Tíminn - 01.06.1986, Page 16

Tíminn - 01.06.1986, Page 16
16Tíminn ■ ■' Sunnú’ddður i.'júrfí' 1986 ' Texti: Þór Jónsson MARTA MARTA Um ýmsar skoðanir á biblíusögu í tilcfni af skrifum dr. Þorkels Jóhannessonar í Morgunblaðið 21. maí síðastliðinn um frásögn- ina af viðskiptum Maríu, Mörtu og Jesú Krists í Lúkasarguð- spjallinu, dýfir blaðamaður helgarblaðs Tímans penna í blek og vill benda á, að til eru fleiri skoðanir á máli Lúkasar en sú sem birtist í grein dr. Porkels. Blaðamaður fletti því í doktors- ritgerð dr. Jakobs Jónssonar um „Kímni og skop í Nýja Testamentinu“, þar sem fjalíað er um mál þetta og birtist þýðing blaðamannsins á kaflanum um ofangreinda frásögn hér á eftir, en ritgerðin var rituð á ensku. Ekki skal dæmt um hvor skýringin sé réttari, en fróðlegt er að kynnast báðum. í grein dr. Þorkels segir m.a.: „Frá því biblíusögum var troðið í mig lítinn dreng hef ég aldrei skilið þessa sögu og því verr, eftir því sem ég verð eldri. „Maríur“ geta vissulega verið góðar og nauðsynlegar, en ég Tímamj^d-Pétur Sigurðsson Dr. Jakob Jónsson á heimili hans. get alls ekki skilið, hví „Mörtur“ eru settar þrepi lægra hjá meist- aranum." Hér fer greinargerð dr. Jak- obs Jónssonar: Lúkas 10,38*42. Marta og María Frásögnin af heimsókn Jesú til Mörtu og Maríu er torskilin, nema tekið sé tillit til gestrisni við rabbía, - gestrisni sem sýnd er vísum mönnum annars vegar og einnig þeirrar siðvenju að ræða trúarleg atriði lögmálsins ERLEND MÁLEFNI Þórarinn Þórarinsson skrifar: Margaret Thatcher í heimsókn hjá fyrrverandi hryðjuverkamönnum Hún hafði ekki erindi sem erfiði MARGARET Thatcher forsætisráðherrá.fór í opinbera heimsókn . til ísrael um síðustu helgi. Henni var í fyrstu fófkruinarlega vel tekið, því að stjórnendur ísraels kunnu vel að meta þátt hennar í loftárás Bandaríkjanna á Trípólí. Thatcher gerði sér líka von um, að þetta yrði metið við hana á eftirminnilegri hátt en að skot- ið væri úr fallbyssum henni til heiðurs. Hún hugðist fá ísraels- stjórn til að ganga lengra en áður til samkomulags við Araba. Tækist henni það myndi það auka álit hennar heima fyrir og jafnvel bæta henni fylgistapið vegna þátttöku hennar í árásinni á Trípólí. Thatcher gerðist því svo djörf að bera fram þá tillögu við stjórn ísraels,. að látnar yrðu fara fram borgar- og sveitar- stjórnarkosningar á vesturbakk- anum svonefnda, sem hefur ver- ið hernuminn af ísrael síðan 1967. Par hafa ekki farið fram kosningar síðan 1976, en þá unnu fylgismenn PLO, Frelsishreyf- ingar Palestínumanna, mikinn sigur. Thatcher taldi það veru- legt spor í samkomulagsátt, ef Palestínumönnum á vestur- bakkanum væri veitt aukin mannréttindi á þennan hátt. Thatcher fékk þvert nei ísra- elsstjórnar við þessum tilmælum sínum. Kosningar á vesturbakk- anum yrðu aðeins vatn’ á myllu PLO. Thatcher fékk þá léyfi til að ræða við átta fulltrúa Palest- ínumanna á vesturbakkanum, sem ekki tilheyrðu PLO. Hjá þeim fékk hún þær upplýsingar, að útilokað væri að leysa fram- tíðarmál vesturbakkans, án að- ildar PLO að samningum. Slíkt fylgi ætti PLO rneðal Palestínu- manna þar. Thatcher reifaði þá hugmynd um, að reynt yrði að leysa mál vesturbakkans með einhvers konar tengslum við Jórdaníu, en formlega heyrir hann undir Jórdaníu en hefur eins og áður segir verið hernuminn af ísrael síðan 1967. Þessar hugmyndir Thatchers fengu ekki undirtektir hjá Palestínumönnum, nema PLO tæki þátt í viðræðum um þetta. Síðan Hussein Jórdaníukon- ungur sleit viðræðum við Jasser Arafat, leiðtoga PLO hefur andstaða gegn honum mjög vax- ið á vesturbakkanum og það komið hvað eftir annað í ljós, að íbúarnir þar telji hann ekki hafa neitt umboð til að semja um framtíð vesturbakkans. HEIMSÓKN Thatchers til ísra- el hefur vafalítið valdið henni vonbrigðum og sýnt, að henni er þar lítið þakkað fyrir stuðning- inn við árásina á Trípólí. Stuðn- ingur Reagans og Thatchers við ísrael virðist hafa leitt til þess eins, að ísraelsstjórn er ófúsari til samninga en áður. Ótrúlegt er annað en að það hafi rifjast upp fyrir Thatcher í ísraelsferðinni, að hryðjuverk- um má beita með árangri. í raun eru hryðjuverkahópar Araba nú að beita sömu vopnum og Gyð- ingar gerðu, þegar þeir voru að hrekja Breta frá Palestínu cftir sfðari heimsstyrjöldina. Thatc- her bjó t.d. á Hótel Jerúsalem meðan hún dvaldi í ísrael. Petta hótel sprengdu hryðjuverka- menn Gyðinga í loft upp 22. júlí 1946 vegna þess að breska her- stjórnin hafði þar aðsetur. Rúm- lega 90 manns létu lífið, en á annað hundrað særðust. Sá, sem stjórnaði hryðjuverkinu, var Begin, sem síðar varð forsætis- ráðherra í ísrael. Nokkru síðar var Bernadotte greifi, sem var sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna, myrtur í fyrirsát hryðju- verkahóps Gyðinga, en honum tilheyrði m.a. Shamir, sem nú er utanríkisráðherra ísraels og tek- ur við embætti forsætisráðherra í haust. Breska herstjórnin snerist harðlega gegn þessum hryðju- verkahópum og sagðist aldrei láta hryðjuverkamenn hrekja sig frá Palestínu. Henni tókst að ná í nokkra hryðjuverkamennina og lét hengja suma þeirra. En Gyðingar gáfust ekki upp. Þeir juku hryðjuverkin og Bretar sáu þann kost vænstan að flýja Pale- stínu og fela Sameinuðu þjóðun- um að skipta Palestínu milli Gyð- inga og Araba. Þetta leiddi til stofnunar Ísraelsríkis. Af hálfu PLO er oft vitnað til þessara atburða sem sönnunar þess, að hryðjuverk borgi sig, þótt þeim fylgi mannfórnir. ÞÓTT heimsókn Thatchers til ísraels hafi vafalaust valdið henni vonbrigðum, vildi hún ekki láta á því bera. í ræðu, sem hún flutti í lok heimsóknarinnar, lét hún m.a. svo ummælt, að halda ætti áfram að reyna að leysa Palestínudeiluna, án þátt- töku PLO í viðræðunum. Hún vék hins vegar ekki neitt að því, hvernig það ætti að gerast. Af hálfu ísraelsmanna er allt gert til að sverqi PLO og það einkum fært fram, að PLO vilji ekki viðurkenna ísrael. Við því er þó tæpast að búast meðan ísraelsstjórn neitar að viður- kenna PLO. ísraelsmenn vinna að því leynt og ljóst að ryðja Arafat úr vegi. í þeim tilgangi hafa þeir gert loftárás á stöðvar PLO í Túnis, þar sem Arafat var staddur. Hann slapp og hefur hingað til sloppið, þótt margar tilraunir hafi verið gerðar til að ráða hann af dögum. En það eru ekki aðeins ísra- elsmenn, sem vilja Arafat feig- an. Nýlega upplýsti ríkisstjórn Egyptalands, að sýrlenska stjórnin hefði gert út hryðju- verkahóp, sem átti að myrða Arafat. Kaddafi Líbýuforseti hefur einnig reynt að ráða Arafat af dögum. Stjórnendur Sýrlands og Líbýu telja Arafat of fúsan til samninga og eru andvígir þeirri afstöðu hans að Margaret Thatcher fordæma hryðjuverk Palestínu- manna, sem eru unnin utan ísraels. Gætnari stjórnmálamenn en Kaddafi og Thatcher gera sér hins vegar ljóst, að óskynsam- legt er að reyna að sniðganga Arafat og PLO. Nú í vikunni heimsótti utanríkisráðherra Hol- lands Arafat og ræddi við hann um Palestínudeiluna. Hann gerði þetta í umboði Efnahags- bandalags Evrópu, sem vill beita sér fyrir sáttum millLísraels- manna og Araba. Hollenski utan- ríkisráðherrann virðist gera sér ljóst, að taka verður PLO með í reikninginn, ef samkomulag á að nást í þeirri deilu, sem nú ógnar mest heimsfriðnum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.