Tíminn - 14.08.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 14. ágúst 1986 Hávaðamengun á Keflavíkurflugvelli: „BYGGÐIN ÞARF AÐ AÐLAGA SIG FLUGVELLINUM“ - segir Sverrir Haukur Guðlaugsson Tannlæknafélagið: Gjaldskrá ráðherra er viðmiðunarskrá „Það sem hér er um að ræða er uppkast að skýrslu, og hún hefur verið unnin að frumkvæði varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins og varnarliðsins. Þeir aðilar eru verkkaupar en Hollustuvernd ríkis- ins er verktaki," sagði Sverrir Hauk- ur Gunnlaugsson < samtali við Tím- ann í gær um skýrslu um hávaða- mengun á Keflavíkurflugvelli. „Þetta verkefni er langtímaverkefni, og tek- ur það sinn tíma að vinna það.“ Sagði Sverrir að sér fyndist óeðli- legt að starfsmaður Hollustuverndar væri að reka á eftir málinu með yfirlýsingum í blöðunum, eins og virtist hafa verið tilfellið í frétt Tímans frá því á þriðjudaginn. I umræddri frétt var rætt við Birgi Þórðarson hjá Hollustuvernd ríkis- ins, og birtust þar nokkrar mælinga- niðurstöður um hávaðamengun frá Keflavíkurflugvelli, auk nokkurra niðurstaðna úr skoðanakönnun sem framkvæmd var meðal íbúa í Njarð- víkum og Keflavtk. Var umræddri skýrslu skilað til umsagnar varnarmálaskrifstofu og til varnarliðsins til þýðingar og skoðunar snemma í vor. Sverrir lýsti óánægju sinni með að ofangreindar upplýsingar hal'i vant- að í fréttina og vildi auk þess leggja mciri áherslu á nokkur atriði. „Hávaðamælingarnar eru búnar að sýna það sem stefnt var að, að flugvélaskiptin hafa haft mikla þýð- ingu. Hitt er annað mál að það þarf að ganga frá þessu í endanlegri gerð, með hliðsjón ekki bara af hávaða- mörkum ogflugvélategundum, held- HRAUN ÓTRÚLEG ENDING HRAUN - FÍNT hefur mjög góöa viöloðun viö flest byggingarefni og hleypir raka auöveldlega i gegnum sig. Mikið veörunarþol — stórgóö ending. ur líka að byggðin sem slík í kringum flugvöllinn þarf að aðlaga sig þessu, þetta er skipulagsatriði." Til að forða misskilningi vill blaða- maður Tímans taka það fram að þær upplýsingar sem Sverrir saknaði úr fréttinni, komu fram í samtali Birgis Þórðarsonar. í fréttinni kom reyndar fram að Hollustuvernd hefði fengið varnarmálaskrifstofu og varnarlið- inu ákveðnar tillögur til umfjöllunar, en að ekki var kveðið skýrar á um hver væri verkkaupi og hver verk- taki, skrifast á reikning blaðamanns en ekki Birgis Þórðarsonar. Tíminn hafði samband við Birgi Þórðarson í gær og taldi hann að meiri áherslu hefði mátt leggja í fréttinni, að nú væru allar DC-8 þoturnar komnar með hljóðdeyfi- búnað og að engin F-4 væri lengur á vellinum. Annars vildi hann leggja áherslu á að sínu mati væri þessi skýrsla á allan hátt hlutlaust unnin og að engin persónuleg sjónarmið kæmu þar fram. Þá vildi hann einnig koma því að, að öll þessi vinna hefði farið fram í mjög góðri samvinnu við flugvallastjórnina á Keflavíkurflug- velli. phh Á fundi sem stjórn Tannlækna- félags íslands boðaði til í gær var gerð grein fyrir þeim skilningi fé- lagsins-'að þá gjaldskrá sem heil- brigðisráðherra gaf út nýverið um tannlæknaþjónustu beri að skoða sem viðmiðunarskrá fyrir sjúkra- samlög um það hversu mikið þau eiga að endurgreiða sjúklingum sem á því eiga rétt fyrir þá tann- læknaþjónustu sem þeir njóta. Benda þeir á að í lögum urn almannatryggingar vísi ákvæði um að ráðherra gefi út gjaldskrá þegar ekki eru í gildi samningar milli tannlækna og Tryggingastofnunar (f.h. sjúkrasamlaga), einungis til þess hvað sjúkrasamlagið eigi að endurgreiða sjúklingi mikið fyrir tiltekna þjónustu. þar sé hvergi minnst á tannlækna eða hvernig þeirra gjaldskrá skuli vera. Jafn- framt benda þeir á að verðlagning tannlæknaþjónustu sé frjáls í land- inu samkvæmt lögurn frá 1978 og sú gjaldskrá sem Tannlæknafélagið hafi gefið út sé til viðmiðunar fyrir tannlækna sjálfa. í gjaldskrá þeirri sem heilbrigð- isráðherra hefur gefið út er gert ráöfyrir 5,5% hækkun en í gjaldskrá þeirri sem Tannlæknafélagið hefur gefið út og tannlæknar vinna nú eftir er hækkunin 13%. Trygginga- stofnun hefur hins vegar neitað að endurgreiða reikninga samkvæmt gjaldskrá Tannlæknafélagsins, en það telja tannlæknar brot á sam- keppnislögum frá 1978 eins og kemur fram í bréfi sem félagið lagði fram á fundinum í gær: „Ef ríkisvaldið heldur fast við sinn skilning, að allir tannlæknar eigi að leggja gjaldskrá ráðuneytisins til grundvallar, hvort sem viðkom- andi sjúklingur á rétt á endur- greiðslu hjá sjúkrasamlagi eða ekki, er þar með brotið gegn fyrrncfndum samkeppnislögum, og vilja tannlæknar ekki vera þátt- takendur í slíku athæfi." SKÁK 7. einvígisskák Karpovs og Kasparovs fór í biö: Jafntefli liklegustu úrslit eftir magnaða baráttuskák Anatoly Karpov virðist staðráð- inn íþvíaðná heimsmeistaratitlin- um aftur ef marka má taflmennsku hans í London nú hina síðustu daga. Hann tcfldi afar frumlega í byrjun sjöundu skákarinnar í gær, náði snemma rýmra tafli og virtist lengi vel á sigurbraut, allt þar til heimsmeistarinn ungi grcip í neyð- arhemilinn, fórnaði skiptamun og fékk scm bætur tvö peð. Skákin fór í bið eftir 41. leik Karpovs og er tvísýnt um úrslit. Karpov getur hugsanlega tcflt til vinnings þó jafntefli séu líklegustu úrslitin. 7. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð. 1. <14 (Mönnum lék nokkur forvitni í því hvort Kasparov héldi enn tryggð sinni við Grúnfelds vörnina leyni- vopn sitt í einvíginu en hann virtist ekki hafa fundið viðunandi fram- hald gegn áætlun Karpovs 4. Bf4 og 5. e3.) 1. ... d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 (Kasparov beitti Tartakower-af- brigðinu af Drottningarbragði í síðasta einvígi og raunar því fyrsta og gekk bærilega.) 4. cxd5 exd5 5. Bf4 (Með þessum leikmáta vann Karp- ov 22. einvígisskákina í fyrra og minnkaði þar muninn í einn vinning.) 5. ... c6 (Algengast, en Kasparov lék 5. - Rf6.) 6. Dc2 (Hér er venjulega leikið 6. e3 Bf5 7. g4!? sbr. 21. skák Kasparovs og Karpovs en þar var Karpov afar nálægt því að tapa. Hér hefur hann undirbúið nýja og óvenjulega áætl- un og kemur algerlega að tómum kofanum hjá Kasparov sem lendir þegar í stað í talsverðum liðsskip- unarörðugleikum.) 6. ... g6 7. e3 Bf5 8. Dd2! (Nýjung og upphafið af frumlegri áætlun. Eftir 8. Bd3 Bxd3 9. Dxd3 hefur svartur ekkert að óttast eins og reynsla ótal skáka ber með sér.) 8. ... Rd7 9. f3 Rb6 10. e4 Be6 (Hafi hvítur tapað einhverjúm tíma hefur svartur bætt það vel upp sbr. Rb6 og Be6.) 11. e5 h5 (Svartur á liðsskipunarörðugleik- um þar sem Rg8 kemst ekki í leikinn svo glatt. Hann leysir vandamál riddarans ekki í bráð.) 12. Bd3 Dd7 13. b3 Bh4t?! (Taflmennska Kasparovs er vægast sagt undarleg. Hann sólundar tíma sínum með undárlegum leikjum. Fyrr eða síðar hlýtur það að segja til sín þó í augnablikinu komi það ekki að sök þar sem staðan er lokuð.) 14. g3 Be7 15. Kf2! (Kóngurinn er best geymdur þarna fremur en á drottningarvængnum.) 15. ... Bf5 16. BH Kf8 17. Kg2 a5 18. a3 (Betra en 18. a4 því svartur fær góðan reit á b4 fyrir biskupinn. Karpov hefur greinilega náðöflugu frumkvæði.) 18. ... Dd8 (Annar dálítið einkennilegur leik- ur. Til greina kom 18. - Kg7.) |A u 4>H Sli 1 ■ i lllllllllll IHili- lllllll A u HA Hl iiiiiii iH IIIJl as 19. Rh3 Bxh3t (Riddarinn var á leið f2 líkt og í 5. skákinni og Kasparov telur sig gera rétt í því að skipta upp á honum. Riddarar njóta sín betur í lokuðum stöðum, hljóðar gömul regla en ekki er hún algild. í þessu tilviki sleppir svartur tökum á hvítu reit- unum.) 20. Kxh3 Kg7 21. Kg2 Rd7 22. Bd3 Rf8 23. Be3 Re6 24. Re2 Rh6 (Loksins rættist úr fyrir þessum riddara en hans býður þó ekki ýkja stöðug fótfesta.) 25. b4(?) (Ef til vill er þetta vendipunkturinn í skákinni. Karpov reynir að dreifa spilinu yfir á drottningarvænginn með það fyrir augum að skapa glundroða í herbúðum svarts. En er það rétta leiðin? Eftir afar hægfara stöðubaráttu þarsem hvít- ur hafði náð góðu frumkvæði virðist liggja beinast við að skapa peðafylkingu á kóngsvængnum.) 25. ... Db6 26. b5 c5! 27. Rc3 cxd4 28. Bxh6t Hxh6 29. Rxd5 Dd8 30. Bc4 h4! (Eitt helsta markmið 13. - Bh4 var einmitt að framkalla g2 - g3 svo þessi leikur gæti komið sér vel á krítisku augnabliki. Og augna- blikið er krítískt. Keppendur voru að komast í tímahrak og spennan geysileg.) 31. Hhfl (Það var kannski koniinn tími til þess fyrir hróka hvíts að blanda sér í leikinn.) 31. ... hxg3 32. hxg3 Hc8 33. Hhl Hxhl 34. Hxhl (Opnun h-línunnar skapar hvítum ýmis sóknarfæri og nú skyndilega iðar taflið af taktískum flækjum. I slíkum stöðum nýtur Kasparov sín best. Hann finnur bráðskemmti- lega skiptamunsfórn enda má hann til, að öðrum kosti væri útlitið ekki gæfulegt.) 34. ... Bg5 35. f4 Hc5! (í raun þvingað. Eftir 35. - Bh5 36. Rf6 er svartur illa beygður m.a. vegnahótunarinnar37. HxhóKxhó 38. f5t Rg5 39. Df4 o.s.frv.) 36. fxg5 (Betri leikir liggja ekki á lausu.) 36. ... Hxd5 37. Bxd5 Dxd5t 38. Kh2 Dxe5 39. Hfl Dxb5 40. Df2 Rxg5 41. Dxd4t Tímamörkunum hefur verið náð og æsispennandi skák, sú skemmti- legasta í einvíginu hingað til, fer í bið. Hvítur stendur kannski eilítið betur í biðstöðunni þó svartur hafi tvö peð upp í skiptamuninn. En vinningstilraunir af hvíts hálfu verða erfiðar því kóngsstaða hans er afar opin. Biðstaðan verður tefld áfram á morgun. Enn er staðan jöfn, 3:3. liíl m i 8 i 111 8 H a fi OSA/SIA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.