Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 15 Föstudagur 15. ágúst 1986 illlilli ÁRNAÐ HEILLA JON F. HJARTAR Þar sem Jón F. Hjartar er fæddur 15. ágúst 1916 hlýtur hann aö hafa fyllt sjöunda tug æviára í dag. Og þá langar ntig að minnast hans nokkrum orðum. Foreldrar hans voru Friðrik Hjart- ar skólastjóri og Þóra kona hans Jónsdóttir formanns Einarssonar og Kristínar dóttur Kristjáns hrepp- stjóra Albertssonar. Friðrik var son- ur Hjartar Bjarnasonar. En móðir Alberts, föður Kristjáns, var Elín dóttir séra Eiríks Vigfússonar á Stað. Þeir sem þekkja til fólks og frændsemi vestra vita af þessu að Jón Hjartar er frændmargur vestur þar. íþróttirnar heilluðu Jón í æsku. Hann tók íþróttakennarapróf, var í nárni bæði á Laugarvatni og í Hauka- dal hjá Sigurði Greipssyni og auk þess bæði í Danmörku og Svíþjóð. Hann kom víða til kennslu íþrótta og var alllangt skeið keppandi á íþróttamótum og m.a. fslandsmeist- ari í spjótkasti. Jón kvæntist 1947 stúlku á Flat- eyri, Rögnu dóttur Hjartar Hinriks- sonar, Þorlákssonar og Guðríðar Þorsteinsdóttur. Upp úr því var hann búsettur á Flateyri allmörg ár og á þeim tíma urðu kynni okkar svo að ég tel mig vitnisbæran um manninn. Að lokum hefur okkur svo skolað á fjörur Reykjavíkur og átt þar samleið. Ég minnist Jóns Hjartar sérstak- lega sem samferðamanns í víðri merkingu. Við urðum nokkrum sinnum samferða á mannamót utan sveitar og þær ferðir voru stundum tafsamari og erfiðari en nú er títt. Jón var jafnan bjartsýnn og hressi- legur félagi. Ég minnist heimferðar af kjördæmisþingi í Króksfjarðar- nesi seinni hluta nætur. Við vorum eitthvað saman í bíl og þá var sitthvað til gamans gert. Þá varð til þessi staka: Meðan sungið ennþá er enginn maður kvartar, af því gleðjast allir hér yfir Jóni Hjartar. Jón segist vera liðtækt gestabókar- skáld en í þessari umgetnu ferð var margt kveðið. Jón var kannski ekki mikilvirkastur höfunda en hann átti ósvikinn þátt í að koma þeirri íþróttaæfingu af stað. Og nefna vil ég tvö dæmi um framlög hans í þeirri ferð. Mönnum gengur misjafnlega að halda sér vakandi og uppréttum í þreytandi bílferð, ekki síst ef svefn sækir á. Varla trúi ég vel hann hvíli, verið held ég belra gœti, banakringla og barkakýli blasa við úr aftursœti. Menn voru að reyna að festa sumt af því sem ort var á blað og Gunn- laugur á Hvilft sagði að þegar hann skrifaði í bíl minnti skrift sín á rithönd Halldórs á Kirkjubóli. Þá kvað Jón: Gulli hefur leið og lönd látið fara skriftarvesið, skriftin varð sem Halldórs liönd svo hann gat engan stafinn lesið. Þessi orð eru skrifuð til að þakka Jóni Hjartar fyrir samfylgdina. Ég vona að við eigum enn eftir að sitja saman marga slíka fundi til liðsinnis hugsjón lífsins, heilbrigði og ham- ingju. Og mér þykir hæfa að tileinka honum þýðingu mína á kvæði sem Herman Wildenvey orti fyrir unga templara í Noregi fyrir35 árum. Því bið ég Tímann að birta það með þessum kveðjuorðum. „Hann saup og át og var sjaldan glaður, “ um sjálfan sig Wessel kvað. Þar finnum við ummæli fyndins manns þegar flaska og gröfin bíða hans er Bakkus konungur kallar að. Og konungur heimtir skatt. „Drekktu að vild og þjáðstu að þörf', þetta eru lœknisorð. Merking dýpri í orðum þeim er um örlagakraft sem víða fer, að lifa i ánauð við ávanans borð er ömurleg gœfuhvörf. „Horfðu ei á vínið, glys þess og glit “ hinn gamli Salómon tér. Hans aðvörun gildir enn í dag því áfengið hefur nöðru brag, það ólyfjan spýtir og eiturtönn ber. Svo ályktar spekings vit. Að eta og drekka til yndis sér í eðlið sú hvöt er lögð. En illt til vináttu vínið kvað hinn vitri maður sem reyndi það. Af lœkninum Wessel og Salómon sögð eru sannindi er hugleiða ber. Halldór Kristjánsson MINNING llllillillll mi!i!i IIIIIIIIIIIII Þóroddur Oddsson menntaskólakennari Við lát Þórodds Oddssonar hvarfl- ar hugurinn rúma fjóra áratugi aftur í tímann. Haustið 1945. Bókhlöðu- stígur 10. Matsala Guðrúnar Karls- dóttur og Sesselju systur hennar. Margt manna borðaði á þessum stað, flest skrifstofumenn og þeir sem stunduðu svokölluð þifaleg störf. Allmargt skólafólk var og þarna. í hópi þessa fóks hlaut ég að veita athygli hávöxnum, ljóshærðum og hrokkinhærðum manni um þrítugt. Hann þurfti ekki langt að fara í vinnuna af matsölustaðnum - sjálfan Menntaskólann í Reykjavík. Þar hóf hann kennslustörf í stríðs- byrjun, eftir að hafa stundað nám í stærðfræði og skyldum greinum við Kaupmannahafnarháskóla. Og við hina gömlu og virðulegu mennta- stofnun kenndi Þóroddur síðan stærðfræði og efnafræði allt til ársins 1983, eða talsvert á fimmta áratug. Hafði hann þá vafalaust kennt afar mörgum, sem minnast hans nú með virðingu og þökk. Ég var aldrei nemandi Þórodds í M.R., en ég naut kennslu hans eigi að síður. Þegar mér datt í hug að þreyta stúdentspróf utan skóla við M.R. á árum fyrr - í máladeild - þurfti ég á nokkurri aðstoð að halda í stærðfræði. Þá var mér bent á Þorodd. Og hann gerði það ekki endasleppt við mig. Ég sótti tíma í greininni á heimili hans í Hlíðunum. Og betri kennara í stærðfræði hef ég aldrei haft. Skýringar hans voru svo ljósar. Gengið var að verki án allra málalenginga. Þetta var svona og gat ekki öðruvísi verið. Mér varð þá margt Ijóst í stærðfræði, sem alltaf hafði áður verið þoku hulið. Þórodd- ur var fæddur kennari. Og miklu ævistarfi skilar hver sem slíkum hæfileikum er gæddur og á því láni að fagna að eiga langa starfsævi. Þóroddur var ljúfur maður í við- kynningu. Hann gerði sér engan mannamun. Og enda þótt kynni okkar yrðu eigi mikil, kýs ég að minnast hans nú, þegar æviskeið hans er runnið. Hann geymist í huga mínum sem öðlingur. Ættmennum hans votta ég samúð. Auðunn Bragi Sveinsson Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Pær þurfa að vera vélritaðar. Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141 Garöabær Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-2883 Keflavík Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu37 92-4390 Sandgerði SnjólaugSigfúsdóttir Suðurgötu 18 92-7455 Garður Móna Erla S i monardóttir Eyjaholti 11 92-7256 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-1261 Borgarnes Rebekka Benjamínsdóttir Borgarvík 18 93-7463 Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410 Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu 43 Ólafsvík GuðnýH.Árnadóttir Gunnarsbraut 93-6131 Hellissandur Viglundur Höskuldsson Snæfellsási 15 93-6737 Rif Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-6629 Búðardalur Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut7 93-4142 ísafjörður EsterHallgrímsdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510 Bolungarvík Kristrún Benediktstdóttir Hafnargötu115 94-7366 Súðavík Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir Sætúni2 94-6170 Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234 Tálknafjörður Orri Snæbjörsson Innstu-Tungu 94-2594 Bíldudalur HrafnhildurÞór Dalbraut24 94-2164 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Guðbjörg Stefándóttir Bröttugötu 4 95-3149 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Brynjar Pétursson Hólabraut 16 95-4709 Sauðárkrókur Guttormur Úskarsson Skagfirðingabr. 25 95-5200 Siglufjöröur Friðfinna Símonardóttir Aðalgötu21 96-71208 Akureyri Jóhann Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Dalvik Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Húsavik Hafliði Jósteinsson Garðarsbraut 53 96-41765 Reykjahlíð ÞuríðurSnæbjarnardóttir Skútahrauni 13 96-44173 Kópasker Þóra Hjördís Pétursdóttir Duggugerði9 96-52156 Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut21 97-3122 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður SigríðurK. Júliusdóttir Botnahlíð28 97-2365 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-4119 Eskifjörður Jónas Bjarnason Strandgötu73 97-6262 Neskaupstaður Hlíf Kjartansdóttir Miðstræti 25 97-7229 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Eiríksdóttir Hlíðargötu8 97-5239 Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839 Breiðdalsvik Jóhanna Guðmundsdóttir Selnesi36 97-5688 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiðarbrún32 99-4194 Þorlákshöfn HafdísHarðardóttir Oddabraut3 99-3889 Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri Lúðvik Rúnar Sigurðsson Stjörnusteinum 99-3261 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vík Valdimar T ómasson Litlu-Heiði 99-7266 Vestmannaeyjar ÁsdisGísladóttir Bústaðabraut 7 98-2419 s 686300 coopeer Si'ur í flestar vélar á góðu verði VÉPR& WÖMOSmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 TKJRvk. Pósthólf 10180 s aumnálin sf. Fataviðgerðir og breytingar Höfum opnað saumastofu. Tökum að okkur viðgerðir og breytingar á fatnaði. Gerum einnig við leður- og mokkafatnað Vesturgötu 53 b. — Sími 2-85-14 Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.