Tíminn - 03.06.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.06.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. júní 1986 UTLÖND Tíminn 5 Ekkert virðist benda til þess að Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar missi starf sitt eftir kosningar þann 22. júní næstkoniandi. Sósíalistum er spáð öruggum sigri. Spánn: Sósíalistasigur Noregur: Gríðarmikill gassamningur Norðmenn ætla að selja evrópskum fyrirtækjum mikið af jarðgasi - Góðar fréttir fyrir efnahag frænda vorra Stavangur-Reuter Norsk stjórnvöld gengu í gær frá samningi við nokkur vestræn stórfyr- irtæki um að selja þeim jarðgas næstu 27 árin. Þetta var haft eftirtalsmanni ríkisolíufyrirtækisins norska, Stat- oil, sem sagði samninginn hljóða upp á 68 milljarði bandaríska dala. Willy Olsen, talsmaður Statoil sagði á blaðamannafundi í Stavangri: „Samkomulagið tryggir Norðmönn- um aukinn hlut í Evrópumarkaðin- um næstu árin.“ Byrjað verður að flytja gasið árið 1993 og verður það unnið á Trölla- og Sleipnissvæðunum í Norðursjó. Stærsti kaupandinn er vestur-þýska fyrirtækjasamsteypan Ruhrgas. Kaupendurnir koma þó ekki ein- ungis frá V-Þýskalandi heldur einnig frá Hollandi, Frakklandi og Belgíu. Norðmenn selja nú þegar um 24% af því jarðgasi sem notað er í Vestur-Evrópu en hafa átt í vaxandi samkeppni við Sovétríkin og Alsír sem vinna gas sitt bæði ódýrara og búa yfir mörgum jarðgaslindum. Samkvæmt heimildum innan gasiðn- aðarins mun þó staða Norðmanna í bandalagi vestrænna ríkja hafa ráðið miklu um að samningurinn varð þeirra. Að sögn talsmanns Statoil eru umræður um enn meiri jarðgassölu til annarra evrópska fyrirtækja nú þegar hafnar. Arne Áien olíu- og orkumálaráð- herra Noregs sagði fréttamönnum að hann fagnaði samkomulaginu sem myndi hafa geysigóðar af- leiðingar fyrir efnahagslífið og ýtti einnig undir viðræður um enn meiri gassölu. Skoðanakannanir benda til að flokkur Felipe Gonzalez muni bera sigur úr býtum í komandi þingkosningum Viltu lifa eins lengi og Lalic?: Settuþááfengi, sígarettur og svín á bannlista Belgrad-Reuter. Margir hinna erlendu stúdenta í Kína segja heimamenn vera þjóðernissinn- aða í meira lagi og hafa þröngsýnar skoðanir á útlendingum. Fréttaskýring: Madríd-Rcuter Spánski Sósíalistaflokkurinn (PSOE) mun halda meirihlutafylgi sínu í þingkosningunum þann 22. júní næstkomandi. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem dagblaðið E1 Pais birti um helgina. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar kom heim og saman við fyrri kannanir sem allar gefa til kynna að Felipe Gozalez forsætisráðherra og ráðuneyti hans mundi halda í stjórn- artaumana næstu fjögur árin. Sam- kvæmt skoðanakönnuninni mun PSOE fá 46% atkvæða en helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Bandalag hægrimanna (CP) sem Manuel Fraga er í forsæti fyrir, mun fá 24% atkvæða. PSOE mun fá að minnsta kosti 194 þingmenn kjörna en alls eru 350 þingsæti á spánska þinginu. Kommúnistar munu samkvæmt könnuninni aðeins fá um 3,9% at- kvæða en voru árið 1982 með 6%. Hinsvegar mun Adolfo Suaraz fyrr- um forsætisráðherra og flokkur hans, Miðjuflokkurinn (CDS) fá helmingi fleiri atkvæði en fyrir fjór- um árum eða 8%. Stjórnmálaskýrendur telja at- kvæðamagn CDS benda til þess að hægrisinnaðir kjósendur vilji annan foringja í stað Fraga, sem nú er líklegastur til að leiða hægrimenn til annars kosningaósigurs í röð. Kosningabaráttan hófst formlega um helgina en Gonzalez forsætisráð- herra hélt ræðu í Valencíu þar sem saman voru komnir 25 þúsund stuðn- ingsmenn sósíalista. Atvinnuleysi verður líklega eitt helsta deilumál kosninganna. Nú er um 22% atvinnuleysi í landinu sem er það mesta í Vestur-Evrópu. Vestur-Þýskaland: Bændum er í nöp við kjarnaofna - sérstaklega þá sem leka Hamm, V-Þýskalandi-Reutcr Vestur-þýskir bændur lokuðu vegum er liggja til tilraunakjarn- orkuofns í gær. Að sögn lögregl- unnar settu bændurnir vegatálman- ir upp eftir að fréttir höfðu borist um að ofninn hefði lekið og geisla- virk efni sloppið út í andrúmsloftið í síðasta mánuði. Þessum háhitaofni, sem tilraunir voru hafnar með í janúar síðast- liðnum, var lokað um óákveðinn tíma í fyrradag. Það var héraðs- stjórnin í Norður Rínar- og West- fallshéraði sem lét loka ofninum á meðan rannsókn fer frant á lekan- um sem varð þann 4. maí síðastlið- inn. Alls söfnuðust um 40 bændur saman á traktorum sínum og kröfð- ust þess að kjarnaofninum yrði lokað í eitt skipti fyrir öll. Sérfræðingar segja geislun þá sem slapp út í andrúmsloftið þegar ofninn lak ekki vera hættulega. Reimut Jochimsen efnahags- málaráðherra í hérðasstjórninni hefur sakað fyrirtækið sem með kjarnaofninn hafði að gera um að hafa ekki skýrt yfirvöldum frá slysinu í tíma. Fyrirtækið hefur neitað ásökununum. Japan: Lélegur þjófur Tokyo-Reuter. Bílþjófi urðu á tvenn örlagarík mistök eftir að hafa stolið feitum og fallegum Mercedes Benz í miðborg Tokyo í síðustu viku. f fyrsta lagi gleymdi hann að athuga bensínmælinn til að sjá hve mikið af eldsneyti væri á bifreiðinni og í öðru lagi gat hann ekki gert sér grein fyrir hvernig sætisbeltin virk- uðu f fína bílnum. Nú, þjófurinn hinn þrítugi Hide- haru Tsujimoto, fór eftir öllurn lög- um og reglum í sambandi við öryggi í akstri, festi sætisbeltið og renndi hljóðlega á Benzinum út úr miðborg- inni. Hinsvegar varð bíllinn bensín- laus á hraðbraut í einu úthverfi Tokyoborgar. Lögreglan kom stuttu síðar að Tsujimoto þar sem hann barðist eins og óður við að losa sig úr sætisbeltinu en án árangurs. Hann hefur verið ákærður fyrir þjófnað. Stúdentaslagur í Kína Þar hefur enn komiö til árekstra milli erlendra stúdenta og kínverskra skólafélaga þeirra Peking-Reuter. Ef þú drekkur ekki, reykir ekki og ég étur ekki svínakjöt áttu mögu- leika á að lifa eins lengi og Ilija Lalic sagði í frétt dagblaðsins Vecernje Novosti í Belgrad í gær. Lalic varð 124 ára gamall en hann lést í síðustu viku í heimahéraði sínu Kosovo f Júgóslavíu. Lalic, sem aldrei fór til læknis, byrjaði alltaf daginn með því að fá sér grænt te frá Georgíu. Einnig drakk hann dulítið af mjólk og át ostbita ellegar pylsu. Að kvöldlagi drakk hann kaffi og ekkert annað. Blaðið sagði Lalic hafa fengið 16 sár í Balkanstríðinu og heimsstyrj- öldunum báðum, kvænst tvívegis, átt fjögur börn og unnið á jörð sinni fram á síðasta dag lífs síns. Nágrannar Lalic lýstu honum sem friðsælum manni sem vildi vera í sátt við alla. Árekstrar þeir sem orðið hafa á milli erlendra stúdenta í Kína og þarlendra stúdenta og komist hafa í heimspressuna á síðustu dögum, má rekja til mismunandi menningarvið- horfa. Þetta var haft eftir vestrænum stjórnarerindrekum í Kína sem bættu við að árekstramir gætu orðið að ofbeldisfullum aðgerðum. Erlendir stúdentar segja höfuðá- stæðu átakanna vera mikla kynþátta- fordóma kínverskra skólafélaga sinna. Slíkir kynþáttfordómar hefðu t.d. komið vel í ljós þann 24. maí síðastliðinn þegar 500 stúdentar við Tianjin háskólann lokuðu 28 erlenda stúdenta, flesta frá Afríku, inni í einum heimavistarsalnum eftir dans- leik sem þar var haldinn. Háskólayfirvöld sögðu sjö kín- verska stúdenta hafa meiðst eftir að hafa orðið fyrir árás frá afrískum stúdentum en því hefur verið neitað af Afríkubúunum og öðrum erlend- um stúdentum í Tianjin. Á síðustu árum hefur þó nokkuð verið um árekstra milli erlendra stúdenta og þeirra kínversku. Sumir segja helstu ástæðuna vera hávaða- sama hljómlist sem hinir erlendu stúdentar leggja sig í líma við að hlusta á og einnig ásækni þeirra í kínverskt kvenfólk. Stjómarerindrekar segja að marg- ir hinna erlendu stúdenta eigi erfitt með að aðlagast kínverskum menn- ingarheimi og verði smátt og smátt í aöp við allt sem kínverskt er á meðan á námi þeirra stendur. Átökin við Tianjin háskólann eru ekki þau fyrstu og varla þau síðustu, milli erlendra stúdenta og heima- manna. Hinsvegar mun atvikið hafa valdið kínverskum yfirvöldum nokkrum áhyggjum, sem óttast að átök þessi geti orðið öfgafyllri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.