Tíminn - 15.08.1986, Qupperneq 6

Tíminn - 15.08.1986, Qupperneq 6
6 Tíminn Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúii 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Ómerkileg vinnubrögð Þinglóðs Alþýðuflokksins hefur verið sagt að nota sumarblíðuna til þess að láta ljós sitt skína um landbúnaðarmál. Þannig hyggst hann gegna garðyrkju- störfum í urtagarði formannsins og raka að sér fylgi bændastéttarinnar. Þinglóðsinn er heldur óþrifinn garðyrkjumaður og gengur skítkastið frá honum í ýmsar áttir, þó einkum til forustu bændastéttarinnar og samvinnuhreyfingarinnar. Það sem merkilegast er í þessu sambandi að nú er það predikað í kratavígstöðvum að útflutningur landbúnað- arafurða bjargi vandanum í markaðsmálum. Ekki er langt síðan að Alþýðublaðið rómaði landbúnaðarstefnu Gylfa Þ. Gíslasonar sem gerði ráð fyrir því að framleitt yrði í landinu 90% af því sem innanlandsmarkaður þyrfti á að halda. f*að er eiginlega ómögulegt að elta ólar við þennan skítmokstur þinglóðsins, því að skrif hans eru afleiðing af þeim skelfilegu leiðtogaskiptum sem orðið hafa í Alþýðuflokknum. Það þætti áreiðanlega merkilegt á Norðurlöndum ef krataflokkarnir þar hefðu sérstaka menn í því að kasta skít í samvinnuhreyfinguna. Alþýðuflokkurinn hefur á að skipa ágætis mönnum og væri þinglóðsinum nær að leita ráða manna, eins og Árna Gunnarssonar, Harðar Zophoníassonar, Ben- edikts Gröndal eða þá að fara í smiðju til gamla formannsins Kjartans Jóhannssonar. Þetta eru menn sem vilja ræða málefnalega um hlutina og sumir af þeim eru gagnkunnugir samvinnumálum. Sannleikurinn er sá að það sem hefur veikt samstöðu félagshyggjufólks á íslandi hvað mest er það hversu hinir gömlu samherjar sem komnir eru af sömu rót og Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa fjarlægst. Fessir flokkar áttu rætur í öfgalausu alþýðu- fólki til sjávar og sveita og samstjórn þessara flokka reisti grunninn að nýju þjóðfélagi velferðar og meiri jöfnuðar á þeim árum sem erfiðust voru í efnahag landsmanna á þesari öld. Formaður Alþýðuflokksins vinnur nú að því með húskörlum sínum og garðyrkjumönnum að skera á þessar rætur til fulls og vill koma hinni afskornu rós sem fyrst fyrir í postulínsvasa íhaldsins. Afskornar rósir eru fallegar fyrst í stað, en þær fölna fljótt. Það veldur vissulega vonbrigðum að forusta Alþýðu- flokksins skuli ekki taka með málefnalegri hætti á þeim breytingum sem nú eru í landbúnaðinum. í Tímanum hefur nú undanfarið farið fram mjög málefnaleg umræða um landbúnaðarmálin. Þinglóðs Alþýðuflokks- ins hefur valið sér DV sem vettvang fyrir sín skrif, og er það vel við hæfi þar sem DV er það blað, sem hefur að geyma mestu vitleysu sem skrifuð hefur verið um landbúnaðarmál á liðnum árum. Föstudagur 15. ágúst 1986 lllllllliíllllllllll GARRI llllllllllllll Af tilhugalífi A-flokkanna 'I'il þess aú getnaöur eigi sér stað oj; vænta inegi afkvæmis þarfsam- runa foreldranna. Þetta gcrist með ýmsu móti i náttúrunni, - svo sein þeiin er kunnugt um sem komnir cru til vits og ára, - allt frá því að býflugurnar heimsæki blómin og yfir í „hitt'*. Hjá uiórgiim dýrategundum eru forleikir ástarlífsins tilkomumiklir, alls kyns hljóð og smellir eru viðhafðir, stél eru sperrt, bariö á brjóst, og hlaupiö i hringi. Kftir að samruninn hefur átt sér stað er það algcngast aö fæðist fljótt afkvænii, sem siðan eignast afkvæmi o.s.frv. Stunduin bregður hins vegar svo við að ólíkar tegund- ir ná til að tímgast saman og verður þá afkvæmiö ófrjótt sbr. inúlasn- inn. F.n ástarleikir og annað tilstand kringum þá eiga sér einnig stað hjá mönnuin og jafnvel félögum svo sem nú skal greina frá í stuttu ináli: Allt frá því að hinn nýi formaður Alþýðullokksins tók við því cmb- ætti hefur hann viljaö stækka sinn llokk og beitt til þcss ýinsum ráðum. Hann hefur gert sér Ijósa ■ grein fyrir því aö cf viöhalda á stofninum þarf hann að sameinast öðrum og þá er einnig fjölgunar- von. F.ftir hundraö fundi á síðasta ári koinst liann að raun um að nauösyn bæri til að ganga hratt til verks og fór nú að færast fjör í lcikinn. Fyrst biölaöi hann til Sjáifstæöis- Mokksins og lýsti því opinberlega yfir (scm þó telst fátítt í tilhugalífí) að sér væri ckkert að vanhúnaði að sænga ineð þeim flokki svo sein eins og eitt kjörtímabil. Sjálfstæð- isflokkurinn brást hart við cnda ekki alinn upp við það að gefa loforö í þá áttina „hér og nú“, - menn verða nú að kunna sig. Þegar ekki var lags aö vænta hjá þeim fíokki var tekið til við að clta Bandalag Jafnaðarmanna um alla skóga í von um að þar mætti nokkra svölun fá. Niðurstaðan af þeim fundum varð sú að Bandalag- ið virtist ekki hafa neina þörf fyrir þess konar skcmmtan enda varla búiö að slíta barnsskónum, og alls cndis ófært uin að segja til um hvers kyns það væri. Nú fyrst fór að færast Ijör í lcikinn og ýmsar kenndir fóru að gera vart við sig hjá Alþýðubanda- laginu þegar það frétti að Alþýðu- flokkurinn væri til í allt. Fátt gerðist þó í fyrstu enda Alþýðu- fíokkurinn húinn að fá mörg hrygg- í VÍTTOG BREITT Vngir jafnaðarmcnn sem aðrir geta gieymt þessari auglýsingu. Ekkert verður af skógartúrum í ár. brotin og lítt til stórræða og Al- þýðuhandalagið alls endis óvant því að eiga stefnumót við aöra flokka. Þaö kom því eldri og reyndari mönnunt í þcssum flokkum alveg á óvart þegar það spurðist að ungviði flokkanna væru farin að kjá framan í hvort annað og undirhúa skógar- ferð. Til að fyrirbyggja misskilning sem alltaf getur orðið þegar stefnu- mót eru ákvcðin var það skýrt tekið fram að stjórnmálum skyldi haldið utan við þessa saklausu sumarskemmtun, engin dagskrá ætti að vcra en ætlunin að leika sér í lautum. Pöntuð var rúta og tekið til nesti, allt var klappað og klárt og líkamshitinn þegar nokkuð í plús umfram það eðlilega. En þá kom babb í bátinn, „mamma gamla“ koinst í spilið og allt komst upp. Hún sagði þvcrt nei við öllum dónaleikjum austur í svcitum, dimint væri orðið að nóttu og Allahallana ‘il alls vísa. Hún sagði einnig að þau væru enn það ung að árum að þau gerðu sér enga grein fyrir þeim afleiðingum scm svona skreppitúrar gætu haft í för meö sér. Reynsla áranna hefði kennt sér að slíkt væri ekki hættu- laust. Eftir þcssi varnaðarorð, sljákk- aði heldur í hópnum, enda fóru nú að berast þær raddir að foreldrið á hinum bænuin hefði ekki veriö neitt sérlega spcnnt fyrir þessu húllum hæi krakkanna. Það gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir þá og foreldrana. Hjá Alía- böllunum er unga fólkið alið upp-í guðsótta og góðum siðum og eftir þetta tiltal var það sainmála um að það hefði vcrið platað og ekki kæmi til greina að fara í leiki meö krökkum af öörum bæjum. En ungviðin í Alþýöuflokkniim voru enn ekki á þciiti buxunuin að hætta við og nú var gripið til þess ráðs að biðja þá gömlu að bregða sér í betri fötin og skreppa með þeim á Þingvöll og fá Allaballana og þeirra föður til skrafs og ráða - gerða um „Tilraunir Alþýðuflokks- ins og annarra vinstri flokka til samfylkingar og samstarfs". Gengu þeir meira að segja svo langt að auglýsa þetta í fjölmiðlum ef það mætti að gagni koma. En allt koin fyrir ckki, og enn fengu þeir neitun. Rútan hefur veriö afpöntuð, nestiö verður borðað heima og ckkert verður af skógartúrum í ár. Enn viröist því nokkuð langt i afkvæmi þessara flokka. Garri MÁ BRJÓTA GRUNNSKÓLALÖG? Þorbjörn Broddason lektor og fulltrúi í fræðsluráði Reykjavíkur skrifar gagnmerka grein í DV í gær, þar sem hann gerir að um- ræðuefni stofnun svokallaðs skóla- málaráðs í Reykjavík. í greininni bendir Þorbjörn á að vandséð sé hvernig stofnun þessa ráðs geti samræmst grunnskólalögum, þar sem Ijóst sé af tveimur fyrstu fundargerðum skólamálaráðs, að það fer með sama hlutverk og fræðsluráð Reykjavíkur fari með nú þegar. Skólamálaráð var stofn- að mcð tilvísun í grein nýju sveit- arstjórnarlaganna þar sem kveðið er á um að ein nefnd geti farið með verkefni á fleiri en einu sviði þó svo að í lögum sé kveðið á um að kjósa skuli sérstaka nefnd til að fara með tiltekin verkefni. Þorbjörn bendir hins vegar á að hér sé hvorki um sameiningu né fjölgun nefnda að ræða heldur hafi ein og sama nefndin fengið tvö nöfn, og í báðum nefndum sitji sömu aðilar. Síðan segir Þorbjörn: „Fljótt á litið er þessi ráðstöfun algerlega út í hött, en þegar betur er að gáð kemur í Ijós Ijót skýring: Með nafnbreytingunni skal gerð tilraun til að útiloka fræðslustjórann í Reykjavík og réttkjörna áheyrn- arfulltrúa kennara á fundurn fræðsluráðs." Þetta segir Þorbjörn gert með þvf að halda örfáa fundi í nefndinni undir nafninu fræðslu- ráð, en þá eiga fræðslustjóri og kennarafulltrúar að sitja fundina samkvæmt grunnskólalögum. en allir aðrir fundir þessa hóps verða kallaðir skólamálaráðsfundir. Fræðslustjórinn í Reykjavík hefur verið í leyfi þannig að ekki hefur reynt á þetta hvað hann varðar enn, kennarafulltrúar voru ekki boðaðir á síðasta fund skólamála- ráðs. Loks segir Þorbjörn í grein sinni. „Það hlýtur að vera torráðin gáta fyrir utanaðkomandi hvers vegna Ragnar Júlíusson, nterkis- beri Sjálfstæðisflokksins í reyk- vískum skólamálum í hálfan mannsaldur, leggur slíkt ofurkapp á að bola kennarafulltrúum og sjálfum fræðslustjóranum út af fundum fræðsluráðs. Að sinni mun ég ekki róa út á þau djúpu mið, þar sem lausn þessarar gátu kann að búa. en ég veit hins vegar að sú skýring sem ég hef heyrt nefnda, þ.e. að verið sé að standa vörð um sjálfstæði Reykjavíkur gagnvart ríkisvaldinu (fræðslustjóri er ríkis- starfsmaður) er marklaus mcð öllu." Tíminn hefur öðru hvoru bent á það lagalega spurningarmerki, sem hangið hefur yfir stofnun skóla- málaráðs allt frá því að sú borgar- stjórn sem nú situr kom fyrst saman í sumar. Með tilliti til um- sagnar og reynslu Þorbjarnar Broddasonar fræðsluráðsmanns hér að ofan hlýtur blaðið nú að beina þeirri spurningu til mennta- málaráðuneytisins og menntamála- ráðherra hvort láta eigi það við- gangast án athugunar að farið sé í kringum grunnskólalög með þess- um hætti, að því er virðist gagngert í þeim tilgangi að einangra emb- ættismann og tengilið ráðuneytis- ins við reykvísk skólamál? -BG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.