Tíminn - 03.06.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.06.1986, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 3. júní 1986 Tíminn 19 ÚTVARP/SJÓNVARP llilllll Sjónvarp kl. 21.45: Kolkrabbinn er enn að Nú hefur Gjaldið lokið göngu sinni, en í staðinn birtist gamall kunningi á skjánunt á þriðjudags- kvöldum. I kvöld kl. 21.45 erfyrsti þáttur annars hluta ítalska fram- haldsflokksins Kolkrabbinn. en margir fylgdust í ofvæni með sant- skiptum Cattani lögregluforingja og mafíunnar á Sikiley í þáttum þessum í vetur. Þar var skilið við lögreglufor- ingjann í vetur að hann hafði heimt dóttur sína úr höndum mannræn- Cattani lögregluforingi (Michele Placido) heldur áfram baráttu sinni ingja mafíunnar gegn því að eyði- leggja sönnungargögn þau sem hann hafði safnað saman gegn foringjum þessa alræmda félags- skapar, sem hefur allt líf á Sikiley í höndum sér. Dóttirin hafði sætt nauðgun og öðrum svívirðingum og var sködduð á líkama og sál, hún vildi ekki þýðast föður sinn meir. Fyrsta og æðsta verkefni Cattanis er því að vinna aftur traust dóttur sinnar og reyna að reisa fjölskyldulífið úr rústum. Baráttan við mafíuna heldur þó áfram, en það virðist óvinnandi stríð, eins og fréttir bera sífellt með sér. Þess vegna gæti orðið endalaust framhald á Kolkrabban- um. Sömu leikarar fara með aðal- hlutverk: Michele Placido, Flor- ianda Bolkan, Nicole Jamet, Car- iddi Nardulli og Francois Périer. Hallgrímur Thorstcinsson og Sig- rún Halldórsdóttir sjá um þáttinn f loftinu, sem verður í útvarpinu 5 daga vikunnar kl. 17.45. UMJÍÍU&9H dagsins önn - um heilsuvernd: Jónína hætt - Jón Gunnar tekur við Á þriðjudögum fjallar útvarps- þátturinn í dagsins önn um heilsu- vernd og hefur Jónína Benedikts- dóttir annast hann til þessa. í dag tekur nýr umsjónarmaður þar við stjórninni, Jón Gunnar Grétars- son. ídagkl. 13.30 fjallarJónGunnar um sundiðkun landsmanna og þá hollustu sem af því hlýst að stunda sund reglulega. Sem kunnugt er hafa íslendingar lengi verið sund- menn góðir og hefur góð sund- kunnátta bjargað mörgu mannslíf- inu allt frá því land byggðist. Þó hófst allmenn sundkennsla ekki fyrr en árið 1930. Um þessi mál ræðir Jón Gunnar við þá Guðmund Björnsson lækni og Hörð Óskarsson íþrótta- kennara, en hann er formaður fræðslunefndar Ungmennafélags fslands. * . ■ ■ ___ __________ Sund er margra meina bót, og þeir sem hafa vanið sig á að synda reglulega geta ekki á heilum sér tekið ef þeir neyðast til að brjóta þá reglu. - blandaður þáttur úr neysluþjóðfélaginu Meðal nýjunga á sumardagskrá útvarps er þátturinn í loftinu - blandaður þáttur úr neysluþjóðfé- laginu í umsjón Hallgríms Thor- steinsson og Sigrúnar Halldórs- dóttur. Hann verður 5 daga vik- unnar, frá og með mánudegi til föstudags á sama tíma, kl. 17.45. Eins og undirtitill þáttarins gefur til kynna verður víða komið við í þessum þáttum. Ætlunin er að fjalla um efnahags-, verðlags- og neytendamál framan af þáttunum, fyrstu þrjá daga vikunnar, og verð- ur áherslan einkum lögð á neyt- endamálin. Ekki síst verður spjall- að við húsmæður og almenna neyt- endur enda er nú reynt eftir bestu getu að efla verðskyn neytandans þessa dagana. Síðan tekurvið blandaðra spjall, rætt um frístundir, ferðalög, skemmtanir, upplýsingar um vegi, færð og veður o.s.frv. Fastir pistlar verða utan af landi, sannkallaðir sumarpistlar. Þriðjudagur 3. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „( afa- húsi“ eftlrGuðrúnu Helgadóttur Stein- unn Jóhannesdóttir les (7). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik- ar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Ég man þá tið“ Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Tónlist eftir Jón Nordal, Flemencotónlist og rætt við gest þáttar- ins. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson. 14.00 Miðdegissagan: „Fölna stjörnur" eftir Karl Bjarnhof Kristmann Guð- mundsson þýddi. Arnhildur Jónsdóttir les (7). 14.30 Tónlistarmaður vikunnar Paul Simon. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.15 Að vestan Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar: Kammertónlist a. Strengjakvartett nr. 2 í C-dúr eftir Franz Schubert. Melos kvartettinn í Stutt- gart leikur. b. Strengjakvartett nr. 21 í D-dúr K. 157 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Italski kvartettinn leikur. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Vern- harður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu Blandaður þáttur úr neyslu- þjóðfélaginu. Umsjón: Hallgrímur Thor- steinsson og Sigrún Halldórsdóttir. Tón- leikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál Guðmundur Sæmunds- son flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb Guðmundur Heiðar Frimannsson talar. (Frá Akureyri). 20.00 Ekkert mál Ása Helga Ragnarsdóttir stjórnar þætti fyrir ungt fólk. 20.40 Grúsk Fjallað um hljóðgerfi og notkun þeirra. Umsjón: Lárus Jón Guðmunds- son. (Frá Akureyri). 21.10 Perur Kiri Te Kanawa og Placido Domingo syngja. 21.30 Útvarpssagan: „Njáls saga“ Einar Ólafur Sveinsson les (6). (Hljóðritun frá 1972). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986 - Tónleikar í Norræna húsinu fyrr um kvöldið Kennarar við Tónlistarskólann í Reykjavík og Hamrahlíðarkórinn flytja verk eftir Jón Nordal. Kynnir: Sigurður Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. &T Þriðjudagur 3. júní 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómasson, Gunnlaugur Helgason og Páll Þorsteinsson. Inn í þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán mínútna barnaefni kl. 10.05 sem Gruðriður Haraldsdóttir annast. 12.00Hlé 14.00 Blöndun á staðnum. Þórarinn Stefánsson. 16.00 Hringiðan Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 17.001 gegnum tíðina Jón Ólafsson stjórn- ar þætti um íslenska dægurtónlist. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mfnútur kl. 11.00,15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrennl - FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Þriðjudagur 3. júní 19.00 Á framabraut (Fame 11-13) Banda- rískur myndaflokkur. Þýðandi Ragna Ragnars. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Listahátíð í Reykjavík 1986. 20.50 Reykjavíkurlag - Með þínu lagi i þessum þætti verða öll keppnislögin endurflutt. 21.10 Daginn sem veröldin breyttist (The Day the Universe Changed) Fimmti þáttur Breskur heimildamyndaflokkur í tíu þáttum. Umsjónarmaður James Burke. i þessum þætti er fjallaö um stjörnuathuganir og eðlisfræðilegar rann- sóknir manna en þær breyttu heimsmynd mannkyns. Þýöandi Jón Ó: Edwald. Þulur Sigurður Jónsson. 21.45 Kolkrabbinn (La Piovra II) Fyrsti þáttur italskur sakamálamyndaflokkur í sex þáttum. Flokkurinn er sjálfstætt framhald samnefnds flokks sem var sýndur á liðnum vetri. Cattani lögreglu- varðstjóri hraktist burt frá Sikiley til Sviss ásamt eiginkonu og dóttur eftir að hann reyndi aö fletta ofan af ítökum mafíunnar á eyjunni. Leikstjóri: Damiano Damiani. Aðalhlutverk: Michele Placido, Florinda Bolkan, Nicole Jamet, Cariddi Nardulli og Francois Périer. Þýðandi Steinar V. Árna- son. 22.55 England-Portúgal Heimsmeistara- keppnin í knattspsyrnu. 00.35 Fréttir i dagskrárlok. ENGIN UTBORGUN KAUPVERÐ GREIÐIST A ALLT Veljið vandaðar vélar — veljið DEUT2 dráttarvélar. Leitið upplýsinga, nú er taékifæriö að eignast DEUTZ. (*\HAMAR HE 'W' velacteild Slml 91—22123. Pósthólf 1444. Borgartúni 26. 4 ARUM. KHD 11 ............. - Qluggakarmar opnanleg fög Útihurðir - Svalahurðir Rennihurðir úr timbri eða áli Bílskúrshurðir Bílshúrshurðarjárn Sólhýsi - Garðstofur úr timbri eða áli Gluggasmiðjan S“2o° VEGAGERÐIN Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: 1. Styrking Siglufjarðarvegar í Skagafirði 1986. (50.000 m3, 5 km). Verki skal lokið 10. september 1986. 2. Héraðsdalsvegur um Stapasneiðing 1986. (7.000 m3, 0,8 km). Verki skal lokið 30. sept 1986. .3. Mölburður á Skagavegi í Skagafirði (2.000 m , 6 km). Verki skal lokið 30. júní 1986. Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2. júní n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14-00 þann 16. júní 1986. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.