Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. ágúst 1986 Tíminn 7 Nýbygging Alþingis: Verðlaunatillögurnar Verðlaunatillaga Sigurðar Einarssonar arkitekts séð frá norður- og suðurhlið. Aðalinngangur í nýbygginguna er um glerturninn sem einnig bindur hæðirnar saman og frá honum er tenging við gamla Alþingishúsið með göngum í kjallara. Hér er tillaga Manfreds Vilhjálmssonar að nýbyggingu við Alþingishúsið. Hans tillaga hlaut 2. verðlaun. Hér sést suður- og norðurhlið hússins. Þessi tillaga hlaut 3. verðlaun og það eru arkitektarnir Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Björgúlfsson sem sendu saman þessa tillögu. Hún sést hér frá norðurhlið húsanna. Tillögur sem bárust frá arkitekt- um í samkeppni um nýbyggingu Aiþingishúss voru alls 25 en þar af voru 3 verðlaunaðar og 5 til viðbót- ar voru keyptar. Hér á síðunni eru teikningar af þeim tillögum sem hlutu verðlaun séð frá norður- og suðurhliðum. I tillögunni sem hlaut 1. verðlaun og kom frá Sigurði Einarssyni ný- útskrifuðum arkitekt frá Lista- akademíunni í Kaupmannahöfn er gert ráð fyrir að nýbyggingin taki mið af þakkanti og öðrum línum á úthliðum gamla Alþingishússins. Gert er ráð fyrir að úthliðar, mið- rými og göngugata verði klæddar með steinsteyptum flísum eða flís- um sem framleiddar verði úr ís- lenskum steini, t.d. blágrýti. Þök og eluggar verða úr áli. A jarðhæð nýbyggingar verður m.a. bókasafn, mötuneyti, skjalavarsla og móttaka, á 2. og 3. hæð verða fundarsalir, aðstaða fyr- ir þingflokka og skrifstofa Alþing- is. Einnig skjala- og bókageymsla og aðstaða fréttamanna. setustofa og heilsurækt. í kjallara eru síðan bílastæði og tengigangur við Al- þingishúsið. Samstarfsmenn Sigurðar Einars- sonar voru arkitektarnir Claus Bjarrum, Jörgen Hauxner, Micha- el Krarup, og Jesper Kruckow og einnig arkitektanemarnir Eva Mar- ia Christensen, Anders Köster, Hanne Möller og Ingela Skarin. ABS Umsögn um tillögurnar 1. verðlaun. Byggingin fellur vel að Alþingis- húsinu og húsalínu Kirkjustrætis. Glerturninn, sem varðar inngang- inn, styður virðuleika Alþingis- hússins á áþekkan hátt og turn Dómkirkjunnar. Aðkoma að hús- inu er í samræmi við þau markmið sem höfundur setur sér og inngang- ur er einkar vel gerður. Yfirsýn innanhúss er mjög góð svo og staðsetning hinna ýmsu deilda. Tengingin við Alþingishúsið er varla nógu aðlaðandi en vegna einfaldleika hennar verða áhrif innrýmisins, sem er í senn inni- garður og torg, enn meiri. Tengslin frá innrými um gang til annars áfanga eru ágæt. Uppbygging og efnisval er gott og í samræmi við markmið höfundar. Bifreiðastæði eru í tvöföldum kjallara. Byggingin er í stærra lagi. Meginkostur tillögunnar er hin sterka hugmynd sem hún byggir á og rökfesta hennar. Dómnefnd telur hana vel hæfa sem eina af byggingum Alþingis bæði hvað varðar yfirbragð og innri tilhögun. Teikningarnar sýna ekki nægilega vel kjallara og geymslurými og er það galli en framsetning í heild er einkar skýr. 2. verðlaun. Byggingin fellur vel að Alþingis- húsi og Kirkjustræti með stígandi til vesturs að Tjarnargötu. Grá- steinsveggir við inngang og garð- svæði eru frumleg og látlaus lausn á samspili Alþingishúss og ný- byggingar. Yfirsýn innanhúss er flókin vegna húsgerðar. Nýting fyrstu hæðar, staðsetning bóka- safns og matsalar orka tvímælis. Tenging við Alþingishús er, eins og aðalinngangur, frumleg og mjög vei af hendi leyst. Áfangaskipting- in er ljós og umferð greið þar á milli. Heildarsvipur hússins er góð- ur og sveigjanleiki meiri en víða. 3. verðlaun. Byggingin fellur vel að Alþingis- húsinu og virðir götumynd Kirkju- strætis þó að sjálfstæð sé. Aðkoma er góð, svo og inngangur. Yfirsýn innanhúss er ekki mikil en samt auðratað um bygginguna. Stað- setning deilda er góð þó að ágalla megi finna á aðstöðu. Tengslin við Alþingishúsið eru vel af hendi leyst en vafasamt að raska svo mjög Alþingishússgarðinum. Áfanga- skiptin eru góð en umferð um ganga erfið. Uppbygging góð og efnisval hnitmiðað og rökrétt. Bif- reiðastæðum er vel fyrir komið og í góðum tengslum við húsið. Bygg- ingin er af hóflegri stærð og einföld að gerð. Útlit og skipul.ag hússins lífgar upp á bæjarlíf í Kvosinni. Dóm- nefnd telur húsið gott og látlaust en knappt umferðarrými og lengd ganga dregur úr kostum tillögunn- ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.