Tíminn - 27.06.1986, Qupperneq 8

Tíminn - 27.06.1986, Qupperneq 8
I I I % Kæru krakkar! Vegna þess að tveir Barna- Tímar féllu úr um kosningarnar vegna óviðráðanlegra orsaka, raskaðist nokkuð vinnsla á verð- launaþrautunum. Því verða nöfn vinningshafa fyrir 20. tbl. birt í næsta blaði. En takið því strax fram blað og blýant og sendið svör við þrautunum í þessum Barna-Tíma. Það sakar ekki að skrifa stutta sögu, vísu eða frá- sögn í leiðinni. Og alltaf ergaman að fá brandara með. Halló póstur! Mig langar að eignast penna- vini, stráka og stelpur á aldrinum 10-13 ára. Eg er sjálf 11 ára. Áhugamál mín eru fótbolti, skaut- ar, skíði, dýr og margt fleira. Laufey Margrét Magnúsdóttir, Hjallagötu 6, 245 Sandgerði. Barna-Póstur Besti Barna-Tími! Ég ætla að senda ykkur eiria vísu. Hún er svona: Haninn galar hátt og snjallt og hænan heldur ræður. Ég vona að þér verði ekki kalt ja, svona eru nú mæður. Bless, bless, Barna-Tíminn er bestur Kristín Erla Ingimarsdóttir, Fífusundi - Andakíl, 311 Borgarfirði. Kæri Barna-Tími! Mér finnst þú vera alveg ómiss- andi. Ég ætla að biðja þig um að koma mér í samband við krakka sem vilja skipta á plakötum við mig. Ég á nóg af myndum af Duran Duran, Wham og Kiss. En mig langar að fá í staðinn myndir af Madonnu, Söndru og Cyndi Lauper. Viltu koma þessu á fram- færi fyrir mig, elsku póstur? Kæri Húsvíkingur! Ég sá á stimplinum á frímerkinu að bréfið þitt kom frá Húsavík. En því miður hefur þú gleymt að skrifa nafnið þitt og heimilisfang undir bréfið svo þú verður að skrifa aftur til að komast í bréfa- samband við krakka sem vilja skipta við þig á plakötum. Bestu kveðjur, Barna-Tíminn. I | BARNAPÓSTUR SlDUMÚL A 15, REYKJAVÍK. Hvað heitir stelpan? 'íi/.. BJOPIIBH J|J!aL| UBd|8JS \l. h J tj/ I \)l p h \l, lll ( mj S? M/i. >i/ C )/i t V )lu. 1 i»» r )ll H 9 'Ju Bo e 'Jfsi (g) e ju Qio-j (v) :iMninybci vyiNsnvi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.