Tíminn - 07.08.1986, Page 7

Tíminn - 07.08.1986, Page 7
Fimmtudagur 7. ágúst 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR Guömundur P. Valgeirsson: Landnýting - landauðn? „Þegar sveitin sorgarljóð syngur vini liðnum, þá er eins og hræfuglshljóð hlakki íkistusmiðnum Þ.E. Þessi gamalkunna vísa kom mér í hug þegar ég hlustaði á lestur úr forustugreinum Alþýðublaðsins í útvarpinu dagana 2. og 3. júlí s.l. Þó þeir, sem leggja eyru við lestri úr forustugreinum dagblað- anna í útvarpinu, séu ýmsu vanir um illgirni og róg í garð íslenskra bænda og alls, sem er á einhvern hátt í tengslum við bændur og íslenskan landbúnað, þá fannst mér kveða við sérstakan hlakkandi tón í framhaldsskrifum Alþýðu- blaðsins þessa tvo daga. Það var líkast því að sérstakt happ hefði rekið á fjörur blaðsins og það happ yrði að nýta vel og til fulls og það sem fyrst svo nýir og gamlir óska- draumar þess og hugsjónir um íslenskan landbúnað gætu ræst. - Það eru einkum tveir aðilar, sem hafa helgað sig þessari rógsiðju um bændur. Það eru Alþýðuflokkur- inn og ritstjóri Dagblaðsins, Jónas Kristjánsson. Er engu líkara en að þessir tveir aðilar skiptist á um að halda uppi þessari iðju, svo göfug sem hún er. - Greinar Alþýðu- blaðsins voru augljóst hlakk yfir þeirri aðför að bændum, sem það taldi sig sjá í nýútkominni skýrslu, er landbúnaðarráðherra var að kynna sem forsmekk þess er koma skyldi í kjölfar þeirra markaðs- þrenginga er framleiðsla íslenskra bænda á nú við að búa. Sú skýrsla hefur af höfundum sínum verið kennd við landnýtingu, en eins og hún er túlkuð er þar um hreina og beina landeyðingar- stefnu að ræða. - Það var þess- vegna ekki nema eðlilegt, að for- sprakkar Alþýðuflokksins vildu hagnýta sér þetta happ. - Hlakk blaðsins bar því sérstakan hljóm að þessu sinni. - Ekki færri en 2000 bændur dæmdir frá búum sínum! - Gegnum skrif blaðsins um þetta mátti næstum heyra hlakkandi tón: Já! Mikið helvíti er það gaman, að sjá helming bænda- skarans labba slyppan og snauðan frá búum sínum og hverfa á vit óvissunnar. - Það væri ekki ónýtt frétta og myndefni fyrir blöð og sjónvarp að birta myndaseríur af því fyrirbæri. Fyrir þá ylli engum „höfuðverk" aðrar af- leiðingar af slíkri þjóðfélagsrösk- un, persónulegum þrengingum og harmi þess fólks, sem þar væri að yfirgefa búsetu sín, sveit sína og allt, sem það hefur lagt lífs- og sálarkrafta sína í, bestu ár æfi sinnar. Fátt af því fólki væri í stakk búið að leggja inn á brautir tölvu- tækni og hugbúnaðar, sem nú er mest rætt um að eigi að vera framtíðarlausn fjöldans. Úr þeim herbúðum hefur aldrei heyrst, hvað eigi gera við uppflosnaða bændur, annað en ráð ritstjóra Dagblaðsins, að koma þeim fyrir í „vinnubúðum" þar til yfir lyki. í greinum blaðsins er þess jöfn- um höndum krafist að stjórnvöld leyfi óheftan innflutning erlendra landbúnaðarvara til að skapa bændum samkeppni um vöruverð og rjúfa þar með hina margum- ræddu „einokun" bænda og sam- taka þeirra, sem þessi systrablöð þrástagast á, og í annan stað að bændum verði fækkað a.m.k. um helming, en þeir eru nú taldir vera um 4.000. - Jafnframt saka þau ráðamenn þjóðarinnar fyrir seina- gang í þróun þessara mála, sem það hafi barist fyrir árum saman. í ákafa sínum gerir blaðið sér ekki grein fyrir því, að fengi það framgengt kröfu sinni um óheftan innflutning hverskonar landbúnað- arvara þá komi fækkun bænda af sjálfu sér, ekki aðeins um helming heldur að fullu og öllu. Svo einfalt mál er það. Það sama gildir þegar hin „hagfræðilegu rök“ eru búin að þrýsta tölu bænda niður í óskatölu- stærð þeirra, 1000-1500 bændur í Hlakk blaðsins bar því sérstakan tón að þessu sinni. Ekki færri en 2000 bændur dæmdir frá búum sínum. Gegnum skrif blaðsins mátti næstum heyra hlakkandi tón: Já, mikiðhelvítierþað gaman, að sjá helming bændaskarans lalla " slyppan og snauðan frá búum sínum og hverfa á vit óvissunnar. landinu öllu, þá er algert hrun sjálfstæðra bænda orðið að veru- leika. Þetta virðast þeir sem leika sér að hagfræðikenningum hvorki sjá né skilja. - Framtíðardraum- sýn þeirra eru nokkur verksmiðju- bú, á rústum íslenskrar byggðar. Þar með væri hugsjón Alþýðuflokks- ins og skoðanabrajðra þeirra orðin að veruleika. - Jafnframt hlakkar blaðið yfir því að nú hljóti lang- þráður draumur þess um byggð landsins óhjákvæmilega að rætast og heilar sveitir leggjast í auðn. I því sambandi vitnar blaðið með fögnuði til hinnar nýútkomnu skýrslu þar sem svo virðist, að 9 Úr þeim herbúöum hef- ur aldrei heyrst hvað eigi að gera við upp- flosnaða bændur, ann- að en ráð ritstjóra Dag- blaðsins, að koma þeim fyrir í „vinnubúð- um“ þar til yfir lyki. stefnt sé að þeirri fækkun bænda sem áður er um getið og samfara því svo stórfelldri byggðaröskun að enginn sér fyrir endann á því. það er hin nýja byggðastefna þar sem andi Alþýðublaðsins og rit- stjóra Dagblaðsins svífur yfir vötnunum. - Sú byggðastefna er bændum kynnt þeim til hugar- hægðar. Og svo virðist að hún sé mörgum fagnaðarefni og túlkuð sem framtíðar lausn. Þetta er ekki nýr tónn eða boð- skapur Alþýðuflokksins og sálufé- laga hans. Þessi sami tónn hefur kveðið við um áratugi í hvert sinn, sem foringjar flokksins og ritstjór- ar Alþýðublaðsins hafa minnst á bændur og landbúnaðarmál. En allt er þetta sett fram með falsi og fagurgala um umhyggju þeirra fyrir velferð íslenskra bænda, almennra neytenda og velferð þjóðarinnar! Sú umhyggja hefur borið sterkan keint af umhyggju refsins fyrir lambinu, sem hann hafði kosið sér að bráð. Tilburðir þeirra ti! að breiða yfir það eru hlálegt kák, sem enginn maður með óbrjálaða dómgreind tekur mark á. Aðal tilgangur þeirra hefur verið of augljós til þess. Kaupsýsla einstak- linga og erlendir framleiðendur hafa ekki átt aðra betri formælend- ur en þá. Það er viðurkennd staðreynd að markaðsmál eigi stóran þátt í þeim erfiðleikum, sem bændur og for- ráðamenn þeirra eiga við að glíma og það ræður miklu um hvernig úr rætist, og svo hitt hvernig þeir menn, sem með stjórnþessara mála fara, hugsa og haga störfúm sínum. Því miður hittast þar fyrir menn sem ekki greinir mikið á um fram- kvæmdir og framvindu þeirra mála við hugsjónir Alþýðuflokksins og ritstjóra Dagblaðsins. - En það er harkalegt fyrir þá, sem með þessi mál hafa farið og hafa viljað koma í veg fyrir þá þróun sem við blasir og mest er hampað, að sitja undir ásökunum manna um offram- leiðslu bænda, sem árum saman stóðu í vegi fyrir þeirri framleiðslu- stjórnun er bændur og forvígis- menn þeirra sáu að óumflýjanleg var, ef ekki ætti illa að fara, og komu í veg fyrir að þær aðgerðir næðu fram að ganga. Býður manni í grun að það hafi verið kænlega hugsað herbragð hjá þeim til að stefna í það óefni, sem fram kom, Með því hafa þeir í raun unnið skemmdar- verk gegn íslenskum hagsmunum, sem aldrei verður metið til fulls. Þannig hafa þeir komið ár sinni fyrir borð, og því ekki nema eðli þeirra samkvæmt að hlakka nú eins og hræfuglar yfir unninni bráð. og skella síðan sökinni á bændur, eins og gert er. - Þá hefur hinn þráláti illyrmislegi áróður þeirra átt sinn þátt f að draga úr neyslu innlendra landbúnaðarvara og bor- ið ríkulegan árangur. Með þvíhafa þeir, í raun, unnið skemmdarstarf gegn íslenskum hagsmunum, sem aldrei verður metið til fulls. - Þannig hafa þeir komið ár sinni fyrir borð, og því ekki nema eðli þeirra samkvæmt að hlakka nú eins og hræfuglar yfir auðunnri bráð. Sú umhyggja, sem Alþýðuflokk- urinn & Co. stæra sig af í garð bænda hefur birst í stöðugum rógi og illmælum um íslenska bændur þar sem þeir hafa verið stimplaðir sem ómagar og afætur á öðrum þegnum þjóðfélagsins. - Þó sú þjóðfélagslýgi hafi margoft verið hrakin með gildum rökum hafa þessir postular virt þau rök að engu, heldur magnað ósvífni sína í garð bænda. Að því leyti eru þeir líkastir draugunum á Fróðá, forðum. - En bændur hafa ekki verið einir undir þessa sök seldir. Það sama hefur klyngt við um alla þá menn, sem unnið hafa að mál- efnum bænda, jafnt á félagslegum- og viðskiptagrundvelli. Þeirn hefur af þessum áróðursmönnum aldrei verið unnt sannmælis, heldur sýnd- ur fjandskapur af lakasta tagi. Fyrir þetta hefur Alþýðuflokkur- inn orðið að viðundri í augum skoðana skyldra flokka í nágranna- löndum okkar. - Og því miður verður að segja það eins og er, að of margir bændur hafa lagt eyru við þessum rógi, látið blekkjast af honum og þar með grafið undan eigin hagsmunum. Það þarf sterka stéttarvitund til að standast allan þann róg og öfugmæli, sem sterkir aðilar í veldi blaða og annarra fjölmiðla hafa haldið uppi gegn íslenskum bænd- um í áratugi, enda segir það til sín í ýmsum myndum. Hinn gagn- merki maður, Finnur Kristjánsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, víkur að þessu í viðtali, sem birtist í Tíman- um þann 21. júlí s.l. - Hann staðhæfir að með rógsiðju sinni hafi þessum aðilum tekist að koma því til leiðar, að bændur sjálfír séu famir að sefjast af þessum áróðri og nánast líta á sig og tilveru stéttar sinnar svipuðum augum og áróðurspostular þessara óþjóðlegu Og því miðurverðurað segja það eins og er, að of margir bændur hafa lagt eyru við þess- um rógi, látið blekkjast af honum, og þar með grafið undan eigin hagsmunum. afla og veikist í vörninni fyrir sjálfstæðri tilveru sinni og stéttar sinnar. í þessu liggur stór hætta fyrir íslenska bændur, ekki síst nú þegar svo að segja, er vegið að þeim úr öllum áttum. Því fylgir svo margt að vera íslenskur bóndi nú á dögum, sem margir nútímamenn leggja ógjarna á sig, þó ekki bætist ofaná það að finna skömm annarra stétta þjóð- félagsins á sér og megnt vanþakk- læti fyrir starf sitt og þann menn- ingararf, sem ísl. bændur varðveita jafnhliða þýðingarmiklum fram- leiðslustörfum, sem þjóðin getur ekki án verið, ef hún ætlar að viðhalda þjóðerni sínu, tungu og sjálfstæði. - Það verður að kveða niður þá villukenningu Alþýðu- blaðsins & Co., að dreifbýlið sé baggi á þéttbýlisbúum og því beri helst að leggja það í auðn. Það er staðreynd að þéttbýlið, hvort held- ur það er við Faxaflóa eða annars- staðar, þrífst ekki án dreifbýlis- ins. - Þarkemursvomargttil.sem óþarft er upp að telja fyrir skyni- borna menn. - Dreifbýlið veitir þéttbýlinu það sem hönd veitir hendi og fótur fæti. Hvorugt getur án hins verið. - Það er þjóðarböl og þjóðarglæpur að ala á metingi um tilverurétt þessara samvirku þjóðfélagsþátta. - Mál er að því . linni. Bæ, 27. júlí Guðmundur P. Valgeirsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.