans - og því næst var, lokið aftur augum hans og munni. Hann fannst og í mýri, en hörundslitur, hár og skegg verður roðalitt. ■ I fenjum og mýrum á Norður- löndum þar sem menn hafa búið frá örófi alda má finna ótrúlega vel varðveitt lík manna sem lifðu á járnöld. Mennirnir eiga það sammerkt að hafa látið lífið með voveifjegum hætti; þau hafa mörg hver verið svipt höfuðleðri, hár þeirra rakað, þeim hefur verið misþyrmt og sum hver, eins og Grauballemaðurinn sem hér sést, verið skorinn á háls eyrna á milli og lemstraður. Maðurinn liggur á bakinu. Fornleifafræðingar og sagnfræðingar hallast helst að því, að svona hafi verið farið með afbrotamenn, því að lík annarra voru brennd. Árið 100 e. Kr. hefur Rómverjinn Tacitus skráð lýsingar á Thulitum (þeim sem búa í Thule) og ritar um reglur þeirra og lög: „Svikara og afbrotamenn hengja þeir í tré upp; blauðum og aumingjum og þeim er misbjóða líkama sínum (kynvillingum) er drekkt í mýri og líkin hulin- með ábreiðu úr basti.“ Einnig: „Hafi kona samneyti við mann, annan en þann sem hún er bundin með lögum, skal hún lífið láta í mýri“. Á meðal afbrotamanna eru einnig lagðir þrælar, sem bundnir hafa verið á höndum og fótum og höfuðið mölvað. Það hefur næst verið höggvið af og því komið fyrir milli fóta þrælsins svo hann gangi ekki aftur og ásæki menn. Oft var rekinn páll í brjóst hins dána í sömu erindum. Hin myndin er tekin í gegnum smásjá og á henni má sjá síðustu máltíð Grauballemannsins. í þessari viðbjóðslegu súpu kenndi ýmissa grasa og róta, korna og sveppa en fyrir myndinni miðri er hár af rottu eða mús. Ekki fysilegur kostur fyrir mann á öld hraða og tækni. ■ Klofið höfuð víkings eftir axarhögg, en fyrst hafði hann misst nokkrar tennur. „Sjá maðr hefir helst hraðfeigr verit“, hefði Skarphéðinn mælt. ■ Nákvæm eftirlíking af víkingaþorpinu Birka í Svíþjóð. ■ Þessi kappi hélt í veislu til Valhallar, því ekki er gróin und, en beittu sverði hefur verið höggvið t læri hans. Hér skal minnt á frásögn úr Njálssögu: „Kolskeggr brást við fast ok óð at honum ok hjó með saxinu á lærit ok undan fótinn ok mælti: „Hvárt nam þik eða eigi?“ „Þess galt ek nú,“ segir Kolr, „er ek var berskjaldaðr,“ - ok stóð nökkura stund á hinn fótinn ok leit á stúfinn. Kolskeggr mælti: „Eigi þarft þú að líta á, jafnt er sem þér sýnist, af er fótrinn."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.