Tíminn - 27.06.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.06.1986, Blaðsíða 1
JÁRNSMIÐURINN GÓÐI Einu sinni fyrir langa löngu bjó gamall maöur í lítilli borg í Frakklandi. Hann var prestur í kirkju heilags Antoníusar. Á hverjum morgni opnaði hann hinar þungu eikardyr kirkjunnar og hurðirnar virtust verða þyngri og þyngri eftir því sem presturinn varð eldri. Einn morguninn voru þær orðnar svo þungar að hann gat alls ekki opnað dyrnar. Dapur í bragði settist hann á kirkjutröppurnar. Fregnin um að kirkjan væri lokuð barst fljótt og fólkið í borginni safnaðist saman á torginu fyrir framan kirkjuturninn. „Hvað er eig- inlega að? spurði fólkið. „Kannski er læsingin biluð.“ Allt í einu dreifðist mann- fjöldinn þegar hávaxinn, sterklegur maður gekk fram. Hann var járnsmiðurinn í borginni. Hann gekk að þungu kirkjuhurðunum og ýtti af öllum kröftum. Hurð- irnar hreyfðust og brátt var kirkjan opin. Járnsmiðurinn skimaði inn í kirkjuna og kom þá auga á gamla prestinn sitj- andi í hnipri á einum kirkju- bekknum. „Hafðu engar áhyggjur, prestur minn,“ sagði járn- smiðurinn vingjarnlegri röddu. „Ég skal koma á hverjum degi og opna kirkj- una fyrir þig.“ Og það gerði hann og enn þann dag í dag getur aðeins stór og sterkur mað- ur opnað kirkju heilags Ant- oníusar þar í borg. jU'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.