Tíminn - 01.06.1986, Síða 12

Tíminn - 01.06.1986, Síða 12
Sunnudagur1.júní 1986 12 Tíminn Undrafarartæki Þeir svissneski mótorhjóla- íþróttamaðurinn Fritz Egli og hönnuðurinn Luigi Colani, sem býr í Bern, tóku sig saman um að byggja nýstárlegt farartæki. Út úr þessu kom kynlegt skrímsli sem þó var einsdæmi að því er varðar litla loftmótstöðu. Þetta varð blanda af eggi og fiski. Ekki er trúlegt að skrímslið Ekki logið upp á uppáfinninga- semina. Egli á ferð í kynjahjóli sínu. eigi eftir að sjást á keppnisbraut- inni. Það er 300 hö. og kemst með 320 km hraða en getur ekki gengið í neinni flokkun. Þetta er öllu fremur sýningar- gripur og tilraunaverkfæri, sem ætlað er að sanna hvað hægt er að láta aka á tveimur hjólum. Þyngdin er 210 kíló og leitast hefur verið við að ná formi sem hæst lagi dropans. Þegar öku- maðurinn stígur um borð og býst til að leggja upp verður hann í byrjun að fá aðstoð við að koma yfir sig hlífinni. Hins vegar getur hann komist hjálpar- laust af baki, því þá fleygir hann hlífinni einfaldlega niður á jörð- ina. Véliner 1,5. lítratúrbóvél. SKmKMÖT í tilefni 100 ára afmælisins efnir Landsbanki íslands til sögulegs skákmóts í afgreiðslusal Aðalbankans í Austurstræti 11 sunnudaginn 1. júní. Þar mætast í 12 manna hraðmóti og keppa um 100 þúsund króna heildarverðlaun fjórir af fremstu skákmönnum íslands á árunum 1955-1960, þeir Friðrik Ölafsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur Pálmason og Ingvar Ásmundsson; fjórir af efnilegustu skákmönnum íslands í dag, þeir Hannes Hlífar Stefánsson,. Þröstur Árnason, Héðinn Steingrímsson og Sigurður Daði Sigfússon; og fjórir af fremstu skákmönnum Landsbankans, þeir Hilrnar Viggósson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Sólmundur Kristjánsson og Vilhjálmur Þór Pálsson. Keppendur tefla allir við alla og tímatakmörk eru 10 mínútur á hvorn keppanda í skák. Skákstjóri er Ólafur S. Ásgrímsson. Áhorfendur eru velkomnir í afgreiðslusalinn meðan húsrúm leyfir, skákin hefst klukkan 14.00. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna (100 ár Reður vekur reiði Perth, maí, 1986, Reuter - Ástralía hefur fengið 500 doll- ara sekt, sem er um 3700 dollar- ar bandarískir (um 16000 ísl.kr.) fyrir tilraun til að smygla inn í landið tuddareðri frá Grikk- landi. Nicolas Paliondakis, 39 ára gamall, sem stóð fyrir þessum ólöglega innflutningi og braut reglur um sóttkví og innflutning á kjöti, sagði í réttarsal hennar hátignar að reðurinn skyldi nota sem reiðpísk. ✓ Atveislan mikla Austur-Þjóðverjar nota helg- ar og frístundir til átsvalla, segir í frétt Reuters. Þeir drekka ótæpilega áfengi og borða sæt- indi í miklu magni, er haft eftir sérfræðingi í heilsugæsluráði þar austurfrá. í könnun ráðsins á matarvenj- um tólf svæða kom í ljós að flestir Austur-Þjóðverjar borði of mikið og að 54% þeirra teldu ekki eftir sér að leggja út ómælt fé til matar- og drykkjarkaupa, segir prófessor Lothar Heinem- ann. Hann sagði að það væru mikil framför að hafa unnið á matar- skorti og hungursneyð, en nú stæði þjóðin frammi fyrir annars konar félagslegu vandamáli, - nefnilega yfirvigt. Eldri könnun sýnir að 40% íbúa í Austur-Þýskalandi eru yfir kjörþyngd. l.Á TTU Tímaim EKKl FLJÚGA FRÁ ÞF.R ÁSKRIFTARSÍMI 686300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.