Tíminn - 01.06.1986, Side 14

Tíminn - 01.06.1986, Side 14
Mac Cready hét að smíða finngálkn sem náttúran hafði þróaðá milijónum ára, - og vinna tveggja milljón ára þróunarstarf á viku! Ánægður fylgist hann hér með flugi fuglsins. Sagt frá svifflugu- smiðnum, Paul Mac Cready Maðurinn sem smíðaði FINNGÁLKN Hann skráir nákvæmlega hverja hreyfingu finngálknsins í bækur og er stöðugt að betrumbæta tölvustjórnbúnaðinn. Páll Mac Cready er maöur nefndur. Hann situr lon og don í flugvélum, glápir út um gluggann, án þess að veita nokkra athygli borgum á jörðu eða sjónvarpinu í flugvélinni. í næturflugi lifir á týrum, vélin þrumar, hann starir út í myrkrið. „Það finnst mér stundum minn besti tími“, seg- ir hann. Þessi maður sem er þekktastur fyrir að smíða svif- flugur, Mac Cready hefur fengið fræg verðlaun fyrir smíði Cossamer Condor svif- flugunnar, sem er sú fyrsta sem getur flogið ákveðna vega- lengd á mannafli einu saman. Hann smíðaði aðra flugu, Cossamer Albatross, sem tókst að fljúga yfir Ermarsund árið 1979 og vann þá enn meiri verðlaun. Næsta ár smíðaði hann Cossamer Penguin, sem er knúin sólarorku. 1981 smíð- aði han enn betri svifflugu sem notaði sólarorku. Hún flaug á milli ParísarogEnglands. 1983 smíðaði hann Bionic Bat, sem flaut eina mílu á minna en þremur mínútum. Hún varð líka verðlaunagripur. Flug- maður hennar notaði handafl og lítinn rafmagnsmótor, sem hann setti í gang fyrir flugtak með handafli. Núna er Mac Cready að smíða vélhjól, sem er helmingi hraðskreiðara og öruggara en venjuleg bifhjól. Þá hefur hon- um dottið í hug að nota hund eða jafnvel mús til að gefa orku í svifflugu. Það síðasta sem hann er að velta fyrir sér er finngálkn sem uppi var fyrir 65 milljónum ára. Vísindanafn þess er Quetzalcoatlus Nort- hropi. Þessi flugdreki er stærsta skepna sem nokkurn tíma hefur flogið, með 12 metra vænghaf. Mac Cready hefur fengið aðstoð Smithsonian-safnsins til að endurbyggja þetta finn- gálkn og reyna að láta það fljúga í raun og veru. Þetta er stærðar skepna, 6 metrar hvor vængur. Líkanið hefur verið reynt í Simidal í San Gabríel fjöllum í Kaliforn- íu. Þar eru ágæt skilyrði fyrir svifflug. Ætlunin er að láta finngálknið fljúga opinbert flug í sumar frá þinghúsi Bandaríkjanna að minnis- merki Washingtons. Vængir drekans verða rafknúnir, þannig að hann blakar vængj- unum eins og fugl, og á að geta flogið hringinn í kringum Was- hingtonsúluna. Enginn hefur áður getað smíðað slíka svifvél og enginn komið nokkuð nálægt því að láta slíkan grip fljúga. Mac Cready segir líka að þessi smíð muni taka tímann sinn, en það geri ekkert til, að hans dómi. Hann hefur gefið finngálkn- inu nafnið QN. Lockheed verksmiðjurnar, sem smíðuðu hina frægu njósnaflugvél U2 hjálpa Mac Cready við gerð gripsins. Hugmyndin að þessu fljúg- andi finngálkni er útdauður dreki, sem fannst í Vestur-Tex- as árið 1972. í fyrndinni flugu alls konar drekar og skrímsli um loftin hvar sem var á jörðunni. Þó er þessi beinafundur sá eini sem vitað er um af leifum þessa forna dreka. Forndýrafræðingurinn Do- uglas Lawson fann þessi dreka- bein dreifð yfir hálfa ekru lands. Var það aðeins annar vængurinn af skepnunni. Með því að bera saman bein af minni drekum hefur tekist að gera sér grein fyrir útliti skepn- unnar. Þó gat Mac Cready ekki fengið fulla skýringu á því hvernig svona stór eðla hefði getað flogið. „Náttúrufræðingana vantaði ekki spurningarnar, annað mál var um svörin," sagði Mac Cready. Þó varð niðurstaðan sú að dreki þessi hefði mjög líklega verið ágætis flugdýr. - En hvernig gat hann hafið sig til flugs? Fyrst giskuðu fornleifa- fræðingarnir á að drekinn hefði verið 100 kg með 50 feta vænghaf. Mac Cready taldi að loftaflfræðin sýndi að svona þungt dýr gæti ekki lyft sér á flug. Miklar voru vangaveltur. Lyfti drekinn sér af jafn- sléttu eða flaug hann fram af

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.