Tíminn - 03.06.1986, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. júní 1986
Tíminn 7
Davíð Oddsson borgarstjóri:
Umhverfismálin
höfuðmál næsta
kjörtímabils
„Ég er mjög sáttur við úrslitin,“
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri
og hann kvaðst aldrei hafa gert ráð
fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi
10. manninn inn í Reykjavík.
Ég tel að staða okkar hafi verið
veikari viku til 10 daga fyrir kosning-
ar, en niðurstöður kosninganna
sýndu. Þá skaðaði áróður sem mér
fannst vera óprúttinn okkur að ég
tel, einkum varðandi svokallað Ölf-
usvatnsmál, þar sem var mjög hallað
réttu máli. Það tókst hins vegar að
snúa þessu við með mjög afgerandi
hætti í sjónvarpinu kvöldið fyrir
kosningar og þá skaðaði það einkum
Alþýðubandalagið að sú blaðra
sprakk eins og þeim er í fersku minni
sem á horfðu. Þá kom það Alþýðu-
bandalaginu í koll að hafa ekki nein
önnur mál á takteinum."
borgarstjórnarmeirihlutanum í
Reykjavík. Umhverfismálin næsta
kjörtímabil að sögn borgarstjórans.
Þar ber hæst framkvæmdir við úti-
vistarsvæði í Laugardalnum og stór-
átak í holræsamálum. Þá verður gert
mikið gróðursetningarátak og borg-
arstjórinn gerir ráð fyrir að gróður-
setja 1 og hálfa milljón trjáplantna
í Reykjavík og hvetur borgarbúa til
að fylgja því eftir með gróðursetn-
ingu í eigin görðum. „Reykjavík
verður stærsti skógur á íslandi að
þessu loknu.“
Talið upp úr kjörkössunum í Reykjavík. Mikil spenna ríkti þar til fyrstu tölur fóru að berast,
mjög óvænt og meirihluti féll í nokkrum kaupstöðum.
og víða urðu úrslitin
Tímamynd Sverrír.
„Er að verða fé-
lagslegt vandamál“
Þótt Hrafnkell nefni sífellt ó-
ánægju vegna prófkjörs sem ástæðu
til að hann bauð ekki fram með
Sjálfstæðisflokknum kvaðst Skúli
hafa þá trú að hann hafi aldrei ætlað
með þeim í framboð, þó svo hann
■haldi því stöðugt fram að hann sé
isjálfstæðismaðúrry *' A .'. .VHEI- '
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins:
Fylgi okkar er meira
„Fylgi Alþýðuflokksins er meira,
en tölur úr þessum sveitarstjórnar-
kosningum gefa til kynna,“ segir Jón
Baldvin Hannibalsson formaður Al-
þýðuflokksins. Hann taldi að flokk-
urinn ætti góða möguleika á að ná
25% atkvæðamagns í næstu þing-
kosningum.
„Við erum núna með 17,5% at-
kvæða á landinu í heild og yfir
22,5% úti á landi," sagði Jón. „Þá
vek ég athygli á því að úrslitin í
Reykjavík endurspegla bæði reynslu
og skoðanakannanir fyrir kosningar,
nefnilega að yfir 40% af kjósendum
Alþýðuflokksins, sem gefa sig upp í
þingkosningum kusu flokkinn ekki í
borgarstjórn, að því er virðist af
þeirri ástæðu að þeir geta ekki
hugsað sér að sjá flokkinn í meiri-
hlutasamstarfi við Alþýðubandalag
og Framsóknarflokk í Reykjavík.
Með öðrum orðum, ég á inni veru-
legan kjósendafjölda í Reykjavík á
banka hjá Sjálfstæðisflokknum, sem
ég ætla að endurheimta með vaxta-
vöxtum í næstu þingkosningum.
Þetta þýðir annars það að munur-
inn á Alþýðuflokknum og Alþýðu-
bandalaginu, sem sagður er vera
19% á móti 17,5% erenginn. Flokk-
arnir eru jafnstórir, en möguleikar
okkar eru meiri, bæði vegna þess að
Bandalag jafnaðarmanna er í fjör-
brotum og einnig vegna þess, að það
verður mikil endurnýjun í þingliði
Alþýðuflokksins eftir næstu kosn-
ingar.“
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón var spurður hvort hann væri
að boða uppstokkun á þingliði
flokksins, en hann kvaðst aðeins
vera að vekja athygli á því að
flokkurinn ætti ekki þingmenn á
Norðurlandi, Austurlandi og
Suðurlandi. „Þar er rúm fyrir nýja
menn og þingmönnum okkar í hin-
um kjördæmunum mun einnig
fjölga."
Jón var ennfremur spurður
hvort flokkurinn hefði einhverja
markaða stefnu um það með hverj-
um hann vilji mynda meirihluta, þar
sem hann á þess kost, en hann kvað
svo ekki vera. „Við erum ekki
flokksræðisflokkur og gefum enga
línu um það. Það fer eftir aðstæðum
á hverjunt stað. Ég geri ráð fyrir því
að það verði vinstri meirihluti í
Kópavogi, þar sem Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag eiga kost á að
mynda meirihluta og fengu mikið
traust, ég geri ráð fyrir að það verði
myndaður vinstri meirihluti í Hafn-
arfirði og á Isafirði, en einnig kann
að vera að það verði viðreisnar-
mynstur annars staðar. Það fer eftir
mati okkar manna á málefnum og
mönnum á hverjum stað.
En hvað um úrslitin í Reykjavík,
kjördæmi formannsins sjálfs, þar
sem útkoman var lakari en víða
annars staðar. Jón svaraði þessu
með því að benda á þá sérstöðu, sem
Reykjavík hefur þar sem valið stend-
ur um Sjálfstæðisflokkinn annars
vegar og alla aðra flokka hins vegar,
sem enginn veit hvernig gengur að
konia sér saman um hlutina. „Auk
þess hef égekki sinnt ntínu kjördæmi
mjög mikið í minni formannstíð.
Hundrað fundirnir voru haldnir úti
á landi, aðaláherslan hefur verið að
byggja upp fylgið þar. Ég vona að
úrslitin nú séu að einhverju leyti
afrakstur þessarar herferðar og nú
er komið að Reykjavík. Ég hugsa
mér gott til glóðarinnar að endur-
heimta með Þorsteinsvöxtum það
fylgi, sem ég á hjá honum þar.
„Nöturlegt að vinna tvennar kosningar en vera svo ýtt til hliðar,“
segir Hrafnkell á Eskifirði
„Ég er að verða félagslegt vanda-
mál hérna á Eskifirði. Mér hefur
ekki tekist að lúta neinum þeim
lögmálum sem menn eiga að beygja
sig undir í pólitík. Ég á alveg von á
Davíð Oddsson
Davíð sagði að það væri ekki vafi
á því að sjónvarpsþátturinn hefði
haft mikið að segja í því að snúa
kosningabaráttunni aftur meirihluta
Sjálfstæðisflokksins í hag.“ Það virð-
ist vera að Alþýðubandalagið hafi
gert alvarlega kórvillu, þegar Þjóð-
viljaritstjórinn, sem ekki kunni fót-
jrm sínum forráð var sendur þangað
þsn ekki oddviti listans, Sigurjón
^Þétursson."
En. hvað .er. nú. á. döfinni _ hjá.
því að næsta skrefið verði að fá
einhvern sprenglærðan félagsfræðing
til að kanna þetta vandamálnánar,"
sagði Hrafnkell Jónsson sem varð
hinn stóri sigurvegari kosninganna á
Eskifirði, sem nú komst þar í bæjar-
stjórn við annan mann af óháðum
lista. í síðustu kosningum hjálpaði
hann Sjálfstæðisflokknum inn með 3
menn og þar áður hafði hann unnið
með Alþýðubandalagi.
Spurður um meirihlutamyndun
sagði Hrafnkell það ekkert launung-
armál að hans listi hafi óskað eftir
viðræðum við Alþýðuflokk og Al-
en ekki fengið neitt svar við því enn.
Kvaðst hann hafa það á tilfinning-
unni að A-flokkarnir ásamt Fram-
sókn væru með einhverjar þreifingar
í gangi að standa áfram að meirihluta
þrátt fyrir tap í kosningunum. „Sjálf-
um finnst mér það nöturlegt að eiga
þátt í því að vinna tvennar kosningar
í röð á tiltölulega afgerandi hátt - en
vera síðan ýtt til hliðar, þ.e. ef það
gerist aftur nú eins og síðast.
Þetta tel ég kannski hluta af
skýringunni á hinum góða árangri'
þessa framboðs okkar núna, þ.e.a.s..
að þeir aðilar sem ráða ferðinni hjá
stjórnmálaflokkunum sætta sig ekki
við dóm almennra kjósenda og telja
sig ekki þurfa að draga neinn lærdóm
af honum,“ sagði Hrafnkell.
„Við erum auðvitað frekaróhress-
.þýðubandalag.með það fyriraugum, - - ir- með-bvað -við -töpuðum -miklu af -
atkvæðum - en reyndar töpuðu allir
flokkarnir nú atkvæðum yfir til
Hrafnkels - enda er hann tvímæla-
laust stóri sigurvegarinn," sagði
Skúli Sigurðsson, sem nú komst einn
inn af lista sjálfstæðismanna.
Eina af skýringunum á tapi síns
flokks og raunar annarra líka taldi
Skúli kannski þá að á listum allra
flokkanna væru nýir menn sem ekki
hefðu verið í bæjarstjórn áður. Fólk
hafi því kannski treyst Hrafnkeli
betur en þessum óþekktu stærðum.
Þá sagði hann Hrafnkel hafa notað
þá taktik að hann væri ekki öruggur
um að ná kjöri. „Kannski vildu
margir endilega koma honum inn og
þar með fleiri atkvæði farið yfir til
hans heldur en kannski hefðu kosið
það sjálf eftir á að hyggja,“ sagði
Skúli.
Svavar Gestsson
formaður Alþýðubandalagsins:
Fyrirheit um
tímamót
„Alþýðubandalagið er í þessum
kosningum með um 24000 atkvæði
á þeim stöðum þar sem um er að
ræða flokksframboð samkvæmt út-
reikningum útvarpsins og höfurn
bætt við okkur 4000 atkvæðum.
Við erum þar með afgerandi næst
stærsti flokkurinn í kaupstöðum
landsins. Framsókn verður hins
vegar sá minnsti í þessum kosning-
um. Viðbót Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins samanlagt er
um 11000 atkvæði og þessi kosn-
ingaúrslit geta boðað mikil tíðindi
í íslenskum stjórnmálum. Þar á ég
við samstöðu félagshyggjuafla og
vinstri manna, sem eiga auðvitað
að setja sér það mark í næstu
alþingiskosningum að ná meiri-
hluta og geta myndað nýja ríkis-
stjórn eftir næstu kosningar." Þetta
sagði Svavar Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins er hann var
spurður um hvernig hann mæti
kosningaúrslitin.
Svavar sagði að hann hefði oft
Svavar Gestsson
lýst þessari skoðun sinni áður, en
margir hefðu verið efins um að
raunsætt væri að setja sér þetta
mark. Kosningaúrslitin sýndu hins
vegar, að svo væri. „Hægri bylgjan
er gengin yfir, íhaldssjónarmiðin
eru á niðurleið og ég túlka kosn-
ingaúrslitin hiklaust sem fyrirheit
um pólitísk tímamót á íslandi.