Tíminn - 07.08.1986, Qupperneq 11

Tíminn - 07.08.1986, Qupperneq 11
Tíminn 11 Fimmtudagur 7. ágúst 1986 því hráefni vörur sem seldar eru með hagnaði. Þetta á við á meðan slíkar verksmiðjur geta á þennan hátt skilað hagnaði til eigenda sinna á íslandi eða byggt upp eignir í formi framleiðslu- eða söluaðstöðtf á bandaríska markaðnum. Hlutur fyrirtækjanna vestra - En hvað um fullyrðinguna sent cg nefndi og slegið hefur verið fram um það að verksmiðjurnar hér vestra taki í sinn hlut um 40% af söluverð- mætinu? - I fyrsta lagi verð ég að lýsa yfir algerri hneykslun á því sem fram kemur í slíkri framsetningu, og það er greinilegt að viðkomandi maður hefur ekki hugmynd um það hvað hann er að tala um. Starfssvið þessara fyrirtækja er tvíþætt, annars vegar kaupa þau flök og skelfisk frá íslandi og selja þá vöru í óbreyttu formi til kaupenda víðs vegar um Bandarík- in, og hins vegar kaupa þau blokk til vinnslu í eigin verksmiðjum. Að því er fyrri þáttinn varðar sérstaklega þá samanstendur sölu- kerfi okkar af átta föstum sölumönn- um, 55 umboðsmönnum ogum 1400 dreifingarfyrirtækjum eða heildsöl- ekkert á milli mála að allt frá stríðslokum og þar til á seinasta ári fékkst yfir höfuð hæst verð á Banda- ríkjamarkaði fyrir flestar þær teg- undir og pakkningar sem framleidd- ar eru á íslandi, og er þá gert ráð fyrir hærri tilkostnaði við vinnslu vegna mikilla krafna þessa markað- ar. Og þrátt fyrir það að á seinasta einu og hálfu ári hafi dollarinn tapað um 40% af verðgildi sínu rniðað við sterlingspund þá eru flest verð enn hagkvæmari í Bandaríkjunum held- ur en í Evrópu. Undantekningar eru fólgnar í því að í einstaka tilvikum getur það verið hagkvæmara fyrir frystihús að vinna flök með roði og beinum fyrir Evrópumarkað, vegna þess að þannig er hægt að vinna meira magn en ella á hverjum degi og þar með hugsanlega að bjarga hráefni undan skemmdum. Ef aftur á móti nægjanlegur vinnu- kraftur væri fyrir hendi þá væri í mörgum tilvikum hægt að vinna sama hráefni fyrir Bandaríkjamark- að, þar sem framlegð á hvert kíló er hærri, og sú íramleiðsla myndi skila meiri verðmætum í íslenska þjóðar- búið.Það sem er kannski meginatrið- ið í þessu er að í dag cr það ekki gert nægilega aðlaðandi að vinna í fiskvinnslunni. Þar er þöi f fyrir fleira hæft fólk til starfa en er í dag, enda hefur það alltaf þótt frumatriði í öllum iðnvæddum þjóðfélögum að varan væri sem mest unnin. Áfram á Bandaríkjamarkaði - Þú ert þá sem sagt þeirrar • skoðunar að við munum halda áfram að selja fisk á Bandaríkjamarkað á komandi árum? - Ég er ekki talsmaður þess til dæmis að við grípum til öfga og viljunt strika yfir einstaka markaði, heldur er ég þvert á móti talsmaður þess að við höldum áfram að eiga innhlaup á sem flestum mörkuðum. Það sem hefur gerst á yfirstandandi ári er að sveiflan frá Bandaríkja- markaði til Evrópu hefur verið of ...Ég kann afskaplega vel að meta samviskusamt og já- kvætt samstarfsfólk, og ég vil undir öllum kringumstæðum hafa góðan anda á vinnustað. Ég tel það algjöra forsendu þess að fyrirtæki gangi vei að fólki líði vel á vinnustað sín- um og að það hlakki til að mæta í vinnuna og til að taka þátt í að leysa þau verkefni sem fyrir liggja. Aftur á móti hef ég litla þoiinmæði gagn- vart þeim sem ekki falla inn í þessa forskrift. mikil og of hröð, og það hefur leitt það af sér að í sumum tilvikum höfum við ekki getað staðið við skuldbindingar við meiri háttar not- endur í þessu landi. Það er sérstak- lega alvarlegt mál vegna þess hvert eðli þessa markaðar er, því að hér skiptum við mikið við stórar veit- ingahúsakeðjur sem skipuleggja sfn mál langt fram í tímann. Ef við bregðumst þessum aðilum þá eiga þeir ekki nema eitt svar, sem er að taka fiskinn út af matseðlum sínum, þannig að vanefndir af okkar hálfu leiða einfaldlega af sér ntinnkaða ncyslu. Það er líka engin spurning að jafnvel þótt við hlustuðum á boð- skap sumra öfgamanna og snérurn baki við Bandaríkjamarkaði og ein- beittum okkur þess í stað að Evrópu, þá hefur sá markaður ekki mögu- leika á að taka við öllu því magni sem við þurfurn að selja, sem myiidi leiða . af sér verðfall á stundinni. Þannig er það í rauninni tómt niál að vera að tala um slíkar öfgar. Ef það liggur þá eftir scm stað- reynd að við þurfum á Bandaríkja- markaði að halda þá er það einnig jafnljóst að þar náum við ckki árangri nema með því að stunda þann markað af þeirri kostgæfni sem við höfum gert á undanförnum árum. Þar er ég jöfnum höndum að tala um gæðin og um áreiðanleika í afhendingum. Og ef við göngum þannig út frá því sem staðreynd að Bandaríkja- markaður sé okkur ekki aðeins ó- missandi heldur jafnframt þýðingar- mesti markaður okkar og líklegur til að verða það áfram um ófyrirsjáan- legan tíma, þá má gjarnan spyrja í framhaldi af því hvort íslénskum hagsmunum sé betur borgið með því að eiga í Bandaríkjunum cigin fram- leiðslu- og sölufyrirtæki, eða með því að selja fiskinn til innflytjenda og fiskréttaverksmiðja í annarra eigu. Ég tel að staðreyndirnar tali þar skýrustu máli, en helstu keppi- nautar okkar, svo sem í Kanada og Gæðaeftirlit er mjög strangt í verksmiðjunni. Hér er Guðjón á tali við tvo eftirlitsmenn sem taka reglubundið sýnishorn af hráefni og framleiðslu. Annar er starfsmaður verksmiðjunnar, en hinn er eftirlitsmaður hins opinbera. í Norcgi, líta á fslendinga sem sína fyrirmynd. Það fer ekki á milli mála að íslensk fiskflök eru álitin vera í hæsta gæðaflokki, og þau seljast enda á verulcga hærra verði heldur en flök frá öðrum þjóðum, og það sem því veldur fyrst og fremst er áratuga uppbygging og reynsla í gæðaeftirliti á íslandi og í sölustarf- semi hér í Bandaríkjunum. Ef slíkt kerfi hefði ekki verið fyrir hendi eru sterkar líkur á því að íslcnsk tlök væru seld í Bandaríkjunum á svip- uðu verði og t.d. flök frá Kanada, sem venjulega seljast á 15-40% lægra verði en íslensk flök. Hvað varðar fiskrétti þá hljóta verksmiðjur í cigu íslendinga að eiga rétt á sér svo lengi sem þær geta borgað fullt markaðsverö fyrir hrá- efnið, og á meðan þær geta unnið úr Rannsókna- og þróunardeild verksmiðjunnar er mjög öflug. Hér ræðir Guðjón við tvo starfsmenn hennar, sem útskýra fyrir honum tilraunir sem þeir eru að gera með nýja tegund af brauðmylsnu til að nota á fiskréttina sem verksmiðjan framleiðir. um. Við seljum vörur okkar, bæði flök og fiskrétti, í harðri samkeppni við aðra fiskseljendur, og ekki síður seljendur annarra matvæla. Þessi sölustarfsemi krefst mikilla fcrða- laga, auglýsinga, vöruþróunar, birgðahalds víðs vegar um landið, innheimtustarfs og svo framvegis. Til að standa undir þessum kostnaði öllum hafa sölufyrirtækin hér þókn- un sem nemur 6% af söluvcrði flaka. Auk þcss cru 5% söluverðs sem borguð eru sem þóknun til um- boðsmanna víðs vegar um landið. Þetta er sá kostnaður sem dreginn cr frá útsöluverði flakanna, en ekki annað, utan hvað frá því drcgst einnig tollur sem er 1.96 sent á pundið. Af blokkum tökum við nákvæm- lega ekki neitt, heldur borgum við fyrir þær fullt verð. í dag er markaðs- verð á þorskblokk talið 1,40dollarar á pundið, og við borgum það fyrir hana komna til Glouccstcr í Massa- chusetts. Ef okkur dytti í hug að borga hærra en skráð markaðsverð fyrir blokkina værum við á ólöglegan hátt að flytja hagnað út úr landinu, en við slíku liggja þungar refsingar í þessu landi. Einfalt val Valið fyrir íslendinga í þessu efni er því í rauninni einfah. Annars vegar er um það að ræða hvort við viljum reyna að vinna blokkirnar í eigin verksmiðjum, og þá væntan- lega með hagnaði, sem þá verður hagnaður eigendanna heima á ís- landi, eða hins vegar hvórt við viljunt selja sama hráefni til annarra l'isk- réttaverksmiðja í landinu, sem hugs- anlega teldu sér ekki eins skylt að greiða ætíð hæsta ntarkaðsverð fyrir hráefnið, heldur frekar að hafa hagnað af vinnslunni fyrir sig. - En ef við víkjum að öðru, hvað hefur þér persónulega þótt ánægju- legast af því scm átt hefur sér stað hérna þessi ellefu ár sem þú hefur stýrt málum hér vestra? - Því er erfitt að svara, því að hér hefur verið stöðug uppbygging hjá fyrirtækinu, bæði á húsnæði. vélum og tækjum, og einnig á sölukerfinu, og ætíð hefur verið nóg að starfa. Þó má nefna það sérstaklega sem gerð- ist á síðasta ári þegar við náðurn því marki að verða stærsti seljandi fisk- rétta á bandaríska stofnanamarkað- inum. Forstjórastarf Sambandsins - En hvernig leggst framtíðin í þig, núna þcgar þú ert í þann veginn að taka við nýju og væntanlega töluvcrt ábyrgðarmeira starfi? - Það verður að segjast eins og er að bæði ég og fjölskylda mín höfum ákaflega blendnar tilfinningar varð- andi þessa breytingu sem nú er framundan á högum okkar. Við hjónin erunt búin að vera hér í cllefu ár, og við eigum fintm börn á aldrinum 12 til 25 ára, þar af þrjú sem eru cnn á viðkvæmu stigi í skólagöngu sinni. Það verður þannig mjög erfitt fyrir fjölskylduna að Ifytja enn á ný, og fyrst um sinn að minnsta kosti verða þrjú af börnum okkar hér í Bandaríkjunum. í öðru lagi vil ég nefna að við höfuni verið hér í verulcgri sókn og stöðugri uppbvggingu. starfið hér hefur vcrið bæði áhugavert og fjöl- breytilegt, auk þcss sent rniklir möguleikar eru hér framundan, þannig að cg hvcrf frá þessu starli með verulegum söknuði. Mér er líka fyllilega Ijóst að á íslandi bíða margvíslegirerfiðlcikar, auk þess sem það verður ekki auð- velt viðfangsefni að eiga að fylla sæti Erlendar Einarssonar og þeirra manna scm á undan honum liafa skipað stöðu forstjóra Sambandsins. Það sem mér er kannski efst í huga eru þau vandamál sem eru í íslensku efnahagslífi vegna hinnar gífurlcgu verðbólgu á undanförnum árum, og sá verðbólguvíxill er að vcrulegu leyti enn ógrciddur. Það er Ijöst að hvorki ég né aðrir hafa neina töfra- lausn á þeim málum, ogég hef í huga að vinna að þeim í sem nánustu samstarfi, ekki aðeins við stjórn og framkvæmdastjóra Sambandsins, heldur líka við kaupfélagsstjóra og framkvæmdastjóra frystihúsanna úti um allt land. Þetta verður ekki leyst af neinum einum manni, en ég held að það verði að taka ýmsa þætti í starfsemi Sambandsins og kaupfé- laganna til cndurskoðunar. Þarverð- ur að líta nánar á fjárfestingar og hagkvæmni í rekstri, því að sam- vinnufölög vinna ekki fyrir sér freni- ur en önnur fyrirtæki nema með því móti að reksturinn standi undir sér. „Ég leitast við að vera sanngjarn“ - En hvernig forstjóri gerir þú ráð fyrir að verða? - Ég held að ég gcti ekki svarað því sjálfur, og raunar hvorki hvernig ég hef verið né heldur hvernig ég verð í framtíðinni. Ég vonast þó til að fólk geti sagt það um mig að ég leitist við að vera sanngjarn. Ég kann afskaplega vel að meta sam- viskusamt og jákvætt samstarfsfólk, og ég vil undir öllum kringumstæð- um hafa góðan anda á vinnustað. Ég tel það algcra forsendu þcss að fyrirtæki gangi vel að fólki líöi vel á vinnustað sínum og að það hlakki til að mæta í vinnuna og til að taka þátt í að leysa þau vcrkefni sent fyrir liggja. Aftur á móti hef ég litla þolinmæði gagnvart þeint sem ekki falla inn í þessa forskrift. TÍMINN þakkar Guðjóni B. Ólafssyni fyrir samtalið. -esig

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.