Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 16
VALSSTÚLKURNAR tryggöu sér ís- landsmeistaratitilinn í kvennaknatt- spyrnu (svo gott sem) í gærkvöldi með stórsigri 5-0 á KR á KR-velli. Sigurinn var aldrei í hættu og Valsstúlkurnar hafa ekki enn tapað leik á íslandsmót- inu og eiga einungis tvo leiki eftir. Þá sigraði Breiðablik Þór á Akureyri 3-2 og Keflavík vann Hauka á Hvaleyrar- holtinu 8-0. 1111111111 Fyrirhugað áætlunarflug Midland til íslands: Víðast reyna ríki að vernda sín flugfélög - segir Sæmundur Guðvinsson hjá Flugleiðum „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki pláss fyrir tvö flugfélög á flugleiðinni milii íslands og Bretlands, þetta cr ekki það stór markaður," sagði Sæmundur Guð- vinsson fréttafulltrúi Flugleiða við Tímann í gær þegar borin voru undir hann áform British Midland um að hefja áætlunarflug til íslands. Eins og Tíminn greindi frá í gær hyggst breska flugfélagið hefja daglegt áætl- unarflug milli London, Glasgow og Keflavíkur í apríl á næsta ári á lægra verði en Flugleiðir bjóða nú upp á. Sæmundur sagði að þeir hefðu litlar sem engar upplýsingar fengið um fyrirætlanir British Midland, aðr- ar en þær að fyrir nokkrum vikum liafi fulltrúi frá þeim komið hingað og kynnt sér reksturinn á þessari leið, en síðan hefðu þeir haft sínar fréttir úr Tímanum. Hann sagðist ennfremur eiga von á að íslensk stjórnvöld myndu hafa hönd í bagga varðandi þetta mál er British Midland ætlaði að gera al- vöru úr þessum áætlunum sínum. „Við þurfum að sækja um og tilkynna á báðum endum hvaða fargjöldum við ætlum að fljúga á t.d. til Danmerkur. Danir þurftu ekki endilega að samþykkja þau og gætu vel sagt: nei, þið komið ekki inn á þessum fargjöldunt. Víðast hvar er það þannig að ríki reyna að vernda sín flugfélög." Hjá Birgi Guðjónssyni í sam- gönguráðuneytinu fengust þær upp- lýsingar að þeim hefði ekki borist erindi frá British Midland og því gæti hann í raun ekkert um málið sagt. Hann benti á að flugfélagið þyrfti fyrst að fá jákvæða afgreiðslu sinna mála hjá stjórnvöldum heima- fyrir áður en málið kæmi til kasta ráðuneytisins hér á íslandi. -BG Vatnsveitan aö sprengja: Rigndi grjóti - á tvö hús viö Litlagerði Tvö hús við Litlagerði í Reykjavík skemmdust, þegar vatnsveita Reykjavíkur var að sprengja fyrir lögn í götunni í gærmorgun. Engin slys urðu á fólki en þök húsanna og veggir skemmdust þegar grjót fauk upp úr sprengistaðnum á húsin sem næst stóðu. Mottur voru breiddar yfir sprenginguna að venju en sprengingin varð öflugri en menn ætluðu. Gróður skemmdist einn- ig en ekki mun vera um stórvægi- legar skemmdir að ræða. ABS Heimsmet íslenskra kvenna? Meðalaldurinn yfir 80 árin Helmingur áttræðra getur haldið upp á níræðisafmælið íslenskar kerlingar hafa nú náð því marki að koma meðalaldri yfir 80 ára markið - að öllum líkindum fyrstar allra í heiminum. Samkvæmt nýjuni norrænum heilbrigðisskýrsl- um mega stúlkubörn sem fæddust hér á landi árin 1983-1984 gera ráð fyrir að ná 80,2 ára meðalaldri. Þær sænsku eru skammt undan, með 79,9 ár, norsku 79,6 ár, finnsku 78,8 ár, en þær dönsku „aðeins'" 77,5 ár, þ.e. nær þrem árum styttri meðalævi en íslenskar konur. Þarsemskandin- avisku löndin hafa verið með hæstan meðalaldur í heinti, má telja víst að norðurlandamet íslenska kvenna- liðsins sé jafnframt heimsmet. Þær íslenskar konur sem um þess- ar mundir eru eða hafa verið að halda upp á fimmtugsafmæli sitt mega gera ráð fyrir að lifa yfir 32 ár til viðbótar að meðaltali, sem sömu- leiðis er hærra en á hinunt Norður- löndunum. Og þær sem hafa verið að halda upp á áttræðisafmælið mega reikna með 9 árum til viðbótar að meðaltali, sem er nær ári meira en Hafnarfjörður: Þriggja ára barn fyrir bíl Þriggja ára stúlka varð fyrir bifreið á Hringbraut í Hafnarfirði á mið- vikudagskvöid er hún hljóp fram fyrir kyrrstæðan bíl og í veg fyrir annan sem kom aðvífandi. Bíllinn náði ekki alveg að stoppa og varð stúlkan því fyrir bílnum. Hún var flutt á gjörgaasludeild með höfuð- kúpubrot en fékk að fara heim í gær, eftir að Itafa verið um nóttina á gjörgæsludeild. Meiðsl hennar voru ekki talin vera alvarleg, að sögn lögreglu. ABS kynsystur þeirra í Svíþjóð og Noregi gcta gert sér vonir um, en þær verða næst elstar. Lífsvonir þeirra íslendinga af „sterkara kyninu" sem fæddust 1983- 1984 eru rúmum 6 árum styttri en systra þcirra, eða aðeins 74 ár, að meðaltali. Sá munur er nær sá sami á öllum Norðurlöndunum, nema Finnlandi, þar sem liann eryfir8 ár. Þeir íslenskir karlar sem nú eru um fimmtugt mega gera ráð fyrir rúmum 27 árum til viðbótar að meðaltali, þ.e. 5 árum styttra en konurnar. Sá munur á líka við um hin Norðurlöndin. Þeir íslenskir karlar sem hins vegar hafa þegar tekist að halda upp á áttræðisafmæl- ið hafa að meðaltali vonir um að ná 77,5 ára aldri og heilu ári umfram frændur sína á hinum Norður- löndunum. Þess má geta að samkvæmt töflu frá Alþjóðabankanum um meðal lífslíkur við fæðingu meðal þjóða nrcð yfir milljón íbúa (þar sem Island kemst því ckki á blað), eru Svisslendingar aöeins fyrir ofan Sví- þjóð og Noreg og gætu því haft svipaðar lífslíkur og íslendingar. Frá Norðmönnum raðast síðan efstu sætin þannig: Japan, Hong Kong, Ítalía, Holland, Bandaríkin, Spánn, Grikkland. V-Þýskaland, Kanada, Kúba, Frakkland. og þá loksins Danmörk, Ástralía. ísrael, Puerto Rico, Costa Rica og þá loksins Bretland. Allar þessar þjóðir hafa orðið um 74 ára meðalaldur karla og kvenna. Er athyglisvert að sjá að meðalaldur er orðinn hærri í t.d. framangreindum Miðjarðarhafs- löndum, Asíulöndum og Miðamer- íkulöndum heldur en löndum eins og Finnlandi,- Belgíu og írlandi. Sömuleiðis er athyglisvert að Sovét- ríkin koma ekki fyrr en í 43. sæti með um 69 ára meðalaldur, eða örlítið fyrir ofan t.d. Kína og Mex- íkó. Grófartorg Samtökin í Grófinni ætla að lífga upp á borgarlífið í dag og næstu daga á Grófartorgi eins og þau kalla svæðið milli Vesturgötu 2 og 4 sem er bílastæði beint á móti Geysi. Þar ætla samtökin að efna til útimarkaða og halda úti veitingarekstri en einnig gefst öðrum kost á að fá pláss á Grófartorgi til þess að versla eða lífga með einhverjum hætti upp á umhverfið. Það voru þrír arkitektanemar sem fengu hugmyndina að þessu og unnu í gær við að koma torginu í það horf sem það verður kl. 14:00 í dag og fram til 23. ágúst. (Tímamynd: Pétur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.