Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. ágúst 1986 Tíminn 5 UTLÖND Hlllllil 111! Illlllllllllllllllll Pakistan: Bhutto handtekin Miklar óeirðir brutust út Lahore-Rcuter Lögreglan handtók Benazir Bhutto leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, skaut þrjá stuðningsmanna hennar til dauða og særði marga þegar uppþot brutust út í tveimur stærstu borgum Pakistan í gær, Lahore og Karachi. Lögregla skaut að mótmælendum og notaði kylfur og táragas til að dreifa mannfjöldanum í þessum mestu óeirðum í landinu á síðustu sextán mánuðum eða eftir að herlög voru numin úr gildi og borgaraleg stjórn tók við völdum. Bhutto var handtekinn í Karachi stuttu eftir að hún þurfti að flýja í stærstu borgum Pakistan skothríð lögreglunnar en skotunum var beint að hópi fimm þúsund stuðningsmanna hennar sem safnast höfðu saman í þessari fjölmennustu borg Pakistan. Bhutto var sögð þurfa að dvelja þrjátíu daga í fangelsi fyrir að hafa óhlýðnast skipunum yfirvalda með því að hvetja til mótmælaaðgerða á þjóðhátíðardegi Pakistana sem var í gær. Síðan föður hennar, Zulfikar Ali Bhutto, var steypt af stóli árið 1977 og síðan tekinn af lífi hefur Benazir, sem er 33 ára gömul og menntuð frá háskólanum í Oxford á Englandi, margoft þurft að dvelja í fangelsi. gær Stjórnin lét í fyrradag handtaka rúmlega þúsund stjórnarandstæð- inga. Það var Mohammad Khan Junejo forsætisráðherra sem skipaði fyrir um handtökurnar en stjórn hans hefur verið undir miklum þrýst- ingi frá stjórnarandstöðunni um að kalla til nýrra kosninga þann 20. september. Junejo komst til valda fyrir sextán mánuðum síðan í kosn- ingum þar sem stjórnmálaflokkum var meinuð þátttaka. Mohammed Sia-Ui-Haq forseti og valdamesti maður landsins var ekki í landinu þegar óeirðirnar brutust út. Hann er á ferðalagi urn Saudi- Arabíu. Benazir Bhutto var handtekin í gær og stungið í fangelsi Frakkland: Vasaþjófar handteknir París-Reuter Lögreglan í París sagðist í gær hafa handtekið fjóra Júgóslava á aldrinum 26 til 28 ára en þeir eru sakaðir um að hafa stjórnað hópi vasaþjófa sem byggði afkomu sína á ferðamönnum í Parísar- borg. Fjórmcnningarnir eru taldir hafa ráðið yfir hópi unglinga sem voru atkvæðamiklir í að ná jap- önskum yenum, bandarískum dollurum og frönskum eða sviss- neskum frönkum af ferðamönn- um við Rue de Rivoli, Louvre- safnið og Notre Dame dómkirkj- una í París. Frönsk útvarpsstöð sagði í gær að vasaþjófar hefðu aðeins að ráða yfir um 10% af starfsemi þeirri er tengist ránum á fé og munum erlendra ferðamanna. Stöðin tók þó fram að vasaþjóf- arnir sköruðu framúr hvað varð- aði árangur af þeim „gætu náði í um 40% af verðmætunum. Swaziland: Nafngiftin fer i lYfbabane-Reuter Andalæknar í Swazilandi eru ó- ánægðir með nafngiftina „galdra- læknir“ sem skráð er í lög er ná aftur til þess tíma er landið var breskt verndarsvæði. Þeir telja nafngiftina niðurlægjandi og vilja láta kalla sig eitthvað annað. Samband andalækna í Swazilandi fór fram á við ríkisstjórn landsins, þar sem þeir eru kallaðir galdralækn- ar og bannað er að sýna bein þau og skinn sem nauðsynleg eru í lækn- ingastörfum þeirra, yrði breytt. Lög þessi voru sett á síðustu öld þegar Swaziland var bresk nýlenda. Hinir fimm þúsund skráðu „Sang- omas“, en svo kallast andalæknarnir á tungumáli innfæddra, hafa þó haft lögin að engu í mörg ár. Nhlavana Maseko formaður sam- bands sangomasa sagði að þótt ekki væri farið að lögunum væru þau móðgun við starfandi andalækna og ætti að fella þau úr gildi. Flestir íbúar Swazilands, um 750 þúsund að tölu, fara reglulega til andalækna. Vestræn læknavísindi hafa í raun- inni ætíð verið nokkuð ófullkomin fyrir mörgum Afríkubúanum. Með þeint er, jú, hægt að lækna ýntsa sjúkdóma en þau segja ósköp lítið um hvaða ásatæður aðrar en líffræði- legar liggja að baki því að einn fær sjúkdóminn en ckki hinn. Þarstanda hinir afrísku andalæknar vestrænum læknum mun framar. Kúba: Viðameiri verslun við vestræn ríki Havana-Reutcr Stjórnvöld á Kúbu hafa í hyggju að auka verslun sína við vestræn ríki til að geta keypt meira af iðnaðarvör- um í hágæðaflokki sem ekki fást í austantjaldsríkjunum. Þetta var haft eftir háttsettum kúbönskum embættismanni í gær. „Við höfum ekki í hyggju að hætta verslun við ríki þar sem mark- aðshyggjan ræður lögum. í rauninni erunt við að hugsa um að auka hana, jafnvel um tuttugu prósent,“ sagði Julio Fernandez de Cossio banka- stjóri Aðalbankans á Kúbu í samtali við fréttamann Reuters. Kúbanir hafa dregið verulega úr verslun sinni við vestræn markaðs- hyggjuríki á síðustu tíu árum eða frá 41% heildarviðskiptanna árið 1975 niður í aðeins 15% á síðasta ári. Þessar tölur þykja sýna aukin tengsl stjórnarinnar í Havana við Sovét- stjórnina. Helsta vandamál Kúbana í við- skiptum sínum við vestræn ríki er að hinn gríðarlega umfangsmikil Bandaríkjamarkaður er þeim lokað- ur og hefur verið síðan á sjötta áratugnum er Bandaríkjastjórn setti viðskiptabann í Kúbu. Stjórnvöld í Havana verða því að versla við aðrar vestrænar þjóðir til að ná í varahluti og tækni til að halda iðnaði landsins gangandi. Efnahagslífið á Kúbu byggir aðal- lega á framleiðslu sykurs. Utanríkisráðherrafundur Norðurlandanna: Ráðstafanir gegn aðskilnaðarstefnu Kaupmannahöfn-Reuter Utanríkisráðherrar Norðurland- anna fimm samþykktu í gær eftir tveggja daga viðræður aðgerðir sem ætlað er að hjálpa til við að binda enda á aðskilnaðarstefnu Suður- Afríkustjórnar. Bindandi refsiað- gerðir að hálfu Sameinuðu Þjóðanna voru settar á oddinn í samþykkt ráðherranna. Ráðherrarnir, sem vanalega halda með sér fundi á ári hverju, skipuðu nefnd sem kanna á möguleika á frekari aðgerðum að hálfu Norður- landanna m.a. hugsanlegt við- skiptabann af hálfu þeirra. Þá var samþykkt að auki hjálpar- aðstoð við ríki í sunnanverðri Afríku og aðstoða sérstaklega hin svokölluðu „framvarðarríki" þ.e. nágrannaríki Suður-Afríku. Ekki var samþykkt neitt sameigin- legt viðskiptabann eins og sumir höfðu búist við, en Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði á fundi forsætisráðherra Norðurland- anna nú fyrir skömmu að stjórn sín myndi hugleiða harðari aðgerðir Nei takk ég er á bílnum ||UMFEROAR kæmist öryggisráð SÞ ekki að sam- eiginlegri niðurstöðu um efnahags- legar refsiaðgerðir gagnvart stjórn Suður-Afríku fyrir áramót. Svíar eiga mestra hagsmuna að gæta af Norðurlandaríkjunum hvað varðar viðskipti við Suður-Afríku. Útflutningur þeirra til landsins nem- ur sem samsvarar tæpum sex milljörð- um íslenskra króna á ári. Viðskipti íslendinga við Suður-Afríku eru mjög óveruleg. Irland: „Gestirnir“ óvelkomnir Hópur mótmælenda fylgdi einum leiötoga sinna til Dundalk í gær - barist á götum úti Frá frcttarrituru Tímans í Lundúnum, David Keys: Harðlínumönnum úr hópum mótmælenda og kaþólikka laust saman í gær í bænum Dundalk á Irlandi sem er um tíu kílómetra suður af landamærum við Norður- írland. Þó nokkur fjöldi mótmælenda hafði komið yfir landamæri í gær til að sýna samstöðu með einum leiðtoga sinna Peter Robinson sem mætti fyrir rétti í Dundalk. Robin- son var handtekinn í síðustu viku er hann ásamt um 150 öðrum mótmælendum fór yfir landamærin til að sýna fram á slaka öryggis- gæslu við þau. Robinson var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir rétti aftur í október. Á strætum bæjarins var hinsveg- ar meira um að vera. Kaþólikkar hentu bcnsínsprengjum að „gest- unum“ og slógust við þá á götum úti. Var atgangurinn svo harður að kalla þurfti til að aukalið lögreglu- manna. Hópur mótmælenda ruddust yfir landamærin í síðustu viku, flestir með klúta fyrir andlitum sínum, og gerði mikinn usla í írska smábæn- um Clontibret sem aðallega er byggður kaþólikkum. Þar réðust þeir á ómannaða lögreglustöð um hánótt og börðu síðan tvo lögreglu- foringja sem komu á staðinn. Robinson er þingmaður á breska þinginu og varaformaður annars stærsta stjórnmálaflokksins á Norður-írlandi, Lýðræðisbanda- lagsins, sem leitt er af prestinum Ian Paisley. Hann sagðist hafa farið yfir landamærin einungis sem áhorfandi. Á timabilinu 1. mai til 30. sept. Á timabilinu 1. juni til 31. agust w Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl 09.00 Frá Brjánslæk kl 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rututil Rvk Priðjudaga Frá Stykkisholmi kl 14.00 eftir komu rútu. Fra Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21 -30 Fimmtudaga Fostudaga: Sama timataflaog mánudaga Frá Stykkishólmi kl 14 00, eftir komu rútu. Laugardaga: Fra Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Fra Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl 19.00 Viðkoma í inneyjum A timabilinu 1. júli til 31. aqust Frá Brjánslæk kl. 19 30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18 00. fyrir brottfor rútu. Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum. Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkisholmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkishólmi, s.: 93-8120 Fra Brjánslæk: Hja Ragnari Guðmundssynu* Brjanslæk, s.: 94-2020. -V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.