Tíminn - 07.08.1986, Side 10

Tíminn - 07.08.1986, Side 10
10 Tíminn Fimmtudagur 7. ágúst 1986 Framkvæmdastjóri lceland Seafood Corporation og verðandi forstjóri Sambandsins Guöjón B. Ólafsson í einkaviötali viö TÍMANN : „Egvonasttilaðfólk geti sagt um mig að ég Það fór ekki á milli mála, þegar ég gekk um verksmiðju lceland Seafood Corporation með Guðjóni B. Ólafssyni nú á dögunum, að hann var undirniðri töluvertstolturaffyrirtækinu. Það verður I íka að segjast eins og er að hann hefur fuila ástæðu til. Þessi verksmiðja er mjög nýtískuleg og vel búin, og hún ber það með sér að hún er ákaflega vel rekin í alla staði. Iceland Seafood Corporation hefur aðsetur í Camp Hill, sem er útborg frá Harrisburg, en hún er aftur höfuðborg Pennsyl- vaníuríkis. Þetta fyrirtæki er í eigu Sambandsins og frystihús- anna sem Sjávarafurðadeild þess selur fyrir, og Guðjón hefur verið framkvæmdastjóri þess undanfarin ellefu ár, eða frá 1975. Það hefur hins vegar væntanlega ekki farið fram hjá fólki að nú í ágústmánuði flytur hann heim til íslands aftur og tekur við starfi forstjóra Sambandsins frá og með 1. september. leitist við að vera sanngjarn“ Guðjón B. Ólafsson cr fæddur í Hnífsdal 18. nóv. 1935 og ólst þar upp. Árið 1954 lauk hann prófi úr Samvinnuskólanum, rcðist sama ár til Sambandsins og hefur starfað samfellt síðan hjá því og fyrirtækjum þcss. Af vcrkefnum hans má nefna að hann var framkvæmdastjóri Lundúnaskrifstofu 1964-68, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadcildar 1968-75, en síðan hefur hann stýrt lceland Scafood Corp. með miklum glæsibrag. Guðjón er kvæntur Guð- laugu Brynju Guöjónsdóttur, og eiga þau fimm börn. Tilefni þess að ég heimsótti Guð- jón var tvíþætt, annars vegar að ræða við hann um sölustarfið vestra og hins vegar væntanleg umskipti á högurn þcirra hjóna cr hann flytur heim og tekur við einu þýðingar- mesta starfi samvinnuhreyfingarinn- ar hér á landi. Samtal okkar var sem hér fer á eftir. - Mig langar í býfjun til þess að spyrja þig, Guöjón, núna þegar þú ert í þann veginn að taka við einu ábyrgðarmcsta starfi í íslensku við- skiptalífi, hvort það sé einhverju öðru fremur sem þú vilt þakka það að þú skulir hafa náð þarna upp á toppinn? - Þetta flokka ég undir tilviljun, eins og flest annað í lífi mínu. Ég hef aldrei, með tveimur undantekning- um, sótt eftir starfi. í fyrra skiptið sótti ég uin starf hjá Sambandinu eftir nám í Samvinnuskólanum, og síðan eftir tveggja ára starf þar sótti ég um það að fá að fara til starfa í Bandaríkjunum, hjá fyrirtæki sem þá hét lceland Products Inc. og nú heitir Iceland Seafood Corp. Allt annað á ferli mínum hefur ráðist af tilviljunuin, eða af því að svo vildi til að ég var á ákveðnum stað þegar ákveðin þörf kom upp. Mér vitan- lega bý ég ekki yfir neinum sérstök- um hæfilcikum, en ég hef reynt að leysa störf mín á hverjum tíma eins vel af hendi og mér hefur verið unnt. Ég hef líka reynt að læra af mínum eigin mistökum og af mistökum annarra á sama tíma. Líka held ég megi segja að mér hafi tekist að vinna nokkuð vel með samstarfsfólki mínu á hverjum tíma, og því fólki á ég mikið af því að þakka ef mér hefur tekist að ná árangri í mínum eigin störfum. Það eru núna komin 32 ár sem ég hef starfað hjá Sambandinu og fyrir- tækjum þess, og á þeim tíma hef ég flust mikið á milli staða og raunar á milli landa. Það hefur verið mér ómetanlegt í þessu að ég hef verið svo stálheppinn að eiga góða konu, og raunar góða fjölskyldu, og öll fjölskylda mín hefur orðið að taka á sig töluverðar fórnir vegna þessa. Á hinn bóginn er líka að því að gæta að út úr þessu hef ég, og raunar öll fjölskylda mín, fengið góða reynslu sem hefur orðið okkur öllum til góðs. - Hvaðaráðáttþúhelstfyrirungt Aðkoman að verksmiðju lceland Seafood Corporation í Camp Hill í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. fólk sem núna er að hefja starfsferil sinn og hefur hug á að komast áfram í viðskiptalífinu? - Það væri helst að vinna öll sín störf af samviskusemi og trú- mennsku. Ég hef þá bjargföstu trú að mönnum, sem vinna störf sín af trúmennsku, hljóti alltaf að bjóðast störf sem eru meira krefjandi en þau sem þeir gegndu áður. Þetta minnir mig á að síðast í gær átti ég tal um þessi efni við tiltölulega ungan mann, rúmlega fertugan, sem hefur komist mjög vel áfram og er núna stjórnarformaöur í einni stærstu veitingahúsakeðju hér í Bandaríkj- unum. Hann sagði mér frá því að hann hefði byrjað búskap sinn ný- giftur í bílskúr föður síns og átt ntjög erfitt fyrstu árin. Hann minntist þess í samtali okkar að faðir sinn hefði einhverju sinni sagt sér að hvaða bjáni sem væri gæti lært af sínum eigin mistökum, en ef menn vildu virkilega ná árangri þá horfðu þeir í kringum sig og reyndu líka að læra af mistökum annarra. Ég tel líka að það sé ekki síður mikilvægt í sérhverju fyrirtæki að menn geri sér góða grein fyrir því að þar eru allir hluti af áhöfninni. Þar á hver og einn sinn þátt í því að sigla fyrirtækinu áfram. Þá tel ég það vera mikið atriði í fyrirtæki að þar eigi menn jafnan kost á því að vinna sig áfram. Forsenda þess hlýtur þó alltaf að vera sú að þeir sýni trúmennsku í starfi. Staða lceland Seafood - Hvernig meturþústöðu Iccland Seafood Corporation í dag, og hver er þýðing fyrirtækisins fyrir íslensk- an sjávarútveg? - 1 því sambandi má kannski rifja það upp að þetta fyrirtæki var stofn- að í New York árið 1951 í þeim tilgangi að greiða fyrir sölu á frystum Frystigeymslur lceland Seafood Corp eru engin smásmíði. Þar eru jöfnum höndum geymdar fiskblokkir sem bíða vinnslu og fullunnir fiskréttir á leið til neytenda víðs vegar um Bandaríkin. fiski frá Sambandsfrystihúsunum til Bandaríkjanna. Sá markaður var þá að opnast, en frystitæknin var á þessum tíma ný af nálinni, og mestir möguleikar voru taldir á því að dreifa frystri vöru til Bandaríkjanna og mun meiri en til Evrópulanda. Fyrst í stað fólst þessi starfsemi í því að flytja hingað út flök og blokkir, sem síðan voru seld hér til banda- rískra dreifingaraðila og framleið- enda. Sala á fiskréttum var þá á algeru byrjunarstigi, en þegar sá markaður tók að vaxa þá fóru að heyrast raddir um það frá kaupend- um hér að þeir óskuðu eftir að fá fiskrétti frá sama aðila og seldi flökin og blokkirnar. Það leiddi svo til þess að fyrst var samið við fram- leiðanda hér í Harrisburg um að búa til slíka rétti úr íslenska fiskinum undir vörumerki okkar, en síðan þróaðist þetta smám saman þar til verksmiðja þessa framleiðanda var keypt árið 1959. Þetta leiddi svo aftur til þess að ákveðið var að byggja nýja verk- smiðju, sem opnuð var hér í Camp Hill í maí 1966. í byrjun var hún þó lítil og tiltölulega vanbúin af tækjum, en hún hefur verið stórlega endurbætt síðan. Eftir ýmsar stækk- anir á fyrstu árunum var stærð hennar tvöfölduð á árunum 1979-82. í dag erum við hér með nijög fullkomna fiskréttaverksmiðju, sem hefur mikla framleiðni og fjöl- breytni, því að hér erum við með meira en 700 tegundir fiskrétta á boðstólum. Þá náðist það takmark á síðasta ári að við urðum stærsti fiskréttaseljandi hér á stofnana- markaðinum, með 25% markaðs- hlutdeild. Þá má einnig nefna það að frá upphafi, og miðað við kostnaðar- verð á hverjum tíma, þá nema fjárfestingar þessa fyrirtækis hér, bæði í landi, húsnæði, vélum og tækjum, 18,4 milljónum dollara. Á sama tíma hafa þessar eignir verið afskrifaðar um nálægt helming, eða um 9 milljónir dollara, svo að bók- fært verð þeirra var 9,3 milljónir dollara í lok seinasta árs. Venjulegur togari af algengustu gerð kostar núna upphæð sem sam- svarar 5-6 milljónum dollara, svo að bókfært verð eigna hjá þessu fyrir- tæki samsvarar um það bil einu og hálfu togaraverði. Þegar við erum annars vegar að tala hér um ein- hverja best búnu verksmiðju sem um getur á sínu sviði, og hins vegar um það að hún annar auðveldlega framleiðslu sem við fáum frá meir en 30 frystihúsum á íslandi, sem aftur taka við afla frá 20-30 togurum og ótöldum fjölda báta, þá tel ég að þessi fjárfesting sé tiltölulega hófleg og mjög hagkvæm fyrir eigendur þessa fyrirtækis, sem eru eins og menn vita Sambandið og frystihúsin sem framleiða hráefnið fyrir okkur. „Grundvallarskekkja í sjávarútvegsdæminu“ - Nú er stutt síðan í Morgunblað- inu birtist greinaflokkur eftir Asgeir Jakobsson þar sem tilveruréttur sölufyrirtækjanna hér vestra er dreg- inn mjög í efa. Þarerþví m.a. háldið fram að þau séu grundvallarskekkja í sjávarútvegsdæminu, þau taki að meðaltali í sinn hlut um 40% af söluverðinu, og Bandaríkjamarkað- urinn sé okkur íslendingum ein- faldlega of dýr, sem við verðum að borga með lágu fiskverði heima, of lágu kaupi og offjárfestingu í húsum, vélunt og tækjum. Hver er þín skoðun á þessum ásökunum? - Já, ég komst ekki hjá því að sjá þessi skrif, og ég verð að segja það eins og er að ég varð mjög undrandi á því að nokkur maður skyldi leyfa sér að láta slíkt frá sér fara, ekki síst þar sem hér á í hlut maður sem mun telja sig vinveittan íslenskum sjávar- útvegi. Ég tel að slík skrif séu svo fullkomlega ábyrgðarlaus að slíkt sæti furðu, enda hefur þar greinilega engin tilraun verið gerð til þess að afla staðreynda eða til að setja sig inn í málin. Þar er með öðrum orðum gerð alvarleg tilraun til að kasta rýrð á þá starfsemi sem kannski öðru fremur hefur haldið uppi lífskjörunum á íslandi, og sömuleiðis til þess að gera þessa starfsemi tortryggilega. Það er vissulega ekki óeðlilegt að íslendingar spyrji sjálfa sig að því af og til hvort það, sem þeir eru að gera, sé rétt og hagkvæmt, eða hvort betri kosta sé völ, og ég hef síst af öllu á móti slíku. Aðþvíer viðkemur frystiiðnaðinum og starfsemi sölu- aðila í honum þá er það ekkert vafamál að þar hefur aðaláherslan verið lögð á Bandaríkjamarkað vegna þess að það skilaði besta verðinu fyrir framleiðsluvörur okkar í íslenska þjóðarbúið. Ég held líka að enginn hafi nokkru sinni efast um þýðingu og arðsemi Bandaríkja- markaðarins fyrir íslendinga fyrr en hugsanlega núna á seinustu 6-12 mánuðum. Nú heyrast allt í einu raddir sem ekki aðeins efast um réttmæti þess að selja frystan fisk til Bandaríkjanna nú í dag, heldur líka um það hvort við hefðum nokkurn tíma átt að gera það. Breyting á verðmæti gjaldmiðla Það sem hefur átt sér stað á sein- ustu mánuðum er fyrst og fremst breyting á verðmæti gjaldmiðla, sem hefur verið óvenju mikil og hefur rýrt verðmæti Bandaríkjadollars miðað við helstu myntir í öðrum vestrænum löndum. Það hefur leitt það af sér að breski markaðurinn hefur orðið samkeppnisfærari en áður, og einnig hefur eftirspurn eftir fiski í Evrópulöndum verið mikil á þessu tímabili og þessi markaður hefur einnig verið tilbúinn til að taka við fiski sem hefur verið minna snyrtur en það sem útheimtist fyrir Bandaríkjamarkað. Það er hins vegar út af fyrir sig furðulegt að sú kenning virðist nú eiga upp á háborðið á íslandi að okkur beri að snúa baki við kröfu- harðari mörkuðum og að það sé íslendingum í hag að flytja úr landi hráefni í formi ófrosins heils fisks, eða þá fiskflök með beinum og roði. Bandaríkjamarkaður krefst þess að fiskurinn sé roðlaus og beinlaus og að öðru leyti gallalaus, enda hlýtur það að teljast eðlilegt að markaður- inn fái það sem hann krefst. Hvorki íslendingar né Bretar borða roð eða bein í fiski. og það getur varla talist ávinningur að borga flutning á því sem síðan þarf að kasta úr vörunni. - En hvað er um verðdæmið að segja? - Hvað verð snertir þá fer það

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.