Tíminn - 01.06.1986, Page 9

Tíminn - 01.06.1986, Page 9
Sunnudagur 1.júní 1986 Tíminn 9 fyrir sig og tímafrekt og slítandi að standa í því að afla styrkja. Hér eru 4 opinberir kvikmynda- sjóðir og ef maður fær styrk úr fyrsta sjóðnum benda allar líkur til þess að maður fái styrk úr þeim næsta. En ef maður er hins vegar svo óheppinn að fá ekkert úr þeim fyrsta, fær maður heldur ekkert frá hinum. Þess vegna reynir maður fyrst við þann sjóð sem er líklegastur.“ Lutz kímir. „En svo er náttúrlega hægt að reyna við þá alla í einu, en það getur verið svolítið áhættu- samt.“ Hann hlær. „En ég ákvað að ráða framkvæmdastjóra til að sjá um að afla fjár, til þess eru jú framkvæmdastjórar. Og hann stakk upp á því að Gert færi yfir handritið og færði það í betra form. Ég er mjög ánægður með þetta fyrirkomulag. Prófessíó- nalmenn í hverri stöðu. Það að vinna sjálfur öll þau störf sem tengjast undirbúningi og gerð kvikmyndar - eins og ég hef gert fram til þessa - er líka fjárhags- lega óhagkvæmt. Sjálfur er ég ekki handritahöfundur, þótt ég hafi skrifað nokkur handrit, hæfileikar mínir liggja í leik- stjórninni.“ Og síminn hringir. Lutz stekk- ur upp og til allrar hamingju er handritshöfundurinn Gert hin- um megin á línunni. Kominn til Múnchen og segist ætla að koma eftir klukkutíma. Lutz léttir mikið. Verður einn sælusvipur í andlitinu en svo sé ég glitta í stress í augunum. Og rétt í þann mund sem hann hefur lagt á hringir síminn aftur. í þetta sinn er það vinur hans, kvikmynda- gerðarmaðurinn Jan Schútte, einn sjömenninganna. Segist himinlifandi hafa fengið 300 þús- und þýsk mörk frá þýska sjón- varpinu vegna kvikmyndar sem hann ætlar að gera og þar sem Lutz verður kvikmyndatöku- maður. Hvort þetta sé ekki til- efni til að skála í freyðivíni? Og hvort þeir eigi ekki að hittast daginn eftir? Og enn heldur síminn áfram að hringja. Lutz sér fram á að við svo búið megi ekki standa og stillir símsvarann á. SJÁUMEKKIAÐ KVIKMYNDALISTIN ER UNDANTEKNING... Honum er mjög niðri fyrir þegar hann er sestur niður aftur og áður en mér gefst ráðrúm til að bera fram spurningu er hann byrjaður. „Allir ungir kvik- myndagerðarmenn eru mjög óþolimóðir. Pegar við verðum ástfangin af því að verða kvik- myndagerðarmenn höfum við í raun orðin ástfangin af listinni. Við horfum á myndir eftir Fell- ini, Antonioni, Orson Welles. Heillumst og hugsum, já, þetta er list og mig langar að verða listamaður. Við sjáum hins veg- ar ekki að kvikmyndalistin er undantekningin frá reglunni, en kvikmyndaiðnaðurinn ískaldur raunveruleikinn. Aðal kvik- myndalistarinnar er að þar er áhorfandanum gefið frelsi til að móta eigin skoðanir á persónun- um og atburðarásinni, en ein- kenni iðnaðarframleiðslunnar er að kvikmyndahöfundurinn leið- ir áhorfandann algjörlega og segir honum hvað honum eigi að finnast um persónurnar og at- burðarásina. Hvort tveggja hef- ur sína kosti og galla, kvik- myndalistin getur t.d. gefið áhorfandanum of mikið frelsi til að túlka myndina og þá er sú hætta fyrir hendi að hann hætti að fylgjast með, detti út og verði fyrir vonbrigðum. Sjálfur vil ég fara bil beggja, taka það besta úr báðum. Og þess eru líka dæmi að það hafi tekist. Líttu á Chaplin, Griffith, Fritz Lang og Antonioni. í fyrstu myndum Antonioni er áhorfandinn t.d. leiddur áfram en honum líka gefið svigrúm til að túlka mynd- ina á sinn hátt.“ En það blæs ekki byrlega fyrir evrópskri og þýskri kvikmynda- gerð í dag m.a. vegna fjárhags- legrar krísu? „Nei,“ segir Lutz og dæsir, „það að vilja vera í senn kvik- myndagerðarmaður og lista- maður er að verða svolítið gam- aldags. Það sem gengur í al- menning eru annars vegar bandarískar stórmyndir eins og myndir eftir Stallone og Spiel- berg, Hollywoodframleiðsla þar sem mönnum gefst lítill kostur á að reyna að gera listaverk. Og svo hins vegar illa gerð vídeó- framleiðsla fyrir sjónvarp - sápuóperur eins og Dallas. Þar biður enginn um vönduð vinnu- brögð, það er bara nóg að hafa sömu andlitin og sömu atburða- rásina. Fólk þarf ekki einu sinni að þurfa að hafa gengið í kvik- myndaskóla fyrir svona fram- leiðslu því þetta er bara rútína. Kvikmyndagerðarmenn hafa í raun ekki lengur efni á því að gera kvikmyndir fyrir hvíta tjaldið, því bíóaðsókn er svo lítil. Fólk vill frekar vera heima og horfa á sjónvarpið eða videó. Og kvikmyndahúsin fara hvert af öðru á hausinn.“ SAMKEPPNIN SÍFELLT HARÐARI Lutz stendur upp og nær í brauð og ost. „Hér kemur líka meira til. Samkeppnin, bæði hér í Þýskalandi og annars staðar, er líka alltaf að verða harðari og harðari. Á hverju ári útskrifast úr kvikmyndaskólum hér í Þýska- landi 50-60 nýir kvikmynda- gerðarmenn, svo ekki sé minnst á þá sem fara út í kvikmynda- framleiðslu án þess að vera skólagengnir. Og 1 af hverjum 12 meikar það að gera eigin kvikmyndir. Árið 1978 þegar ég var við nám hér í kvikmynda- skólanum í Múnchen var gerð könnun á því hve margir af þeim sem útskrifast úr kvikmynda- skóla ynnu við gerð kvikmynda. Niðurstaðan var 80%. Þessi könnun var gerð til að réttlæta tilvist kvikmyndaskólanna, þú skilur, en þeir voru stofnaðir fyrir um 20 árum þegar sjón- varpið var í gífurlegri útþenslu og prófessorarnir í skólunum kæra sig ekkert um að missa vinnuna. Ég er hins vegar ansi hræddur um að farið hafi verið hrikalega frjálslega með stað- reyndir og að þeir sem vinna við það að selja aðgöngumiða í kvikmyndahúsum hafi líka verið taldir með, eins og einn sem útskrifaðist með mér gerir. Ég held að atvinnuleysið sé nær því Úr kvikmyndinni Svart og syk- urlaust, sem samnefndur leikhóp- ur gerði með kvikmyndagerðar- manninum Lutz Konermann. að vera ríflega 50%. Og sam- keppnin er meira að segja svo eitruð að krakkarnir sem eru í kvikmyndaskólanum hér í Múnchen þora varla að gera fyrstu skólakvikmyndina sína, því prófessorarnir eru sífellt að hamra á því að þau verði að standá undir því að hafa verið valin úr hópi hundraða umsækj- enda í skólann. En það kemur fleira til. Sjónvarpið er hægt og hægt að drepa niður þýska kvik- myndagerð." ÞÁTTUR SJÓNVARPSINS Ég gríp andann á lofti. Sjón- varpið, segirðu. En nú tekur sjónvarpið þátt í kostnaðinum við gerð kvikmynda. Fjöldi kvikmyndagerðarmanna gerir kvikmyndir í samvinnu við sjón- varpið. „Já, en það er vítahringur,“ segir Lutz á sinn skýra og rólega hátt. „Sjónvarpið fjármagnar aldrei nema lítinn hluta hverrar myndar, og það er heldur ekki hægt að gera allar gerðir kvik- mynda fyrir sjónvarp. Tökum sem dæmi kvikmyndina De- utschland im Herbst, mynd sem var gerð í einum hvelli og var mjög aktúell. (Þýskaland að hausti, sýnd á kvikmyndahátíð á íslandi fyrir nokkrum árum, eft- ir ýmsa kvikmyndahöfunda ss. Fassbinder, Schlöndorff og Al- exander Kluge, í tilefni þess að helstu forsprakkar Baader- Meinhof hreyfingarinnar létust í Stammheimfangelsinu. Frömdu #annað hvort sjálfsmorð eða voru myrt.) Sjónvarpinu er stjórnað af pólitíkusum og ákvarðanir taka þar mjög langan tíma. Og þeir hefðu án ef ekki viljað taka þátt í gerð kvikmyndar eins og þessarar. Þeir vilja bara kvik- myndir sem hægur leikur er að endursýna, sígildar myndir, því endursýningarrétturinn kostar þá lítið. Og þeim mun meira sem kvikmyndagerðarmenn gera fyrir sjónvarp þeim mun minni áhuga hefur fólk á því að fara í bíó, því það veit að innan skamms getur það sé kvikmynd- ina í sjónvarpinu.“ Lutz stendur upp og gengur um gólf. „Já, ástandið er slæmt en auðvitað höldum við í vonina um að þetta lagist. Wenders, Herzog, Schlöndorff, Hauff og fleiri frægir þýskir kvikmyndaleik- stjórar gengu líka í gegnum erfiðleika þegar þeir voru í mín- um sporum fyrir 20 árum, en möguleikar þeirra voru að vísu miklu meiri.“ Skyndilega er hringt bjöll- unni. Gert Weiss, handritahöf- undurinn gengur í bæinn. Lutz biður hann að fá sér sæti, við séum rétt að klára. Gert kinkar kolli og innan skamms liðast stressaður reykurinn af Gitann- es-sígarettunum hans um stof- una. SVART 0G SYKURLAUST GERD í EINUM GRÆNUM... Segðu mér frá Svörtu og syk- urlausu Augu Lutz skjóta gneistum. „Svart og sykurlaust var gerð í einum hvelli og fyrir engan pening. Ég sótti nefnilega ekki um neina styrki því ég fór íslensku leiðina sló lán í banka. Ég vissi að aðeins einu sinni getur maður leyft sér að taka mikla fjárhagslega áhættu við gerð kvikmyndar og mér fannst minn tími vera kominn. En stundum hugsaði ég með mér: „Vá.. hvernig getuðu borið ábyrgð á fjárhagslegri afkomu 15 manns með enga peninga í höndunum“ og mér sortnaði fyr- ir augum. En ég var í krísu, því ég hafði eytt svo miklum tíma í verkefni sem ekkert kom út úr og ég var orðinn þreyttur á því. Árið 1983 var t.d. friðarhreyf- ingin hér í Þýskalandi í mikilli Úr myndinni Svart og sykurlaust. uppsveiflu. Stjórnmálamenn voru hræddir um að þessi vöxtur í friðarhreyfingunni yrði að alls- herjar blóðbaði - að rauðu hausti - en talsmenn friðarhreyfingar- innar sögðu nei, baráttan verður friðsöm. Ég reyndi því að hóa saman kvikmyndagerðarmönn- um til að gera kvikmynd sem yrði svipuð að formi og Deutsch- land im Herbst en kvikmyndin okkar átti að vera gerð af nýrri kynslóð, ’78-kynslóðinni í stað ’68-kynslóðarinnar. Ogsjöskrif- uðum við saman handrit í einum hvelli. En fjármagnsskortur drap þetta fyrirtæki niður. Við fertg- um að vísu styrk frá einum kvikmyndasjóði og það átti að vera nóg til að við gætum byrjað en það dróst í mánuði að við fengjum féð í hendurnar. Og svo urðu stjórnarskipti - hægri öfl komust til valda og nyi tnnan- ríkisráðherrann, Zimmermann, sem er mjög íhaldssamur komst í þetta mál og spurði hvað hér væri eiginlega um að vera. Við urðum því að bíta í það fúla epli að hætta við myndina í janúar 1984, eftir inargra mánaða taugastríð við að bíða eftir þess- um peningum, því kvikmyndin hefði í raun átt að vera komin í kvikmyndahús í nóvember 1983 á meðan málið var enn verulega heitt. í júní 1984 fór ég til New York á leiklistarskóla, ég var að nýta verðlaunafé - Bundesfilm- preis - sem ég hafði fengið fyrir „Aufdermauer", fyrstu leiknu kvikmynd mína í fullri lengd. í leiðinni kom ég við á íslandi þar sem ég þekkti Þorgeir Gunnars- son og í gegnum hann kynntist ég leikhópnum Svörtu og sykur- lausu sem ég varð samstundis ástfanginn af. Á þessum tíma var ég mjög hugrakkur og hugur minn ferskur og mér fannst alveg tilvalið að tengja leikhópinn við Ítalíu, þar sem ég ólst að hluta til upp og gera nokkuð persónu- lega kvikmynd. Og taka fjár- hagslega áhættu. í ágúst fór ég því að vinna úr hugmyndinni og í september til Ítalíu til að leita að hentugum tökustöðum. Ég fékk framleiðanda að myndinni, þann sama og var framleiðandi myndarinnar Stranger than Par- adize eftir Jim Jarmusch, en ég missti hann því ég mátti ekki vera að því að bíða eftir því að hann hefði tíma til að vera viðstaddur tökur eins og hann vill alltaf. En hann var mjög hrifinn af hugmyndinni og síðar af myndinni og við eigum án efa eftir að vinna saman í framtíð- inni. Andi myndarinnar er mjög tengdur þessum íslensku vinum mínum. En aðaldrifkrafturinn var Þorgeir Gunnarsson. Hann þekkti báða aðila og hvatti mig óspart til dáða. Ég vissi að í gegnum hann gat ég treyst krökkunum í Svörtu og sykur- lausu og öfugt. Og meðan ég var úrvinda af þreytu eða í þung- lyndiskasti talaði hann í símann milli íslands og Þýskalands og smitaði mig með bjartsýni sinni. Ef Þorgeir hefði ekki verið til staðar hefði myndin aldrei verið gerð.“ SÝNUM MYNDINA AFTUR Á ÍSLANDI Berðu einhverjar sárar tilfinn- ingar í garð íslendinga vegna þeirrar dræmu aðsóknar sem myndin fékk á íslandi? „Hvað meinarðu,“ spyr Lutz hissa og allt að því reiðilega. „Það væri fáránlegt að vera eitthvað sár út í íslendinga. Nei, tíminn sem við völdum til sýn- ingar á myndinni var ekki heppi- legur. Það er alltof mikið um að vera um jólaleytið. Leikritið í kvikmyndinni, sem krakkarnir sömdu var líka of langt. Og of kmikið af smáatriðum í því. Það er ekkert skrítið, ekkert okkar hafði reynslu í því að semja leikrit og tími okkar var naumur. Núna er ég búinn að stytta leikritið í ljósi þeirrar reynslu að það er erfitt fyrir fólk að fylgjast með svo flóknu leikriti. Ég gæti jafnvel stytt það meira og ég er sífellt að velta fyrir mér möguleikunum, en kvikmynd er ekki eins og dagbók, einhvern tíma verður ntaður að segja hingað og ekki lengra. Og A-salurinn í Regn- boganum var líka of stór. Við hefðum allan tímann átt að sýna myndina í smærri sal, vitandi það að svart-hvítar myndir eiga ekki eins upp á pallborðið hjá almenningi og litmyndir. Veistu, við ætlum að sýna myndina aftur á íslandi. Bara til að vita hvernig það gengur. Nú og ef ekki, tökum við hana bara út aftur. Nei, ég er fjarri því að vera eitthvað sár, ég var einmitt að fá splunkunýja hugmynd um mynd sem mig langar til að gera á íslandi, en hugmyndin er svo ung og viðkvæm að ég vil bíða með að gera hana opinbera. En Svart og sykurlaust hefur fengið ágætismóttökur hér í Þýskalandi. Lenti í öðru sæti á kvikmyndahátíð Saarbrucken, ég sýndi hana fyrir troðfullum sal á markaði tengdum kvik- myndahátíðinni í Berlín og myndin var líka á markaðinum í Cannes. Og núna í lok maí mun ég hefja sýningar á henni í kvikmyndahúsum hér í Þýska- landi, í þremur borgum í senn. Og ég opna þessa sýningarhring- ferð með því að sýna myndina á kvikmyndahátíð hér í Múnchen. Ég er bjartsýnn og það þýðir heldur ekkert annað, því annars myndi ég duga skammt í þessum bransa.“ Og með það stendur hann upp því það er orðið áliðið og þeir Gert verða að fara að hefjast handa. Veitir víst ekki af, því þeir eru ansi stressaðir. Tíminn getur stundum vcrið svo erfið skepna og Gert hefur 1 bara 10 daga til stefnu til að ýfirfara heilt handrit. Ojæja, hann hefur sýnt að hann gétur nú annað eins og hann segir hlæjandi. Og sjálf verð ég að flýta mér á brautarstöðina. Og held út í í svala nóttina. Margrét Rún.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.